Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 16.09.1905, Síða 3

Reykjavík - 16.09.1905, Síða 3
REYKJAVÍK 171 um fátækralög; um rithöfundarétt; um vátrygging sveitabæja; um hefð; um fyrning skulda; um iandsdóm; , um lögaldursleyfi handa konum; um þingsköp Alþingis (stórmikil réttarbót). Af þingmannafrumvörpum, er að lögum urðu, eru merkust: um varnarþing í skuldamálum; um stofnun Fiskiveiðasjóðs ís- lands; um samkomutíma Alþingis. II. Fyrrum og nú. Þetta er ið fyrsta löggjafarþing vort, er kost hefir átt á því, að hafa ráðherrann á þingi og semja við hann. Árangurinn af því er ekki smár. Áður hefir meira og minna af starfi þingsins (stundum meiri hluti þess) orðið árangurslaust fyiir þ:ið, að lög- um þingsins hefir verið synjað stað- festingar á eftir, alt fyrir það, að engrar samvinnu var kostur við stað- festingarvaldið. Nú vitum vér fyrir fram, að öll lög þingsins verða staðfest. Bókmentir. Þyrnar. Nokkur kvæði eftir Porstein Erlingsson. Önnur prentun aukin. Rvík. Prentsm. Gutenberg 1905. 1897 komu „Þyrnar“ út í fyrsta skifti. Eftir 3 — 4 ár var upplagið, 1400 (1700?) eintök, uppselt. Þetta mun vera einna hraðasta sala, er nokkurri íslenzkri Ijóða- bók hefir hlotnast. — Þorsteinn var áður orðinn þjóðkunnugt skáld af kvæðum sínum i blöðum og timaritum, einkum í „Sunnanfara11. En nú sást þó bezt heildar- svipur hans sem skálds, er safn þetta kom út. Og öllum varð starsýnt á þessa skálds- ásýnd. Nokkrir einblíndu svo á einstaka stórskorna andlitsdrætti, að þeir sáu ekki annað. Þeir lmeyksluðust, stungu sig á þgrnunum og fyrirdæmdu bæði bókina og höfundinn. Aðrir stungu sig að visu á þyrnunum, en sáu þó jafnframt rósirnar. Hinir urðu þó flestir, sem betur fór, sem létu ekki nafnið villa sig og sáu, að rós- iruar vóru rósir, og að þær vóru aðal- atriðiðjþó að þeim fylgdu nokkrir þyrnar. Og það sem meira var, þeir sáu, að þyrnarnir vóru með undarlegri náttúru; þeir stungu ekki heilbrigt hold til blóðs, heldur stungu þeir að eins á, þar sem undir var dauðablóð, eða ígerð, eða aðrir þeir óheiinæmir vessar, sem holt var að vætluðu út. Það var ýmisleg kyrkjuleg hjátrú, fáran- legar og guði ósamboðnar guðshugmyndir og fleira þessh., sem þyrnamir stungust í — auðvitað stundum nokkuð gassalega. Hvort Þorsteinn „trúir“ miklu, litlu eða alls engu, skal ég ósagt lát.a, enda skiftir það engan neinu nema sjálfan hann. En þegar ég með þyrnum á við nístandi biturt spott, sem stingur, þá verð ég að segja það, að hann kann að vísu að afneita ýmsu þvi sem ég eða aðrir mér trúaðri menn trúa, en hann hœðir aldrei nema hjátrú, hræsni og afkáraskap. Því hneykslar hann ina þröngsýnni menn, bæði trúaða og hræsnara, en ekki ina viðsýnni menn, hve trúaðir sem eru. Eng- inn mun bregða hvorki séra Jóni á Stafa- felli né séra Lárusi Halldórssyui um trú- leysi, og hafa þeir látið í fjós, annar á þingi og hinn á prenti, að þeir mætu mik- ils ljóðsnild Þorsteins Erlingssonar ogfyndu enga ástæðu til að hneykslast á „Þyrnum“ hans, þegar menn 'æsu og skildu rétt. Þegar vér litum á aðaldrættina í skáld- svip höfundar „Þyrna“, þá verður fyrst fyrir oss mannúðin og hjartagæzkan. Höf. má ekkert aumt sjá, hvorki í mannlífinu né dýralifinu, svo að það gangi honum ekki nærri og veki honum sársauka. Þessu skyld er réttlætistilfinning hans, sem er mjög sterk. Hún sprettur af því, að alt, sem er rangt, lilýtur að gera ein- hverjum rangt, vekja einhverjum óverð- skuldaða þjáning, en það vekur gremju höfundarins við ranglætið, eða þann sem að því er valdur, því að ranglætið er ilt. Hann elskar alt og alla, sem gora það sem gott er, sem haida fram sannleikanum, styðja það sem veikt er. Ilinir, sem að gagnstæðu vinna, vekja hatur lians, gremju, fyririitning. Þá vill hann stinga með þyrnum sinum — og þá eina. En eins og haun hatar það sem ilt er, eins vorkennir hann breyskleikanum og aumkar hann. Sjálfur hefir hann alia ævi átt við fá- tækt og heilsuleysi að búa, og framan af við vanmet, einatt enn við misskilning. Þetta ásamt náttúrlegum tilfinningum hans hefir vakið honum samhug með ölnboga- börnum lifsins og gcrt hann að lögjafn- ingja (sósíalista). Pegurðartilfinning Þ. E. lýsir sér ýmist í fögrum lýsingum í„Lóur“, „Lágnætti“ o. fl. o. fl.), og ávalt í málsmekkvísi, mál- hagleik og rímsnild, sem er frábær. Þorsteinn hefir ekki gengið i skóla til annara skálda um neitt, nema formið; þar er hann lærisveinn Sigurðar Breiðfjörðs og Páls Ólafssonar, og er það sagt til lofs, en ekki ámælis Prumleikur hans í hugmyndum kemur viða fram — ef til vill hvergi snildarleg- ar en í kvæðinu: „EIli sækir Grím heim“. Þessi önnur útgáfa „Þyrna“ er nærri helmingi stærri en in fyrri. Kvæðin á 78,— 90. bls. eru ný, og aftur frá neðst á 142. bls. og bókina út til enda. AIls er þessi útgáfa 244 bls. Af inum nýju kvæðum er „Eden“ lengst, viða meinfyndið kvæði, en með smáblett- um ofan máls og neðan. Annars er óþarft að nefna mörg einstök kvæði af inum nýju. Benda má m. a. á „Lóuljóð til Páls Ólafssonar“, innilega hlýtt kvæði; „Til Sigurðar Thoroddsen“, spreng- Ijörugt og fyndið galsa-kvæði; „Tvímenn- ingarnir", meinfyndin vísa, sem flestir munu skilja án skýringar; „Yaldimar Ásmunds- son“; „Bjprnstjerne Bj0rnson“; „Afmælis- visur“ (á 203. bls.). Allir, sem Ijóð kunna að meta, þurfa að eiga þessa útgáfu „Þyrna“, hvort sem þeiv eiga fyrri útgáfuna eða ekki. Án liennar á enginn smekkmaður að geta verið. Mynd höf. er framan við bókina, og allur frágangur svo vandaður, sem Guten- bergs-prentsmiðja ein gerir, og svo er pappirinn frá Jóni Ólafssyni, og spillir það ekki til. Þingið sveltir Þorstein á 800 kr. um árið. Nu er landsmanna að bæta það dá- lítið upp með því að kaupa bókina. iiiin.'irs! ■—:o:— Símastauraná undir landsímann lagði ráðherrann fyrir, þegar eftir þing- lok, að senda tafarlaust upp til lands- ins. Þeir eru nú væntanlega komnir til Austurlands. Húnvetníiigar hafa menn alment ætlað til þessa að væru með menni- legri mönnum hér á landi. En nú er nokkur grunur á það fallinn, að talsverður hluti þeirra sé meðal fáfróðasta og óupplýstasta lýðs þessa lands. Svo sem kunnugt er, sendi meiri hluti kjósenda þaðan ávörp þingmönnum sínum, og kom þá í Ijós, að í mörgum hreppum virðast ekki vera nema þetta 1—2 menn, sem kunna að klóra nafnið sitt. Flestöll nöfn úr mörgum hreppum vóru með einni og sömu hönd, og ekki svo mikið sem „handsalað “ við þau. Hvernig stendur á þessu? Eru Húnvetningar alment svona illa að I sér ? — Eða------eru nöfnin ekki vel fengin ? Landshornatma milU. Eldsvoði. 8. þ. m. kviknaði í heyhlöðu á Hvítárvöllum, er í vóru komnir um 800 hestar af töðu og útheyi. Eldurinn stafaði af ill- um þurki á heyinu og þar af leið- andi ofhitnun í því, er svo mikið kom saman. Hlaðan, sem í kvik- naði, er mjög stór, bygð af Andrési Fjeldsted, og stóð mjög skamt frá íbúðarhúsunum, en fjós var áfast við hlöðuna, fyrir 15 kýr, og einnig hest- hús. Brunnu þau hús bæði ásamt hlöðunni, en nær helmingi heysins tókst mönnum að bjarga. Eldurinn kom upp rétt fyrir hádegi. Fólk þusti að frá næstu bæjum til þess að slökkva og stýrði Hjörtur skólastjóri á Hvanneyri slökkvitilraununum. Tókst að veija íbúðarhúsin og þótti vel gert; því töluvert hvassviðri var. Alt sem brann, var óvátrygt og er skaðinn talinn alt að 4 þús. kr. Ólafur bóndi Davíðsson, sem fyrir þessum skaða verður, keypti Hvítár- vellina fyrir fám árum. Sogsbrúin var vígð fyrra Laug- ardag af ráðherra H. Hafstein i við- urvist um 1100 manns, þar af hátt á 3. hundrað úr Reykjavík. Ráð- herrann flutti snildar-fallega ræðu, svo skörulega sem honum er lagið, og var hver maður, sem við var allsgáður, hrifinn af, jafnt mótstöðu- menn í stjórnmálum sem fylgismenn. Brúin er 60 álna löng og 4 al. á breidd og hefir kostað um 16000 kr. og leggur landssjóður til þriðjunginn, en Grímsneshreppur og Árnessýsla sinn þriðjung hvort. Halldór Guð- mundsson rafmagnsfræðingur var yf- irsmiður. Náðardyrnar opnar. Þegar ritstj. þessa blaðs lagði niður þingmensku sína 29. f. m., vissu Valtýingar ekki, hvaðan á sig stóð veðrið. Þeir fóru að gera sér í hugarlund að hann væri orðinn ósamdóma stjórninni, og vona, að þeir kynnu að fiska hann inn í sinn hóp — og sleiktu út um. Einar ritstj. Hjörleifsson var að stíga á hestsbak til að ríða norð- ur í land, og lagði af stað áður en næsta tbl. Fj.kon. kom út (1. Sept.). En fyrst ritaði hann grein um þetta efni og kallaði »Leyndar- dómurinn« (Fjk. 142. bls., 2. dálk; 1. Sept.). Þar segir hann m. a„ svo: »Hitt væri fróðlegra að vita, með hverju móti ráðherrann og sá flokkurinn, sem hann styðst við, gerðu sínum langvitrasta og langduglegasta manni ófært að vinna lengur með þeim«. Skoðum við til! Þarna er Jón alt í einu orðinn y>langvitrasti og langduglegasti maður« ílokks síns. Það er eins og oss minni, að kvæði við nokkuð annan tón í vor, er konungur kvaddi Jón til þingsetu. E.n nú var sjálfsagt að skjalla Jón ofurlítið, til að benda honum á, að opnar skyldu standa náð- ardyrnar hjá mótstöðumönnun- um, ef hann vildi koma. En daginn eftir fór að vitnast, að Jón væri samra skoðana sem áður og engin veiðivon í honum. — Einar var farinn, en sá gáfu- tregi drenghnokki, sem hann hafði verið svo óforsjáll að fela »að sjá um blaðið á meðan«, skrifaði þá aðra grein um sama efni, er liann nefndi »uppsögn«, og prentuð er efst í næsta dálki á sömu bls. í sama bl. Fjk., en þar blæs af annari átt. En ekki hafði sá gáfu- tregi vit á, að fella þá fyrri grein- ina burt. ÞYRNAR eftir Po rs tein Erlingss on. 2. prentun ankin. Kostar inubcft S kr. 50 au. 1 skrautbandi 3 —- 50 — Aðalútsölu hefir: ARINBJÖRN SVEINBJARNARSON, Laugaveg 41. Reykjavík. Au.g’lýsing-ar í næsta bl. verða að koma til afgr., ritstj. eða prentsm. á Mánudaginn eða snemma á Þriðjudag.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.