Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 28.10.1905, Blaðsíða 3

Reykjavík - 28.10.1905, Blaðsíða 3
R'EYKJAVÍK 203 Sé þetta satt, þá hefir íólagið með eiiiföldu leyfi. Þannig hafa fiá 1852 til þessa dags alln, sem hafa viljað koma á firðritasambandi milli íslands og útlanda, sótt um leyfi til þess til H/n's-stjórnar Danaieldis (sem ís- land er að Vógum „óaðgreinanlegur hluti“ úr). Samkvæmt þessu hefir honungur aftur og aftur veitt einka- leyfi til þessa, þótt ekki hafl fyrri orðið úr framkvæmdum. Síðast veitti konungur Stóra Norræna ritsímafé- iaginu eiukalegfi í vor, er leið, og var það út geflð og undirskrifað áður en Marconifelagið reisti hér stöng sína í óleyfi. Með þvi nú að það er alríkismál að veita leyfl til firðritunarsambands milli Danaveldis og útlanda, og með því að ísland er einn hluti Danaveldis, þá hefir hvorki Alþingi né stjórn íslands heimild til að veita á eigið eindæmi slíkt leyfi, heldur að eins í sambandi við alrikisstjórnina; því lá það algerlega fyrir utan valdsvið Al- þingis að gefa út lög um símasam- band við útlönd, enda hefir það aldrei gert það, — ekki komið það til hugar. Auk þess getui- Alþingi ekki, þótt í sérmáli sé, breytt Uonungs-úrskurði með lögum, ef sá konungsúrskurður er um efni, sem konungur eftir tízku hafði leyfi til að gefa úrskurð um fram að 5. Jan. 1874 (13. gr. stj.- skrárinnar).. En nú er einkaleyfið til til St. N. veittmeð konungsúrskurði. 2. Marconi-stöngin, sem reist var hér 26. Júní, hefir aidrei verið not uð til skeyta-sendingar, heldur að eins til skeyta-viðtöku, og það aö eins til viðtöku skeyta frá útlöndum, aldrei til viðtöku innanlands-skeyta. Hún kemur því alis ekki undir ákvæði 4. gr. ritsímalaganna. Þetta er svo skiljanlegt, að það hlýtur að verða hverju barni Ijóst. Þetta veit hver einasti maður, sem nokkuð þekkir til málsins; þar á meðal allir ritstjórar andstæðinga- blaðanna. Enginn veit þetta betur, en ritstjóri „Þjóðviijans," hr. Skúli Thoroddsen, sem ekki skortir vit, og var að minsta kosti einu sinni á árunum góður lagamaður. ____________ Hverju lýsir nú sú aðferð stjórnar- andstæðinganna, að leyfa sér að bera önnur eins fáránleg ósannindi á borð fyrir almenning? Hún lýsir þeirri botnlausu fyrir- litning á íslenzkri aiþýðu, að hún skilji ekki mælt mál, eða sé svo hirðulaus að viija eða nenna ekki að kynna sór málavöxtu, þótt liún eigi kost á því, heluur gleypi með heimsk- unnar trúgirni og samvizkuleysisins skeytingarleysi hvern þann úlfalda, sem þessi óvönduðu blöð vilja ofan í hana troða. Vigahnöttur lyginnar má hún vel heita þessi nýja erkilygi halarófu-blaðanna um „gloppu á rit- símalögunum," sem heimili Marconi- stöngina. En út frá þessum vígahnetti ganga svo eins og geislar ýmsar aðrar lygar. „Ráðgjafinn getur vitanlega ekki neitað um viðurkenning fyrir rétti [Marconi-]félagsins“ „til að halda áfram um óákveðinn tíma“ „loftskeytastöð inni við Rauðará" „eftir heimildinni í ritsímalögunum“(!), sakir þess að „stöðin var komin upp og tekin til starfa fyrir 1. Júli.“ „Og reyni hann [o: ráðherrann] það, má hann sjálfsagt búast við máls- sókn.“ Þetta segir „ísafold" 26. þ. m., auðvitað til að gefa með því i skyn, að ef ráðherrann sé svo djarfur að neita Marconi-fél. um viðurkenning, sem hann liefir enga heimild til að veita, þá muni félagið fara í mál við hann og fá landsjóð dærndan til að greiða sér ógrynni fjár í skaðabætur. Ef félagið væri svo einfalt að láta þjóðræðishöfðingjana tæla sig til að höfða mál gegn landsjóði, þá færi það auma för: yrði fyrst að setja trygging býsna háa fyrir málskost- naði (málskostnaður eðlilega miðaður við upphæð þá sem um er deilt), yrði svo dæmt til að greiða landsjóði háan málskostnað, því að lands.jóður verður auðvitað sýknaður, þegar af þeirn ástæðu að málið væri höfðað gegn röngum aðila. Það væri ríkissjóður, sem ætti til sakar að svara, því að konungsúrskurðurinn,sem veitti einka- leyfið, er alríkismál, þar sem hann er undirskrifaður af dönskum alríkis- ráðgjafa. — Þetta breytist ekkert við það, að ráðherra íslands hefir einnig undirskrifað hann, því að einkaleyfið er falið i sama skjali sem samning urinn við St. N., sem konungur hefij- staðfest um leið. En ekki yrði út.reiðin betri fyrir Marconí félaginu, þótt það höfðaði málið gegn innanríkisráðherra Dana- veldis, því að félagið hefir aldrei öðl- ast neinn rétt hór áður en einka- leyfið til St. N. var út gefið, og þvi siður siðam Þá ögrar „Þjóðviljinn11 með því, að St. N. muni heimta skaðabætur fyrir það að Marconi-stöngin fái að standa. En hún fær alls ekki að standa. Hún verður tekin niður áður en St. N. tekur til starfa. Svo kemur ein sagan í þjóðræðis- blöðunum um það, að St. N. muni hæt.ta við að leggja símann. Það væri verst fyrir St. N., því að þá fengi það að borga Danmörku og íslandi fullar bætur fyrir samningsrof. En svo vill til að vór getum skýrt frá því áreiðanlega, að lir. Suenson liefir aldrei talað orð í þá átt, seni þessi blöð hafa eftir honum haft, og St. N. aldrei lconiið hl lmgar að hilca við að efna samning sinn. Enn segja þessi máltól, að Marconí liafi nú sótt um leyfi til ZJanastjórn- ar um, að mega hafa stöngina hér. því viðurkent, að það viti, að sér só óheimilt að hafa stöngina liér, og að það vit.i, að firðritasamband milli ís- lands og útlanda er alríkism&l, en ekki ísl. sérmál, þvi að ella hefði það snúið sér til stjórnarinnar hér. — Þá veit það líka, og játar, að það hafi engan rótt og eigi þvi engan skaðabótarétt. Hér rekur sig hváð á annað í uppspuna blaða þessara. Þetta geta væntanlega allir séð. f’jóðræðisliðið norska. Alveg eins og hjá oss! í ræðu sinni inni miklu, er hann hélt í Stórþinginu, þá er Karlstad- samningurinn var staðfestur, mintist Michelsen stjórnarforseti Norðmanna fyrst á þjóðræðisliðið sænska (C-hau- vinistana) og hvernig blöð þeirra hefðu látið fyrst eftir 7. Júní. Seg- ir svo: „Nú eru þjóðræðismenn vorir farnir að leika sama leikinn. Það gengur ekki á öðru hjá þeim en stagast á heiðri Noregs og óvirðingu. Lesi menn sænsku blöðin eftir 7. Júní, munu þeir fljótt ganga úr skugga um, að það er rétt eins og þjóðræðis- blöðin vor núna“. „Það kennir oss að vera ekki alt of mjög upp með oss; vér sjáum, að þegar þjóðræðisæsingarnar gjósa upp hjá oss, þá eru þær engu skárri í Noregi en í Svíaríki. „En markmið vort í pólit.íkinni *hefir beinst að þvi, að kæfa æsingar þjóðræðisliðsins. Yér getum ekki séð nokkurt það atriði í samningnum, er geti heitið niðrandi fyrir þjóð vora. -— — — „Að því er það snertir, að skjóta málinu undir atkvæði alþýðu, skal ég lýsa yfir því, sem persónulegri skoðun minni, að það er varla hugsan- legt neitt það málefni, er síður eigi við að bera undir þjóðina en það, hvort rifa skuli niður viggirðingarnar eða ekki. „Það er fyrirtaks fyrirkomulag, sem sjálfsagt verður notað mikið á komandi tímum, að bera ýmis þjóð- mál undir atkvæði þjóðarinnar, en þó því að eins, að spurning sú, sem borin er undir þjóðina, só allsendis óflókin og skýr, en ekki margþætt vandamál. En hér er einmitt úr svo vöndu að ráða, að það væri hrein- asta fjarstæða að ætla hverjum ó- breyttum kjósanda að ráða fram úr því. „Bezta sönnunin fyrir því, hve mál þotta er vandasamt og flókið, er álit minnihlutans,1) þó þar sé um færa 1) Alveg eins og minnihl. í ritsímamál- inu hjá oss, og nefndarálit hans. — Eiga ekki þessi orð Miehelsens alveg jalnt við ritsímamálið hjá oss og áskorana-flan ís- lenzka þjóðræðisliðsins? Ritstj. menn að ræða. í nefndaráliti því,. sem þeir hafa lagt fyrir þingið, úir og grúir af villum og ranghermum, Og ég er í engum vafa um það, að þessir hv. þingmenn hafa beitt öllu viti sínu við þetta. En sé niðurstaða sú, sem þeir hafa komist að„ svona mögur, hvernig skyldi þá fara. fyrir þjóðinni, ef hún ætti að láta í Ijósi skoðun sína?“ -— Kcúiijaúih oa örenö. s/s Kong Tryggvi kom frá útlöndum aðfaranótt þ. 25 Okt. Með honum komu þessir farþegar: Páll T. Halldórsson, Hjalti Sigurðsson og frú og 5 hörn þeirra (frá Ameríku), frú Kristin Blöndal (frá Eyrarb.), frú Ásta Hallgrimsson og frk. Kristrún dóttir hennar, frk. María Bach- mann, enskur maður frá Marconifélaginu, danskur prentari A. Hansen, Sig. Þor- steinsson (fei-ðam.fylgdarm.), Snæbjörn Sigurðsson bakari o. fl. Frá Yestmann- eyjum : N. B. Nielsen verzl.fulltrúi, sýslum. M. .Tónsson, frk. Guðr. Oddgeirsdóttir, Hjalti Jónsson skipstj. o. fl. ,Laura' fór í gær og með henni m. a. Tryggvi Gunnarsson bankasijóri. Kemur aftur með henni. jPervie* aukaskip Thorefél. kom í nótt. Veðurathuganir i Reykjavík, eftir Siqkísx Bjöensdóttur. 1905 Okt. Loftvog millim. Hiti (C.) -*-3 *o & rC *o <v c bo cð a m Úrkoma millim, Ei 19. 8 769,9 5,7 NE 1 10 0,1 2 770,7 6,9 0 5 9 770,3 6,8 0 10 Fö 20. 8 770,7 6,8 0 9 2 769,3 7,8 E 1 10 9 768,6 6,4 NE 1 10 Ld 21. 8 767,8 5,6 ENE 1 9 2 767,4 8,1 E 1 5 9 767,3 6,1 NE 1 6 Sd 22. 8 768,8 6,3 E 1 7 2 769,4 E 1 6 9 769,2 0 10 Má 23. 8 769,0 7.5 E 1 10 2 768,5 9,4 E 1 9 9 766,7 7,9 NE 1 10 3,3 Þr 24. 8 763.6 7,4 SW 1 10 2 763,9 6,3 sw 1 7 9 762,5 4,8 sw 1 4 Mi 25. 8 738,5 7,8 E 2 10 4,2 2 734,6 9,6 s 2 10 9 730,3 5,9 sw 3 10 JNletja^arri og alt til Bátaútg'ex'öax* fæst hvergi betra né ódýrara en í verzl. [-54 W 6oðthaab 5veitamerjri sem koma langar leiðir að til að litvega sér MT Saltjisk ættu að líta inn í verzlunina [-53 Godthaab.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.