Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 10.11.1905, Blaðsíða 2

Reykjavík - 10.11.1905, Blaðsíða 2
210 -V’ ' REYKJAYÍie '• eru. nú fastir kanpendur »Reykjavíkur« liér í bsénuni, þ, e. 10. hvert mannsbarn, sjálfsagt J/4—V3 fleiri en kaupendur »ísaf.« og »Fjallk.« til sama.ns. þá ^er þess er gætt, að margur maður kaupir hér 2—3 blöð, þá má fullyrða, að það eru ekki fleiri menn hér, sem kaupa öll hin blöðin, en kaupendur Reykjavíkur einnar. Áskriftarbækurnar geta auglýsendur fengið að sjá. Hvergi er þvi eins gott að birta auglýsingar sem i »Reykjavík«. það borgar sig langbezt samjafnaðarlaust. Hver 1 kr. fyrir auglýsing í »Reykjavík,« gefur auglýsanda eiiiísí miUiiin arð og 3—4 kr. í 3—4 öðrum blöðum. Afgreiðsla ‘Reykjavíkur. þeir Frikyrkjumenn, sem enn þá hafa ekki greitt gjöld sin til Frikyrk- junnar, eru hjer nieð ámintir um að hafa borgað þau fyrir 15. p. m. (saman- ber’ lög Fríkyrkjusafnaðarins). Rvík 10. Nóv. 1905. Arinbj. 8veinb j arnarson, gjaldkeri Fríkyrkjunnar. Einveldis-brask Bjarnar Jónssonar. [»Austri« 23. okt.j. [Framh.j Þetta nefnir hann Þjóðræð- i s fé 1 a g, og vill með því nafni dylja einveldisumbrot sín. En lög félagsins eru glögg. Félaginu stjórna 5 menn, for- maðurinn eða yfir-generalinn Björn sjálfur, og 4 aðrir, en tvo þeirra velurhann sjálfur, yfir-gen- - «ralinn. Generaiinn kann auðvitað að Telja rétt, og ræður því sjálfur 3 atkv. af fimm i stjórninni. Hann ræður þannig einn lögum oglof- um i öllu félaginn; og til frekari trj'gginger útnefnir generalinn sjálf- ur einn alla sveitarforingjana uin land alt. E i n v e 1 d i ð er dásamlega »gegn- um fært«. Og sveitarforingjarnir mega ekki einu sinni velja sér varamenn nema m e ð r á ð i generalsins. Það er svo sem vel búið um hnút- ana. Þetta félag, sem skapað er til þess að veita Birni Jónssyni ein- v e 1 d i, starfaði fyrst opinberlega *1. Ágúst í Reykjavík. Það lýsti þá yfir, að það vildi taka löggjafarráð- in áf alþingi — og fá þau Birni í hendur. Björn hrópaði fyrstur manna, til þess að sýna valdaumbrot sín: »Niður með ráðherrann«, —nið- ur með þann ráðherra, sem hefir með sér tvo þriðju hluta alls lög- "gjafarþingsins. Meiri hluti löggjafarþingsinsáekki að fá að ráða framar í landi voru, heldur Björn Jónssonl Jón Sigurðsson og Benedikt Sveinsson og margir fleiri af beztu sonum þessa lands, hafa varið öll- uin kröftum sínuin og vitsmunum til þess að gera vald alþingis sem allra mest; en Björn Jóns- son beitir sínuni kröftum til þess að s v i ft a alþingi valdinu og leggja það í sínar eigin liendur. Björn lætur nú í sumar sveitar- foringja sína um land alt safna undirskriftum undir þæróskir: að konungur taki ráðin og valdið af alþingi og neiti lögum þess um stað- festingu. Af því að stjórnfjendablöðin með ísafold í broddi fylkingar hafa með staðlausum öfgum og ósannindum í ritsímamálinu getað vakið hjá mörgum landsmönnuni hræðslu og kjarkleysi við framkvæmd þess í verkinu, tekst smölunum að fá nokkurn hluta landsmanna til að lána nafn sitt undir þetta. Menn eru leyndir því, að tilgang- urinn er að svifta löggjafarþing vort valdinu, og að Björn er að reyna að sölsa það í sínarhendur; hann er einvaldur í Þjóðræðis- félaginu. Hann álítur sig bærari til þess að ráða hér iögum og lofum í landi, heldur en alþingi, og hann vonar, að konungur muni fremur fara eftir ráðum sínum, e i n v a ld a generalsins í Þjóðræðisfélaginu, heldur en eftir anda stjórnarskrár íslands og samþyktum lögum af löggjafarþingi landsins. Eg hefi heyrt ýmsa merkamenn láta í ljósi efa um það, að Björn sé með fullu viti upp á síðkastið. Hefir ekki stórmenskuvitfirring gripið hann? Hefir ekki hatrið, áreynslan við áð sjóða saman takmarkalausa ó- sannindaþvælu og æsingagreinar i blað sitt ruglað alveg hugsun manns- ins? Hefir ékki dáleiðsluloddara- skapurinn stigið honuin til liöfuðs- ins og svift hann mest öllum mjalhr? Aðfarir hans virðast benda á þetta. Enginn maður í nokkru landi með þingbundnu stjórnarfyrirkojnu- lagi mundi ráðast í það, áð sraalq, með sér fólki til þess að hrópa »niður« með ráðherra, sem liefði ineð sér 2/s hluta löggjafarþingsins — nema inn einvaldi generál, Björn Jónsson. Enginn maður i nokkru landi með þingbundnu stjórnarfyrirkomu- lagi mundi ráðast í það, að smala með sér fólki til þess að biðja stjórn- andann að n e i t á uni staðfestingu lögum löggjafarþingsins, saniþykt- um nær því í einu hljóði — nema inn einvaldi general Björn Jónsson. Það væri gaman að sjá framan i Englending, er sagt væri frá þessu atferli Björns. Englar kunna að meta löggjafar- þing sitt, Parlímentið, og önnur stjórn en sú, er heíir traust meiri hluta löggjafarþingsins, er þar ó- hugsanleg. — Það er sagt, að Björn fái stund- um þau köst, að hann baðar út handleggjunum og muldrar : »Na- póleon, Napóleon mikli«. En það var Napóleon »litli«, sem kúgaði löggjafarþingið, braut stjórn- arskrá landsins og eið þann, sem hann hafði unnið að lienni, gerði sjálfan sig að keisara; lét smala sina þrýsta almúganunri og Iokka hann til undirskrifta og atkvæða- greiðslu um að samþykkja þetta ráðlag sitt. En athæíi þetta, þessi glæpur hans, kom lionum í koll, þótt síðar yrði; og liann eudaði ævi sína hat- aður og fyrirlitinn af þjóð sinni. Hjörtlll'. Heitnsendanna milli. Noregur — Svíþjóð. Mánud. 16. f. m. samþykti ríkisþing Svía til fullnaðar lög, er nema úr gildi sameiningar-lögin (»riksakten«), sem tengdu Noreg og Svíþjóð, og viðurkenna Noreg sem frjálst og óháð ríki. Oscar Svíakonungur hefir nú breytt konungs-titli sínum og kall- ast nú »Svía konungur og Gauta.« Oscar konungur hefir ekki orðið við tilmælum Norðmanna um, að leyfa höfðingja af sinni ætt að þiggja konungdóm í Noregi. Norðmenn eru því að kjósa sér annan konting. Stjórnin norska hefir ekki getað sint áskorun þjóð— ræðisliðsins norska um, að bera það undir almenna atkvæðagreiðslu kjósenda, hvort Noregur skuli vera konungsríki, eða þjóðveldi, því að Noregur er að lögum konungsríki eftir stjárnarskrá sinni. En henni verður ekki breytt með slíkri átkvæðagreiðslu, lieldur yrði swrþingið að gera það á löglegan hátt. En þingið hefir ekkert í þá ‘átt gert. Enda eru helztu þjóðveld- issinnar í 'Noregi, eins og Bjornson, Sars sagnfræðingur, Lovland ráð- herfa o. 11., móti þvi, að reyna að innleiða nú þjóðveídi. Segja sem er, að eigi beri að hrapa að slíkri breyting í skyndi, fyrir það að ytra færi lijóðist. Slík breyting eigi að eins að komast á eftir lang- vinna baráttu, svo að þjóðinni sé við það orðin full-ljós þýðing henn- ar; ella sé hún misráðin. Svo sé hins að gæta, að vafasamt sé, livort þjóðveldi að nafni sé lrjálslegri stjórnarskipun en konungdæmi, eins og það er í Noregi, þar sem konungdæmið sé ekki annað í rauninni en þjóðveldi með arfgeng- um forseta, er nefndur sé konungur. Stjórnin hefir nú beiðst sam- þykkis stórþingisins til að semja við Karl Danaprinz um að taka konungskosningu, þó svo, að það sé lagt undir almenna kjósenda atkvæðagreiðslu, eins og liöfð var 13. Ágúst síðastl., hvort hún vilji liafa þennan prinz fyrir konung. Það er talið sjálfsagt, að þingið samþykki þetta mál í einu hljóði, og að þjóðin geri slíkt ið sama. Stjórnin hefir ennfremur lagt fyrir þingið tillögu um að veita ár- lega 750,000 kr. til launa konungi. Það eru ekki há konungslauu, eftir því sem tíðkast, en Karl er ánægð- ur með það, enda er hann og kona hans bæði stórauðug. Þegar hann kemur til ríkis, sem væntanlega verður í þessum mán- uði eða snemma í næsta mánuði, á hann að breyta nafni og heita Hákon konungur inn sjöundi. Herskip danskt Iíggur sífelt al- búið í Kaupmannahöfn til að flytja hann yfir til Kristíaníu. Japan. Bæði Rúsakeisari og Japanskeisari hafa 14. þ. m. ritað nöfn sín hvor undir sitt eintak al’ friðarsamningnum. Hann er í 15 greinum með 2 viðaukagreinum. Kyrrahafsfloti Breta heimsótti Japan um þessar mundir, og var mikið um dýrðir í Tokio, er Bret- unum var fagnað. —Japanar hafa nú sætt sig vel við friðinn, eftir að samningurinn varð heyrinkunnur, enda er hann inn hagfeldasti og virðulegasti fyrir Japana. 22. f. m. hélt Togo aðmíráll ílota sínum inn á höfn í Tokio, alkom- num heim úr stríðinu. Næsta dag

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.