Reykjavík - 27.01.1906, Blaðsíða 3
16
REYKJVÍK
i
S T O R T IJ P P B () Ð.
31i-5vilinaílag-iií.11 iiiMiisir 31. þ, m. ki. 11 árd. lætur Beti. S. þórarinsson
kaupm. halda — heima hjá sér — uppboð á alls konar Hýium húwgög-iuun.
GJALDFRESTUR — þrír — mánuðir.
Japan. Þar versnar hællærið;
sigla norðan um Ameríku, og marg-
ur vaskur drengnr lieíir lífið lálið
við þær tilraunir, þar á meðal Sir
John Franklín. Upphaflega hugðu
menn þar mætti finna sjóleið til
Austur-Indlands fýrir verzlunarskip.
En löngu eftir að það reyndist ó-
tækt reyndu menn að komast þó
á einu skipi frá Atlantshafi til
Kyrrahafs — frá Baffins-flóa til
Bæringssunds. Alt fram að þessu
hefir það þó að eins tekist til hálfs,
þannig að eitt skip náði hálfa leið
að vestan, en annað hinn leiðar-
helminginn að austan, bæði til
sama staðar.
Nú er þessi þraut ioks leyst, og
eru það frændur vorir Norðmenn,
sem enn sern týrri liafa orðið hlut-
skarpastir heimsins þjóða í norður-
ferðum.
Fyrir hálfri öld reyndu Bretar
og Ameríkumenn að komast þessa
leið, og höfðu til þess afardýr og
fiölmönniið skip. En það mistókst.
En nú hefir norskur skipstjóri
Amundsen á lítilli veiðiskútu með
mótor-skrúfu og 7 manna áhöfn
komist alla leiðina heilu og höldnu.
Hann lagði upp í þennan leiðang-
ur í Apríl 1903, og hafði lítið sem
ekl;i af honum frézl siðan. A
skipi með honum var danskur sjó-
foringi, Godfred Hansen staðgengil!
(lautinant).
Skipið, »Gj0a«, liggur nú í vetrar-
höfn vestanvert við mynni Mac-
kenzie-elfar, nærri norðausturhorni
Ataska. Þaðan fór skipstjóri fyrir
Jól á land upp og suður til You-
koh-virkis (í Alaska) með hréf og
skýrslur, og þaðan sendi hann Frið-
þjófi Nansen símaskeyti um ferð-
ina. En skýrslur um vísindarann-
sóknir þeirra félaga sendi hann i
eftirriti iandfræðifélaginu í Lund-
únum. í Youkon fékk hann fregn-
ir um alt, sem við hafði borið síð-
an hann fór, m. a. um sjálfstæði
Noregs. Hélt síðan norður aftur
til skips síns og ætlar að halda þvi
suður um Bæringssund, er vorar,
og suður um Bæringshaf, Kyrrahaf
og svo heimleiðis. Þeir félagar
vóru nær árlangt við segulskautið
nyrðra og gerðu þar athuganir.
Þessi l'erð er lögð að jöfnu við
norðurferðir Nansens og Norden-
skjölds að erfiðleikum og vísinda-
legum árangri, sem kvað vera mjög
mikill.
Það er sagt eftir Amundsen, að
nú væri eftir erfiðasta ferðin, er
þeir kæmu suður úr Bæringshafi:
erfitt hafi verið í ísnum fyrir norð-
an Ameríku, en erfiðara verði þá
»að éta sig heim« gegn um allnr
þær átveizlur á leiðinni, er eigi
verður undan komist, er menn
koma úr slíkri för.
Litljósmyndir. Lengi hafa menn
árangurslítið reynt að taka Ijós-
myndir, ersýndu nákvæmlega trútt
alla lili og litbrigði eins og augað
sér þau í náttúrunni. Nii fyrst
hefir þctta tekist.
Gabriel Lipmann, prófessor við
Sorbonneskólann í París heíir feng-
ist við tilraunir í þessa átt síðan
1847. Núhefirlionum tekist þetta,
svo fullkomlega, að myndir hans
sýna alla liti og litbrigði.
En uppfundning þessi er að því
leyti lík sólmyndunum gömlu(Da-
guerre’s), að myndina verður að
framkalla á plötunni; liún verður
ekki »kópíeruð« á papþír. Það
tekur um 1 minútu að »sitja fyrir«
við þessa myndtöku.
Lj ó s m y n d a v e r k s m i ðj a n L u m i e r e
í París hauð próf. Lipmann of ijár
fyrir uppgötvanina, en hann kvað
sér ekki sama að selja hana, þar
sem hann væri háskólakennari,
enda væri sér miklu meiri ánægja
í að gefa heiminum hana, og skyldi
hann gera hana heyrinkunna, svo
! að allir gæti lært hana og hagnýtt.
j »Politiken« í Khöfn kveðst hafa
fengið loforð um að fá skýrslu
hans og tilsögn um aðferðina bráð-
lega, og verði hún þá birt þar í
blaðinu ölluni ti! afnota.
Menn tala þegar um, að próf.
Lipmann væri verður einna Nobel-
| verðlaunanna næsta ár.
Nobel-verðlaun. Vér höfum áð-
ur getið, hverjir fengu bókmenta
og friðar verðlaunin. En í eðlis-
fræði fékk þau próf. Philipp Lenard,
í efnal’ræði Adolf v. Baeyer, og í
læknisfræði Robt. Koch.
Mikið er um rætt, hver fá muni
friðar-verðlaunin næsta ár. Þeim
útbýta Notðmenn. Tveir eru til
nefndir verðastir: Oscar Svíakon-
ungur og Rosevelt forseti. Óneit-
anlega á Oscar þau skilið, og væri
fagurt að Norðmenn veittu honum
þau.
Itúsland. Þaðan eru engin stór-
tíðindi. Stjórninni virðist vera að
takast að bæla niður uppreistirnar
víðast hvar.
Bretland. Alls eru þingmenn
Breta 671 að tölu. Nú vóru um
helgina (samkv. loftskeyti) 433 af
þeim kosnir, og af þeim vóru and-
stæðingar stjórnarinnar 97, en
stjórnfylgismenn 336, eða einum
fleiri en helmingur allra þingmanna.j
Eftir var þá að kjósa 238. Verði
nokkuð svipað hlutfallið, það sem
eftir er koSninganna, fær Banner-
mann meira fylgi á þingi en nokk-
ur önnur Bretastjórn hefir haft í
þeirra manna minnum, er nú Jifa.
— Á Föstudaginn (10. þ. m.) urðu
þeir undir fyrv. ráðgjafarnir Stan-
Iey, Brodrick og Chaplin. Til þess
tíma var Arnold Forster sá eini af
ráðgjöfum í gömlu Balfours-stjórn-
inni, sem náð hafði kosningu. Tal-
ið víst þó, að einhver afturhalds-
þingmaður í öruggu kjördæmi rými
fyrir Balfour. Chamberlain var
kosinn í Birmingham.
Frakkland. Falliéres, fyrrum for-
seti í efri málstofu og oft ráðgjafi,
eitt sinn stjórnarforseti, er kosinn
forseti frakkn. lýðveldisins. Á að
taka við af Loubet. (Loftskeyti).
Jíannalát. Tveir merkir menn
dánir í Chicago: Marshall Field,
milíónari, sá er keypti eitt stærsta
sýningarhúsið 1894 og örmul af
sögulegum, þjóðfræðilegum og nátt-
úrufræðilegum gripum eftir sýning-
una Í893 og bókasafn mikið og
stofnaði Field-Columbian safnið úr
því og gaf borginni. — Hinn er Dr.
Harper, forstjóri Chicago háskólans,
austmálafræðingur og stórmerkur
maður.
Tæring í kvikfé. Ekki hefir
neinum enn lánast að finna nokk-
urt örugt ráð til að lœkna tæringu.
En hitt þykir nú fullsannað, að ráð
það er þýzki læknirinn Behring
skyrði frá í sumar, er leið, sé ó-
brigðult varnar-meðal gegn tæringu.
Það eins konar bólusetning. Hún
er nú reynd bæði í Þýzkahindi,
Frakklandi og Belgíu, og talið al-
veg örugt, að hún varðveiti hvert
dýr í 2 ár; þá þarf að endurbólu-
setja.
Eftir þetta má víst telja, að senn
takist að varna tæring í mönnum
á sams konar hátt.
Telefónn til Ameríku. Það full-
yrða enskir verkfræðingar nú, að
þeir geti búið til sæsíma, er tala
(»fóna«) megi með milli Lundúna
og New York. Má vel vera að
þetta rætist, en ekki er það víst
fyrri en reynt er.
[Ensk blöð vor ná til 17. þ. m.
síðd., dönsk til 14. og norsk til 12.].
Loftskeyti 26. þ. m. herma þetta:
Pýzkaland má alt heila undir
vopnum í dag og allir lögreglu-
þjónar gartga með hlaðnar marg-
hleypur. Þetta er alt af ótta við
uppþot sósíalista, sem halda mik-
larsamkomur til að krefjast rýmk-
unar á kosningarrétti. í Berlinni
hafa þeir haldið 98 fundi.
Venezuela. Castro forseti hótar
að skjóta á livert frakkneskt skip,
er nálgist Laguaira. Hann er og
fár við sendiherra Bandaríkja, og
grunaður um að hafa látið stela
símskeyti til hans frá Washington.
Rosevelt hefir tjáð Frökkum, að sér
sé ekkert móti skapi þóttt þeir
refsi Castro.
Brazilía. Járnbarði stór fórst
þar, sprakk í loft upp; á lionuui
fósust: fyrirliðinn, 4 aðmírálar,
flotaráðgjafinn og 212 manns.
Ilúsland. Ársdagur »rauða Sunnu-
dags« leið hjá rólega um alt land.
Frakkland. 3 hersktp lögð af
stað frá Trinidad, til að varðkvía
Laguaira.
Hretland. Kosnir eru nú til
þessa 405 stjórnarliðar, en 123 and-
stæðingar.
menn deyja hundruðum úr hungri
og kulda.
Sínland. Keisaraekkjan ætlar
að tilnefna keisaranum eftirmann.
(j
nýr, til að vefa list-vefnað, fæst til
kaups með miklnm afslætti.
Ritstj. ávísar.
II IJ s
stór og lítil, hefi ég undirritaðnr
til sölu. Því ættuð þið, sem flytjið
til Hafnarfjarðar á næsta vori, að
semja sem fyrst við mig. Húsun-
um fylgja matjurtagarðar. Verð
þeirra er frá kr. 1300,00 uppí kr.
6000,00. [4| 7> 9.
skósm. í Hafnarfirði.
Þeir sem óska eftir atvinu við
vegagerð eða símlagning Iandssjóðs
á komandi sumri, geta snúið sér
til Jóns Porlákssonar verkfræðings,
Lækjargötu 12 B. Heima kl. 12—3.
Glímufélagið
„Á- riuaim44
«
heldur æíingu n.k. sunnud.kl.4. síðd.
Stjórnin.
JTil leigu óskar
Iítil barnlaus fjölskylda tveggja her-
bergja með eldhúsi frá 14. Maí,
helzt í Þingholtsstræti eða sem
,næst því. Ritstj. ávísar.
^ðaljmiDur
Ábiirðarfél. Keylijavíknr
verður haldinn í B á r u b ú ð, Mánud.
29. Jan. kl. 7 síðd.
Ársreikningar framlagðir, ýmis fél.r
mál rædd og 1 maður valinn í stjórn.
Stjórnin.
Tapast hefir kvenúr á götum
bæjarins. Finnandi beöinn að skila til
ritstjóra gegn fundarlaunnm.
Prentsmiðjan Gutenberg.
Pappirinn frá Jóiii OlafsSyiii.