Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 17.03.1906, Side 2

Reykjavík - 17.03.1906, Side 2
X u. w A » J il kunni nokkuð í norsku eða frönsku. En skyldi hann ekki liafa kynst eitthvað »nýnorskunni« í haust eð var, þegar hann var að æfa sig á því að herma eftir norskuni sjó- mönnum og lilaupa undan þeim fyrir utan Svínastiuna. Ætli hann muni það nú? Og skyldi ekki einhver auðtrúa öndungur hafa getað sagt honum |ofurlítið til í vetur, eða hann getað veitt sér þá tilsögn sjálfur, er nægi til þess að hreyta fram fáeinum setningum á frönsku? Annars væri nógu gaman fyrir málfróða menn að heyra tungumála-kunnáttu miðils- ins! " En víkjum nú að lækningatilraun- unum sjálfum. Þegar andastefnan hefst,, er hreytt fyrir gluggann, — »með því reynslan sýnir, ekki ein- ungis hér, heldur og um allan heim, að fyrirbrigðin eru mörgum eríið- leikum bundin, ef bjart er« (!!) — og hnígur miðillinn #þá í »millibils- ástand« sitt. En hví skyldi það vera kallað svo á íslenzku, nema miðillinn viti bœði í þennan heim og annan, því á erlendu máli þýðir »trance« leiðsla. Annars væri gam- an að vita, hvort miðillinn kemst í reglulega leiðslu. Það væri auð- hægt að rannsaka það. Svo fara andarnir eða inir »ókunnu þættir« Indriða að tala og að kulda við sjúklinginn, og mæla þá stundum frönsku, er þeir hafa mikið við. Síðan fara þeir að lækna fyrir»kraft bænarinnar« og »andaelixírsins« í axlarlið miðilsins og virðist þá stundum í daufu ljósi sem gat sé komið á hörundið; en enginn Tómas trúarveili hefir samt fengið að reka fingur sinn í þau för, og engum hefir víst dottið í hug að rannsaka, hvort það væru veruleg sár eða sjón- hverfingar, sem um væri að ræða. Þó kvað vilsa geta komið úr þeim sárum, sem er svo banvæn (anda- trúnni og trúnni á miðilinn?), að henni er óðar komið í eldinn! Enda mun það öndungum sjálfum hollast. Því ef læknar fengju að rannsaka vilsu þá, er hætt við, að hún reyndist stafa frá einum inna ókenndu þátta miðilsins! Því hefir verið lýst yfir í grein hr. E. H. að sjúkl. þeim, sem hér er um að iæða, hafi stórbatnað. En eftir sögusögn læknisfróðs manns, er hefir athugað sjúkl. því sem næst daglega, sér hann engan mun á honum annan en þann, að honum er hughægra og liður þar af leiðandi betur; hefir og ef til vill minni kvalir nú, aí ofur eðlilegum ástæðum. Óskandi væri, að hon- um gæti létt og að honum yrði nokkuð að trú sinni. En þó trú hans á þetta kukl öndunga hafi dregið úr kvölum hans í svip, er atferli þeirra, þegar á allt er litið, engu síður vítavert. Og er álitamál, hvort læknar landsins ættu ekki að skerast í leikinn, en ef það dygði ekki — lögreglan? Því alt virðist benda á, að þetta lækninga-kukl sé tómir prettir og táldráttur. I. //. P. S. Maðurinn er nú dáinn. Stoðirnar bila. nóðum vex fróðleikurinn i veröldinni.« Fj.konan, XXIII, 7, 16. Febr. 1906. Æðsti-prestur andatrúarinnar hér á landi, séra Einar Hjörleifsson, og inn leiki trúboði hennar Björn Jónsson, vilja styðja trúboð sitt með krafta- verkum. En það hefir viljað ganga tregt enn fyrir sjálfum þeim að gera kraftaverk til staðfestingar trúnni, því að engir nema þeir sem fyrirfram hafa tekið trúna, hafa fengið að sjá og runn- mka tílraunir þeirra. En til þess að kraftaverk fái nokkra þýðing til stuð- nings trú, þurfa þau að vera sönnuð — ótvíræðilega sönnuð. Þau verða að vera framin á þann hátt, að menn, sem ekki trúa þeim fyrirfram, geti gengið úr skugga um, að þau sé ekki sjónhverfingar og loddaraskapur. Og þeir menn, sem framkvæma slíkt eftirlit, verða að vera hæfir til þess. Eini skerfurinn, sem séra Einari hefir enn auðnast að leggja fram til að „staðfesta" trú sína, er sá einu, að hann, að sjálfs hans sögusögn, þolir fyrir hana pislarvætti — píslar- vætti spotts og athláturs skynbærra manna. Þyngra er nú píslarvættið ekki, og því píslarvætti er hann naum- ast alveg óvanur. Hann hefir stund- um orðið að sæta því mótlæti áður fyrir aðrar sakir. En með því að þeim félögum hér gengur illa að gera kraftaverk sjálfir, þá hafa þeir lagt mikið kapp á að telja fáfróðum mönnum hér trú um, ; að annarstaðar hafi öndungum tek- i ist að gera kraftaverk, sem hafi verið svo ótvíræð, að frægir vísindamenn hafi snúist til anda-trúar. Flagga þeir sérstaklega með tveim mönnum: inum heimsfræga efnafræðingi Crookes og próf. Richet. Við þetta er nú tvent að athuga: Fyrst er nú pað, að menn geta verið stórmerkir vísindamenn í ein- hverri greín, en mestu börn í öðrum efnum, eins og síðar skal fært ljóst sönnunar-dæmi til í lok þessarar greinar. Enginn mun neita því, að t. d. Björn Gunnlaugsson eða Newton hafi verið vísindamenn og vanir at- hugunum. Fáa menn mun þó auð veldara hafa verið að leika á, en þá. Menn geta, eins og Crookes, verið þaulvanir athugunnm á tilraunastofum. gerathugulir um það sem náttúrhn sjálf sýnir þeim, en alis óvanir því að varast sjónhverfingar af manna völd- um eða pretti. Nú er þess að gæta um Sir Wm. Crookes, að þær einu sýningar „dul- arfullra fyrirburða/ sem sannfærðu hann um tilveru anda, vóru framdar af amerískri stúiku, sem var „miðiil." Eina lýsingin,’ sem til ér um það, hversu alt hafi farið fram, eru þrjár litlar smágreinar eftirCrookes í anda- trúar-tímariti. Og þar er engin lýs- ing, sem sannfært geti nokkurn skyn- bæran mann um, að þeim varúðar- reglum eða eftirliti hafi beitt verið, er trygðu það, að eigi væru biögð í tafli. Auk þessa er til um eina af þessum sýningum skýrsla frá raf magnsfræðingnum Varley, sem sýn- ir, að liann hafði þá varúð í frammi, er trygði það, að miðillinn sjálfur lék ekki í það skifti andann. En eng- in skýrsla er til um það, að nein sú varúð hafi við höfð verið, er varnaði þvi, að miðillinn fengi annara aðstoð til að leika andann (Kate King). Og hve mikið sem Crookes heflr verið á hálsi legið fyrir það, að birta ekki fulla tskýrdu um allar þær varúðar- reglur, er fylgt hefði verið — skýrslu, sem gæti tekið af allan efa —, þá hefir hann aldrei gert það. Þvi fer nú fjarri, að allir vér, sem vantrúaðir erum á ina dularfullu fyrir- burði, séum svo fávísir, að oss komi til hugar að neita því, að mörg dulin öfl náttúrunnar geti verið mönnum ókunn enn. Til þess er oss of kunn menningarsaga mannkynsins, og merkisuppgötvanir, sem orðið hafa á vorri samtíð, jafnvel hvað merkastar síðustu árin (X-geislar og radium t,.d.). En vér heimtum, að slíkir hlutir séu vísindalega, sannaðir, áður eu vér trúum. Ef menn heimta það ekki, þá verða menn þegar leiksoppar alls konar hjá- trúar, hindurvitna og pretta. Og samkvæmt þessari reglu hafa menn fylsta rétt til að álykta, (þar sem engin sönnun liggur fyrir því, að loddaraskapur og prettir hafi verið útilokaðir með nægu varúðar-eftirliti), að Crookes hafi verið táldreginn með snjalt leiknum brögðum. Og ekki veikist þessi ályktun við það-— sem andatrúar-postular eru vanir að þegja vandlega um —, aftsami mið- illinn, sem sýndiCrookes andann, Kate King, sá sami miðiil varð nokkru síðar í Ameríku, er hún var að sýna sama, andann, uppvís að prettum. Hjúpurinn var þá dreginn af audan- um, sem var vel lifandi hjáiparkona hennar. Annað, sem athugavert er við þessar mannanafna-sannanir öndunga, er það, að þeir hér (séra Einar og Björn) lierma ékki ávalt rét.t. sem annaðhvort kemur af fljótfærni, eða þvi að þeir fylgja tímariti Sig. Trier eða öðrum jafn-óvönduðum heimildum. Dæmi þessa eitt er það, að undir eins í fyrstu ritgerðum sínum um þetta mál (fyrir ári nú), töldu þeir prófessor Rictiet vera andatrúarmann. Þetta var rangt. Það síðasta, sem menn þá vissu, eða gátu vitað, um skoðanir Richet’s í þessum efnum, var það sem hann sjálfur sagðií ræðu, sem hann héit í sálarrannsóknafélag- inu í Lundúnum á fundi 6. Febrúar 1905. Þar segii' hann frá því, að hann hafi verið við margar sýningar öndunga, og á sumum þeirra séð fyrir- burði, sem óskiijanlegir væru, ef alt færi fram eins og sýndist. Eu hauu hafi ekld feugið að hafa það eftirlit t.il varúðar, sem nauðsynlegt hafi verið. Stundurn hafi sór verið ieyft, að hafa nokkrar varúðarreglur, en þá hafi fyrirburðirnir fækkað eða oft orðið engir. Þeim hafi fækkað nákvæmlega að sama skapi, sem eftirlitið varð meira. Ekki nokkur einn dularfidl- ur fyrirbiirður hafi farið fram svo, að nœgilegt eftirlit hefði átt sér stað til tryggingar því, að eiyi rœru brögð í tafli. Að lokum segir hann um þessa viðburði: „Þrátt fyrir alla viðlertm merkustu manna vœru þuð stórkost- legustu ýkjur að cetla, að nokkur fullnœgjandi sönnun hafi fram komið fyrir þeim. Hversu mikið sem menn hafa að pví nnnið, þá hefir það enn ekln tekist að fœra fullnœgjandi vís- inddlegar sannanir fyrirþessum fyrir burðum. Pað vœri mesta fásinna að ætla slikt." Virðist nú lesendum rétt að vitna í slíkan mann til stuðnings anda-trú sinni? Nei, andatrúar-maður var hann ekki þá. En viti menn! Síðan hefir nokkuð nýrra til borið. „Fj.konan" 16. þ. m. segir svo frá um próf. Richet: „Hann frétti siðastl. snraar, að suður í Al«ier vœru að gerast merkileg dularfull fyrirbrigði. Og honum þótti málið þeea vert að taka sér ferð 4 hendur þangað suður til þess að rannsaka það. Og hvað fókk próf. Richet að sjá?—Hann 8& mann- legan líkama, lifandi veru,myndast cg leysast sund- ur fyrir augunum & sór. Alveg eins og préf. Crookes .... Pr6f. Richet, og aðrir sem viðstaddir vóru, rannsökuðu alt sem vandlegast. Og ég þarf naum- ast að taka það fram, segir prófessorinn, að ég held ekki, að ég hafi orðið^fyrir neinni blekkingu.4* Ekki fullyrðir þó próf. Richet meira en þetta: „Ég held ekki“. Og það var vel farið fyrir hann, að hann var svo gætinn maður. Því að einmitt núna 4. þ. m. kom símfregn frá Ai- gier (í Afríku) til Parísar, sem þótti svo mikils um vert, að hún var sam- dægurs simuð þaðan til allra landa, því að Richet er svo merkur maður, að orðum hans hafði verið gaumur gefinn. Hvað segir svo þessi fregn? Hún er svo látandi: Paris, 4. Mans. „Hraðskeyti frá Algier vekur hér mikla athygli. Öndungar hafa ver- ið hróðugir að útbreiða frægðarorð af inum óhrekjamll andaholdgunum i Villa Carmen í Algier, en það hús er eign ins alkunna hershöfðingja Noel'. Birtingarnar höfðu jafnvel verið rannsakaðar og teknar gildar af in- um frœga vísindamanni próf. Richet. Nú er það komið upp, að vagn- rnaður á heimílinu heiir haft alla ina lærðu menn að leiksoppi. Eftir að þetta komst upp hefir vagnmaðurinn endurtekið allar til- ruunir sínar, sem eru mjög biekkjandi, og sýnt aftur ina frœgu Bb-vofu, sem visindin vóru þegar farin að viðurkenna.“ Þannig biiaði þá einnig þessi máttarstoð. „Hendr sér þú þíuar, fætr sér þú þina, J6rmunrekr, orpit í eld heitan.u Leikhúsið. „Gildran“ heitir leikur sá er félagið hefir sýnt nó nokkrum sinnuin, og er það saman sett af Busnach og jGastineau og bygt, á inni frægu sögu „L'Assommoir“ eftir Emile Zola. „L’Assommoire" þýðir „tálgröfin“ eða „tálgryfjan,“ og hefði vei'ið einsrétt að halda því nafni. Leikritið vorður ekki annað ’sagt en só yfirleitt. mjög vftl saman sett. Og svo áhrifamikíð er það, að öfiugra sókuarskjal gegn áfengum drykkjum mun vart hafa ritað verið. En auk þess eru nersóuuiuar glöggum einkunuum búnar og þeira vel og samræmi- lega hahlið. iirna Eiríkssyni tekst jafnaðarlega ve með sín hiutverk, en sjaldan eða aldrei betur en í þessum leik (Coupeau blikk- smiður). Erú Stefania Guðmundsdóttir leikur, elns og allir vita, alt með snild. sem hún snert- ir á; en í þetta sinni hefir hún fengið hlutverk,>sem margur kann að hafa ætlað, að henni iægi fjarri; en hún leikur það engu síður snildarlega en annað; enda er það eitt af því sem einkennir gáíu hennar eða hæfileika sem leikkonu, hversu fjölhæf hún er Það er eins og alt liggi henni opið. Hún leikur hér Gervaise (sem marg- ir leikendurnir bera fram „sjerve,“ en á að bera fram „sjerves11). ,Tens B. Waage leikur Lantier hattara snildar-vel, og er það hlntverk þó alls ólíkt öllu þvi er hann hefir áður fengist við. Honum hefir tekist alveg að losa sig við sinn gamla prests-ham, sem hann hefir áð- ur haft á sér, með jýmsum tilbreytingum þó, og hefir þá átt vel við oftast. Hann hefir þannig numið'hér nýtt land fyrir list sína. Friðfinnur, Jón Kristjánssou og Magnús Pétursson leika allir vel; Friðfinnur þó ekki sízt. Sama er að segja um Boga Benediktsson Jj'sem,j veitingamann. Jónas C- $ LEIKFÉL. RVÍKIJR leikur á morgun (Sunnud. 18. Marz) kl. 8 síðd. i Iðnaðarmannahúsinu: „Hjartslátt Einilíufc4. ssSagft upp vistinni44, „Já4* og ..Trína í stofufangelsi'

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.