Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 11.04.1906, Qupperneq 1

Reykjavík - 11.04.1906, Qupperneq 1
TTtbreiddasta b að laudsins. Upplag: 3000. Askiifendur í bænum yfir 900. IRe^kjavth. dttref.: hujtafjÍlaois bRkfkjavíkb Teiefónar: Nr. 29 (Laufásv. 5) 80 (þmg:húsið) — 71 (Prentsmið.jan). VII. árgangur. Miðvikudaginn 11. Apríl 1906. i 16. tölublað. ALT FÆST í THOMSENS MAGASÍNI. ^ Ofnar Ojjg eldavélar OS£ el<lílVOlax* selur Kristján Þorgrímsson. Minnisvaröi yfir (^OOOOOOOOOOOOOOOCCOOOOOOOOCOOOOOOOO 1. Bleyta skal grjónin í mjólk eða rjóma, og láta það standa minst hálfa klukkustund. Eftir þann tíma er það tilbúið til neyztu, Sykur má láta á eftir vild. 2. Með sinjöri og salti. Velgja skat grjónin á pönnu, hella því nœst brœddu smjöri á þau og hrœra vel saman, láta það síðan inn í bakaraofninn dálitla stund; áður en borðað er, má strá dálitlu af satti á það. „Pnffed Rice“ kostar 45 aura pakkinn. „Puffed R i c e“ fæst aö eins í Verzl. EDINBORG. öooooooooooooooooooooooooooooooooooooo^ Kristján IX. Vér íslendingar höfum aldrei verið miklir ko n unga-dýrken du r, enda sjaldnast haft miklar ástæð- ur til þess. Vér höfum verið kon- unghollir að því leyti, að vér höf- um aldrei óvirt konunga vora eða vei’ið neinir landráðamenn, en eiginlega hlýjan hug eða velvild höfum* vér sjaldan borið til kon- unga vorra persónulega. Því hefir og liarmur við konungslát sjaldan snert hjörtu manna hér. Til þess höfum vér of lítil kynni haft af konungum vorum og of litið gott til þeirra að segja, þótt vitaskuld hafi undantekningar átt sér stað (svo sem með Kristján 8. t. d.). En við fráfall Kristjáns konungs 9. er öðru máli að gegna. Hann hafði einn allra vorra konunga heimsótt oss á ríkisstjórnarárum | sínum. Og hann kom hingað »með ] frelsisskrá í föðurhendi« eins og skáldið kvað svo vel og satt að orði. Og því var koma lians hingað ið mesta fagnaðarefni, sem þjóð vor um margar aldir liafði lifað. Og Ijúfmenska hans og yfirlætis- leysi vann honum allra manna ástsæld, eins og mannkostir hans hafa áunnið honum allra manna virðingu. Því er það líka sannmæli, sem kveðið var fyrir minni hans fyrir 3 árum: Pú sveifst til vor á sumardegi björtum, þú sást oss og þú festir á oss trú; þú namst hér land í þegna þinna [hjörtum og þar skalt lífs og dauður ríkja þú. Þessi orð hafa fyllilega ræzt, því að hvert íslenzkt mannsbarn, sem komið er til vits og ára, geymir minn- ingu hans í hlýju ástarþeli. Hann var í fylsta skilning hverjum íslendingi kær meðan hann lifði og harmdauði, er hann dó. Meir en 600 ár vórum vér frels- inu sviftir, ánauðug og ósjálfráð þjóð. Kristján 9. gaf oss frelsið aftur frelsið til að stjórna oss sjálfir. Hann gaf oss Stjórnarskrá Islands 1874. Og hann gerði meira. Hann gaf oss aftur þær umbætur á henni, sem vér sjálfir æsktum 1903. Vér höfum aldrei reist neinum konungi minnisvarða fyrri, enda ekki haft ástæður til þess. En Kristján 9. hefir unnið til minnisvarða af þjóð vorri. Að vísu hefir hann sjálfur reist sér hann með stjórnarskrá vorri— reist sér hann í hjörtum vorum og sögu vorri. En það er ekki nema skylda vor við sjátfa oss, að reisa honum sýnilegan minnisvarða, börnum vorum og eflirkomendum til minn- ingar um hann, sem um var sann- mælt: »Þig beztan konung guð oss gefið hefur, þú gafstosstvisvar dýrast fre!sishnoss«. Til þessa hafa menn fundið um land alt. Og það er því samkvæmt þeirri ósk og vilja manna víðsvegar um land, að vér íslendingar gerum eitthvað sérstakl, sem mannsbragð er að, til að heiðra minningu ins ástsæla konungs, er margir máls- metandi menn hér í bæ hafa gerst forgöngumenn að því, að safna samskotum lil að reisa Kristjáni konungi 9. minnisvarða hér. Nöfn áskorenda og áskorun l'rá þeim mun birt síðar, svo og nöfn þeirra, sem í forstöðunefndinni eu. En búast má við, að síðar bæt- ist við nöfn áskorenda, er máls- metandi menn úr fjarlægum hér- uðum skrifa síðar undir áskorun- ina, og munu þeirra nöfn þá og síðar birt. Vonandi skorar forstöðunefndin á menn í hverjum landsfjórðungi, eða öllu heldur hverri sýslu, að að ganga i nefndir til að safna samskotum hver í sínu umdæmi. Vonandi er, að úr hverju um- dæmi komi sem svarar 30 au. fyr- ir nef hvert. Það yrði t. d. hér úr Reykjavík 2700 kr. Auðvitað eru margir — börn, öreigar o. s. frv. —, er ekkert leggja fram. En margur verður lika það ríftækari, að það meðaltal ætti að vinnast upp. Vér vonumst til þess, að enginn maður á íslandi fari að gera þetta mál að ágreiningsmáli, þótt menn deili um alt annað. — Það væri þjóðarskömm. Fyrir því gerum vér ekki ráð. En ekki er nema eðlilegt, að ein- hver minnist þess, að enn er ekki fullsafnað til minnisvarðans yfir Jón Sigurðsson, þótt 4—5 þúsundir sé reyndar inn komnar til þess. Svo heíir jafnan verið til ætlað, að því verði lokið svo, að sá varði verði reistur 1911, á 100 ára af- mælisdag hans. Samskotanefnd sú, sem sofið hefir yfir því starfi nú um hríð, verður sannarlega vakin til verks aftur í tæka tíð. Og ef vér göngum nú rösklega og drengilega að verki að safna til minnisvarða Kristjáns 9., þá verður það um leið siðferðisleg skuldbinding á alla þjóðina, að hafa komið upp minnisvarðanum yfir Jón Sigurðsson svo snemma, að hann verði afhjúpaður 17. Júní 1911. Samskotin til minnisvarða kon- ungs munu því ekki draga úr hin- um minnisvarðanum, heldur öllu heldur ýta undir það mál. Og svo á líka að vera. Jón Sigurðsson á að fá sinn minnisvarða 1911. Þetta á livorugt að spilla fyrir öðru. Uppreisn í þjóðræðisliðinu. Generalinn og séra Einar afsettir? í gær hélt stjórnarnefnd »Þjóð- ræðisflokksins« fund og afréð að leyfa þingmönnum úr sínum flokki að þiggja konungsheimboðið.

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.