Reykjavík - 16.06.1906, Blaðsíða 1
1R e v fej a vik.
VII. 26.
Útbreiddasta blað landsins.
Upplag yfár 3000.
Laugardaginn 16. Júní 1906.
Áskiifendur í b æ n u ra
yfir 900.
VI!., 26.
Frá verzluninni Edinborg í Reykja-
vík, hefir „Reykjavík" borist eftir-
farandi skeyti:
Ensku vaðmálin vönduðu og marg-
eftirspurðu eru nú
komin aftur, og
enn fremur:
Dagtreyju-tauið dæmalausa, sem
allir vildu kaupa,
auk margs fleira,
sem naumast verð-
ur tölu á komið.
ALT FÆST 1 THOMSEHS WACASlHI. "gSÍ
C^ÍXia Og eidavélai' selur Krístján Þorgrimsaon.
Ofnar og eídavélar
Búifaðaskifti.
Þeir kaupendur, sem skift hafa bú-
stað hér í bæ í vor, og enn hafa ekki
tilkynt það, geri það sem fyrst.
Afgreiðsla „Reykjavíkur“.
Laufásveg 5.
Munið eftir !!!
Gjalddagi „Reykjavíkur" erl. Júlí.
Gleymið ekki að borga í tíma þessa
1 kr., sem árgangurinn kostar.
Sögusafnið fá þeir einir, sem
skuldlausir eru fram til næsta nýjárs.
Utanbæjar 10 au. burðargjald fyrir
allan árgang sögusafnsins.
Watennanii’S lindarpennar
eiga engan sinn líka.
Jón Ólafsson.
„REYKJAYÍK11
Arg. [60 -70 tbl.] kostar innanlands 1 kr.; erlendis
kr. 1,50—2 sh.—60 cts. Borgist fyrir 1. Júlí.
Auglýsingar innlendar: á l.-bls. kr. 1,26; á 2.
bls. 1,16; á 3. og 4. bls. 1,00 [á fastákveðnum stað
á 3. og 4. bls. 1,15]. — Útl. augl. 381/*0/* hærra. —
Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst.
Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“.
Bitstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri:
•Tón Olaísson.
Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranura.
Ritstjórn: ---„ stofunni.
Telefónars
29 ritstjóri og afgreiðsla.
71 prentsmiðjan.
Auglýsinga-hneyksli og
landsjóðs-rán.
Alþingi iqo2 fann upp á því að skora
á landsstjórnina með þingsályktun, að
bjóða upp réttinn til að birta stjórnvalda-
auglýsingar um næstu 3 ár (1. Apr. 1903
til 1. Apr. 1906). Þirigið gerði þetta í
þeim einum tilgangi, að „Þjóðólfur“ skyldi
fá auglýsingarnar, því tiltók það, að
blað það sem flytti þær, skyldi haf dálks-
breidd, sem ekkert annað biað en „Þjóð.“
hafði (það munar einu litlu n). Fjórum
blöðum var ger kostur á að bjóða í þær
(„Fj.kon.,“ „Isafold,“ „Reykjavík" og
,,Þjóð.“), en mágur útgefanda „Þjóðólfs"
var þá landshöfðingjaritari, og sá hann
svo um, að í bréfinu, þar sem „Rvík“
var gerður kostur á að bjóða í auglýs
ingarnar, vóru henni sett ókjör, semengu
hinna blaðanna var sett. Annars hefði
hún boðið 600 til 700 kr. í þær.
En svo birti „ísaf.“ inntak úr auglýs-
ingunum (þó ekki nærri öllum) ókeypis,
og þá sótti útg. „Þjóð.“ um að fá árgjald-
ið (800 kr.), sem hann sjálfur hafði af
frjálsum og fúsum vilja boðið, sett nið-
nr í 200 kr. (1), og taldi það að ástæðu,
að einkaréttur sinn væri skertur(!) með
því, að „Isaf.“ birti auglýsinga-ágripið
ókeypis; hótaði ella að ganga frá sam-
ningnum.
Auðvitað náði þetta engri átt. Einka-
réttur auglýsingabirtinga er i því fólg-
inn (og í því einu), að auglýsingin er
ekki l'óglega birt, nema hún sé birt í því
blaði, er réttinn hefir. Það blað fær
þannig eitt borgunina fyrir birtinguna,
og f pvi er allur þess réttur fólginn. Og
hann er óskertur, þótt öll blöð landsins
flytji þær líka ókeypis.
Alberti, sem þá var ráðgjafi Islands-
mála og enginn getur neitað, að sé lög-
fræðingur góður, Vissi þetta vel, og sagði
þegar að það kæmi til engra mála, að
útg. „Pjóðólfs" gæti losnað við samning-
inn. En þrátt fyrir þetta leggur hann
þó á vald landshöfðingja að gefa útg.
„Þjóð.“ upp alt að helmingi árgjaldsins,
þ. e. 400 kr. á ári — ef honum þyki
sanngirni mæla með þvf.
Hverjar ástæður hafi kuúið herra Mag-
nús Stephensen til að álíta það sann-
gjarnt að ræna landssjóð 1200 kr. og
gefa þær útg. „Þjóð.“, er oss hulið. En
auðvitað hafði hanti — ábyrgðarlaus mað-
urinn — heimild ráðgjafans fyrir sér.
En hvaðan kom hr. Alberti vald til
til að taka fé landssjóðs í lagaleysi og
gefa það þessum eða nokkrum öðrum
manni? Til þess skiljum vér ekki að
neinn maður, annar en Alþingi, hafi
heimild, ekki einu sinni konungur með
konungsúrskurði (þótt hann geti gefið
upp sektir t. d.).
Hitt er annað mál, að landsstjórnin
gat látið vera að taka áskorun Alþingis
til greina, og gat þá tekið auglýsingar-
nar af „Isafold11 og stungið þeim að
„Þjóðólfi11 eða hverju öðru blaði fyrir
alls ekki neitt.
En eftir að löglegur samningur var
um þetta ger, þá hafði landsjóður eign-
ast löglegt tilkall til 800 kr. á ári um
næstu 3 ár, og því gat enginn annar
en Alþingi svift landssjóð, ef hann skyldi
óræntur vera.
Útg. „Þjóð.“ verður ekki ámælt svo
mjög fyrir það, að hann vildi skara eld
að sinni köku, þótt vér hefðum talið
það vasklegra að standa við boð það
sem hann hafði einu sinni gert. En að
verja stjórnina fyrir hennar verk í þessu
máli, það er óvinnandi verk fyrir nokk
mann, sem óhlutdrægur vill vera. Því
að hvað mágur ritstj. „Þjóð.“, sem var
undirgefinn ráðanautur bæði fyrrverandi
og núverandi stjórnar, ritar í blað sitt og
tólffótunganna um þetta mál, verður
aldrei metið annað en yfirklór,"enda ekki
úr óhlutdrægri átt runnið.
Hitt er alt annað mál, að það er ó-
þverrabragð af þeim andstæðingablöð
um stjórnarinnar að rita, eins og þau
hafa gert um þetta mál, þannig, að at-
hugalítil alþýða manna skuli leiðast til
að ætla, að það sé núverandi ráðherra
vor, sem hefir verið svo djarftækur til
landssjóðsins.
Þetta var alt gert og urn garð gengið
ári dður en hann kom tilvalda, oghann
er því alsaklaus af því.
En yfirskoðunarmenn landsreikning-
anna hefðu átt að vekja athygli að þessu
(ritstj. „Þjóð.“ var annar af þeim), og
reikningslaganefnd neðri deildar hefði
ekki átt að þegja um það. Þingmenn
alment verða að treysta þeim, því að
þeir þingmenn, sem annars eru starfs-
hæfir, fá svo á sig hlaðið störfum á þingi,
að þeir geta bókstaflega ekki sint þvf
að lesa annað en tillögurnar í lands-
reikningamálinu.
Alþingi hefir nú blindandi samþykt
landsreikningana, svo að ekki tjáir að
sakast um orðinn hlut. Hefði það eigi
verið gert, hefði að líkindum mátt fá hr.
Alberti dæmdan til að endurborga lands-
sjóði þessar 1200 kr.
Nú er pað tapað fé.
Öðru máli er að gegna um meðferð
auglýsinga þessara síðan 1. Apríl. Nú
sem stendur er ekkert blað löggilt til að
flytja þær. Því að þótt herra H. Haf-
stein segi oss eða öðrum munnlega, að
hann hafi munnlega endurnýjað samning-
inn við „Þjóðólff til ársloka, þá hefir
hann hvergi birt sllka ráðstöfun á aug-
lýsingum þessum, né neina aðra, eða
gert hana heyrinkunna. Og þangað til
hann gerir það, eru engingildeða bind-
andi ákvæði um þær síðan 1. Apr. þ. á.
Auðvitað hefir ráðherrann nú heimild
til að gera hverja ráðstöfun, sem honum
þóknast, um auglýsingar þessar, t. d.
veita »Þjóð.« þær fyrir alls ekkert. En
sjálfsögð skylda hans var það og er við
almenning að gera þá ráðstöfun beyrin-
kunna.
Það hefir hann enn ekki gert, og það
er yfirsjón, sem hann er skyldur til að
bæta úr nú þégar undandráttarlaust.
Auðvitað er þes'si yfirsjón stjórnarinn-
ar, að láta ekki almenning fá að vita,
hver birtingarmáti á þessum auglýsing-
um sé löglegur síðan 1. Aprll, enginn stór-
glæpur — getur stafað af gleymsku? —,
en yjirsjón er það, og hvorki ráðherr-
ann né neinn annar er bættari með því
að reynt sé að neita því eða klóra yfir
það.
Langréttast að kannast við það af-
dráttarlaust og bæta úr þvf undir eins.
Sé pað gert, er engin ástæða til að
fárast um það lengur eða vera að gera
úlfalda úr þeirri mýflugu.1)
Fossarnir
norskxx og íslenzkn.
Fossasala Norðmanna hefir bakað
þeim margra milíóna króna tjón.
Bæði norsk blöð, sænsk og dönsk
hafa um undanfarin ár, og þó eink-
1) 1 gær birti ráðh. augl. um þetta í
„Þjóðólfi."
um síðasta árið, talað mikið um
fossana norsku og sölu á þeim til
útlendra auðkýfinga og það ótrúlega
tjón, sem fosseigendur hafa gert sér
og landi sínu með óframsýni sinni
og fljótræði.
Mönnum telst svo til, sem kola-
forði heimsins, sá sem menn þekkja,
muni allur upp unninn að 100 árum
liðnum og endist þó því að eins svo
lengi, að eyðslan aukist ekki að mun,
eða þá að ný kolalög finnist sem því
nemur.
Menn hljóta því að koma sér svo
fyrir nú á næstu 100 árunum, og
líklega þegar innan skamms, að meg-
inið af öllum vélum heimsins verði
knúið áfram með rafmagni, og þá
verður allur stóriðnaðurinn að flytja
sig úr sléttu kolalöndunum og til
fjallanna og fossanna, og þá er það
f augum uppi, að Noregur, svo fossa-
auðugur, hlýtur að verða eitt af
fremstu iðnaðarlöndum veraldar og
hver foss þar gulls ígildi.
Þetta hafa útlendir auðmenn séð
og hagnýtt sér, áður en Norðmenn
vóru búnir að átta sig á þessu, svo
þessir útlendingar hafa þegar keypt
fjölda fossa fyrir tiltölulega örlítið
verð, svo að þeir hafa nú fyrir tveim-
ur og þremur árum fengið fossa fyrir
800 til 1000 krónur, sem nú eru
taldir 40—50 þúsund króna virði
eða verða það innan skamms, því
þeir hafa gefið frá 3. kr. til 300 kr.
fyrir hestafl, en hestaflið er talið rétt
metið á 3000 kr.
Með þessu lagi hafa útlendingar
þessir keypt fossa í Noregi, sem sam-
tals eru 50 þúsund hestöfl og er
talið, að eigendur þeirra hafi þar