Reykjavík - 23.06.1906, Blaðsíða 1
1R e £ k j a vtk.
I. 27.
Útbreiddasta blað landsins.
Upplag yfir 3000.
Laugardaginn 23. Júní 1906.
Aski ifendur i b æ n u m
yfir 900.
VII., 27.
ÍOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
ALT FÆST í THOMSEHS WAGASÍNI.
Oília Og eldavélar selur Kristján ÞorgHmsson.
Ofnar og eldavélar
Schaa.
„REYKJ A YÍ K“
Árg. [60 -70 tbl.] kostar innanlands 1 kr.; erlendis
kr. 1,50—2 sh.—50 cts. Borgist fyrir 1. Júlí.
Auglýsingar innlendar : á 1. bls. kr. 1,25; á 2.
bls. 1,15; á 3. og- 4. bls. 1,00 [á faötákvoðnum stað
á 3. og 4. bls. 1,15]. — Útl. augl. 33‘/»°/o hærra. —
Afsldttur að mun, ef mikið er auglýst.
Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“.
Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri:
•Jón. 01a,fsson.
Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum.
Ritstjórn: ---„ stofunni.
Telefónars
29 ritstjóri og afgreiðsla.
71 prentsmiðjan.
RacLdir aimennings.
Tjariiarbrekliaii.
Vilji menn nú sjá og sannfærast
um, hvernig helztu borgarar þessa
bæjar með tilstyrk byggingarnefndar
og veganefndar fara að spilla útliti
og framtíðarfegurð bæjarins, þá er
bezt að ganga niður í Tjarnarbrekk-
una, þar sem blikkkistur höfðing-
janna nú eru að rísa, og síðan suður-
fyrir, þar sem enn er óbygt. Þámá
sjá mismuninn.
Húsin verða alveg ofan í þeim, sem
um götuna ganga, og Tjarnarbrekk-
an hulin að baki húsunum, svo að öll
grænkan hverfur, í stað þess, að
brekkan hefði átt að vera óbygð, en
blómum skrýdd með breiðri götu
fyrir neðan. Úr því hefðu orðið in
fegurstu skemtigöng, sem fyililega
hefðu jafnast við skemtigöng stórborg-
anna.
Mælt er, að bæjarstjórnin fyrir
nokkrum árum hafl átt kost á
að fá Tjarnarbrekkuna fyrir 1200 kr.,
en ekki viljað. Nú bauð hún 8000
kr. í haust eð var, en fókk ekki
Það er álíka skyssa eins og þegar
hún hafnaði kaupi á Bústaðalandi
og Elliðaánum með vatnsuppsprett-
um bæjarins fyrir nokkrar þúsundir,1)
en getur nú ekki fengið að leiða vatn
handa bænum þaðan, þó hún bjóðí
100,000 kr. Þessi bæjarstjórn situr
fangamark heimskunnar á tlest sem
hún gerir.2)
En víkjum aftur að Tjarnarbrekk-
unni; þar er nú veganefndin komin
í mesta klúður með veginn, sem á
að leggja þar. Það eru þegar komnir
á hann tveir hlykkir og verða sjálf-
sagt fleiri. Og svo er hún búin að
spæna Melkotstúnið suður af Tjarn-
arbrekkunni upp í tómar götur, eins
og það þó var sjálfskapað til þess að
búa til eitthvað fagurt úr því.
Húsi ráðherrans, sem hefði átt að
snria skáhalt að bænum úr brekkunni
með blómteigum fyrir neðan sig,
heflr verið þrýst þar upp í eitthvert
skaminarskot, en brekkunni fyrir
neðan spænt upp í tvær götur hverri
upp að annari, og þó á þriðja gatan
að liggja fyrir neðan meðfram tjörn-
inni1). En sú verkhyggni og sú
fegurðartiiflnning! Og þó eru göt-
urnar lagðar þannig, að þær verða
mesta ómynd; þannig liggur gatan
fyrir néðan ráðherrabústaðinn yfir
þvera búnguna á brekkunni. Þeim
yfir-verkstjóra, sem var trúað fyrir
því að spilla Tjarnarbrekkunni, hefir
þó ekki tekist að sigrast á þeirri
búngunni. Eða kannske hún eigi að
vera til prýðis og þæginda eins og
landsímastaurarnir sem undir-verk-
fræðingurinn er að kýla niður nú í
mitt Bankastræti og líklegast eiga að
verða akandi og ríðandi mönnum að
fjörlesti? En það er ekki til mikils
að spyrja, því það virðist vera einhver
æðri óskiljanleg vizka, er verkfræð-
ingar þessir stjórnast af.
Eins viidi ég þó mega biðja þessa
veglegu veganefnd bæjarins, að eyði-
leggja þó ekki, þegar Tjarnargatan er
komin þangað, litla hólmann undan
skotmarkinu gamia, sem lá út í tjörn-
inni. Það mætti ef til vill setja
Jónas Hallgrímsson eða annan fagur-
fræðing þatigað og láta hann standa
þar, mátulega fjarri þó, til þess að
dást að þessum furðuverkum verk-
hyggninnar og horfa inn yfir þennan
hjákátlega bæ. Hann gæti þá all-
ténd sér til afþreyingar horft annað-
hvort á vatnsflötinn framundan sér
eða upp yfir, upp í Esjuna, þangað
sem verkfræðingunum hefir ekki tek-
ist að ná, enn sem komið er.
Högni.
Frá verzluninni Edinborg í Reykja-
vík, hefir „Reykjavík" borist eftir-
farandi skeyti:
Ensku vaðmálin vönduðu og marg-
eftirspurðu eru nú
komin aftur, og
enn fremur:
Dagtreyju-tauið dæmalausa, sem
, allir vildu kaupa,
auk margs fleira,
semnaumastverð-
ur tölu á komið.
>000000000000000000 OOOOOOOOOOOOOOOOOOÍ
1) 16—18 þús. Rilstj.
2) Ekki má kenna pessari bséjarstjórn
Vnn Elliðaárnar og aðrar eldri syndir.
Ritstj.
IIveríÍHgatan og læKurimi.
í gær datt hestur 'með vagni í
lækinn við brúna við Hverfisgötuna,
í dag fór maður á hjólhesti sömu
leið. Þess skal getið að maðurinn
keyiði hóglega.
Áður hafa hestar nokkrum sinDum
farið í lækinn á sama stað.
Skyldi bæjarstjórnin ekki setja
giindur við brúna áður en alvarlegri
slys hafa minnt hana á það ?
Rvík 21/g—’06.
Borgari.
i) Eftir því sem oss er sagt, er það
byggingarnefndinni að kenna, sem kvað
ekki hafa viljað leyfa ráðherranum að snúa
húsinu skáhalt, eins og þó fór bezt. Ritstj.
Heimsendanna milli.
Noregur. í gær átti að krýna
Hákon konung í Niðarósi. Þar ætl-
uðu við að vera 16,000 Norðmanna,
er heima eiga í Ameríku; fulltrúa
ætluðu öll norðurálfu ríkí að senda,
nema Svíþjóð, og eitt eða tvö
smáríki á Balkanskaga. Sænska
stjórmn hefir þó beðið norsku stjórn
ina að skoða það eigi sem óvingunar-
merki, að eigi sé þaðan fulltrúi send-
ur, en segir inn gamli konungur geti
ekki fengið af sér að senda fulltrúa
til að vera við, er nýr Noregskonung-
ur sé krýndur í sömu kyrkjunni, sem
hann (Oscar II.) var sjálfur krýndur
í til Noregskonungs. Og það geta
allir skilið og fyrirgefið.
Dýrt vagnhlass var það sem ekið
var um stræti hér um daginn í Kristí-
aníu. Fjármálastjórnin norska var að
flytja sig' úr gamla húsinu, sem hún
hefir í verið, í' nýja stjórnarhúsið.
Vóru þar á einum vagni öll verðbréf
ríkisins, skuldabréf o. s. frv., og nam
andvirði þeirra 300 milíónum króna.
8 stjórnarembættismenn og vopnað
lið fylgdi vagninum.
Norðmennhirðaþjóf. CharlesPaine,
gjaldkeri banka í Syracuse (N. Y.)
strauk þaðan og hafði með sér ærið
margar þúsundir dollara af fé bank-
ans, er hann hafði stolið. Lögreglan
í Kristíaníu þekti hann og tók hann
fastan og átti nú að framselja Banda-
ríkjunum hann.
San Francisco-tjónið er nú mælt
að komi svo niður á vátryggingar-
félögum, að félög í New York beri
$ 18,944,000, önnur félög í Ameríku
$ 44,827,499, og norðurálfu félög (flest
brezk) $ 49,670,096.
Dreyfus-málið á ný. Loks hefir
frakkneska stjórnin orðið við beiðni
Dreyfus’ um að taka mál hans til
nýrrar rannsóknar. 15. þ. m. var ó-
gildingardómnum stefnt saman til að
kveða á um, hvort eigi sé gildar á-
stæður til að taka málið fyrir á ný
til rannsóknar. — Ástæður þær sem
málflytjendur Dreyfus byggja á kröf-
ur sinar um nýja rannsókn, eru þessar:
1) Spjaldbréf það sem aðstoðar-
maður þýzka sendiherrans sendi að-
stoðarmanni ítalska sendiherrans og
ræðir um kaup á skjölum, er snertu
herbúnað Frakka á austurlandamær-
unum, er ekki ritað og sent 1894,
eins og dómstóllinn í Rennes hugði,
heldur ári síðar, 1895, en þá var
Dreyfus á Djöfley.
2) Fyrir dómstólnum í Rennes
var Dreyfus sakaður um og talinn
sekur í að hafa látið Þjóðverja fá
staðfest eftirrit af skjali, er skýrði frá
skipulagi stórskotaliðsins. Eftirrit þetta
átti að vera horfið úr skrifstofu her-
ráðsins, þeirri er Dreyfus starfaði í.
En nú hefir það sannast, að eftirrit-
ið er enn í skrifstofunni, hefir jafnan
verið þar vandlega læst niður og aldrei
jiaðan horfið.
3) í póstbréfi, sem mjög varð Dreyf-
us til áfellis, stóð: „bófinn D.“', og
var það talið eiga að tákna Dreyfus.
Nú er það fullsannað, að þar sem nú
stendur „D“ í bréfinu, hefir áður stað-
ið annar stafur [,,E“ ?], en verið skafinn
út og „D“ sett í staðinn.
4) Fjölmörgum skjölum, er sannað
gátu eða sanna áttu sakleysi Dreyfus,
var stungið undir stól og aldrei látin
koma fyrir augu dómaranna í Rennes.
5) Það var borið fyrir dómi í Rennes,
að Dreyfus hefði átt að játa sök á
Smámuni Sig-. Breiöfjörðs Viðkl. 1839 kaupir Ben. S. Þórarinsson ðýru veríi.