Reykjavík - 04.08.1906, Blaðsíða 2
134
R E YKJAVÍK
þessa útheimtist sjálfsafneit-
un, sem kosta hlýtur bæði
oss og aðra nokkra báráttu.
En því treystum vér, að öll-
uinþyki tilvinnandi að reyna
að sigra sjálfa sig, til þess
að geta stutt að sigri ís-
lands.
»íslendingar viljum vér
allir vera«.
En þá verðum vér að
verðskulda það heiðursheiti.
»Veiti það sá
sem vald heíir tíða og þjóða«,
að ísland eigi nú í vænd-
um sitt þriðja og stærsta
skref áleiðis til sjálfstæðis
og velvegnunar!
Bróðurhugur og frjáls-
mannleg réttlætistilfinning
og sanngirni vorra dönsku
samþegna virðast nú full
trygging fyrir því, að það
sé undir samheldi og sam-
komulagi sjálfra vor ein-
göngu komið, að svo megi
verða.
F r a m þá í allra heill-
vætta nafni og s a m t a k a !
ísland og Danmörk.
Að morgni 18. f. m., sama dag
sem alþingismenn komu til Hafnar,
stóðu tvær mjög merkilegar greinir
í »PoIiliken«, önnur aðsend, undir-
skrifuð »IslandophiI« (þ. e. »ís-
landsvinur«), en hin ritstjórnar-
grein. Þessar greinir eru merki-
legar fyrir þann hlýleik og rétt-
lætishug gagnvart íslandi og þörf-
um þess og kröfum, sem fram kemur
i þeim, og það víðsýni og stjórnar-
farslegu hyggindi, sem vér, því
miður, höfum ekki ávalt átt að
fagna af danskri hálfu. Innar sömu
velvildar og sanngirni verður nú
hvervetna vart í dönskum blöðum
og ræðum danskra manna, svo að
þetta er að því leyti ekkert ein-
stakt, heldur kveður hvervetna við
sama tón nú meðal vorra dönsku
bræðra.
Að vér tökum sérstaklega fram
þessar greinir í »Politiken«, það
kemur einvörðungu af því, að oss
virðast þær bezt ritaðar og gagn-
orðastar.
Fyrri greinin er svo:
»Það er ljóst orðið á ýmsan hátt,
að á íslandi eru menn ekki alger-
lega ánægðir með það skipulag á
stjórnarsambandinu við Danmörk,
sem gert var á árunum 1901—1903.
Þjóðlegi flokkurinn, heimastjórnar-
flokkurinn svo kallaður — sem nú-
verandi stjórn er mynduð af — gekk
að þessu fyrirkomulagi, af því að
það tók langt fram frumvarpi því
sem áður lá fyrir, en ekki af því,
að með því væri fullnægja gerð
réttmætum kröfum íslands, er Jón
Sigurðsson hafði áður barist fyrir.
Hjá mörgum hefir vonin um frek-
ari breytingar með tímanum óefað
lifað í brjósti og lifir enn. Hins-
vegar er heldur enginn efi á því,
að fyrirkomulagið, sem nú er, bæði
er og getur verið um langan aldur
fullnægjandi. Mótflokkurinn—minni
hlutinn — gekk undir eins að þessu,
eins fúslega og fljótt eins og hinn
flokkurinn; þingið samþykti þetta
í einu hljóði 1902 og 1903 (það ár
gekk þó einn maður úr skaftinu).
Síðan hefir þó minni hlutinn breytt
stefnu. Orsakir þeirrar stefnubreyt-
ingar skal ég ekki rannsaka hér
né ræða. Það er þriðji flokkurinn
á íslandi, landvarnarflokkurinn, sem
einkum heldur fram inum fræði-
legu mótbárum, er fram má færa
gegn fyrirkomulaginu, sem nú er,
og heldur jafnframt fram inni fornu
kröfu: að stjórn íslenzkra sérmála
sé algerlega innlend, þ. e. a. s.
ekki að eins ráðgjafi (eða ráðgjaf-
ar) í landinu sjálfu (eins og nú),
heldur sé þar og landstjóri (eða
varakonungur) sem fulltrúi kon-
ungsvaldsins og alríkiseiningarinn-
ar. Það er þetta, sem íslendingar
hafa ávalt óskað frá íslenzku, þjóð-
legu sjónarmiði og samkvæmt sögu-
legum grundvelli. Um það geta
verið skiftar skoðanir, hvort sé í
rauninni betra, fyrirkomulagið, sem
nú er, eða þetta eftirþráða fyrir-
komulag. En á hinu leikur eng-
inn efi, að stæði Islendingum til
boða frá danskri hálfu að velja um
þetta tvent, þá mundu þeir allir í
einu hljóði kjósa ið síðara.
Svo virðist sem menn frá danskri
hlið ættu að geta litið ofur rólega
á það mál, hvernig sérmálum ís-
lands erfyrir komið, sé að eins við-
haldið friðsamlegu og heilu sam-
bandi alríkisins. Monrad byskup
hélt því fram þegar um 1870, að
á Islandi ætti að vera maður, sem
konungur skipaði og bæri ábyrgð
fyrir honum einum — hann mætti
nefna varakonung eða landsstjóra,
eða hvað sem menn vildu, en bezt
væri að finna handa honum gott
forn-íslenzkt beiti; þessi maður
skyldi fara með konungsvaldi í sér-
málum íslands, svo að ekki þyrftu
til konungs kasta að koma nema
allra-þýðingarmestu stórmál íslenzk.
Þetta var in viturlega skoðun Mon-
rads á málinu, og má kalla að hún
komi alveg heim við óskir íslend-
inga. Að hún fékk ekki fylgi á
þeim árum í Danmörku, það er vel
skiljanlegt; en síðan hafa tímarnir
breyzt og stjórnmálaskoðanir manna
eru orðnar allar aðrar. Ef menn
hér í landi yfir höfuð á annað borð
álíta, að menn geti alríkisheildinni
að hættulausu veitt íslendingum
óskir þeirra, sem ekki eru nýjar,
heldur jafngamlar elztu stjórnar-
baráttu þeirra frá því fyrsta — og
hvada frjálslyndur maðnr getur á-
litið annað?1) —, þá væri óneitan-
lega heppilegast að gera það sem
allra fyrst að auðið er. Og þetta
á að gera í vinsemd og friðsemi á
báðar hliðar — með góðum skil-
ningi á báðar hliðar.
Heimsókn íslenzkra alþingis-
manna, sem hefst í dag, býður ið
ágætasta tækifæri til slíks samkomu-
lags á báðar hliðar. Hefði slíkt
verið reynt 1901 og næstu árin, þá
hefði árangurinn, ef til vill, orðið
nokkuð á annan veg en hann varð.
Það sem hér er sagt, ættu menn
alvarlega að íhuga, og, vér endur-
tökum það, að þó að menn séu
sannfærðir um, að fyrirkomulag
það sem nú er, sé gott, og það er
það óefað — þá á það þó að rýma
fyrir öðru, sem allir íslendingar
undantekningarlaust kjósa heldur«.
Hin greinin er ritstjórnargrein í
sama blaði s. d. og er á þessa leið:
»Heiinsókn alþingis. Margar
heimsóknir hefir höfuðstaður vor
fengið in síðustu ár, þær er vakið
hafa eftirtekt. Útlendir þjóðhöfð-
ingjar hafa stigið í land við toll-
búðina, og flotar stórvelda hafa
lagst á leguna hér meðan fallbyssu-
kveðjurnar hafa dunið hátt. Eng-
ri af þessum heimsóknum verður
þó jafnað til þeirrar, sem hefst í
dag, og engin þeirra hefir verðskuld-
að svo hjartanlegan velkomins-
fagnað hingað til lands eins og
löggjafarþing íslendinga, er það
gistir nú borg vora í fyrsta sinni.
Vér erum vanir því að verða ávalt,
þótt oss nauðugt sé, að minnast
þess, hve smáir vér erum; en er
in tvö löggjafarþing alríkisins hitt-
ast hér, þá getum vér í eitt skifti
rent augum út yfir vor þröngu land-
amæri og minst þess frændernis
og samtengsla, sein víkka sjón-
deildarliring vorn.................En
nú er undir því komið, að sam-
vistirnar verði meira en hverfult
hátíðaraugnablik, sem brennur út
eins og ljómandi flugeldur. Vér
vonum að þessar íslenzku vikur fái
langvinnara gildi .... þessi heim-
sókn ætti að verða til þess, . . .
!) Leturbreytingin gerð af þýð.
að því linti, að Danir létu sér
minna ant um, en annara þjóða
menn, að gleðjast við náttúru ís-
lands, og við að kynna sér þjóð
landsins og sögu. . . .
Og loks mun heimsókn þessi,
— einmitt af því að hún verður
fyrst og frernst samvera fulltrúa
allra stjórnvaldanna —, brýna
þau sannindi, að ríkisheildar-
tilfinningin milli tveggia svo fjar-
lægra og að mörgu leyti svo ólíkra
landa, getur því að eins eflst, að
þjóðlegt líf fái að þróast frjálst og
tálmunarlaust með því fyrirkomu-
lagi, er það vill sjálft setja sér. Og
það liggja svo atvik til, að ísland
getur eðlilega aldrei lagt nein höft
ástjórnarfarslegatilveruDanmerkur.
Sú er von vor, að alþingi íslend-
inga megi við samfundina fá lif-
andi sannfæringu um það, að allir
frjálslyndir menn í Danmörku óska
þess af heilum liug, að ísland megi
til þess finna, að það sé jafnfrjálst
sem vér. Sú tíð á að vera liðin,
og aldrei aftur að koma, er menn
vildu stjórna íslandi frá Danmörku
og óskir íslendinga voru grafnar í
hryssingslegum og hrokafullum
stjórnarskrifstofum. Það sem ís-
lenzka þjóðin lætur í ljósi fyrir
munn stjórnskipulegra fulltrúa sinna,
að sé staðföst ósk sín um fyrir-
komulag sjálfstjórnar sinnai’, það
á að vera lög fyrir oss. Vér ósk-
um íslands svo, að það megi, á-
samt oss, en án tilsjónarmenslcu,
haga kjörum sínum að sjálfs vild«.
Alþmgismannaförin.
iii.
Einn þingmaður gat þess í bréfi
til vor, dags. 18. f. m., að á leiðinni
út hefðu þingmenn beggja flokka
komið sér saman um, hverju halda
skyldi fram í sambandsmáli voru í
umræðum við Dani. En jafnframt
var svo að skilja á orðum hans, að
það hefði verið samkomulag, að gera
þetta ekki heyrinkunnugt að sinni.
En með því að annað blað hefir
getið þessa, þá er ástæðulaust íyrir
oss að þegja um það.
Sfðan heflr Guðm. læknir Björns-
son sent „Lögréttu" Marconi-skeyti
að morgni 30. fi' m. frá Höfn, og
og barst það hingað til lands, eftir
þriggja sólarhringa útivist, árdegis
2. þ. m. Það hljóðar svo:
„í miðdegisveizlu á Laugardag-
inn [28. f. m.] lýsti konungur yfir
því, að hann ætlaði að koma til Is-
lands næsta sumar ásamt nokkrum
af þingmönnum Dana.
í gær [29. f. m.] komu saman á
ráðstefnu allir alþingismenn ásamt
þingmönnum úr öllum flokkuna
beggja þingdeilda Dana. íslend-
ingar vóru allir sammála. Danskir
þingmenn féllust á óskir og kröfur
Islendinga. Aðrar fregnir af fund-
inum vóru ekki leyfðar. — Hjart-
anlegt samlyndi, — „Botnia" fer
héðan kl. 2 síðd. í dag“.
Eins og menn sjá, er ekkert (
þessu, sem menn vissu ekki áður,,
nema orðin, sem vér höfum prentað
með skáletri, og jafnvel það gat hver
maður vitað fyrir með nokkurn veg-
inn vissu, sá er lesið hefir öll um-
mæli allra danskra blaða af öllum
flokkum fyrir og eftir komu þing-
manna. Þá er öll blöð þjóðar