Reykjavík - 22.09.1906, Page 1
1R e £ kj a v>tk.
Vli. 42
Útbreiddasta blað landsins.
Upplag yfir 3000.
Laugardaginn 22. September 1906.
Áskrifendur i b se n u m
yfir 900.
VII, 42.
ALT FÆST 1 THOMSEHS WAGASlW.
C OJJ úldaYélar aelur Kristján Þorgrimssðfl.
Ofuar oj£ eltiabv^lar fT JJ"* hiA/J"*\JSoha"-
Noitar rmkkur hvi ?
JOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO
„EDINBORG".
^íftur er kolaskip komið.
Pegar vér auglýsum, að liver skiftavinur fái
full 320 dönsk pund í skippundinu, þá er það ekki
af því að neinum hafi dottið í hug að véfengja vigt
vora, heldur af því, að sumir hafa spurt oss,hvort vér
vægjum lika pokana með. Pað gerum vér ekki, og
þurfum því ekki að geta þess, hvort þeir sé þungir
eða léttir.
Dálítið af
Cokes
er enn ópantað. *
Verzl. Edinborg>
„RKYKJÁ VÍK“
Árg. [60—70 tbl.] kostar innanlands 1 kr.; erlendis
kr. 1,50—2 sh.—60 cts. Borgist fyrir 1. Júlí.
Auglgsingar innlendar: á. 1. bls. kr. 1,26; á 2.
bls. 1,15; á 3. og 4. bls. 1,00 [á fastákveðnum stað
á 3. og 4. bls. 1,15]. — Útl. augl. 33'/**/• hærra. —
Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst.
Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“.
Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri:
Jön Ólaísson.
Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum.
Ritstjórn: ---„ stofunni.
Telefónars
29 ritstjóri og afgreiðsla.
71 prentsmiðjan.
Gasljós eða rafmagnsljós.
Grein stóð í 44. tbl. „Lögréttu"
12. þ. m. um þetta efni, þýðing á
grein eftir enskan gasfélagsimmn, sem
heitir Goodenough [þ. e. Fullgóður].
í>essi maður heldur mjög fram gas-
lýsing á móts við raflýsing, telur
hana miklu ódýrri. Ed hann talar
að eins um hana til stræta-lýsingar
úti.
Greinin er fundarræða [„fyrirlest-
ur“] er höf. hélt í félagi einu í Lund-
únum og urðu umræður á eftir.
Formaður félagsins, sem ræðan var
flutt í [það heflr væntaniega ekki
verið gasfélag], gat þess á eftir, að
reýnsla sín væri, að í smáum her-
bergjum væri rafmagnsljós betra en
gasljós, því að gasið skemdi hús-
gögnin.
Ég get bætt því við, að hafi for-
maðurinn haft þessa reynslu í smáum
herbergjum, þá hafa og margir aðrir
haft hana í stórum herbergjum. Allir
bókaverðir undantekningarlaust, sem
reynt hafa gaslýsing i söfnunum, vita
af reynslunni, að gaslýsing er eitur
fyrir bókabindi. Þetta er tekið fram
skýrt í sérhvérri bók eða ritgerð um
bókasöfn og um lýsing þeirra, sem
rituð er á síðustu áratugurn.
En svo er annað, sem formaðurinn
heflr heldur ekki tekið fram, og það
er óheilnæmið, sem er að gasljósi í
húsum inni. Öll ljós, önnur en raf-
magnsljósið, Drummonds-kalkljós,
magníumljós (og fáein önnur fátíð),
eru í rauninni gas-ljós, því að öll
verða þau til við gasbruna: kertaljós,
steinolíuljós og gasljós myndast öll
við það að gastegundir brenna; mun-
urinn er aðallega sá, að við gaslýs-
inguna er gasið myndað á sérstökum
verkstofum og leitt svo um pípur
þangað sem á að nota það til lýsing-
ar; en kertin og olíulamparnir eru
sjálf eins konar smá gasverksmiðjur,
er mynda jafnótt gasið, sem þau
brenna. Gasefnin, sem brenna, eru
Allír. sem unna
miklu og fögru
hári, björtu, ung-
legu og hrukku-
lausu andliti, hag-
nýti sér mín viður-
kendu höfuðböð.
Laufásvegi 4.
Karólína Þorkelsson.
aðallega kolvetnistegundir (kolbrinti).
Ljósið myndast við það, að smáar
kolagnir verða hvítglóandi í loganum,
og fullbrenna þá fyrst, er þær í út-
jöðrum logans koma saman við loftið.
En við þetta breytist og spillist and-
rúmsloftið, við það að bruninn eyðir
ildi úr loftinu, en útbreiðir um leið
eitraða lofttegund, kolsýru. Þetta er
alveg það sama sem verður við andar-
dráttinn. Nýtt loft þarf því sífelt að
streyma inn í herbergi, sem ljós
brenna í, ef loftið á ekki að eitrast.
Þar sem loftendurnýjuninni er eins
ábótavant, eins og er hvervetna hér
í voru kalda loftslagi og illa útbúnu
herbergjum, þá er alt gasljós, kerta-
ljós og olíuljós, meira og minna skað-
vænt heilsunni.
Við rafmagnsljósið á ekkert slíkt
sér stað. Það ljós spillir þvi ekki
andrúmsloftinu.
Til strætislýsingar gerir þetta ekk-
ert til, en til lýsingar í húsum er
gasið óræsti, alveg eins og oliulýsing-
in. Rafmagnsljósin bera þar svo langt
af að hollustu, að þar er engu saman
að jafna.
Gaslýsingin er miklu eldhættari.
Af rafljósi er engin eldhætta. Veit
ég einhverjir kunna að koma með
það, að rafmagnsleiðingin (þráðurinn)
geti kveikt í. En það er ekki nema
illum umbúnaði og eftirlitsleysi að
kenna, og mjög sjaldgœft. Verkin
sýna og merkin, að víðast er vátrygg-
ingargjald (gegn eldsvoða) lægra, þar
sem hús eru einvörðungu lýst með
rafmagni.
Ekki þarf eldspýtu til að kveikja á
rafmagnsljósi — ekkert nema snúa
spjaldi til að kveikja eða slökkva.
Ljósið er kalt, eða því nær hitalaust,
og getur h'vért' barn tekið lampaglerið
í lófa sér. 'V-
Þetta telja kannske einhverjir ókost,
er þykir drýgindi að hitanum af stór-
um lömpum. En sá hiti er á heils-
unnar kostnað, eins og hitinn af olíu-
ofnum, með öllu þeirra ólofti, er
mörgum heflr að bana orðið.
Komi leki að gaspipu
eitrað loftið, svo að sofandi menn
verði ekki varir við, og bíða þeir þá
bana, og er það ekki fátítt.
Böm og óvitar rjála oft við spjaldi
á gaspípu eða gaslampa, en við það
streymir gasloftið inn, og hefir það
stundum valdið þeim bana, stundum
kveikt í húsuin, ef komið var með
ljós eða logandi eldspýtu inn í her-
bergi, er þannig var orðið gasfult, eða
annað ljós logaði í herberginu fyrir,
og kviknaði svo í loftinu í öllu her-
berginu, er gasið streymdi inn.
Af þeim völdum varð inn fyrsti
stórhýsabruni, er ég sá, og hefi ég
nokkra síðan séð af sömu orsökum.
Við strætalýsing ríður aldrei meira
á góðri og áreiðanlegri lýsing, en í
illviðrum, stormum og rigningum.
En þá tekur fjandinn einatt við gas-
ijósunum.
Rafmagnsljósin hefir ekkert óveður
nein áhrif á. Þau eru einlægt söm
og jöfn.
Til að gengja1) eða knýja hreyfi-
vélar (mótora) má nota hvort heldur
gas eða rafmagn. En af gas-mót.orum
er ávalt ódaunn og þeir eru af og til
að bila. Rafmagns-mótorum er eng-
in lykt af, og þeim er ekki bilunar-
hætt. Mótorana nú hér í bæ með
þeirra ódaun og sífeldu bilunum þekkja
allir sér til skapraunar. Ég hefi
sjálfur átt og notað rafmagnsmótor
(3 hestafla) heiian vetur, og hann
bilaði aldrei þann tíma. Rafmagns-
mótor er fyrirferðarlítill og getur stað-
ið á borði, ef vill.
Gasijósið sjálft er mikiu daufara en
ú gengja=láta ganga, eins og „hengja“
rafmagnsljós. Til að gera gasljós
skært, verður að nota glóðnet1). Glóð-
net á lömpum hafa nú ekki svo fáir
hér reynt, hversu þau brenna, valda
ósun, þurfa sífeldrar endurnýjunar,
sem er nokkuð dýr, og eru vandræða-
gripir í meðferð.
Kostnaðarmuninn, sem gasfélags-
postuiinn gerði svo mikið úr, er ég
vantrúaður á. Vert væri og að taka
eftir því, sem annar ræðumaður sagði
á málfundinum um ræðu gasfélags-
mannsins, „að ræðumaður hefði bor-
ið nýjustu og beztu glóðnetjalampa
saman við gamla (úrelta) rafmagns-
ljóslampa".
Éá er nýi barnaskólinn hér var
bygður, hafði skóianefndin samþykt,
að hafa miðstöðvarhitun í honum,
samkvæmt hvötum þeirra manna, er
hana höfðu reynt. En þá sá hún
grein í sænsku skólablaði, ritaða af
ofnsteypuagent í eigingjörnum tilgangi,
til að gera lítið úr miðstöðvarhitun
og gera hana að grýlu. Og nefndin
söðlaði þegar um og keypti ofna í
húsið. Þess iðrar nú víst alla. —
Nú er reynsla fengin hér íyfir mið-
stöðvarhitun, og nú gæti engum heil-
vita manni hér dottið í hug að byggja
nokkurt stórhýsi til almannanota,
og hafa í því ofna, en ékki miðstöð-
varhitun.
Nú ætti ekki eins til að takast með
lýsing bæjarins.
Af því að ég hefi reynt bæði gas-
lýsing og rafmagnslýsing, get ég ekki
annað en farið í áliti mínu eftir því
i) Minna má „Lögréttu“ og fleiri á, að
orðið „net“ er i ef. flt. „netja“, en ekki
„neta“.
getur gasiðJ—láta hanga.