Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 13.10.1906, Blaðsíða 3

Reykjavík - 13.10.1906, Blaðsíða 3
REYKJAVÍK 183 að aka vagni eða gera annað handtak fyrir minna en 35—50 au. um klukkust., og oft hafa menn ekki viljað vinna fyrir það, en fengið 1—2 kr. um klukkustund. —• Þetta er nú líkamlega vinnan. En andleg vinna er borguð hér við almanna- stofnanir með 30—90 au. Mentaskólinn, stýrimannaskólinn, verzl- unarskólinn og iðnmannaskólinn greiða fyrir kenslu 90 au. um kl.st., barnaskólinn 50—75 au., og kvennaskólinn 50 au. um kl.st. En svo mega kennararnir auk þess leiðiétta stíla fyrir ekkert, stundum kl,- stundum saman á dag. Það er ekkert vit í þessu. Stjórnendur þessara almanna-stofnana ættu að fyrirverða sig fyrir það. Kennari, sem fær 50 au. um lcl.st. og verður að verja ókeypis hálfri stund móti hverri borgaðri, til að leiðrétta skriflegar æfingar, fær þá 322/g au. um kl.st., þ. e. 21/8 ey. lœgra en sá sem mokar úr haug eða tekur upp grjöt. Ránsvei*ð þykir mönnum það vera, að verða að borga 12 kr. árlega fyrir að fá annan þráð til lagðan frá miðstöð heim til fónsins í husi sfnu. Svo virðist, sern talsímafélagið hér sé með þessu að nota sér það, að menn vilja alment fá þræði sína tvöfalda, til þess að ná sér niðri á viðskiftamönnum og hækka um skör fram árgjald þeirra. Starfið á miðstöðinni eykst ekki nokkra vitund við það, að menn fá þráð sinn tvöfaldaðan. Ekki þarf líklega nýja staura fyrir síðari þráðinn, að eins sjálfan þráð inn og svo glerklukkur til að festa hann á. Stjórn félagsins gerði vel í að sefa ó- ánægju manna með því að sýna þeim fram á með ljósum reikningi, að það sé ekki að flá skiftavini sína með þessu háa gjaldi —í hverju þessi huldi kostnaður sé fólginn. „Sprokverskan'*. Mjög var sfðari árin farið að verða minna um, að menn heyrðu „adieu“. Nú er það að fara í vöxt á ný: 7 menn af 38, sem heimsóttu ritstj. „Dagbl." í gær, kvöddu oss með „adieu“. Það er ertingarlegt að heyra slfkt. Fyrir hverja sök geta mennirnir ekki sagt: „Ver- ið þér sælir“ eða „guðsfriði" ? Tíðast er þetta hjá þeim, sem ekki hafa hugboð um, hvaða mál þetta er; því síður að þeir viti, að þetta er að þýðingunni til alveg sama sem „guðsfriði". Þeim þykir lítilmótlegt að segja „guðs- friði“ á einföldu móðurmáli sínu, en fínt að segja „guðsfriði" á frönsku! Hlægilegur hégómaskapur er þó annað eins, og vanvirðulegur. innan, og búist við að verði fram undir ár þar til það fer á sjó út. „Lusitania11 er að öllu löguð eins og „Mauritania11 og stærðin sviplík, „Lusitania“ þó í við minni. Maðurinn skapar. Stéphane Leduc, prófessor við læknaskólann í Nantes, full- yrðir, að sér hafi tekist, að skapa líf af ólífrænu efni. Með áhrifum rafmagns á ólifræn efni segist liann hafa skapað jurtir, er orðið hafi 3—4 þuml. á stærð. [D. M. Overseas, 22. Sept.]. Meun hafa áður þózt hafa fundið þetta sama, en sú orðið niðurstaðan, er betur var rannsakað, að lífið hafði ekki myndast af ólífrænu efni, heldur af lífi. Eregninni ber því að taka með varúð, hversu merk- ur maður sem í hlut á. Undirgöng undir Hudson-elfi, er skilur New York borg frá Jersey City, eru nú fullgrafin, og fór fyrsta jámbrautarlest (Pennsylvania R. R.) gegn um göngin í lok f. m. Göngin eru 2 enskar mílur á lengd, og eiga að verða tvenn (önnur ger- ast við hlið þessara). Allur kostnaðurinn er talinn kr. 126,000,000. Ný hengibrú hefir gerð verið yfir ið mikla gljúfur (Grand Canyon) Arkansas- fljótsins, skamt frá Canyon-City. Gljúfrið er svo djúpt, að það eru full 2600 fet frá brúnni niður að vatnsfleti. Alt gólfið í brúnni er úr skærasta gleri, svo að þeir sem um fara, geta horft niður í gegn um það ofan í gljúfrið og vatnið. Kaupm.höfn, 10. Okt. — Forvextir (disconto) við Þjóðbankann hækka í dag upp 1 6—6V2 °/0. Símskeyta-gjöld til útlanda. Frá hvaða stað, sem er, á íslandi kostar að senda livert orð í símskeyti til þessara landa: 1. Færeyjar 2. Danmörk. 3. Stórbretal. og írland 4. Belgía 5. Frakkland 6. Holland . 7. Þýzkaland 8. Ítalía 9. Noregur . 10. Spánn 11. Portúgal 12. Svíþjóð . 13. Austurríki, Ungverjal 14. Rúsland.............. 15. Illinois, Bandarík. 16. Manitoba, Canada 55 70 70 75 80 80 80 85 85 85 90 90 90 1,05 1,90 2,15 au. au. Land úr landi. Hæstd hús í heimi. Yið Broadway í New Yoi’k er verið að reisa þessa daga hús, sem Singer saumavéla-féiagið á. Efsti turn þess er 612 feta hár. Húsið er fjörutíu- og-ein-góifað, þ. e. 41 stofuhæðir hver uppi yfir annari. Steerstu skip í hcimi. Fyrir eitt- hvað 3 mánuðum var skip Cunard-línunn- ar „Lusitania11 sett á flot á Clyde-fljóti í Skotlandi. Nú hefir sama félag 22. f. m. sett á flot á Tyne-fljóti í Englandi annað skip, sem heitir „Mauritania11. Þessi skip tvö eru stærst í heimi. „Mauritania11 er 790 fet á lengd og 88 feta breið. „Dread- naught“ heitir stærsta herskip Breta, og er herskipa stærst í heimi. Margir hafa heyrt getið um „Austra mikla“ (Great EasternJ, sem lýsing er á og mynd af i „Nýrri sumargjöf11. En bæði þau skip til samans tóku þó minna rúm í sjó, heldur en „Mauritania“ gerir. Svo eru reykháf- arnir víðir á þvi skipi, að ef þeir væru lagðir á hliðina, væri tveim stórum spor- vögnum rúmt að aka samsíða gegn um hvern. 1000 tonnum af kolum brennir skipið á sólarhring og flyt.ur 500 farþegja í fyrstu lyfting, 500 í annari og 1300 í þriðju, alls 2300. Skipshöfnin er 800 manns. 175 vatnsheld rúm eru í skipinu og 5000 raf- Ijós lýsa það. Það á að hafa 29 danskra mílna hraða á vöku (29 enskar mílur á klukkustund). Til að koma skipinu á flot varð að sæta flóði, og þó varð að láta það hlaupa af stokkunum út í ána á ská, því að það er lengra en breidd fljótsins. Eftir er að gera margt við skipið að Lífslieetta. Voðalegt er að sjá hvernig ýmsir læknar slcrifa. í sveitum, þegar sent er til læknanna og þeir senda til baka læknislyf, iáta þeir fylgja leiðbeining- ar um notkun lyfjanna, en sumar leiðbeiningarnar eru svo herfllega illa skrifaðar, að ekki eða lítt möguiegt er að lesa þær. Það þarf ekki að skýra það fyrir inönnum, að slíkt getur valdið líftjóni. Ég skora á alla hlutaðeigendur að senda slíkar leiðbeiningar til Stjórnar- ráðsins, sem ég vona að þá skipi hlutaðeigandi lækni að skrifa betur og reki hann frá embættinu, ef hann gegnir ekki. Aðgcetinn. Óvarlegur frágangur. Ég gekk í gærkvöldi í myrkrinu upp efri hlut Bökhlöðustígs, og fór gangstéttina. Ég grilti í myrkriru, að djúp gröf væri ný- grafin eftir endilangri götu. Svo varð ég áskynja um eitthvað kvikt í gröfinni. Þar var þá roskin heiðurskona dottin niður í hana, og sá að eins á höfuðið. Ég hjálp- aði henni upp. Ég held hún hafi til ham- ingju verið lítið meidd. Hún hefir í myrk- rinu gengið út af gangstéttinni og ekki séð gröfina. Þvergirt hafði verið fyrir mið- götuna, en þess varð maður varla var í Sauma vélar r*H cð r-H > cð a cð m I5ær beztu á þessu lnudi, með 5 ára ábyrg'ð, í kassa og án kassa, með tvöföldu og einföldu hjólí. Verfl írí % kr. yfir 100 stk. fyrirliggjanði h j á C. & L, Lárusson Laugaveg 1. QQ 9> £ B <1 i—1 93 4 JUX0AUUIUUQ niðamyrkrinu, ef hann fór gangstéttina. Erlendis hefi ég jafnan séð ljóslter með rauðu Ijósi hengt við hvorn enda slíkra skurða. En hér er þess ekki gætt — ekki einu sinni neitt ljós á ljóskeri við götuna. Slikt má ekki eiga sér stað framvegis. J. Ól. Pakkar-ávarp. Öllum þeim, bæði nær og fjær, utan lands sem innan, blaðamönnum, rithöfundum og fólki allra stétta, leyfi ég mér hér með að þakká fyrir þau merki vinsemdar og viður- kenningar, sem þeir sýndu á 80 ára afmæli mínu þann 6. Október síðastl., bæði með sérstaklega smekkvísri blysför, frá stúdent- um vorum, fallegum kvæðum, símskeytum og hjartanlegum hamingjuóskum, ásamt fögru og myndaríku Minningarriti, kostuðu af vini mínum Sigurði Kristjánssyni bók- sala og sömdu af inum færustu og liprustu rithöfundum vorra tíma. Það eina, sem slær skugga á þessa björtu og sjaldgæfu viðhöfn, er það, að ég þykist ekki eiga skilið helminginn af því. Reykjavík, 12. Okt. 1906. Ben. Gröndal. Kvæði í sundurlausu máli. Úr „Senilía“ eftir Iwan Turgenjefí. Porleifur II. Bjarnason þýddi lauslega. X. „Hvc rósirnar vóru rauðar og fagrar . . . Fyrir langa löngn las ég einhvers- staðar kvæði nokkurt. Ég gleymdi því brátt aftur.........en íyrsta vísuorðið hefir feszt í minni mér: „Hve rósirnar vóru rauðar og fagrar ...“ Nú er kominn vetur. Frostið heflr sveipað gluggarúðurnar gráum rós- ofnum feldi. í dimma herberginu mínu brennur dapurt kertaljós. Ég sit út í horni, hnipraður saman, en sí og æ ómar fyrir eyrum mér: „Hve rósirnar vóru rauðar og fagrar ...“ Ég þykist vera staddur fyrir fram- an gluggann á rislágum rúsneskum sveitabæ. Seint líður sumarkvöldið og verður að nóttu. Loftið er þýtt og angar af lindblómum og resedu . . . . en við gluggann situr ung mær, er heflr hallað höfði sínu út á öxl sér og styður hönd undir kinn — hún mænir hljóð augum til himins, eins og hún sé að biða, eftir að fyrsta stjarnan renni upp. En hve djúpu augun hennar eru heilluð af innilegri aðdáun! hvílíkt sakleysi býr á hálf- opnu vörunum hennar! hve hægt og stilt bærist barmur liennar, sem hefir enn ekki náð fullum blóma né átt af ástríðum að segja! hve hreinir og ósnortnir eru andlitsdrættir ungu meyjarinnar! Ég dirflst ekki að á- varpa hana; en hve ég ann henni! en hve hjarta mitt barst ótt og títt! „Hve rósirnar vöru rauðar og fagrar ...“ í herberginu skyggir meir og meir . . . . Kertið er nær því útbrunnið; það snarkar og brestur í því . . . . svipulir skuggar leika til og frá um lága loftið í herberginu . . . . en bak við veggþiljurnar marrar í frostinu og mér flnst ég heyra ömurlegt elliskraf....... „Hve rósirnar vóru rauðar og fagrar . . .“ Aðrar myndir rísa í huga mér. Ég heyri glaum á glaðværu sveita- heimili. Tveir Ijóshærðir glókollar, er hafa vaflð sig hvor að öðrum, festa einarðlega á mig björtu augun ; rauðu vangarnir þeirra titra af óviðráðan- legum hlátri, þeir hafa fléttað sam- an klappfúsu höndurnar og ég heyri hreim ungra, unaðslegra radda, en dálítið fjær, fyrir gaflinum á næsta herberginu, þjóta ungar hendur og fingur yfir nóturnar á gamla pianoinu og valsinn hans Lanners fær ekki tekið yflr hitahljóðið í fornlega te- katlinum. „Hve rósirnar vóru rauðar og fagrar .. .“ Ljósið blossar upp og slokknar . . . Hvaða hrygluhósti er þetta? Gamli hundurinn minn, einí félaginn minn, liggur hnipraður saman við fætur mér . . . . hann titrar og skelfur . . . . Þeð fer hrollur um mig . . . . mér verður svo kalt . . . . öll eru þau dáin .... dáin .... „Hve rósirnar vóru rauðar og fagrar ...“ ^írnt ]. Qaarvig B j ö r g v i n (Noregi) Umboðs-sala »• v. 21/4 Lifur, Hrogn, Síld, Saltfiskur, Rjúpur, Kjöt, Ull o. s. frv. Úllnm íyrirspnrnim svarað m læl olfeypis. £ikkistu-magasinið Laugavegi 2 7, selur líkkistur svartar (14—100 kr.). og gular (20—100 kr.). Yand- aðasta verk. Léð með fögur ábreiða á kyrkju-skammelin. G. E. «T. Guðmundsson.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.