Reykjavík - 27.10.1906, Blaðsíða 3
REYKJAVÍK
191
„Dagblaðsins11. „Reykjavík11 gorirnákvæm-
lega það sama, sem allar aðrar viku-útgáf-
ur dagblaða í heiminum gera, flytur söviu
greinar í vikuútgáfunni, sem staðið hafa
fyrirfarandi viku í daglegu útgáfunni, 6-
breyttar. Vinur vor virðist ekki fróður
um, i hverju jórtur er fólgið. Það er í
því, að eftir að skeptia hefir tuggið að
nokkru fæðu sína, kingt henni jog bleytt
hana upp í einum af sínum 4 mögum,
sem leysir hana nokkuð í sundur, gengur
fæðan upp í munninn aftur, og þá tyggur
skepnan hana á ný, svo að hún verður að
eins konar vellingi.
Utdráttur sá sem ónefnt blað eitt hér
jórtrar stundum upp úr ritgerðum annara,
er einmitt slíkur vellingur.
Er það til að frægja trú (eða trúleysi)
Ingersolls, að „Frækorn11 fluttu lygagrein-
ina eftir dr. Torrey? Sé svo, höfum vér
rangt; annars rétt. Oss kemur ekkert við,
hvort dr. Torrey er „yandaður“ eða „ó-
vandaður“; lygasagan, sem hann fer með,
er lygasaga; um það er oss persónulega
kunnugt. Ingersoll var smurður undir
ein8 og hann dó og gat því ekki „úldnað“.
Að eins fáir dagar liðu þar til er hann
var jarðaður. ;— Þótt hann þættist ekki
vita neitt um annað líf, þá sést ljóst á
ritum hans, að hann hefir haft þá von, að
það væri til, og óskaði siður en ekki að
svifta aðra þeirri von.
Vér höfum aldrei ætlað ritstj. „Fræk.“,
að hann lygi upp sögum, en hann lætur
glæpast til að hafa eftir lygasögur. Sama
getur vel verið um dr. Torrey.
Póstgöngubreyting
vilja Eyrhekkingar og Stokkseyrarmenn
fá frá nýjári, þannig, að hvert sinn er
póstvagn fer austur um, fari aukapóstur
næsta dag ofan á Stolckseyri og Eyrar-
bakka. Þetta sýnist og mjög sanngjarnt,
þar sem svo fjölmenn kauptún og þorp
eiga í hlut, og er vonandi að landstjórn
og póststjórn sjái sér fært að verða við
•skum þeirra.
Hin blöðin.
„Þjóðviljinn“ síðasti fer fram á það í
ritstjórnargrein, að landsmenn kjósi sér
sýslumenn og lækna, alveg eins og presta.
Sá galli er nú á prestakosningum vorum,
að söfnuðirnir hafa engin ráð til að losna við
presta aftur. sem þeim fellur ekki við. Sá
réttur þyrfti að vera samfara kosningar-
réttinum, sem án þess er að eins að hálfu
gagni eða varla það.
Það er ekki gott að sjá, að sama ætti
ekki að gilda um lækna; en auðvitað ættu
þá kjósendur að losa landssjóð við að launa
þeim. Það ætti læknishéraðið (lækniskjör-
dæmið) að gera.
Um sýslumenn er alt öðru máli að gegna.
Lýðkjörnir dómarar hafa hvergi gefist vel.
Fyrir því er löng og sorgleg reynsla.
Annars ættu sýslumannaembættin sera
fyrst aðhverfa: 6 dómarar nægðu landinu,
og svo ættu kviðdómar að komast á.
En dómarana á landsstjórnin að skipa,
og eins umboðslega embættismenn: skatt-
heimtumenn, lögreglustjóra (sem geta
verið alþýðumenn).
Öll dómaskipun og umboðsstjórn lands-
ins þarf sem fyrst að breytast. Vér erum,
eins og Danir, langt á eftir öllurn menta-
þjóðum í því efni.
Dýrt yfirvald.
Enginn maður ber brigður á vitsmuni
bæjarfógeta vors, hr. Halldórs Daníels-
sonar, og enginn mun neita honum um,
að hann sé vandaður maður i alla staði.
En almannarómur er það, að einn á-
galla hafi hann sem embættismaður,
þótt eigi sé það honum sjálfrátt, og
hann er sá, að honum sé ekki lagið
að koma upp glæpum og óknyttum.
Lagni á slíkt er náttúrugáfa, sem eng-
inn gefur sér sjálfur; en hún er engu
að síður ómissandi eiginleiki lögreglu-
stjóra og rannsóknardómara, einkan-
lega i fjölmennum kaupstað.
Það er ekki dæmalaust, ef stolið er
hér frá manni og hann er spurður,
hvort hann hafi ekki tilkynt fógetanum
það, að þá só svarað: iiÞað borgar
víst ekki skóslitið að fara að segja
honum frá þvi«.
Svo að eins sé minst á það sem næst
liggur, þá eru allir húsbrunarnir af
manna völdum, sem hafa rekið hver
annan hér í Reykjavík.
Hvort sem það er á rökum bygt eða
ekkí, þá er það að minsta kosti al-
menn trú hér, að um suma þeirra hefði
mátt koma upp, hverjir að þeim væri
valdir, ef vel laginn rannsóknardómari
hefði átt í hlut. En ekki er nema rétt-
látt að geta þess, að ekki þótti Páli
Einarssyni rösklegar takast né fimleg-
ar, meðan hann var hér settur fógeti i
sumar.
En þetta framkvæmdarleysi með að
koma upp um brennuvarga, er orðið
Reykjavík og öllu landinu tilfinnanlega
dýrt.
Nú kostar það frá 10 til ll‘/< afþús-
undi að fá hér vátrygða gegn eldsvoða
muni sína. I Iíaupmannahöfn er oss
sagt að það kosti 1 af þúsundi, ogvíst
er um það, að fyrir 16—20 árum kost-
aði það hér að eins 4—5 af þúsundi.
En þó kastar fyrst tólfunum, ef bruna-
bótagjaldið fyrir hús í bænum fer nú
að hækka líka. Og það er ekki að á-
stæðulausu, að fyrir þvi sé ráð gert.
Pað er að eins að nokkru leyti, að
bæjafélagið ber sjálft vátryggingar-
áhættuna. Að nokkrum hluta eru hús
hér vátrygð í vátryggingarfélagi dönsku
kaupstaðanna. I sumar sem leið vóru
margir fulltrúar þessara kaupstaða
saman komnir á fundi á Jótlandi, og
var þar vakið máls á því, að nauðsyn
bæri til að hækka að munum vátrygg-
ingargjald fyrir hús í Reykjavík, eða
reka Reykjavík út úr sambandinu, og
var fyrir borið, hve títt pað vœri, að
kveikt vœri hér i húsum, og að aldrei
kœmist hér upp um nokkurn brennu-
varg!
Þá er síðar kom á aðalfund félags-
ins, varð þó ekki úr þessu að sinni.
En fulltrúarnir hafa tekið eftir ástand-
inu hér og hafa á oss vakandi auga.
Oss hefir ekki verið Ijúft að hreyfa
þessu máli, af því að vér sem aðrir
erum sannfærðir um, að það sem áfátt
þykir í aðgerðum bæjarfógeta vors í
þessu efni, stati af því einu, sem hon-
um er ósjálfrátt; enginn efar samvizku-
semi hans, en menn álita að eins, að
hann sé ekki gæddur þeim spæjara-
hæfileikum og þeirri kænsku og lagi,
sem nauðsynlegur sé orðinn lögreglu-
stjóra og rannsóknardómara í þcssum
bæ. Pað er eftir ítrekaða áskorun
merkra borgara hér í bænum, að vér
höfum gert þetta að umtalsefni.
Peim er vorkunn, því að þeir eiga
mikið í húfi, eins og reyndar allir
bæjarmenn. Ýmsir þeirrasegjast fúsir
til að greiða ærið árgjald til þess, að
eiga hér kost á yfirvaldi, sem geti kom-
ið upp einhverju af þeim mörgu brenn-
um hér.
Og sárlega iðrast margir þess nú, að
hafa látið glæpast tii að ljá nöfn sín
undir áskorun til bæjarfógetans í fyrra
um að taka aftur lausnarbeiðni sína.
Hugðu þeir sýndu honum með því að
eins almenna kurteisi og virðing tyrir
mannkostum hans, en datt ekki í hug
að hann mtmdi taka áskorunina til
greina.
Talsímafélag Reykjavíkur,
Margir lesendur vorir, og vér með,
höfum verið að bíða þess að stjórn félags-
ins gerði möimum skiljanlegt, að hún væri
ekki að flá oss kvika skiftavini sína með
því að láta oss borga 4 kr. auka-árgjald
fyrir lagning og afnot fárra faðma langs
strengs til eins nýs skift.avinar i bænum —
landsímans.
Eða hví lætur félagið ekki landsímann
borga sér 36 kr. á ári, eins og aðra skifta-
vini, og oss hina vera fría við að borga
aukagjald ?
Eða ef landsíminn timir því ekki, hví
neitar þá ekki fólagið honum alveg um
alt samt and við bæjarmiðstöðina?
Það væri það rétta. En það verður þá
að taka þráðinn milli stöðvanna alveg
burt, svo að hvorki stjórnarráð né neinn
annar geti fengið samband við miðstöð
bæjarins.
Það ætti félagið að gera, og það undit'
eins.
Satt að segja er öll þessi háðung ekki
annað en lúsablesaskapur landsstjórnar-
innar, og vanhyggni um leið. Því að það
eykur landsímanum óefað tekjur, að mönn-
um sé gert sem greiðast að nota hann
afarkostalaust.
Böðlar móðurmálsins,
i.
Tetnplar, 17. Okt. misþyrmir móðurmál-
ínu m. a. á þennan hátt: „Hvaða ákvarð-
anir rikja fyrir drykkjarföngum japanska
hermannsins?“
Á íslenzku ætti að segja: Hver fyrir-
mæli eru í lögum um drykkjarföng jap-
anskra hermanna?11
„Aldrei meðan ferð eður ganga var eða
rétt áður en ganga átti til skotbakka11.
Á íslenzku: „aldrei meðan á ferð var
verið eða gangi eða rétt áður en skothrið
skyldi hefja“. [Að „ganga til skotbakka11
þýðir alt annað; það er haft um skotiðkanir
er menn temja sig við skot til læringar
sér].
„Alyktanir með tilliti til áhrifa áfengra
drykkja11.
Á isl.: „Ályktanir um áfenga drykki“,
eða „ályktanirað því er til áfengra drykkja
kemur“.
„Þess er hegnt“. Á ísl.: pvi er hegnt“.
„Að ræðunni loknri“.
Á ísl.: „að ræðunni lokinni“.
(Að eins örfá dæmi af mörgum).
Rannsóknardómarinn.
Einu sinni bar svo til í einhverri borg
í einhverju landi, að maður átti trésmíða-
verkstofu, þótt eigi væri hann trésmiður
sjálfur. Hann hafði trésmið til að stýra
henni og standa fyrir smíðum og halda
reikninga yfir alt.
Trésmiðurinn fékk nóg smíðaefni (timbur)
og átti að halda reikning yfir, ef nokkuð
af því væri úti látið.
Maðurinn var hyskinn í húsbóndans
þjónustu, en smíðaði sjálfur ýmislegt fyrir
sjálfan sig og seldi. Efninu í það stal
hann frá húsbónda sínum.
Húsbóndinn varð loks var við þetta,
enda hafði vist meira en litið að því
kveðið. Hann kærði því verkstjórann fyrír
dómara til sakamálshöfðunar fyrir þjófnað.
Dómarinn fór að rannsaka málið, og
reyndist það rétt, að maðurinn hafði stolið
efniviðnum. Hann játaði það, meira að
segja sjálfur.
En þegar það er búið, segir dómarinn
við trésmiðinn :
„En þér hafið náttúrlega hugsað yður
að borga húsbóndanum þetta aftur einhvern
tima, ef þér gætuð ? Viljið þér ekki láta
þess getið?“
„Jú. náttúrlega“, sagði þjófurinn.
Ekkert af þvi stolna hafði liann þó
skrifað neinstaðar eða fært sér til skuldar,
og benti það ekki á þann tilgang að borga.
Þjófnum hafði víst aldrei dottið í hug að
ætla að borga.
En ekkert hafði hann á móti að meðganga
petta. Dómaranum tókst þannig að „fá
saklausan mann til að játa“ á sig ráð-
vendnistilgangi, sem hann hafði aldrei
haft.
Og svo á sinni tíð dæmdi dómarinn
manninn sýknan af stuldinum, en lét hann
fá lítilfjörlega sekt, fyrir of djarft „trausta-
tak“.
Merkisfrétt þá tlytur óáreiðan-
legt blað eitt hér 24. þ. m., að sagt sé, að
símað liafi verið bingað ahandan um
haf« (þó ekki til blaðsins), að »Spánar-
fiskur hafi hækkað í verði . . . um eða
eftir miðjanþ. m. Faxaflóafiskur kom-
inn upp í 91 rm. (nál. 81 kr.) hér á
höfrm [þ. e. auðsjáanl. í Reykjavík].
Pað sem gerir þessa fregn dálítið
tortryggilega er það, að hér i Rvík er
alls enginn Spánarfiskur til nú, enda
höfum vér spurt þá er líklegastir eru
til að vita um slíka fregn, en þeir
þekkjahana ekki. Hitt er ekki ólíklegt
að birgðir af slíkum íiski erlendis hati,
hækkað að mun í verði — varverðið,
er vér síðast vissum, um 86 rm. (yfir
77 kr.) ____________
„Þau eru súr!“
sagði refurinn um reyniberin, sem héngu
svo hátt, að hani' náði ekki i þau.
„Orður og titlar, úrelt þing —
eins og dæmin sanna
notast oft sem uppfylling
f eyður verðleikanna“,
kvað skáldið forðum; honum þótti þá vist
seinka krossinum, sem hann þóttist eiga
(og átti) skilið mörgum áður krossfestum
krossberum fremur. Svo fékk hann loks
kross, og þáði taeð þökkum og ber hann
á brjóstinu, er hann hefir eitthvað við.
Séra Einar Hjörleifsson hamast i fyrra-
dag í „Fjk.“ á krossunum. En ef honum
byðist kross, skyldi hann þá ekki fara eins
og starfsbróðir hans andlegur og verald-
legur, ritstj. ísaf., sem sleikti út um af á-
nægju, er Valtýr útvegaði honum krossinn?
Auðvitað!
Andatrúar-söfnuðurinn.
Hann var byrjaður á samkomum
hór í haust í „Vinaminni", en mjög
var víst dauft yfir öndunum að sögn.
En svo gerði Thomsen konsúl þann
skramba að taka á leigu herbergin,
sem samkomurnar vóru í haldnar,
°g flytja þangað vindlagerð sína. En
nú þótt inir andlegu skiftavinir séra
Einars kynnu að vera vanir reyk,
t. d. af brennisteini, þá er þeim illa
við tóbaks-reyk. Svo að þeir hafa
fælst húsið. Þar kvað enginn reim-
leiki vera eftir þá.
Þeir hafa verið brældir út, eins og
gert kvað vera við melrakka á greni.
Tímaritið, sem andatrúarblöðin
vaitýsku boðuðu í vor og vera átti
málgagn þeirrar trúar, er ókomið út
enn. Ætla margir, að sagan um
það hafi verið fyrirsláttur einn, til
að fóðra það að ísaf. og Fjk. hættu
skyndilega að tala um andatrúna, og
hafi þeim aidrei dottið í hug að gefa
nokkurt slíkt tímarit út.
Landsvoði
eru brunarnir hér á landi. Það getur
víst brugðið til beggja vona að Akureyri
fái nokkurstaðar vátrygð hús sín liér eftir,
fráleitt nema með afarkostum.
Hér er ekki að cins undir þvi komið,
að reyna af ítrasta megni að koma upp
um alla brennuvarga, en það riður líka á
því, að allir kosti kapps um að fara gæti-
lega með eld.
Þá er og mikið undir komið í bæjum,
þar sem hús eru þétt, að gera þau sem
óeldfimust: steingafla milli húsa og timbur-
hús járnvarin að utan, Bárujárnið hefir
reynst hér ágæt eldvörn; miklu auðveld-
ara að verja þau hús, sem svo eru búin.
Verði kaupstað eins og Akureyri (ekki
að tala um Reykjavík) synjað um vátrygg-
ing gegn eldi í öllum vátryggingarstofn-
unum, þá er stærri voði á ferðum, en al-
menningur liklega rennir grun í. Húsin
eru öll veðbundin í bönkunum eða öðrum
stofnunum (sjóðum), og fáist eigi vátrygg-
ingar, verður að segja upp lánunum.
Hvað það hafi að segja fyrir kaupstað,
hvern sem er, það geta flestir gizkað á.
Almenn gjaldþrot, og timanlegri velferð
fjölda manns fyrirgert.
Til sliks væri hryllilegt, að hugsa. En
þessa ættu allir að minnast, sem með eld
fara. — Að þeir herrar brennuvargarnir
gefi því nokkurn gaum, er víst til of
mikils mælst.
Konungs-myndin.
Tvö eöa svo blöð hér hafa lagt á
móti samskotunum til standmyndar af
Kristjáni konungi IX. Bera pau sitt
hvað í móinn. Sum vilja, að heldur
hefði verið sett á fót einhver stofnun,
sem borið hefði nafn hans. Onnur
vilja alls ekki reisa honum minningar-
mark, þótt þau játi að hann hafi verið
þess marglega maklegur, af því, að
önnur minnismörk sé enn óreist, sem
sjálfsagl sé að reisa. Nefna þar til
Jónas Hallgrímsson, Jón Sigurðsson og
Ingólf Arnarson. Hefðu vel mátt nefna
Snorra Sturluson og jafnvel fleiri.
En eru þetta nægar ástæður?
Vér skulum játa, að vel hefði mátt á