Reykjavík - 23.04.1907, Qupperneq 1
1R e $ k j a \>tk.
15 löggilta blað til stj órnarvalda-birtinga á. Islandi.
VIII., 30
Útbreiddasta blað landsins.
UppSag yfir 3000.
f’riðjudag 23. Apríi 1907.
Áskrifendur í b æ n u m
yfir 1000.
VIII, 30
Itr ALT FÆST í THOMSEHS MAGASlNI.
Ofixa og' elílave-lai* selur Kristján Þorgrímsson.
„REYKJÁY ÍK“
Árg. [60 -70 tbl.] kostar mnanlanda 2 kr.; erlendia
kr. 3,00—3 sh.— 1 ioll. Borgist fyrir 1. Júlí.
Aughjsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,50;
3. og 4. bls. 1,25 — Útl. augl. 33*/»°/o hærra. -
Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst.
Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavik“.
Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri
•Jón Olafsson.
Afgreiðsla Laufásvegi 5, kjallaranum.
Ritstjórn: --„ stofunni.
Telefónars
29 ritstjóri og afgreiðsla.
71 prentsmiðjan.
Orðsending.
Herra ritstjóri Einar Arnórsson!
Ég ætla að taka það strax fram í
upphafi, að ég ætla ekki að fara að
senda yður neitt skammabréf, heldur
þvert á móti reyna að bera af yður
blakið, sem bezt ég get. Ég sé, að
þér eruð maður skapbráður og heitur,
svo að það er ekki gustuk að vera að
æsa yður með þvi að senda yður
hnútur og hnýfla.
Siðan ég fór að lesa greinar yðar,
stendur mér líka svo nákvæmlega á
sama um, á hvaða bekk þér skipið
mér; mér finst ég hvorki vaxa né
minnka við það. Mér stendur t. d. öld-
ungis sama, hvort þér jafnið mér við
séra Matthías, Símon Dalaskáid eða
sjálfan yður, fyrir þessi fáu kvæði, setn
ég hefi orkt.
Auðvitað þætti mér leiðast, ef þér
líktuð mér við sjálfan yður í þeim
efnum. Því eins og þér vitið, hafið
þér daðrað töluvert við skáldgyðjuna
svona á laun. En mér finst ekki
gustuk, þó ég gæti, að vera að lýsa
neitt frekara þessum veslings laun-
krökkum yðar. fað gæti líka haft ill
áhrif á skapið.
Aftur á móti langaði mig til þess
að spyrja yður nokkurra spurninga um
blaðstjórn yðar og stefnuskrá, af því
að mér eins og öðrum er hún enn
hulin gáta.
Pér hafið reyndar þegar svarað þessu
að nokkru leyti, t. d. í hinni fögru grein
yðar „Blaða-lepparnir“ og víðar, og þó
er eins og enn vanti eitthvað töluvert
á svarið.
Ég skal trúa því, að þór hafið ekki
neinn húsbónda síðan þór strukuð úr
stjórnarráðinu. Og eins get óg trúað
•-----------------------------•
UllSHlBA-VINN USTOFA.
Vönduð lir og KI ukkur.
Biiiikastræti 12.
Helgi Hannesson.
því, að þér séuð hvergi í vist nú, síð-
an einn inna fyrri húsbænda yðar við
blaðið lét sór um munn fara, að þeir
gætu að vísu notað yður, en þeir tryðu
yður ekki til neins framar. Ég lái
yður heldur ekki þótt yður hafi þótt
vistin leið, þegar Björn færði yður úr
brókunum og breiddi þær á stag sitt.
Annars var það, okkar á milli sagt,
anzi hvimleitt, að þér skylduð ekki
tolla lengur hjá gamla manninum, því
að mér finst á rithætti yðar eins og þér
hafið verið skapaður til að verða„mál-
svari þess vonda".
Þór þurfið auðvitað heldur ekki að
standa lesendum og kaupendum blaðs
yðar neinn reikningsskap. Því, eins
og gefur að skilja, hafa þeir ekki ann-
an reikning við yður en þann að segja
upp blaðinu, er þeim þykir sór nóg
boðið.
En yður hefir náttúrlega ekki dottið
í hug, að þór sem ritstjóri, siðfei ðislega
séð, eigið að standa þjóðinni reiknings-
skap á gerðum yðar, að þér berið ina
siðferðislegu ábyrgð á því, ef yður og
öðrum yðar nótum tekst að æsa menn
og spana og leiða þjóðina í gönur.
Yður hefir ef til viil ekki dottið þetta
í hug, og því vildi ég mega minnayð-
ur á það.
Ég hefi lengi verið í vandræðum
með, hvernig óg ætti að þýða eitt út-
íent orð, sem mér hefir dottið oft í
hug nú upp á síðkastið. Þér þekkið
náttúrlega þá menn úr sögunni, er
nefndust „Sansculottesal), Það eru
þeir menn, er — hafa ekki neinu
fyiir að fara, en alt að vinna; hafa
ekki neitt ákveðið markmið, en reyna
að eins að æsa alþýðu manna og leiða
hana í gönur, svo að þeir komist sjálfir
til valda. Síðan Björn færði yður úr
brókunum og þér fóruð að dansa svona
andlega fáklæddur frammi fyrir al-
menningi, hefir mér dottið í hug, þó
orðið sé ekki fagurt, hvort ekki væri
rétt að kalla þessa menn „pólitiska
berrassa". Rétt þýtt væri það brókleys-
ingi, en það er eihs og menn skilji
hitt betur.
Ég vil nú vona, að þér ætlið yður
þ. e. buxnalausir; byltingalýðurinn af
lægstu stétt var svo nefndur í stjórnbylt-
ingunni miklu á Frakklandi, af því að þeir
gengu ekki í stuttbuxum, sem þá var tízka
velklæddra manna.
Úrsmíðavinnustofa
Carl F. Bartels
Laugavegi 5. Talslmi 137.
ekki að fylla flokk slíkra manna. Ég
býst við, að þór séuð of hygginn til
þess, því að reyndin hefir orðið sú all-
oftast, að þessir menn, þrátt fyrir öll
sín pólitisku rassaköst, hafa á endan-
um aflað sér almennrar fyrirlitningar.
En eitt orð i gamni og annað í al-
vöru. Mér finst það satt að segja grát-
legur leikur, sem verið er að leika,
einkum meðal yngri manna nú á
landi voru. Fulltrúar þjóðar vorrar
eru að treysta á fremsta hlunn til
samkomulags við Dani um landsrétt-
indi vor. Þeir eru að reyna að fá ís-
land viðurkent sem jafn-löglegan og
jafn-réttháan samningsaðila og Dan-
mörku í sambandi voru við Dani, svo
að Danir aldrei á komandi tímum geti
neytt neinu upp á oss án fulls
samþykkis vors. En áður en nokkrir
samningar náist um þetta, eru menn
nú að reyna að æra þjóðina og gera
hana vitiausa, jafnframt því sem þeir
reyna sem mest má verða að styggja
og særa samningsaðila vorn, Dani.
En er nokkurt pólitiskt vit í þessu ?
Munduð þér, herra málflutnigsmaður,
ef þér ættuð að leita og ná hagkvæm-
um samningum við maun um eitthvað,
byrja á því að sverta hann í augum
skjólstæðings yðar og særa hann éin-
mitt á þeim staðnum, þar sem hann
er viðkvæmastur fyrir. En þennan leik
hafið þer, þjóðræðismenn og landvarnar-
menn, leikið nú upp á síðkastið gagnvart
Dönum.
Ég skal að eins taka eitt dæmi,
fánamálið. Ég fór fram á það við
síðari umræður þessa máls í Stúdenta-
fólaginu í vetur, að því væri frestað
um sinn, og að félagið bæri það áður
undir borgara þessa bæjar og helzt
þjóðina í heild sinni: 1. hvort menn
vildu fá sérstakt flagg og 2. hvernig
það ætti þá að vera. Mér fanst sem
sé að þjóðin ætti að ráða þessu. En
viti menn, hverju var mér svarað? —
„Hvern fjandann varðar okkur um þjóð-
ina, eins og við látum hana diktera
okkur, hvernig fáninn á að vera“.
Nei, ég fékk engu ráðið og mér gekk
þó ekki annað en gott til. Ég vildi
að menn færu hóglega og stillilega í
þetta mál, af því að óg sá það fyrir,
að það mundi verða viðkvæmasta mál-
ið og geta spilt mest fyrir okkur, er
til samninga kæmi og framkvæmda.
Og nú er líka sú raun á orðin.
Flaggið er orðið að deiluefni og á-
steitingarsteini bæði innanlands og ut-
an. Kaupmönnum gramdist eins og
von var, að það var alveg farið á bak
við þá í undirbúningi þessa máls og
þeir ekki einu sinni spurðir um áiit
sitt. Af því spratt úlfúðin innanlands.
Nú, og fyrirsjáanlegt var það, að Dön-
um yrði þetta langviðkvæmasta málið.
Vór höfum þegar brotið af oss suma
beztu stuðningsmenn vora meðal Dana,
sem áður vóru, eins og t. d. Georg
^ ♦
TJr og Ivll lltltl u%
að eins frá vönduðum verksmiðjum.
Hvergi ódýrara eftir gæðum.
JÓ\ IIIiltUAVVS.SOY,
Hverflsgötu 0
Brandes, og ég efast ekki um, að margir
landar hans, sem áður vóru oss sann-
velviljaðir, hafi fylgt honum þegjandi.
Því að auðvitað er flaggið Dönum eins
og öðrum eitthvert dýrmætasta tákn til-
finninga þeirra, og það hlaut því að
særa þá mest, hversu þjösnalega þar
var farið af stað af vorri hálfu.
í stað þess að taka flaggið upp þegj-
andi og nota það fyrst framan af að
eins sem staðarflagg, lofa því svo smám
saman að gróa saman við hugi manna
og vinna ást og hylli þjóðarinnar, reyna
nokkrir unglingar bæði að valdbjóða
það sjálft og lögun þess og gera það
strax að æsingamáli.
Þetta eru pólitisk hyggindi, eða hitt
þó heldur!
En svona ferst ykkur þjóðræðis og
landvarnarmönnum í flestum málum.
Þið æsið þjóðina og reynið að bíta
Dani alveg af okkur, gera þá oss sem
allra andvígasta og örðugasta, áður en
til nokkurra samninga kemur.
En, spyr ég að því enn, er nokkurt
pólitiskt vit í þessu, ef vér ætlum oss
að hafa nokkuð upp úr væntanlegum
samningum við Dani?
Eða álítið þér, að það sé einskisvert
hvort Danir viðurkenna oss sem jafn-
iöglegan og jafnréttháan samningsaðila
og sjálfa sig í ríkissambandi voru?
Yður skýzt yfir þetta atriði, er þér
teljið upp það sem vér getum haft upp
úr samningunum. En það er aðal-
atriðið.
Eða eruð þér svo ákafur aðskilnaðar-
maður, að þér viijið fyrir hvern mun
öllum samningum spilla?
Og, ef svo er, hvernig ætlið þór þá
að fara að því að koma skilnaðinum
fram ?
Svarið þér nú eins og þér eruð
drengur til.
Agúst Bjarnason.
Almennur
Borgarafuiidur
til að ræða um kosning-arrétt
í Reykjavík, verður haldinn í stóra
salnum í Bárnfélagshúsinu Laug-
ardaginn 27. þ. m. kl. 9 síðd.
Bladamannafélagið.
Hestar!
Þeir sem vilja kaupa hesta, snúi sér
til undirritaðs, sem útvegar hesta bæði
úr Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum,
með svo vægu verði sem hægt er.
Pantanir verða að vera komnar
fyrlr 20. Maí.
Bergstaðastræti 3, Reykjavík 1907.
Ásgrímur llagniisson.
í Bergstadastræti 3 fást góð
herbergi til leigu fyrir einhleypa; með
öllu tilheyrandi ef þess er óskað frá 14.
Maí.
Ný Egg eru komin, á 6 au. stk.
Einnig fyrirtaks gott íslenzkt
HARGARIIE á 70, 60, 50, 45.
Margarine til bökunar á 40 aura
nettó. Fínasta ilanskt snijör á
1,00. — Palmin á 46 au. — ts-
lenzkt smjör, ágætt, á 95, 90, 85,
82, fæst í [—32
Smjörhúsinu, Grettisgötu I.