Reykjavík - 29.06.1907, Blaðsíða 2
156
REYKJAVlK
Oliver Twist
er heimsfræg skáldsaga eftir Charles Dickens. Hún fæst
nú í vandaðri ísl. þýðingu hjá bóksölum víðsvegar um land
alt. Góð, hentug og mátulega dýr tækifærisgjöf fyrir unga
og fullorðna. Menn hafa sagt um Njálu, að hvað oft sem
þeir litu í hana, lœrðu þeir eitthvað af henni. Sama má
segja um Oliver Twist: hversu oft sem hann er lesinn, finst
nóg til íhugunar og auk þess er bókin víða mjög skemtileg.
hittnari, því að Einar gæti ekki orkt
líkara sjálfum sér sjálfur.
fÞetta var um það leyti er E. B.
flatmagaði mest fyrir Dönum í vetur
og gaut hornauga til fépyngjanna
dönsku].
En kvæðið er svona:
Segulviiji og sólkerfa-fans,
samheild algeimsins bauga,
lítið á holsár vors hrjáða lands,
nú horfir landið og væntir m a n n s:
danskur prinz mætti logsárin lauga —
iífdögg á frjóknappsins auga.
og bróðurhönd oss réttir;
þú sjálfur mestar byrðar barst
og bræðrum verkið léttir.
Nú áliðið er orðið dags,
en enn er stund úr degi,
enn sýnist langt til sólarlags
og sýsla nokkuð megi.
Þitt starfsþrek enn er óslitið,
og enn þú starfa vildir;
en nú er lokið verk það við,
er vinna hér þú skyldir.
Og nú er mál að þakka þér
og þig um síðir kveðja.
Vér biðjum, það sem eftir er
þig auðnan megi gleðja.
Þótt amtsráð falli öll í dá
og ömtin hverfi’ úr lögum,
inn hinsta minzt mun amtmann á
í öðlinganna sögum. [ V. Br?\
Heimsendanna milli.
Stjörnudjúps-heiði’ og hnattageims-sál,
hljómgeisli stórgígjw-ljóða,
hlustið á landsins mins leyndarmál,
lífgið þið fornaldar haugabái,
látið þið Danmörku lið oss bjóða,
landið gullþungra sjóða.
Styrk mig að skrifa, storma-gnýr,
um stoltan gullaldar-bjarma;
hallveggur rísi af rústum nýr,
raunleikur breytist í ævintýr;
Frón og Danmörk falli í arma
sem foldin við himinsins bjarma.
Kveðja
til amtm. J. Havsteen, K. D. m. m.,
frá amtráðsmönnum
25. Júni 1907.
Heill þér, vor mæti „Mararsteinn“,
er málum stýrðir vorum!
þú stendur þeirra eftir einn,
er amtmanns stóðu’ í sporum.
Þú síðast allra af fleyi fer,
í far þitt enginn kemur.
En síðastur ei siztur er,
það sannast aldrei fremur.
Þess hér skal minzt, sem Hóraz kvað
um háa fjall atinda,
er þruman r ður einatt að,
og eik í byljum vinda.
í>in staða með sér stundum bar
að stormar á þér dundu.
Sem „ateinn í hafi“ stóðst þú þar,
er stórir klettar hrundu.
I heimsins þröng og ógnar-ys
þú aldrei fram þér ruddir.
Ei fórst þú heldur forstreymis,
þú fast við bjarg þig studdir;
•og móti tíðar striðum straum
þú stundum hlauzt að beita;
og forsjáll hélzt þú fast í taum,
ðvo ferjan skyldi’ ei steyta.
Þitt yndi mest og eftirþrá
Tar ætíð það: að starfa,
og margoft það, sem ei ber á,
þótt öðrum sé til þarfa.
Þú aldrei blása’ f lúður lézt,
né ljós þitt vildir sýna.
i kyrrþey vanst þú verk þin flest
og vanst þar sigra þína.
Vér leita vildum villum að
í verkum handa þinna;
en ekki reyndist auðvelt það
þar órétt neitt að finna.
Ef alt í stóru starfi er rétt
má stærsta þykja furða.
En hér var fágað, felt og slétt,
og fanst ei minsta snurða.
En þó er oss í minni mest
þin mannúð, vinur kæri,
þig settirðu ei „á háan hest“,
þótt há þin staða væri.
Sem bróðir þú með bræðrum varst
ÚRSMlÐA-YINNtJSTOFA.
Vönduð íf r og K. 1 u k. lt u r.
Bankastræti 12.
Helgi Hannesson.
Yínyrkjumanna-óspektir í Frakk-
landi. — Sum blöð hafa getið í sím-
skeytum um óspektir meðal vínyrkju-
manna á Frakklandi. En slíkar fregnir
eru i sjálfu sér sama sem engar fregnir,
meðan menn vita engin deili á, um
hvað deilt er, eða af hverju uppþotin
spretta.
Það er nú fyrst með síðustu skipum,
að hingað bárust þær fiegnir, er gera
skiljanlegt, hvað hér er um að vera.
Og það er mikilfenglegra, en nokk-
urn mundi grunað hafa áður. Svo
ískyggilegt, að sízt má vita enn, til
hvers dregur.
Vínyrkja er mikil á Suður-Frakklandi,
og hefir farið í vöxt ár frá ári in síðari
ár, enda lagt meira og meira land
undir þá rækt.
Ið bezta vínið hefir jafnan verið selt
til útlanda, en ið léttara landvín drukk-
ið heima í landinu, bæði sem matvín
og þorstadrykkur. En nú er farið að
yrkja þau firn af víni í Algier (sem
er nýlenda Frakka í Afríku), að þaðan
flytzt nú inn til Frakklands feikna-
mikið vín, þar á meðal létt landvín. —
í annan stab falsa Frakkar mikið af
vínum til útflutnings, til að selja ódýrt
þeim er ella mundu kaupa létt vín ó-
svikin; sjóða þeir til þess lög af út-
pressuðum vínþrúgum og jafnvel af
vínberjaleggjum, blanda svo alkohóli
og sykri og Iita. — í þriðja lagi hefir
bjórdrykkja og absinth-nautn aukist
mjög bæði í bæjum utan Parísar og
til sveita in síðari árin, svo að fólk,
sem áður drakk vín, drekkur nú bjór
og absinth í staðinn1).
Alt þetta veldur því, að ið létta
landvín, sem áður var nægur markað-
ur fyrir heima í landinu sjálfu, selst
nú alls ekki; framleiðendum verður
það að engu.
Nú er það gamalt í Frakklandi, að
ef eitthvað bjátar á fyrir þjóðinni, upp-
skerubrestur, húsdýrapest, ofþurkar eða
næturfrost, þá er það alt stjórninni að
kenna. Um það efast enginn góður
maður á Frakklandi.
Það er þvi auðvitað, að er bændur
geta ekki selt vín sitt alt, þá er það
M. Clemenceau og ráðaneyti hans, sem
um það er að kenna.
J) Hér við bætist og bindindisstarfsemi
sumra lækna, er telja vín og alkóhól skað-
legt; en mjög eru skoðanir lækna skiftar
um það mál, einkum um vinin. — 800 milí-
ónir potta fluttust frá Algier til Frakklands
síðastl. ár, og er mest af því drukkið heima
í Frakklandi.
Úrsmíðavinnustofa
Carl F. Bartels
Laugavegi 5. Talsími 137.
Verst er ástatt með þetta í héruð-
unum Pyrénnées orients, Aude og
og Herault. Þar hefir komið fram sá
maður, er heitir Marcelin Álbert, al-
þýðuleiðtogi mikill, skrílæsingamaður
að vísu, en þó hóflegur á sína vísu;
en hann hefir svo mikið vald yfir hugum
manna, að alþýðan hlýðir honum í
blindni, án þess að gera sér nokkra
grein fyrir málavöxtum. Hann hélt
fundi undir beru lofti, er 30,000 manna
vóru við; síðar fundi með 50,000 og
100,000.; og loks einn fund þar sem
750,000 manna vóru saman komnar.
Konur mæta þar með börn á örm-
um og bera fána, er á er letrað:
„brauð handa oss og börnum vorum".
Aðrir hafa aðra fána með ýmsum á-
letrunum svo sem : „brauð eða byssur",
„maginn æpir “, „ vér förumst úr hungri“
og þar fram eftir götunum. Og þó
segja kunnugir, að eiginlegt harðrétti
eigi sér alls ekki stað, en auðvitað
kreppi nokkuð að mönnum, þó að eigi
skorti beint viðurværi.
„Vér viljum lifa, og vér linnum ékki
æsingum fyrri en stjórnin útvegar oss
viðunanlegt verð fyrir vín vort, á hvern
hátt sem henni þykir bezt henta“.
Þetta er aðal-viðkvæðið. — Albert lagði
til, að allar bæjarstjórnir, sveitarstjórnir
og hreppstjórar legðu niður völd. Þessu
var þegar hlýtt; alls haía 150 sveit-
arstjórnir og bæja lagt niður störf;
sumstaðar fleygðu sveitarvöld þessi
stólum og borðum og skjalasafni sínu
út um glugga á strætin og kveiktu í.
— Landsstjórnin hefir skipað menn
til að gegna störfum hinna til
bráðabirgða, en enginn hlýðir þeim,
og sumstaðar eru þeir reknir burt úr
umdæminu. Setuliðinu í héruðunum
hefir verið boðið að vera til taks til
að sefa ofríkisverk, ef til kæmi; en
hermennirnir hafa tjáð foringjum sín-
um með kurteisi, að þeir beri ekki
vopn á móti alþýðunni.
Setuliðið eru menn úr þeim héruð-
um, sem liðið situr í, og hefir stjórn-
in orðið að taka vægt á þessari ó-
hlýðni, en tók þegar að flytja liðið í
önnur héruð og kveðja lið úr öðrum
héruðum þangað aftur.
Stjórnin hefir hert lögin um fölsun
vína og lagt fyrir, að þeim verði strengi-
lega fylgt. Fleira hefir hún gert, til
að gera vínfölsun örðuga. En kunn-
ugir menn segja, að það muni að litlu
haldi koma, því að aðal-meinið sé það,
að miklu meira sé framleitt af víni,
en viðlit sé til að markaður sé til fyrir.
— Fregnskeyti í gær segja óhlýðnina
í hernum að minka. En hætt er við
að langt sé frá að æsing fólksins verði
sefuð. Og alt bendir á það, að Mar-
celin Albert sé maður, sem eigi eftir
að láta heiminn frétta til sín meiri tíð-
indi enn.
Alls kostar er sú alda, sem vakin
er nú í Suður-Frakklandi, einkar eftir-
tektarverð.
Ríki og kyrkja.
Yæri nokkuð að marka á þingmála-
fundum, þá er það sérstaklega álit um
þau mál, er til allra taka og ekki eru
flokkamál pólitísk.
Á langflestum þingmálafundum í ár
ÍTr og liluliliiir,
að eins frá vönduðum verksmiðjum.
Hvergl ódýrara cftir gæðum.
JOV HERMAMSSOl,
Hverfisgötu 6
liefir verið minst á aðskilnað ríkis og
kyrkju, og nærri því hver einasti fundur
verið því máli fylgjandi, ýmist í einu
hljóði eða því sem næst.
Ið eina af gerðum kyrkjumálanefnd-
arinnar, sem eindregið fylgi virðist fá,
er þannig álit minni hlutans, Lárusar
H. Bjarnasonar sýslumanns.
Þjóðin er loks farin að verða glað-
vakandi í því máli.
Það getur ekki annað en glatt rit-
stjóra „Rvíkur", sem alt frá 1877 og
síðan hefir framfylgt því máli, og var
um mörg ár nálega einn á bandi í því.
Það er enginn vafi á þvi, að nú er
loks sá tími kominn, að þjóðin þolir
ekki lengur neitt kák, neinar nýjar
leppabætur á ið gauðrifna og gatslitna
fat — ríkiskyrkjuna eða þjóðkyrkjuria
svo nefndu.
Þeir prestar, sem eru fylgismenn
aðskilnaðar ríkis og kyrkju, geta haft
áhrif á skipun málsins. Hinir ekki.
Það var óefað yfirsjón stjórnarinnar
að skipa kyrkjumálanefndina eins og
hún gerði, láta t. d. engan prest, er
skilnaði fylgdi, fá sæti í henni, og eng-
an utanþjóðkyrkjumann.
Þjóðin kærir sig nú ekki lengurum
nefndir til að hugleiða kyrkjumálin á
þann hátt, að aðallega sé hugsað, um
-— prestana, en ekki alþýðuna.
Kyrhju-málfö hefir ávalt snúist svo
hjá oss, að verða presta-málið.
Að leggja prestum embættisbústað
— að auka tekjur þeirra — létta af
þeim störfum og ábyrgð, en steypa
saman prestaköllum í óþökk við alþýðu
— demba sífelt meiri og meiri gjöld-
um á landssjóð til presta — — þetta
hefir verið viðleitni prestanna og starf
Alþingis.
En nú rís alþýða manna upp og
segir: „Hingað og ekki lengra"!
Tekjur landssímans í Aprílmánuði:
Kr. au.
Gjöld fyrir innanlands-
simskeyti 362, 90
Gjaldahluti af símskeytum
til útlanda 865, 61
Gjaldahluti af símskeytum
frá útlöndum .... 242, 46
Gjöld fyrir símasamtöl . 1878, 90
— af viðtengingarlínum 222, 50
Fyr. skrásetning símnefna 135, 00
Ýmsar tekjur .... 84, 50
Samtals Kr. 3791, 87
Rvík 25/6—’07
Forberg.
Dagbók.
Meö e/s „Hólar44 síðast komu hingað
til bæjarins frá Akureyri Pétur Þor-
grímsson verzlunarmaður og Guðbjörn
Björnsson timburmeistari með konu.
Fóru til Þingvalla 23. þ. m. og lögðu
af stað heimleiðis í gær landveg.
Hr. Einar Hjörleifsson fer til
Amcríku héðan 2. Júlí — fyrirlestra-
ferð, að hann sjálfur segir, en líklega
til að reyna að útvega sér þar atvinnu.
Naumast mun ferðinni heitið til að boða
Yestur-íslendingum anda-trú.
Undirbúningsfund undir landvarn-
ar-flokksfundinn á Þingvöllum héldu þeir
landvarnarmenn hér í fyrra kvöld. Svo
er oss sagt af þeim fundi — og mun
rétt hermt —, að Björn Jónsson rit-
stjóri vildi þar kúga fundarmenn til,
með venjulegu einræði sínu, að sam-
þykkja, að enginn maður úr andstæð-
ingaflokki tæki tilnefningu í sambands-