Reykjavík - 23.07.1907, Blaðsíða 1
1R e e ft j a vtk.
15 löggilta blað til stj óraarvalda-birtinga á Islandi.
VIII, 56
TJtbreiddasta blað landsins.
Upplag yfir 3000.
Þriðjudag 23. Júií 1907.
Áskrifendur í b æ n u m
yfir 1000.
VIII, 56
Bey ALT FÆST 1 THOMSENS MAGASÍNI. ‘23*
Oiliíl Og eldrl A élío* selur Kristján Porgrímsson.
„EETKJAYÍK"
Árg. [60 —70 tbl.] koatar innanlands 2 kr.; erlondis
kr. 3,00—3 8h.— 1 áoll. Borgist fyrir 1. Júlí. Ella 3 kr.
Anglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,60;
3. og 4. bls. 1,26 — Útl. augl. 33*/»0/o hærra. -
Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst.
Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“.
Bitatjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri
Jón Ólaísson.
„Höf. heflr notið lítilfjörlegs styrks
við útgáfu bókarinnar. Hann heflr
margborgað þjóðinni þær krónur með
bók sinni og efa ég ekki að þingið
viiji halda áfram svo ábatasamri
verzlun
Afgreíðsla X.aufá8vegi 5, kjallaraimm.
Ritetjórn: —- „ stofunni.
Flagg fyrir ísland.
Telefónar i
39 ritstjóri og afgreiðsla.
71 prentBmiðjan.
Bókmentir.
Hvað Guðmundur lœknir Hann-
esson segir um bók Ágústs Bjarna-
sonar M. A.
í „Norðurl." 15. Nóv. s. 1. segirhr.
G. H. svo um
y>Yfirlit yfir sögu mannsandans.
XIX. öldin. Eftir Ágúst Bjarnasona:
„Hvað bók þessa snertir er það að-
alat.riðið fyrir alla alþýðu, að hér er
komin út bók, sem veitir meiri al-
menna frœðslu og »mentune en ef til
vill nokkur önnur einstök bók, sem
gefin hefir verið út á íslenzku um
langan aldur. Hún lýkur upp að
meira eða minna leyti margskonar fjár
sjóðum, sem áður vóru flestum huldir,
þeim sem ekki kunna útlenzka tungu.
Fullorðnu mennirnir sem vilja fylgjast
með því, sem andans menn ræða um
á vorum dögum, ættu að lesa hana,
og hver einasti faðir, sem á námfúsa,
skynsama unglinga ætti að kaupa bók
þessa handa þeim.
En hvað er það þá, sem bók þessi
fræðir um, munu margir spyrja, fyrst
hún er slík nauðsynjavara, að allur
þorri manna ætti að kaupa hana ?
Því er fljótsvarað: Hún fræðir um
allan fjandann, í jörð og á, þessa
heims og annars, liggur mér við að
segja! Hver sem les hana með at-
hygli, verður drjúgum mentaðri en
hann var áður, að þeim fráskildum,
sem losið hafa góðar útlendar bækur
um sama efni. Það er miklu ódýrari
og greiðari mentunarvegur að kaupa
bók þessa og lesa, en fjöldinn allur
af þeim mentunar og skóla krókastíg-
um, sem fjöldi manna fer á síðari
árum “.
Stúdentafélags-flaggið og konungskoman.
Ég hefi víða, þar sem ég hefi komið, orðið
þess var, að menn hafa beint því að mér
að ég væri einn af forgöngumönnunum fyr-
ir Stúdentafélagsflagginu, og jafnframt látið
í ljósi vanþóknun eða hluttekningu yfir i-
mynduðunv afskiftum mínum af því máli. En
sannleikurinn er sá, að ég hefi ekkert skift
mér af flaggmálinu hvorki til eða ft'á, þótt
ég á hinn bóginn verði að viðurkenna, að
það hefði verið réttara af mér að lýsa skoð-
un minni fyr opinberlega, meðan málið var
í undirbúningi, ef slíkt hefði getað leitt af
sér betri íhugun á ýmsum atriðum, er snerta
þetta mál. En ég lít svo á, að betra sé seint
en aldrei, og af ofangreindum ástæðum á-
samt fleirum, vil ég leyfa mér að gera grein
fyrir áliti mínu á flaggi fyrir ísland, og jafn-
framt leyfi ég mér að gera nokkrar athuga-
semdir við flagg Stúdentafélagsins.
Skoðun mín á flaggi fyrir ísland er þessi,
að ég álít vet fallið að ísland hafi sér-
stakt ftagg, pað ftagg, sem fulltrúar pjóð-
arinnar á Atpingi kœmu sér saman um
fyrir Islands hönd og konungur siðan
staðfesti. En hvað aðferðinni viðvíkur að
fá þessu framgengt, þá hefði ég álitið þá
aðferð heppilegasta og eðlilegasta, að ping-
málafundir og einstök félög hcfðu skorað
á Alpingi að taka petta mál til ihugunar.
Þetta er í fáum orðum skoðun mín á mál-
inu, og þessa aðferð vildi ég viðhafa. — En
nú vil ég snúa mér að Stúdentafélags-
flagginu.
* *
Þegar ég hlustaði á ræðu hr. G-uðmundar
Finnbogasonar um flaggið, sem meðal annars
var á þá leið, að nú þegar skyldu íslend-
ingar taka upp flagg það sem hann fyrir-
skipaði, og að konur skyldu hefjast handa
og sauma það handa mönnum sínum, þá
datt mér í hug: Er manninum virkilega
alvara? er hann sá glanni, að hann ætli sér
upp á eigin spýtur, án samþykkis þings og
þjóðar, rétt áður en samningar eiga fram
að fara með íslendingum og Dönum og
mitt undir tilskildum griðum, að fara að
blása að ófriðareldínum, gera opinbera árás
á Dani og spilla þannig öllum samningum?
Mér var ómögulegt að trúa því að þetta
væri tilgangur hans, þótt honum færist
þannig orð, en liélt að þetta væri að eins
tillaga, sem ætti þá fyrst að komast í fram-
kvæmd, er löggjafarvaldið hefði fallist á
málið og öðrum hindrunum væri úr vegi
hrundið, þeim er þá stóðu og standa enn þá
ÚRSMÍÐA-TINÍí USTOFA. t | Úrsmíöavinnustofa I
Vönduð ÍJ r og Rlukkur. Bankastræti 12. Cari F. Bartels p
Heigl Hannesson. • s ’ Laugavegi 5. Talsími 137. h
fyrir því, að þetta geti verið framkvæman-
legt. En síðan hefi ég séð að einstakir menn
og félög hafa ginið við þessari flugu og hafa
bókstaflega framkvæmt tillögu hans og hans
félaga með því að sauma flöggin og hengja
þau upp hér og hvar á húsum einstakra
manna. Slíkt tiltæki hefir því að vonum
valdið gremju hjá ýmsum gætnum mönnum
yfir fljótfærni forgöngumanna og hugsunar-
leysi og taumþægð þeirra fylgifiska, sem með
opnum augum sjá, að þjóðinni er bersýnilega
gert tjón með þessu, eins og sakir standa,
en ekki ið minsta gagn.
Samfara þessu hefir hr. G. F. og hans
fylgismenn ráðist á einstaka menu, sem ekki
hafa getað fylgst með í þannig löguðu fyrir-
tæki. Kaupmönnum, sem skrifuðu undir
fáorða ályktun, sem ekkert kom í bága við
lögleiðing islenzks flaggs í raun og veru,
vóru valin háðsyrði og bínefni; þeir höfðu
sem sé að eins látið í ljósi að þeir ætluðu
sér ekki að gera neitt það í flaggmálinu, sem
eigi væri lögheimilað; en af því flaggmönn-
um þótti þetta koma í bága við fyrir-
ætlanir sínar og tilgang, þá þótti þeim þetta
ódæði, og „ísafold“ velur jafnframt amt-
manni J. Havsteen hrakyrði fyrir að hafa
mælt á móti því að láta hengja stúdenta-
flaggið á hús sitt.
Það er ekki með nokkru móti hægt að
álíta annað en þessi framkoma flaggmanna
sé í alla staði ósamboðin aðgætnum og skyn-
sömum mönnum, en sýnir jafnframt, að
þessir menn hafa með ásettu ráði og með
fullri vitund um, hvað þeir aðhöfðust, bæði
með fyrirtölum og hrakyrðum ætlað að rífa
niður ið lögboðna flagg á íslandi og setja
sitt inn í staðinn.
Og þegar maður verður að skoða málið
hafið og rekið á þennan, alt annað en gæfu-
samlegahátt, sem flestir munu verða að viður-
kenna að er alt á annan veg, en vera skyldi,
þá verður manni það óskiljanlegt, að þing-
maður eins og Björn Kristjánsson skuli ger-
ast leiksoppur í hendi þessara manna, með
því að hengja þetta flagg upp hjá sér.
En einkum verða menn að áfella aðferð
hr. G. F. í þessu máli, þegar menn sjá, hve
óheppilegar afleiðingarnar eru, og er það
ekki alllítill ókostur á manninum sem ann-
ars er sagður að mörgu leyti vel gefinn, að
hann skuli láta augnabliks tilfinningar fara
með sig í gönur, og með fljótræði sínu koma
til leiðar æsingum, sem ekki hefðu átt að
eiga sér stað og vafalaust munu spilla og
tefja fyrir framgangi flaggmálsins.
Það mun vera í lögum hjá flestum rfk-
jum, að eitt sé flagg ríkisins, og er það flagg
jafnframt merki einstaklinga þjóðfélagsins,
er þeir sýna við ýmis tækifæri, og hafa flestir
menn meðfædda virðingu fyrir merki sínu.
Félög og firma geta haft merki fyrir sig,
en þá tákna þau, merki félagsskap innan
vissra takmarka, eða ef um verzlun eða
kaupskap er að ræða, þá verzlunar- eða
firmamerki. Þessi félagsmerki eða firmamerki
eru þá venjulega hengd upp frá þeim stöð-
um, sem tákna samkomustað félaganna eða
aðsetursstað firmans, en ekki annarstaðar.
Yilji meðlimirnir eða iðnrekendur sýna
merki á bústað sínum, þá verðnr það að
vera þjóðarmerkið; og þótt þetta sé jafnvel
ekki alstaðar fyrirskipað með lögum, þá er
þó venjan hvervetna þessi. — Einstaklingar,
sem ekki eru meðlimir eins konar félags-
skapar eða reka sérstaka iðn undir einhverju
firmamerki, geta i raun réttri ekki haft ann-
að merki en ríkisins. Þannig t. d. Norð-
rnaður eða Breti, sembúsetur sig á íslandi;
hann verður, ef hann vill sýna eitthvert
merki þjóðernis, að sýna. löghelgað merki á
íslandi, ekki norskt eða enskt. Þar eru að
eins undanteknir ræðismenn og sendiherrar
annara ríkja; þeir verða að sýna merki þeirr-
ar þjóðar, sem þeir eru umboðsmenn fyrir.
í konunglegri tilskipun, dags. 8. Jan. 1752,
sem gildir fyrir ríki Danakonungs, stendur
í 817. gr. að flaggið í ríki konungs sé rautt
með hvítum krossi; og í næstu gr. á eftir
stendur, að ef skip, sem séu eign einstakra
manna eða félaga innan ríkis, sýni annað
flagg sem þjóðernis-skírteini, þá skuli það
tafarlaust tekið ofan, og að embættismenn
ríkisins skuli stranglega gæta þess, að slík
merki séu ekki höfð uppi hangandi, en ef
slíkt sé gert, þá' séu þau gerð upptæk.
Menn mega ekki gleyma því, að flaggið
hefir í sjálfu sér ákaflega yfirgripsmikla þýð-
ingu. Það er í stríði tákn sigurvegarans
yfir unnu virki, borg eða skipi, og þá er
nýtt flagg er hengt þar upp, er annað hefir
áður verið, er það órækt merki þess, að yfir-
ráðin eru í höndum annara en áður.
Konungskoman fer í hönd og menn verða
að hafa það hugfast, að það eru mjög svo
alvarleg tímamót, sem við lifum á, þar sem
konungur með fjölda tignum gestum heim-
sækir landið, ásamt ríkisþingsmönnunum, er
vera eiga samnings aðilar fyrir hönd Dan-
merkur við væntanlega sáttmálagerð milli
íslands og Danmerkur. Það er því áríðandi
að vér gerum ekki neitt það víssvitandi, sem
getur móðgað eða sært tilfinningar konungs
vors eða vorra dönsku gesta í fyrsta lagi
er það hlátt áfram kurteisisskylda, að vér
ekki aðhöfumst neitt það á meðan á heim-
sókninni stendur, sem gestunum getur mis-
likað; og í öðru lagi væri það ófyrirgefan-
legt axarskaft af okkur sem lítilmagna móti
ofurefli að byrja á því áður en samningar
hefjast, að erta hinn samningsaðilann og
gera hann jafnvel fráhverfan öllum vinsam-
legum samningsumleitunum. Slíkt væri
mjög svo óheppilegt.
Flagg stúdentafélagsins má því ekki valda
neinum hneykslunum. Yiðkvæmni og ást
Dana fyrir flaggi þeirra er innileg og hrein,
og ef þeir sjá það við þetta tækifæri rýma
fyrir öðru, þá álíta þeir það persónulega
móðgun við konung og sjálfa sig, og ef slíkt
á sér stað, hvort heldur af völdum einstakra
manna eða fleiri, þá yrði slíkt einungis til
minnkunar fyrir þá sem það gerðu, en til
óhags fyrir þjóðina í heild sinni.
Haft hefir það verið eftir nokkrum af
fylgismönnum stúdentaflaggsins, að sjálfsagt
sé að fylkja sem bezt með þeirra flöggum,
því það sé í augum konungs og annara
danskra manna sem ótvirætt merki um sjálf-
stæðisþrá okkar og sannan vilja. En hvorki
konungur eða Danir munu líta svo á málið,
heldur munu þeir skoða það merki upp-
reisnar og aðskilnaðarhugs og sprottið af
óvinveittum hvötum, enda verða menn að
viðurkenna, að flaggið er sameiginlegt mei-ki
konungs og þegna, og enginn, sem játar
sig sannan þegn kouungs vors, getur heils-
að honum með öðru flaggi en því, sem er
löghelgað merki hans og vort að sinni, en
ekki með flaggi, sem konungur hefir aldrei
séð eða samþykt.
Það eru því vinsamleg tilmæli min til
allra, sem hlut eiga að máli, að þeir við
komu konungs aðhafist ekki neitt, það er í
augum hans eða annara gesta vorra geti á-
litist ókurteisi, og hver einstaklingur verður
að minnast þess, að liann við þetta tækifæri
ber ábyrgð á gerðum sínum gagnvart þjóð-
inni bæði nú og á ókominni tíð.
Matthías Pórðarson.
Dagbók.
„Björgyin“, e/s frá Gíslason & Hay,
kom hingað 17. þ. m. með alls konar
pantaðan varning. Fer aftur á morg-
un og tekur hér hesta.
•Hörmulegt slys. Þeir Dr. von
Knebel, jarðfræðingurinn þýzki, sem
heflf ferðast hér tvivegis áður, Herr
Rudloff, málari, og enn einn þriðji
maður, allir þýzkir, vóru hér á ferð í
sumar. Þeir vóru uppi við Öskju,
eldfjallið, og Ögm. Sigurðsson með
þeim. Þar er stöðuvatn í einum gíg-
num. Þriðjudaginn í fyrri viku kom