Reykjavík - 07.09.1907, Síða 3
REYKJAVÍK
215
þá; þó að ég svaraði sumu af því,
gat það ekki verið nema í molum,
þegar af þeirri ástæðu, að ég gat
ekki sökum starfa í neðri deild hlýtt
á ræðuna alla, né hent þráðinn full-
komlega. En nú hefir mér gefist
kostur á að sjá endurbætta útgáfu
af henni í „ísafold", eins og ég
giskaði á um daginn, og hefi ég því
nú getað kynt mér það, sem þing-
maðurinn hefir viljað láta sjást af
því er hann sagði.
(Frh.)
Dagbók.
Reykjavík, 3. Sept.
Búnaðaríélagið. Búnaðarþingið
hélt fundi hér 30. f. m. ég 1. þ. m.
(frestað frá í vor). Það er helzt til
tíðinda, að prófessor Þórh. Bjarnarson
neitaði að taka endurkosning sem for-
maður, og var í hans stað kosinn
mágur hans — séra Guðm. Helgason
præp. hon. í Reykjaholti. Hann á að
hafa 2000 kr. laun, og flytur hingað
til Reykjavíkur.
Oddur Jónsson læknir (i Miðhús-
um í Barðastr.s.) er nú aftur kominn frá
Höfn. Hann mátti heita dauðvona
maður, er hann -fór utan í vor; en
próf. Rovsing skar hann upp (þvagteppu-
sjúkdómur hættulegur) og er hann nú
albata að öðru leyti en því, að hann
er ekki fullgróinn og verður að fara
varlega með sig fyrstu vikurnar. Bati
Odds mun margan gleðja, auk vina
hans, því að hann er ágætis-læænir.
4. Sept.
Húskruni. í dag brann í Lamb-
haga í Mosfellssveit eldhúsið, fjósið,
70 hestar af heyi, og eitthvað af fram-
bænum. Baðstofu varð borgið. Talið
neisti hafi flogið úr eldhússtrompi í
heyið.
5. Sept.
„Laura“ fór vestur til ísafjarðar i
dag.
OOOOOO OOCX)OOOOOOCOOO oooooo
§ KSukkur, úr og úrfestar, X
§0 sömuleiðis gull og silfurskraut- Q
gripi borgar sig- foezt að kaupa á o
O Laugavegi nr. 12. q
Q Jóiitiiin Á. Jónasson.
OOOOOO 00000000000000-000000
„Eshjærg'4 fór til útlanda, en
„Kong Helge“ kom hingað frá út-
löndum.
„Eljan“ (Wathne’s) kom til Akur-
eyrar í hingaðleið í morgun.
Slys. 27. f. m. vildi það slys til,
að barn tveggja ára gamalt féll út um
glugga af lofti ofan og beið bana af.
Barnið hét Gnðrún Lily Teitsson,
dóttir þeirra hjóna Einars Teitssonar í
Ameríku og konu hans Ingibjargar
(dóttur Helga Helgasonar fyrrum kaupm.
hér). Móðirin var hér í kynnisferð.
Báinn. 6. f. m. andaðist Ólafur
Helgi, sonur Péturs kaupmanns Odds-
sonar í Bolungarvík, 18 ára að aldri.
Hann gekk á Verzlunarskóla íslands
hér í Rvík í vetur, er leið, en kom
brátt fram í honum tæringarveiki, þótt
ekki yrði hennar vart við læknisskoð-
un, er skólinn byrjaði (þá eru allir
nemendur skoðaðir af lækni). Yarð
því brátt að hætta námi. Hann var
einkar-mannvænlegur, góður piltur og
námfús.
6. Sept.
Yeðrátta heflr verið heldur gráleg
norðan lands og austan. Fyrir nokk-
rum dögum var bylur á Seyðisfirði og
2—3 stiga frost, en 6 stiga í Reykja-
hlíð. ~ í dag er rigning á Seyðisfirði,
en góðviðri á Akureyri. — Loftvog féll
í gær hér í bæ og hefir ekki stigið
enn þá. Þó er hér inndælis-veður. í
gærkvöldi hlýtt. En um helgina eru
hanstjafndægra-straumarnir, og er þá
hætt við veðrabrigðum.
Síldafli í herpinætur er nú að enda
nyrðra, en haldið áfram reknetjaveiði.
„Perwie" með 2 herpinótum hefir feng-
ið 50oo tn., en skip Aug. Flygenrings,
með 1 nót að eins, hefir fengið 3000.
Enga síld hetír verið að fá utan
landhelgi norður þar (Sigluf., Eyjaf.),
og er því öll veiðin innan landhelgi
fengin, þótt minnst komist upp um
landhelgisbrot Norðmanna. Á Sigluf.
þyrfti endilega að setja aðstoðar-lög-
reglustjóra um veiðitímann á sumrum.
Það margborgaði sig.
Próf í íslenzku hefir landssíma-
stjóri 0. Forberg tekið 4. þ. m.
Veðurathuganir
eftir Knnd Zimsen.
Ágúst Sept. 1907 Loftvog | millim. 1 Hiti (C.) 1 *Ö æ 3 *o <D t> cð 'Cð *© <x> í>
Fö. 30. 7 759.4 8.0 NNA 4 Skýjað
1 761.8 10.1 NA 5 Skýjað
4 762.7 7.5 NNA 6 Hálfsk.
10 763.8 4.0 NNA 4 Smásk.
Ld. 31. 7 766.7 1.5 ASA 1 Smásk.
1 765.2 10.7 NV 3 Skýjað
4 764 9 9.8 NNA 4 Ský.jað
10 764.5 1.5 N 1 Smásk.
Sd. 1. 7 763.7 19 A 2 Hálfsk.
1 762 2 8.9 A 2 Alsk.
4 761.3 6.9 SSV 2 Alsk.
10 759.6 3.9 SSA 3 Alsk.
Má. 2. 7 757.1 2.7 ANA 6 Alsk.
1 756.9 6.6 ANA 5 Alsk.
4 756.2 63 A 5 Alsk.
10 756.1 45 ANA 3 Hálfsk.
Þd. 3. 7 757.7 1 2 ASA 1 Smásk.
1 758.3 80 VSV 2 Smásk.
4 758.0 7.4 V 1 Alsk.
10 756.9 4.0 VNV 1 Skýjað
Mi. 4. 7 753.8 5.4 NA 2 Alsk.
1 751.3 10.0 ASA 5 Hálfsk.
4 750.6 10.0 ASA 4 Smásk.
10 748.3 5.3 ANA 3 Smásk.
Fi. 6. 7 745.3 6.6 ASA 4 Alsk.
1 743.4 12.8 ANA 5 Hálfsk.
4 742.8 13.1 ANA 5 Skýjað
10 742.4 6.9 Logn 0 Sklaust
•---------------------------------------»
SVEINN BJÖRNSSON
yflrréttarmálaflutningsm., Kyrkjustræti 10
tekur að sér öll rnálfærslustörf, kaup og sölu
[tfl á húsum og lóðum o. s. frv.
Heima kl. lOVs—II1/11 °9 4—15.
Til sölu
er mjög fallegt pólerað stofuborð kringl-
ótt, 1 sóffi, 4 stólar, 1 ruggustóll, eitt
skrifborð pólerað með 5 skúffum; allar
möblurnar eru með sama lit. Enn-
fremur eru til sölu nokkrar góðar
myndir í umgjörð. Verðið afarlágt.
Ritstj. ávísar.
Ostar
eru beztir í verzlun
Einars Árnasonar.
Aðalstræti 14. Talsími 49.
Proclama.
Hér með er skorað á skuldheimtu-
menn í dánarbúi Mag. Ben. Gröndals,
sem andaðist 2. Ágúst þ. á., að lýsa
kröfum sínum og sanna þær fyrir hr.
konsúl Kr. Þorgrímssyni, umboðs-
manni mínum í Reykjavík, áður en
6 mánuðlr eru liðnir frá síðustu birt-
ingu þessarar auglýsingar.
Hafnarfirði, 25. Ágúst 1907.
Þórdui* Edílong$on.
[—69
Sölutnrninn á fækjartorgi
hefir drengi til sendiferða um bæinn
og nágrennið; sanngjörn borgun.
Telefóu nr. 120. [tf.
V e s t r i
kemur út á ísafirði, 62—60 tbl. á ári. Kostar
kr. 3,60 árg. Flytur greinar um öll almenn
efni, fréttir útlendar og innlendar, fróðleik
og ágætar sögur. — Nýir kaupendur geta
fengið !/2 yfirstandandi árg. (frá 1. Maí—
1. Nóv.) fyrir að eins kr. 1,60 og auk þess
söguna „Hrakförin kringum jörðina11 (á 3ja
hundrað bls.) í kaupbæti, ef þeir kaupa blaðið
áfram næsta ár.
Notið kostakjörin!
Til leigu frá 1. Okt. n. k. 6 herbergja
íbúð og eldhús í húsi Árna Nikulássonar
rakara.
tjösnæíisskrifstojan
Grettisgötu 38. Talsími 129.
Til leigu stærri og smærri í-
búðir, sölubúðir og verkstæði.
Til sölu ný og vönduð luis.
Góðir skilmálar.
Til leigu
á Laugavegi 40: 3 herbergi eldahús
og sölubúð á neðsta lofti. Enn frem-
ur á þriðja lofti: 3 herbergi og elda-
hús. [tf
Kliftaska hefir fundist milli Elliðaánna
og Grafar. Vitja má á Erakkastíg 19 til
Einars Olafssonar gegn fundariaunum og
borgun auglýsingar.
3 herhergi til leigu, með eða án hús-
gagna, Þingholtsstræti 3. Gróa Helgadóttir,
Laugavegi 39 gefur uppl.
Krydduð dilkakæfa í dósum fæst hjá
Ámunda Árnasyni Hverfisgötu 3.
Meðlimir sjóm.fél. „Báran“ munu á
næsta vetri, eins og að undanförnu,
kaupa í félagi til heimila sinna nokkur
hundruð skfö af kolum, þeir kaupm.
er selja vilja félaginu, sendi tilboð til
undirskrifaðs fyrir 20. þ. m.
Rvk, 2. Sept. 1907.
Otto N. Þorláksson.
Vesturg. 29. [—70
Til leign
tvö góð og stór herbergi með öllum
húsgögnum á fögrum og hentugum
stað í bænum.
jarpur reiöhestur
vel upp alinn er til sölu á Grettisgötu
Nr. 1, í Reykjavík.
Til lei«n
frá 1. Október næstk.
2 ágæt herbergi
í nýju vönduðu húsi (miðstöðvarhiti)
á bezta stað í bænum, uppl. hjá
C. E. L. Lárusson,
Laugaveg ÍO.
Óskllahestur.
Rauður hestur, 5 vetra gamall, fanst á
þriðjudaginn var, skamt héðan, merktur B
á lend vinstra meginn, hvít stjarna ( enni.
Eigandi getur vitjað hestsins að Esjubergi.
29. Ágúst 1907.
Guðm. Kolbeinsson.
firmatilkynning.
P. M. Bjarnarson á ísafirði, Þórarinn
Bjarnarson í Kaupmannahöfn og Magn-
ús Torfason á ísafirði reka niðursuðu
á ísafirði sem verksmiðjuiðnað með
firmanafninu:
Konservesfabriken Island.
P. M. Bjarnarson & Co.
og hafa þeir allir fulla ábyrgð og rétt
til að rita firmað.
Til leigu 2 herbergi fyrir einhleypa á
Barónsstíg, með góðum inngangi; afarhent-
ugt fyrir þá, sem stunda vinnu í „Iðunni“.
Uppl. á Vatnsstíg 10 B og Hverfisgötu 48.
Annaðhvort
fínasta rjóma-
bússinjör eða
ALFA
Margarine.