Reykjavík - 19.10.1907, Qupperneq 1
1R k \ a v t fc.
VIII, 79
Útbreiddasta blað landsins.
Upplag yfir 3000.
Laugardag 19. Október 1907.
Áskrifendur í b se n u m
y«ir 1000.
VIII, 79
ggT ALT FÆST 1 THOMSENS MAGASÍNI.
<2>fnSL Og elda vélíll' selur Kristján Þorgrímsson.
Ofnar oS oldiavélar
REYKJAYÍK
QOOOOOOOOOOOOOOOOGOOOOOOOOOOOOOOOOOOO(
V erzlmiin
Edinborg
í Reykjavík.
Með s/s »Viking« fengum við aftur miklar
birgðir af inu velþekta
margarine
Verð 50 aúra px*. pund.
í vefnaðarvörudeildina höfum við einnig
u
fengið mjög mikið af álnavöru, sem við vonum o
að geta sýnt okkar viðskiftamönnum snemma í jj
næstu viku. o
Árg. [60—70 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; erlendii
kr. 3,00—3 ah.— 1 áoll. Borgist fyrir 1. Júlí. Ella 3 kr.
Auglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,60;
3. og 4. bls. 1,26 — Útl. augl. 33‘/»°/o h»rra. -
Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst.
Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavik“.
Ritstjóri, afgreiðalumaður og gjaldkeri
Jón ÓlafsBon.
Afgreiðala Laufásvegi 5, kjallaranum.
Ritstjórn: ---„ atofunni.
Telefónari
29 ritatjöri og afgreiðsla,
71 prentgmiðjan.
Væri ég maður.
Nú vildi ég bara’ að ég væri stúdent,
þá vissi ég alt sem í heiminum skeður,
og kynni’ allar bækur, sem kæmu’ út
á prent,
og kátur ég hlypi’ í hvert stjórnmála-
veður,
þá yrði ég maður í flestan sjó fær,
með frelsi og þjóðræði niður í tær,
og þá segði fólkið: „ Já, þar er nú
mentin
og þekkingin nóg, þar sem hann er,
stúdentinn".
Éf væri ég kandídat, stigi’ ég í stól
stundum í kyrkju, en oftar á fundum,
þá gengi’ eg á frakka, og kanske á kjól
á kvöldin, ef væri’ eg í heimboðum
stundum ;
í mig vildu alstaðar meyjarnar ná,
,og mein væri’ að allar þær kynni’ eg
ei að fá;
á kvöldin þæi' segðu : „Hann kókett,
er „datinn",
ei' kyssa þær vildi’ eg með þökk fyrir
matinn.
Ef væri ég prestur, alt veraldar prjál
ég virti sem hjóm, það er fölnar
jörðu,
en styrkur í anda með stór-trúar sál
ég strax kendi lýðnum þau örlögin hörðu
að satan þá taki, er svalla með auð,
þvi sálirnar mannanna eru hans brauð,
en samt ef þeir tíundir tvöfaldargjaldi,
taki ég þá undan djöfulsins valdi.
Ef væri óg doktor, og hornóttan hatt
á höfðinu bæri ég fullan af viti,
úr honum ég týndi, það segi óg satt,
mörg sálarspörð gullvæg, er hefðu’
ýmsa liti.
í veraldarheimskunni’ eg væri þá fær
og víðlesin í því sem heimspekin nær,
og vísindin hálfdauð þá vel léti’ eg
dafna,
í vizkunni sjálfur unz mundi ég kafna.
Ef væri ég ritstjóri, stæði’ ekki í stað
stjórnin, sem vöidin í landinu hefur,
því óg skyldi gefa út byltingablað
og brögðóttur vera í öllu sem refur;
óg fyrst skyldi hneppa alt frelsiíbönd
og Framsókn og Landvörn mér taka
í hönd
og girða alt landið — mér gengi það
óðum —
með gaddavír sterkum gegn útlendum
þjóðum.
Ef væri ég þingmaður, stæði’ eg sem
steinn
í stjórnmálatrosunni’ og fylgdi þeim
körlum,
sem hugsa’ ekki’ um annað en hrepp-
inn sinn einn,
því hver er sér næstur í þingmálum
öllum.
Ef bitling mér sæi’ eg á borðinu hjá,
óg breiddi út krumlurnar honum að ná;
af fögnuði höndum og fótum ég dinglaði,
full væri pyngjan, í krónunum hringlaði.
Ef væri ég ráðherra, skyldi ég skjótt
skapamér flokk, sem mér stöðunatrygði,
ég léti hvern gemsa með landvarnar-
sótt
lifa við kross, það er ráðið, sem dygði,
því alt er á flugi og ferð undir sól
öll framsókn og stjórnvizka snýst eins
og hjól;
í dag þeir sem flnnast með frelsið á
þönum
munu fúsir á morgun að innlimast
Dönum.
Ef væri ég kaupmaður, vel kynni’ ég
sjá
hvar vegutinn liggur til auðsælda og
og valda,
því skussana alla þá skyldi ég flá
og skattana fyrir mig láta þá gjalda;
ég yfirvigt tæki á öilu þeim hjá,
en undirvigt í þvi sem léti’ eg þá fá,
og kanske’, ef þeir hefðu’ ekki krónur
í mundum,
ég krítaði liðugt í reikninginn stundum.
Ef væri óg skáld, skyldi’ eg yrkja um alt,
um efni og kveðanda hirti’eg þó lítið;
hvar heimskan og vitblanda vega bezt
salt,
veit ég að fólkinu þykir svo skrítið;
ég skyldi því yrkja, þótt alt væri bull,
unz yrði af flimsö^um veröldin full, ic
og liggja í bókunum heilan og hálfan,
en horfa’ ekki’ í neitt nema eftir mig
sjálfan.
Plausor.
New Zealand
er eitt af löndum þeim er lúta Breta-
krúnu. Þau lönd öll, utan Noiðurálfu,
er sjálfsstjórn hafa, en heyra til Breta-
veldi, heita h/ðlendur (colonies — ekki
nýlendur) að ensku lagamáli. Þegar
nokkrar þeirra hafa gengið í bandalag,
svo að nokkrar lýðlendur verða banda-
veldi, er tekur yfir nokkur sjálfstæð
fylki, fá þær ríkis-nafn. Þannig er um
Canada, sem heitir lögfullu heiti
Dominion of Canada þ. e. Canada-
ríki eða Canada-veldi; svo var um
Ástralíu, er hún sameinaðist í eitt
bandalag, að hún nefnist síðan Com-
monwealth of Australia, þ. e. þjóðríki
Ástralíu eða Ástralíu-veldi.
En nú er farin að vakna sú hégóma-
girnd eða metnaður hjá sumumþeirra
lýðlenda, sem ekki eru í bandalagi
annara fylkja, að þeim þykir tigulegra
að bera annað heiti en lýðlenda, og
þykir það meiri vegtylla. Svo er um
New Zealand.
Bretastjórn varð ekki óðara þess á-
skynja, að New Zealand langaði í nafn-
bót þessa, heldur en hún veitti hana.
Nú er New Zealand ekki lýðlenda
(cólony) lengur, heldur New Zealands-
veldi (Dominon of N. Z.).
Eitt af útbreiddustu íhaldsblöðunum
í Lundúnum segir á þessa leið um þá
athöfn frjálslyndu stjórnarinnar (Ban-
ermann’s), að veita þetta: „Yér höf-
um aldrei orðið varir við, að lýðlendu-
nafnið hafi staðið sjálfstjórnar-lendum
vorum fyrir þrifum; þær hafa notið
alls þess fyista frelsis, sem þau ríki
geta notið, sem í sambandi eru við
önnur ríki; þær hafa verið sjálfstæð
ríki í brezka alríkinu. En fyrst sum-
ar þeirra eru orðnar leiðar á nafninu
— þótt vér hér í Bretlandi skiijum
ekki ástæðuna —, þá látum þær í öll-
um bænum fá svo veglegt nafn, sem
þær óska sér. Ef það gleður þær, þá
er oss það meinfangalaust".
Þá er Játvarður 7. tók ríki, var það
almenn ósk margra lýðlenda, að þeirra
sæist merki í titli konungs. Yictoría
móðir hans hafði tekið keisara-titil yflr
Indlandi upp í titil sinn. Játvarður
vildi og gera lýðlendunum til hæfis,
en þær eru svo margar, að ógeiiegt
vár að nefna þær hverja um sig; en
til að hugnast þeim lengdi hann þó
titil sinn, svo að hann er nú : „af guðs
náð konungur Störbretalands og írlands,
og þjóðríkjanna íyrir handan höf (and
of the Dominims beyond the Seas),
keisari Indlands" o. s. fr.
Hvergi í heiminum hefir Bretlandi
inu mikla verið virt þetta til minnkun-
ar og engin rödd heyrst um það nokk-
ursstaðar, að alrijds-einingunni brezku
stæði neinn voði af þessu, eða hætt
væri við að það sundraði henni.
Annað eins LiEliput-riki og Danmörk
er, þá á hún þó sakir mannfjölda og
herafla miklu meira undir sér gagn-
vart íslandi, heldur en Bretland ið
mikla gagnvart; lýðlendum sínum, og
og mætti Danmörk því vel draga lær-
dóm af þessu og uppræta úr huga sér
alla hræðslu við sundrun ríkis-ein-
ingarinnar.
Hitt og þetta.
Leiðréttlng. Undir fyrirsögninní
„Heimildir" gátum vér í 74. bl. um