Reykjavík - 11.02.1908, Blaðsíða 1
1R cv \ a\> t fc.
IX, 6
Útbreiddasta blað landsins.
Upplag yfir 3000.
Þriðjudag 11. Febrúar 1908
Áskrifendur í b œ n u m
yfir 1000.
IX, 6
SST ALT FÆST í THOMSEWS MAGASIMl. ■‘gSg
< <><>' eldavélar selur Kristján Þorgrimsson.
Verzlunin Edinborg,
I^eylvj ayílt.
N ýlendu vörudeildin:
Excelcior kaffid
hefir þegar sýnt að það ber nafn með réttu.
25
Kaupendur
hafa orðið aðnjótandi 500 króna virðis í vörum, fyrir
að hafa keypt það.
Allmargir kaupa það nú eingöngu, og sannar
það bezt gæði þess.
Við skorum fastlega á þá kaffi neytendur, sem
virkilega þekkja gott kaffi þegar þeir smakka það,
að reyna 1 pund af okkar velþekta
EXCELCIOR kaffi. Yerð 90 auva.
Þessir hlutu verðlaun fyrir að kaupa mest á
Bazarnum:
Ingism. Guðberg Magnússon. Verðlaun Nr. 1.
— Magnús Ólafsson. — - 2.
— Jón Þorleifsson. — - 3.
Þau börn, sem ennþá hafa ekki skilað miðum
sínurn óskum við að komi sem fyrst í Austurstræti
9. þar sem þau munu fá útborgað í peningum verð-
laun af miðum sinum.
„EEYKJAYÍK"
Árg. [minnst 60 tbl.] koBtar innanlands 3 kr.; erlondit
•kr. 3,00—3 flh.— 1 doll. Borgiet fyrir 1. Júlí. Klla 3 kr.
Auglýsingar innlendar: á 1. bla. kr. 1,60;
3. og 4. blfl. 1,36 — Útl. augl. 33V»°/o h»rra. -
Afsláttur að mun, ef znikið er auglýflt.
Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavtk“.
Ritfltjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri
Magnús JB. Ulönda.1
Lækjargötu 4. Talsimi 61.
Ritstj. er áreiðanl. að hitta heima
ltl. 1S5—1 og S—O síöd.
Handhæg aðferð
er það, en ekki að því skapi drengi-
leg, sem málgögn og meðlimir Þjóð-
ræðisliðsins (Landvarnar) hafa til þess,
að berja þeim ósannindum inn í höf-
iðin á fólki, að stjórnin, meiri hluti
Alþingis og yfirleitt allir Heimastjórn-
armenn sitji á svikráðum við þjóðina
og vilji innlima landið sem traustast
í Danmörku. Aðferðin er sú, að gera
mönnum upp orð og athafnir, sem
þeir aldrei hafa talað eða aðhafst, og
spinna svo út úr þessum tilbúningi
álnalanga leiðara í blöðum sínum, til
að sýna fólki fram á óhæfu Heima-
stjórnarmanna og dyggðir og verðleika
ÞjóðræðisJiðsins (Landvarnar). Þar er
Heimastjórnarmönnum búið til mark,
sem þeir aldrei hafa keppt að, búin til
staða, sem þeir aldrei hafa staðið í.
Annars væri við ekkert að berjast,
engu tangarhaldi hægt að ná. Af
Þessu bergi eru brotnar ýmsar greinar
í ;,Ingó](i“, t. d. flokkaskiftingin, gamla-
árskv'óldspistillinn hans, stefnan og
stjórnin o. fl. og ráðherraniðið í „ísaf.“
Ekki teljum vér iíklegt, að þessi
bardagaaðferð verði mjög sigursæl, né
sennilegt, að þessar villukenningar festi
rætur hjá fólki. Allir hugsandi menn
munu athuga það, áður en þeir gleypa
flugur landvarnar-þjóðræðisblaðanna,
hvort þetta lið, sem nú þykist vera
máttarstoð allra þjóðþrifa, hafi reynzt
það í verkinu hingað til, og geri þeir
það, þá berum vér engan kvíðboga
fyrir, hvernig ályktunin muni falla.
Hún fellur tæplega því liði í vil. í>að
hefir alveg nýlega verið sýnt fram á
það hér í blaðinu, að ilest, ef ekki alt
það, sem löggjafarvaldið hefir unnið
landinu til þarfa og framfara, er unnið
af Heimastjórnarflokknum, með styrk
og fylgi stjórnarinnar, og margt af
því allranauðsynlegasta er knúð fram
gegn megnri mótspyrnu Þjóðrœðisliðs-
‘>/ns (Landvarnar). Þetta er öllum
mönnum ijóst, sem annars nokkuð vita
hvað líður og liðið hefir í löggjöf þessa
lands, og það talar svo rækilega fyrir
sér sjálft, að það þarf ekki frekari
skýringar við. Á verkum sínum get-
ur það lið ekkert bygt, hefir þar eng-
an grundvöll, en í galinu og glamrand-
anum er því ekki grundvallarins vant,
en trúað gætum vér því, að hann
reyndist því sandur.
Eitt af því marga, sem þjóðræðis
(landvarnar) blöðin hafa gert sér mik-
inn mat úr, er fjármálameðferð þings
og stjórnar. Þau hafa viljað sýna fram
á, að með óhóflegri og heimskulegri
fjársóun væri verið að koma landinu
fyrir kattarnef. Hafa þá komið fram
ýmsar einkennilegar og nýstárlegar
fjármálakenningar. Minnumst vér sér-
staklega einnar, sem stóð í „Norður-
landi“ í vetur, en hún er sú, að í
ekkert það fyrirtæki megi ráðast, sem
baki eftirkomendunum nokkur fjárútlát1).
Hvar í heiminum mun nú þessari kenn-
ingu vera fylgt, og hverjar mundu
framfarirnar verða, ef henni væri
fylgt. Öðru eins og þessu álítum
vér alveg óþarft að svara nákvæm-
lega, því hver heilvita maður hlýtur
undir eins að sjá, að þetta er gagn-
stætt allri venju, ósamrýmanlegt við
framför og framkvæmdir og í hæsta
máta óréttlátt. Enda hefir allur þessi
fjársóunarsamsetningur reynzt spila-
bygging sem lítinn áblástur þoldi.
Heimastjórnarblöðin hafa rækilega sýnt
fram á ranghermið og öfgarnar í öll-
um þessum fjármálavaðli. Þar stend-
ur ekki steinn yfir steini lengur. —
En það er kosningaár í ár — og þá
þarf að beita vel öngulinn, og sjálfsagt
að velja þá beitutegundina, sem álitin
er að vera mest tálbeitan, og slá á þá
strengina, sem aiment eru viðkvæm-
astir, en til þess er fjársóun og Dana-
sleikjuskapur einkar handhæg.
Það er vist, að kosningarnar fara að
garði, og er þvi rétt og sjálfsagt, að
halda þjóðinni vel vakandi í áhuga-
málum hennar, svo að hún þekki sinn
vitjunartíma, þegar til kastanna kem-
ur. Og það er eins víst, að um þær
kosningar mun standa harður bardagi
milli Heimastjórnarmanna annars veg-
ar og Þjóðræðis- (Landvarnar) manna
hins vegar. Þjóðin fær þá tækifæri
til að gera upp á milli þessara and-
stæðinga. Hún fær þá tækifæri til að
sýna, hvort hún hefir þroska, vit og
stillingu til þess að kunna að meta
meira unnin verk og útlit, á rökum
og reynslu bygt, fyrir góðu áframhaldi
af hálfu annars aðilans, heldur en
gaspur, orðahljóm og ósannanlegar
staðhæfingar hins aðilans, sem ekki
styðst við neitt það viðvik í fortíð-
i) „Norðurland11, VII. árg., 15. tbl.
inni, sem heimili honum að heimta
traust þjóðarinnar á sér í framtíðinni.
Eins og hér hefir verið tekið fram,
bregða Þjóðræðis- (Landvarnar) menn
þingi, stjórn og Heimastjórnarmönnum
yfirleitt um Dana-sleikjuskap og inn-
limunaranda, fjársóun og aðra óhæfi-
leika til að hafa stjórnvölinn í höndum.
Sjálfir þykjast þeir muni leysa landið
úr læðingi, spara saman fjársjóðu og
hver veit hvað í þeim býr. Það hefir
nefnilega aldrei sézt neitt, og er því
ekki gott á það að gizka. — Þeir
þykjast því þurfa heldur en ekki að
hreinsa til í þinginu, steypa stjórninni
og — komast sjálfir til valda. Kom-
ast til valda, „þarna greypstu á kýlinu“.
Vér getum ekki betur séð, en að völdin
og kjötkatlarnir, sem þeir svo kalla,
hafi engu minna aðdráttarafl iyrir þá
heiðruðu herra, heldur en fyrir aðra
menska menn. Og til þess að ná í
þessi hnoss, skipa þeir nú þingmanns-
efni úr sínum hóp í hvert einasta kjör-
dæmi landsins móti Heimastjórnar-
mönnum, og eggja þjóðina lögeggjan
í blöðum og bréfum, að duga sér við
kosningarnar, til að koma öllum bolla-
leggingunum í framkvæmd.
En það er enn þá nokkuð langt til
10. september. Það er enn þá góður
umhugsunartími fyrir þjóðina, til að
ráða með sér, á hverja sveifina hún á
að hallast. Og vér berum það traust
til þjóðarinnar, að hún sýni það 10.
september, og hvern annan kjördag,
að hún geri ekki kosningarrétt sinn
að leiksoppi í höndum þeirra sem hæst
gala, heldur skoði þennan rétt sinn
sem dýrmætan kjörgrip, sem ekki megi
verja öðruvísi, en innsta sannfæring
hennar, reynsla og rök sýna að muni
verða landi og lýð fyrir beztu.
Eundur 2. og 4. Fimtudag
í hv. mán. kl. 8'/2 síðd. í Templara-húsinu.
,Dagsbrún‘
og
bæjarstjórnarkosningin.
Hr. Pétur G. Guðmundsson alþýðu-
blaðsritstjóri og stör-sosialisti hertr í 5.
tölubl. „Ingólfs" þ. á. ritað all-langa
grein um „hrakfarir alþýðumanna við
bæjarstjórnarkosninguna í Reykjavík“.
Við grein þessa langar mig til að gera
fáeinar athugasemdir.
Það er í alla staði mjög eðlilegt, að
höfundurinn telji harmatölur sínar út
af þvi, að verkmannafélaginu skyldi
mistakast svo hörmulega, að það kom
ekki að einum einasta manni úr sín-
um flokki. Ég sem þó ekki er í verk-
mannafélaginu, tel þetta mjög illa farið,
og ég ímynda mér, að svo sé um fleiri
en mig, því almennt er verkmannafé-
lagið fremur vinsælt.
En það hefði eflaust verið miklu
réttara fyrir höfundinn, að láta sór
nægja, að segja félagsbræðrum sínum