Reykjavík - 14.05.1908, Qupperneq 2
78
REYKJAVIK
.Sanitas4 heilnæmu gerilsneyddu
drykkir fást á sunnudögum sem virkum
dögum í vetksmiðjunni fram á nesi.
Forðabúr í Reykjavik, Lækjargötu 10.
Eftirlitsmaður verksm. er hr. land-
læknir Guðmundur Björnsson.
,ísafold‘ og bændurnir.
»ísafold« er stórvaxið fljóð og
föngulegt, en heldur matgefið. Hættir
henni því stundum við að eta yfir sig,
ef hún kemst i eitthvert ljúfmeti.
Svo var hér á dögunum er Mos-
fellingar sendu henni lostætan og
beinlausan bita, er þeir nefndu:
»Bændur á þing«. Mærin glevpti
bitann, en varð óglatt af honum.
Þóttist hún þá skilja, að hann væri
magnaður af ilsku og hrekkvísi ein-
hverra stjórnarhöfðingja til þess að
gjöra hana viðskila við mestu gæð-
inga sína og dyggustu hjú. Settist
hún þá í sekk og ösku og hlaðin
sárri kröm skriftaði hún fyrir föður
sínum og lagði fyrir hann að birta
skriftamálin. Hann hefir gjört það
vel og rækilega, og skal hér greint
frá aðalinntaki þeirra lesendum
»Reykjavíkur« til fróðleiks og skemt-
unar. Þetta erupphafskriftamálanna:
„Bændur og borgarar eru húsbændurnir
á þjóðfélagsbúinu, en embættismenn þjóðar-
hjúin“.
„En svo sjálfsögð sem er sú meginregla,
að húsbændumir á þjóðarbúinu ráði lögum
og lofum fremur en hjúin, þar á meðal ráðs-
mennirnir helztu eða æðstu embættismenn
landsins, svo varúðarvert getur verið að
halda sér við hana eingöngu eða undantekn-
ingarlaust11.
Þetta er nú vel og fallega mælt,
og munu allir gela tekið undir þessi
ummæli þeirra feðgina, en svo koma
nokkur miður heppileg orð um
bændurna, sem væri betur ótöluð.
Þau hljóða svo:
„allra helzt þar sem húsbændurnir, bú-
andmenn, hafa fremur lítinn menningar-
þroska, fábreytilega og grunnstæða þekk-
ingu og svo sem enga stjórnmálareynslu“.
Þetta er nú engan veginn sagt í
því skyni að styggja eða óvirða
bændur, því fer fjarri. En þrá þeirra
feðgina, að koma óskabörnum sín-
um, yfirdómurunum, dr. Valtý og
valtýsku prestunum á þing, hefir
hlaupið svo í gönur með þau, að
þau hafa alls ekki sézt fyrir. En
þeir aumingjarnir hefðu fylstu á-
stæðu til að segja: »Hamingjan
varðveiti oss fyrir Bjarnargreiða vin-
ar vors og ísafoldar dóttur hans, ekki
afla þau oss með þessu móti atkvæða
bænda«.Ogþvínæstspinna þauþokka-
hjúin langan lopa úr því, hve yfir-
dómararnir og enda valtýsku prest-
arnir »hafi verið hverri landsstjórn
alveg eins óháðir eins og bændur«.
Þeim hefir að eins gleymst að geta
þess, hverjum þeir séu og hafi verið
háðir, og hefðu þó að eins þurft að
stinga hendinni í vasa sinn. Og svo
eru yfirdómararnir og valtýsku prest-
arnir þeim feðginunum hugþekkir,
að þau segja afdráttarlaust:
„Öðrum embættismanuastéttum væri rétt
regla að sneiða yfirleilt*) hjá á þing“.
En undir þetta »yfirleitt« komast
þeir sjálfsagt mágarnir dr. Valtýr og
Jóhannes sýslumaður og ef til vill
Þorgrímur læknir.
En þau feðginin eru ekki enn búin
með bændurna. Það er auðséð, að
þeim stendur ekki litil ógn af Heima-
stjórnarbændunum. Fyrri greinin
klykkir út með svofeldum orðum:
„Það væri ekki mikið vit í því eins og
nú stendur að minsta kosti, að hafa tóma
bændur á þingi með hinum konungkjörnu
þingmönnum og þeirri viðbót af embætta-
lýðnum, sem stjórnin á nokkurn veginn
vísa"'....
„Eða hvað segir t. a. m. dæmið um rit-
símamálið? Létu eigi bændur leiðast þar
fyrir þekkingarskort aðallega, til að leggja
á þjóðina að þarflausu afarþunga útgjalda-
byrði og alþýðu ónauðsynlega“.
Hér eru þau feðginin stórvanþakk-
lát við bændurna, að minsta kosti
þjóðræðisbændurna eða framsóknar-
bændurna, eins og þeir nefndust þá.
Hefðu þeir mátt ráða, hefði ekkert
orðið af símalagningunni, og fylsta
vanþakklæti er það af feðginunum
að minnast ekki bændafundarins.
Svo mikið lögðu þeir þó margir
hverjir í sölumar þá, bændurnir.
En hér sannast hið fornkveðna:
»Ekki launar kálfur ofeldi sitt«.
Niðurstaðan hjá feðginunum er sú:
„að sneiða hjá landsþjónunum í
þingkosningu, öðrum embættismönnum, neraa
þeir séu annaðhvort í alveg óháðum embætt-
um, eða þá þrautreyndir að fullkominni lyð-
hollustu og sjálfstæði á þingi, eða utan þings,
ef ekki hafa enn á þingi verið“.
Það er með öðrum orðum: enga
embættismenn skal kjósa á þing.nema
þeir séu af »ísafoldar« sauðahúsi og
hafi reynst henni fylgispakir, bæði
innan þings og utan, í einkamálum
og í opinberum málum.
En bændurnir, það er óháðu
Heimastjórnar-bændurnir vekja aftur
og aftur gremju þeirra feðginanna.
Þannig verður þeim að orði :
„Og þeim verður mörgum á að villast
inn á ranga braut og landinu óholla, oftast
fyrir fortölur og blekkingar óhlutvandra
manna, mikilsmegandi ribbalda á þingi.
Stundum elta þeir höfðingjana af tómri met-
orðagirnd11.
Varla er við því að búast, að
bændur og borgarar verði fúsari til
þess að fylla ísfyldska og valtýska
flokkinn fyrir þannig lagaðar ákúrur.
En þeim feðginum hefir samt ekki
þótt nóg komið, heldur klykkja þau
út með svolátandi ummælum :
„Allir vita hve óhaldsamt alþýðuflokkn-
um verður stundum á bændum. sem komast
eitthvað upp á hornið hjá stjórninni, fá eitt-
hvað að starfa fyrir hana og á landssjóðs
kostnað, þótt ekki sé nema í bili, taka sér
þá stundum heldri manna búnað, ganga með
mjallhvíta bringu hversdagslega og fagur-
gljáðan skófatnað“...
En sú óhæfa! »bændur með mjall-
hvíta bringu og fagurgljáðan skó-
fatnað«. Þarna hefir gikkshátturinn
ykkar feðgina hlaupið með ykkur í
gönur. Þið sýnið með þessu hvern
hug þið berið til fjölmennustu og
atkvæðamestu stéttar landsins, og að
allir bændur og borgarar mega fara
norður og niður fyrir ykkur, ef óska-
börnin ykkar, yfirdómararnir, dr. Val-
týr, prestarnir valtýslcu og einstaka
aðrir hirðgæðingar eru í boði.
* *
íþróttir.
Glímufélagið „Ármaim“ glímdi
á fimtudaginn var í Iðnaðarmanna-
húsinu. Glímusýning þessi var all-
vel sótt og verður ágóðanum varið
til styrktar glímumönnum þeim, er
héðan fara til Lundúna í sumar.
Að loknum glímunum talaði Tryggvi
bankastjóri Gunnarsson til áhorfend-
anna um framfarir þær er glímurnar
hefðu tekið nú hin seinustu árin og
áhugan sem á þeim væri nú, og
hvatti menn til að styðja þessa þjóð-
legu iþrótt með því að skjóta nú
svo ríflega saman fé, að 4 glímu-
menn héðan úr höfuðstaðnum gæti
tekið þátt í förinni til Lundúna.
Taldi hann það ekki vansalaust fyrir
höfuðstaðinn, ef ekki safnaðist nægi-
legt fé til þess.
»Ármenningar« eru margir hinir
beztu glímumenn, sumir með afbrigð-
um. Væri sannarlega leitt ef nolck-
ur þeirra Qögra, sem hugsað hefir
verið til að þátt tæki í förinni, þyrfti
að sitja heima vegna féfæðar. Því
eins og nú er til fararinnar stofnað,
álítum vér að hún geti orðið glím-
unum til gagns.
„F'ram4*. Fundur Pimtudag 14. þ. m.
kl. 8’/2 síðd. í Templara-húsinu.
Jón Ólafsson talar.
Hætta á ferðum.
Fyrir skömmu kom ég á uppboð sem
haldið var hér í miðbænum, var þar
í boði ýmiskonar fatnaður, og þar á
meðal rúmfatnaður, er berklaveikur
sjúklingur, sem nú er dáinn, hafði
hvílt við. Uppboðshaldarinn lýsti því
yfir, að fatnaður þessi hefði ekki verið
sótthreinsaður. Mér þótti þetta furðu
gegna, og undraði mig þó mest er ég
sá fólk kaupa þessa muni.
Það mun nú ef til vill vera álit
lækna, að nota megi fatnað eftir tær-
ingarveika menn, ef hann er rækiiega
sótthreinsaður. En að minu áliti getur
það verið varasamt að selja slíkan
fatnað ósótthreinsaðan í hendur hverj-
um sem hafa vill, og þar með eiga
það algjörlega undir þekkingu og kæru-
semi kaupanda hvernig fara muni.
Það mun nú vera hlutverk yfirvalda
og lækna að gjöra ráðstafanir er sporni
við því, að næmir sjúkdómar breiðist
út. — Ég veit að vér eigum lög um
varnir gegn útbreiðslu næmra sjúk-
dóma. En brýtur það þá eigi í bág við
lögin að selja fatnað berklasjúkra manna
ósótthreinsaðan. — Hverju svara læknar
og yfirvöld?
Guðmundur Egilsson.
Innan bæjar og utan.
Borgarstjóra Reykjavíkur til næstu
6 ára frá 1. júlí þ. á. að telja kaus
bæjarstjórnin á fundi sínum á íimtu-
daginn var. Kosningu hlaut Páll Ein-
arsson sýslumaður í Hafnarfirði með
10 atkv, Hinn umsækjandinn Knud
Zimsen verkfræðingur fékk 3 atkvæði.
Þrír af bæjarfulltrúunum voru fjarver-
andi.
Tvær f'ranskar fiskiskútur strönd-
uðu snemma í vikunni sem leið upp
við Mýrar. Enskt botnvörpuskip bjarg-
aði skipshöfninni af öðru skipinu. En
hin skipshöfnin komst á skipsbátnum
í land á Akranesi.
Millilandancfhdarmennirnir ís-
lenzku eru væntanlegir hingað með
„Sterling" 22. eða „Laura" 29. þ. m.
Ráðherra H. Hafstein fer þá næstu
daga á eftir norður í Eyjafjörð til að
halda þingmálafund með kjósendum
sínum.
„Eshjærg" kom úr strandferð (fyrir
„Hóla") norðan og austan um land á
laugardaginn var. Ekki gat skipið
komið við á Hornafirði eða Yík vegna
sjógangs. „Hólar“ lágu enn fastir i
landi á Hornafirði er „Esbjærg" fór
þar hjá, en björgunarskipið „Svava“ er
þar nú komið til að reyna að ná
„Hólum“ út, og er talið víst að það
muni hepnast. Allmargt farþega var
með „Esbjærg", þar á meðal Jón læknir
Jónsson frá Hjartarstöðum í S.-M. sýslu.
„Skálholt44 kom úr strandferð
norðan og vestan um land á sunnud.
var með fjölda farþega.
„Iugólf'ur", hinn nýi Faxaflóabátur
kom hingað síðastl. laugardag. Stjórn
hlutafélagsins sem bátinn á, bauð
blaðamönnum og ýmsum öðrum borg-
urum bæjarins að skoða bátinn kl. 4
siðd. sama dag. Formaður hlutafél.
Þórður J. Thoroddsen bankagjaldkeri
talaði þar um markmið þessa fyiirtækis.
Báturinn er sagður mjög góður í
sjó að leggja. Hafði reynzt ágætlega
á leiðinni hingað frá Noregi og hrepti
þó ofsaveður með hríð fyrir sunnan
land.
Báturinn er úr stáli og hefir kostað
full 70 þús. krónur hingað kominn.
Hann hefir 63 hesta kraft og alt smíði
á honum er hið vandaðasta. Hann er
um 70 smálestir að stærð, hefir rúm
fyrir 40 farþega á 1. farrými og fyrir
60 á 2. farrými og fer um 10 mílur
á vöku.
Formaður bátsins heitir Sigurjón
Pétur Jónsson ættaður frá Eyrarbakka.
Hann hefir dvalið seinustu 4 árin í
Noregi og er giftur norskri konu.
Setjast þau hjón nú að hér í bænum.
Húsgagnaverzlun
Langaveg 31. — Talsími «4
hefir nú stærra úrval af alls konar
húsgögnum, hverju nafni sem nefnist,
en nokkru sinni fyr.
Margar nýungar nýkomnar, hér áður
óþektar.
Gjörið svo vel og skoðið! Ekkert
kostar það.
Virðingarfylst.
Jónatan Þorsteinsson.
Gunnlaugur Þorsteinsson
KirDcjustrœti 4, Reykjavík.
Mikið af sýnishornum af enskum,
þýzkum og dönskum vörum.
Heima kl. 1—8 og 5‘/z—7 síðd.
[—l.júlí
Viðeyjarmjólkin verður frá 14. þ. m. seld
í Tjarnargötu 4 (næsta húsi fyrir sunnan
hús Hjálpræðishersins). Þar fæst: nýmjólk.
undanrenning, rjómi, skyr og sýra.
Guðrún Jónsdóttir.
50000000000000000000-000000
Klukkur, úr og úrfestar,
sömuleiðis gull og silfurskraut-
gripi borgar sig bezt að kaupa á
Laugavegi nr. 12.
Jóbnnn Á. Jónasson.
50000000OOOOOOÖ
*) Auðkent af höf.