Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 30.06.1908, Blaðsíða 2

Reykjavík - 30.06.1908, Blaðsíða 2
106 R E Y K J A VI K þá að gjöra sér að góðu þó nábúarnir séu ekki ætíð sem æskilegastir. Ef frá þessu er dregið l1/^ dollar fyrir sporvagnagjald, sem fátæklingurinn þarf að borga mánaðarlega, ef hann býr utan til í borginni, þá eru eftir 7 doll- arar og 50 cents. „Ég ætlast til að steypuhúsin mín megi byggja svo ódýrt, að verkmanna- fjölskyldur geti átt kost á notalegu hæli, í þeim, með því að greiða að eins 7 dollara og 50 cents í húsaieigu á mánuði. „Pátæki fjölskyldumaðurinn, sem orð- ið heflr að hola sér nið'ur í þrengsiun- um í stórbæjunum, getur þarna átt kost á unaðslegu heimili utan til í borginni, þar sem loft er gott og heil- næmt og ofuriítill garður er í kringum héimili hans, og nægilegt ieikpláss fyrir börnin hans, án þess að hann þurfi að greiða nokkuð hærri húsaleigu heldur en inn í bænum. Slíkar bygg- ingar mundu verða landinu til mikiis góðs, en bæjunum til einkis tjóns. Það hlyti að stuðla að heilbrigði iandsbúa og hagnaði alira hlutaðeigandi yflrleitt. „Húsamótin mundu kosta þann er byggja ætiaði um 25,000 dollara, en í hverju móti má steypa ótakmarkaða tölu af húsum, því mótin eru afartraust og verða því mjög endingargóð. Húsin má byggja með öllu mögulegu sniði. Ég hefi í hyggju að gjöra þau smám saman mjög skrautleg að útliti. Þær umbætur má vitanlega alt af gjöra. Það . er aukaatriði. Það er t. a. m. ekki gjört ráð fyrir að efri veggsvalir séu á húsagjörðum eftir þessu sýnis- horni. En ekki þarf ég annað en bæta mótum við til þess ef mér sýnist svo. „Ekki skaltu ímynda þér að ég ætli sjálfur að fara að byggja þessi hús. Ég tel hlutverki mínu lokið þegar óg hefl komið upp fyrsta húsinu — frum- smíðinni. Ég ætla að eins að sýna fram á, að það só „praktískt" að reisa hús með þessum hætti, og ég ætla að reisa fyrsta húsið með þessu nýja sniði eftír fáa mánuði eins og ég hefl þegar lýst yflr áður. Og mér er nær að halda, að nógir verði til að leggja fram peninga til að reisa hús með þessari nýju tilhögun. Ræð ég það af því, hve margir hafa komið á fund minn, og spurt mig eftir þessari uppgötuun minni og litist vel á hana. „Ég hefl líka getað sannfært, jafnvel þá, sem haldnir hafa verið miklum efa, um það, að ég veit, hvað ég er að fara með“. Svo mörg eru þessi orð. Nú dettur mér í hug að spyrja: Geta íslendingar látið þessa mikilsverðu uppgötvun fram hjá sér fara án þess að veita henni eftirtekt. Án þess að láta sér til hug- ar koma að notfæra sér hana í ná- lægri framtíð? ísland er, eins og ölium er kunnugt, af engu auðugra en grjóti og sandi, og það er einmitt mestur hluti af efninu sem þarf í þessi ný- tízku hús. Steinlímið (cement) mundi vera eina efnið sem kaupa þyrfti að; og þó mætti liklega framleiða það á íslandi; í það minsta eru kalkbirgðir nægar í landinu; það hefl ég heyrt reynda og greinda menn hér fullyrða, sem vanir eru kalkbrenslu. — Svo þó þessi hús væru kölkuð að innan, sem á ensku er nefnt. „plaster", þá væri hægt að veita sér efni til þess í landinu. „Mjölnir" gæti mulið grjótið, og ótal nafnar hans mundu rísa upp ef nóg væri að starfa. Ýmsir munu segja, að mótin hljóti að vera svo þung, að eigi væri þau flytjanleg upp til sveita. Líklegt er að þau séu þung í vöfun- um nema á skipum eða járnbrautum; en þó ekkert væri hægt að flytja þau upp í landið, þá mætti byggja upp í þeim heila bæi og sjóþorp með strönd- um fram. Það væri einhver munur á að sjá t. d. í Reykjavík raðir af þessum stein- steypuhúsum i stað t.imburhúsanna sem þar eru, og mörg eru gisin og köid og æfinlega í mjög mikilli hættu af eldi, ef slys vill til, og gjalda verður af afarhátt brunabótagjald. Og að geta svo eignast þessi hús fyrir tæp 4000 kr. Ekki ætlu þau að verða dýrari á íslandi en í Bandarikjunum, þar sem kaupa verður alt efnið. Mótin kosta 25,000 dollara, segjum 100,000 kr.; eins og meðal botnvöipu- skip. Að vísu er það há upphæð, en mundi húsasmiðum og byggingameist- urum i Reykjavík vera ofvaxið að leggja fram þá upphæð til að eignast ein mót? Ég held ekki, ef góð samtök væru. „Viljinn dregur hálft hlass“. Trúlegt er að endurbyggja mætti Reykjavík í einum mótum, og þá yrðu þau sjálfsagt búin að borga verð sitt mörgum sinnum. Fólagsskapur, sem myndaður væri til þess að kaupa mót, og inrúeiða þessa húsagjörð, held ég að væri mjög þarfur og heillavænlegur; en þá þyrfti um leið að fá góðan mann, helzt vanan að nota vélar, til að læra að stjórna þessu verki, setja mótin saman m. fl. Og bezt held ég að væri að fá Lil þess Vestur-íslending, sem þekti vel hérlenda húsagjörð og væri vel fær í ensku máli. Mér sýnist að íslendingar megi til að veita þessari uppgötvun eftirtekt, því ef þeir hagnýttu sér hana, er þeim í lófa lagt að eignast traust, óeldfim hús, sem endast öld eftir öld; úr efni sem gnægð er til af í landinu sjálfú; en liggur þar nú að mestu ónotað*). Winnipeg 26. Maí 1908. A. J. Johnson. Pað eru on eig’i mnlefniÝ>. Ef hjólið hefði oltið þannig, að Skúli Thoroddsen hefði greitt atkvæði með sambandslagafrumvaipinu, en hinir 6 íslenzku nefndarmennirnir hefðu kom- ið fram með breytingartillögur Skúla, og eigi samþykt frumvarpið, þá hefði verið annað hljóð í strokknum. Eftir fyrirfarandi framkomu vissra manna að dæma, er auðsætt hvernig hljóðið hefði orðið. Rökrétt ályktað hefði útdráttur úr leiðandi greinum nokkurra blaða orðið á þessa leið : Engin dæmi munu finnast til þess, að nokkrir fulltrúar þjóðar sinnar hafi brugðist jafn illa og skaðlega, og svik- ið það traust, er til þeirra var borið, sem sambandslaganefndarmennirnir ís- lenzku, þessir sex er eigi greiddu at- kvæði með frumvarpi nefndarinnar. *) Mynd af þessum hósum Edisons fylgdi ritgjörð þeirri sem hér er þýdd, og er hún til sýnis hjá ritstj. „Rvíkur“. Ég hefði helzt kosið á að hægt hefði verið að prenta hana í blaðinu ásamt ritgjörðinni; en hvort nokkur er heima, sem býr til myndir (cut) á zink eða kopar, veit ég ekki. A. J. Johnson. Dönsku nefndarmennirnir sýndu hinn mesta samvinnuþýðleik og góðvild í garð íslands, og sá af íslenzku nefndar- mönnunum, Sk. Th., er var þeirra élzt- ur og þroskamestur fylgdi þeim að mál- um. Samkvæmt frum varpsuppkasti þeirra var alt fengið, er Jón Sigurðs- son hafði farið fram á, og meira til. Alt fengið, er „Blaðama.nnaávarpið" fór fram á, og meira þó. En undir það skrifuðu ritstjórarnir: Benedikt Sveinsson, Björn Jónsson, Einar Hjör- leifsson, Hannes Þorsteinsson, Sigurður Hjörleifsson og Sk. Th. Ennfremur er alt fengið með frv. er Einar Hjörleifsson fór fram á eftir Jóni Sigurðssyni í riti sínu : „Frjálst sambandsland", og allar kröf- ur Þingvallafundarins 1907 eftir því sem tillögumenn útlistuðu þær. Dönsku nefndarmennirnir gengu því inn á allar þær kröfur, er frekastar hafa verið gjörðar frá vorri hálfu, og Sk. Th. bar gæfu, hyggindi og drengskap til að fylgja þeim að málum, enda hafði liann með frumvaipinu fengið meiri réttindi fyrir íslands hönd, en hann hafði nokkru sinni áður farið fram á. En þegar málum vorum var þannig komið á hinn æskilegasta hátt, þá bregðast hinir 6 ísl. nefndarmenn á síðustu stundu og spenna bogann svo fyrirhyggjulaust, að dönsku nefndar- mennirnir gátu alls eigi samþykt kröf- ur þeirra, og endaði svo með því, að þessir 6 nefndarmenn samþyktu eigi frumvarpið. Hvaða dóm verðskulda svo þessir inenn. Yægast sagt, að enginn þeirra hefði framar fengið að stíga fæti á ís- lenzka mold. Allir gjörðir þegar land- rækir, og er það þó engin refsing samanborið við það ómetanlega tjón sem búast má við, að þeir haft unnið landi og þjóð með þessari framkomu sinni. Eina vonin er nú að Danir sýni það veglyndi eftir alt þetta, að standa við frumvarpið, og að þjóðin hafl þann pólitiska þroska og hyggindi til að bera, að fylgja því fast og eindregið fram, þrátt fyrir blygðunarlausa æsingu, sem búast má við frá hálfu þeirra 6 nefndar- manna, sem eigi skrifuðu undir frum- varpið. Allir sannir föðurlandsvinir verða því að standa vel á verði, svo að þeim, sem brugðust oss svo háska- lega nú, bregðist sjálfum sú ætlun sín, að geta með framkomu sinni náð meiri hluta með fylgi hins æstasta og fyrir- hyggjuminsta hluta þjóðarinnar. En rynni sá óhamingjudagur upp yflr Jandið að írumvarpið félli, sann- aðist sem oftar hið fornkveðna: „að flest verður íslands óhamingju að vopni". J. H. Hvaðanæva, Dýr inynd. í ))Journal des Débats« er sagt frá að milliónamæringurinn Mr. Pierpont Morgan hafl keypt mynd eftir Rafael í ítalíu fyrir hálfa þriðju miljón franka. Þessi ameriski auðmaður hefir og ný- lega keypt Aldobrandini-höllina í Róm, og er ætlað að hann muni setja myndina þar, svo hún fer ekki burt af Ítalíu. Nærri grafln lifandi. »Times« segir frá því, að legið hafl nærri að kona nokkur í Tonbridge væri grafin lifandi. Á seinasta augna- bliki, þegar átti að fara að skrúfa lokið fast á kistuna, tók maður hennar eftir því, að hún var volg á kinnunum. Var þá strax sent eftir lækni og konan síðan flutt á sjúkrahús, og líður henni þar nú mjög vel. Hún segist hafa vitað um alt sem fram fór kringum hana, þegar hún var álitin dauð, en að henni hafi verið gjörsamlega ó- mögulegt að hreyfa legg né lið eða tala. Sala áfengra drykkja í Rásslandi. Nýlega hefir nefnd sú í rússneska þinginu (dúmunni) er hefir vínsölu- málið til meðferðar látið uppi þá skoð- un sína, að hún sé mótfallin sölu á- fengra drykkja á járnbrautarstöðvum og á póstskipum. Nefndin ræður til, að öl sé talið með áfengum drykkjum, er yfir höfuð ekki megi selja í smá- sölu annarsstaðar en á fyrsta flokks veitingastöðum. Nefndin aðhyllist þá stefnu, að eftir atkvæðagreiðslu á hveij- um stað megi þar loka vínsölukrám, og hafl húsmæður þá atkvæðisrétt. Nefndin leggur til, að enginn hafl rétt eða leyfl til að kaupa meira en eina flösku af „Vodka" (rússneskt brennivín) á dag. Absiutlisalan í Schweiz. Bernarþing hefir samþykt bann gegn innflutningi, tilbúningi og sölu á absinth með 24 atkvæðum móti 12. í „Heiiuskringlu44 4. þ. m. stendur eftirfarandi grein : „Ef það yrðu ekki kölluð landráð, þá vildi „Heimskringla" mega geta þess, að svo litur út, sem alt of lítið sé um atvinnu hór í fylkinu á yfir- standandi tíma. Yfir 100 nýkomnir Galicíumenn eru og hafa um nokkurn undanfarinn tíma verið hór í bænum, án þess að geta fengið nokkra atvinnu. Þeir hafa bókstafléga talað liðið hungur, að undanteknu því, að þeim heflr af líknarfélagi einu í bænum verið gefln ein máltíð á dag í sl. 7 eða 10 daga. Flestir þessara manna voru bændur í föðurlandi sínu, en seldu lönd sín þar til þess að geta komist hingað vestur. Margir af mönnum þessum kveðast fúsir til að vinna hjá bændum sem matvinnungar til að byrja með“. ---^ • - m — Þttd er farid að saxast á limina hans Björns míns. 25. þ. m. datt einn aðallimurinn af. fann dag sagði Guðmundur Hannes- son héraðslæknir sig úr stjórn Land- varnarflokksins svokallaða. Það líður nú ekki nokkur sá dagur, að frumvarpi millilandanefndarinnar aukist ekki fylgi. Og það er gleðilegt tákn, að alstað- ar verða helztu stuðningsmenn „ísa- foldar“ fyrstir til fylgdar. Hér í Reykjavík fylgir nú ekki einn einasti málsmetandi stjórnmálamaður „ísafold" nema nýi háyflrdómarinn. Dr. Valtýr sagði háf.íðlega og skriflega skilið við hana sama. dag og G. H. stóð upp undan stýrinu í Bárubúð. Og sama er að frótta af undirtekt,- um manna, víðast hvar annarsstaðar. í Mýrasýslu t. d. hafa þeir prófast- arnir Magnús Andiésson, Jóhann Þor- steinsson og Sigurður Þórðarson sýslu- maður allir snúist til fylgdar við frum- varpið. í Árnessýslu eru meðal margra ann- ara nefndir séra Gísli Skúlason og Sig- urður Ólafsson sýslumaður.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.