Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 14.07.1908, Blaðsíða 4

Reykjavík - 14.07.1908, Blaðsíða 4
116 RE YKJAVIK Höíuðlaus her. Hinn svonefndi Landvarnarflokknr hefir nú afneitað allri sinni fortíð. Hann reynir nú af alefli að „verja landið“ fyrir meira sjálfstceði út á við og auknu frelsi inn á við. Hann rær að þvi öll- um árum að hafna millilandafrumvarp- inu, er veitir þetta hvorttveggja. Auðvitað gat jafn skynsamur maður og einlægur og Jón Jensson er, ekki orðið samferða flokksbræðrum sínum í þessu. Þegar hann gat ekki sansað þá, sagði hann sig úr stjórn þess flokks, er hann hafði verið foringi fyrir frá upphafi, og nú er herinn höfuðlaus, því að í höfðum þeirra manna, sem nú stjórna flokknum að nafninu, felst engin heilbrigð hugsun, heldur að eins orðaglamur, flokksofstæki, blint hatur og heimska, ef ekki annað verra. Ýmsir af hinum vitrustu og beztu Landvarnarmönnum hafa og sagt skilið við þessa foringja og berjast nú með öðrum góðum drengjum fyrir frum- varpinu, t. d. Jón sagnfr. Jónsson. Yór viljum ráða þeim Landvarnar- mönnum, sem ekki hafa mist alla dóm- greind og enn bera framtíð fósturjarð- arinnar fyrir brjósti, að lesa með at- hygli „Tvær ritgjörðir" eftir Jón Jens- son, og grein Jóns sagnfræðings hér í blaðinu(„Nýisáttmáli - Gamlisáttmáli"). Hljóta þeir þá að sannfærast um, að „hinn nýi sáttmáli" veitir íslendingum hinar fylstu kröfur, sem þeir hafa farið fram á nokkurn tíma áður, og í sum- um atriðum meira, og að vér ekki af- sölum oss neinum landsréttindum með því að ganga að honum. Enginn kjósandi, sem er ant um hag fósturjarðar sinnar, ætti að gefa nein- um þeim manni atkvæði við næstu kosningar, sem vill hafna millilanda- frumvarpinu. „Sunnleikanum verður hver sárreiðastur“. Það hefir heldur en ekki fokið í „Bessastaða-Þjóðviljann" við „Reykja- víkina" eins og 31.—32. tbl. hans þ. á. ber með sér. Hann eys úr sér ónot- únum og heflr jafnvel í hótunnm, og allur þessi gauragangur blaðsins er af því einu sprottinn, að „Reykjavík“ gjörðist svo djörf að sýna fólkinu í réttu Ijösi framkomu „Þjóðvilja“-rit- stjórans í sambandslagamálinu bæði fyrir og undir meðferð þess í milli- landanefndinni, og að „Reykjavík" var svo ónotaleg, að sanna mál sitt með því, að tilfæra óbreytt orð „Þjóðviija"- ritstjórans tekin upp úr alþingistíðind- unum, og að taka upp úr skjölum nefndarinnar nokkur atriði, er hann hafði samþykt og undirskrifað eigin hendi í nefndinni, en kom svo á elleftu stundu með breytingartillögur við. Þetta hefir „Reykjavík" unnið til saka við „Þjóðvilja“-ritstjórann. — Ann- að ekki. — Hún gat varla gjört ráð fyrir því, að hann þyldi ekki að líta í spegil. Á öðrum stað í sama tbl. „Þjóðv.“ er dálítið brosleg klausa til „Reykja- víkurinnar". Brosleg að því leyti, að „Þjóðv.“ er að tala um að kenna „Reykjavík" siðfræði. — „Reykjavík“, og víst flestir aðrir, sem til þekkja líta svo á, að það mundi vera að fara í geitahús að leita ullar að spyrja eftir þeirri vöru i húsum „Þjóðviljans“. Hun hefir víst aldrei verið þar til í í Reykjavík vill vekja atliygli almennings á því, að nú eru sýnishorn af karlmanna- fatatauum hennar til sýnis hjá umboðsmönnum hennar víðsvegar úti um alt land, og vonar, að menn gleymi ekki að skoða þau og senda ull sína til hennar í vinnu, því að með því einu geta menn bætt sjer upp hið afarlága verð, sem á ullinni er nú í ár, og jafnframt stutt með því alinnlendan iðnað. Jlimið því eftlr H/F K.læðaverk.smidjunni ..Iðuniii4' í Heyfejavík, »em vinnur íslensfea dúka úr íslenskri ull. Símnefui: Slippíélagið. Talsíini Nr. 9. Slippfélagid í Keykjavík henr því miður enga stóra og fallega glugga til að sýna í vörur sínar tilheyr- andi smíðum, aðgerðum og útbúnaði á skipum og bátum, en verðið á þeim er óefað mikiu lægra en annarsstaðar. — Þar fæst alt skipum tilheyrandi en einungis vörur af beztu tegund. stærri mæli en til eigin þarfa — og laklega það — hvað þá að hann geti miðlað öðrum af þeirri fátækt sinni. Innan bæjar og utan. t Ingimar snikkari Hoffmann drukknaði á sunnudaginn var í sund- lauginni hér. Hefir líkl. fengið krampa eða slag í vatninu. Fyrir 100,000 krónur var Thor- valdsens-bazarinn hér búinn að selja 3. þ. m. var frá því hann byrjaði fyrir hér um bil 8 árum síðan. Það verður til jafnaðar 12,500 kr. á ári sem bazarinn hefir selt fyrir og er það fremur öllum vonum. Skólastjóri J. A. Hjaltalín á Akureyri hefir fengið lausn frá embætti sínu frá 1. okt. þ. á. Tvö skemtiskip komu hingað ný- lega, er annað þeirra „Oceana“, hið sama er hingað hefir komið í tvö sumur áður. Með því voru á fjórða hundrað farþegar. — Hitt skemtiskipið er franskt, eign hefðarkonu nokkurrar er Heríot heitir. Hún er sjálf með skipinu og nokkrir vinir hennar. Ferðast það fólk hér austur um sveitir. „Skjaldbreið" heitir nýtt hlutafélag norskt-íslenzkt. Renna inn í það hluta- félögin „Völundur", „Mjölnir", „Högni“ og „Bátagjörðafólagið11. Félagið á heim- ili hér, og formaður þess er Magnus Th. Blöndahl. Hlutafé 430,000 krónur. Tollsvik allstórvægileg hafa nýlega komist upp um eina af stærri verzl- Unum bæjarins, Brauns-verzlun. Það voru vindlar, sem verzlunin flutti inn í álnavörukassa, en kassinn sprakk við' uppskipunina og ultu þá út úr honum vindlakassar, en minna var um álna- vöruna í honum. Sagt er að þessi „sparnaður" muni kosta verzlunina um 1700 kr. €ggert Claessen, yiirréttarmálaflutningsmaður. Póstliússtr. 17. Talsími 16. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Tapast hefir frá Skildinganesi rauðbles- ótt hryssa, aljárnuð, vökur, með mark stand- fjöður framan á báðum eyrum. Skilist að Skildinganesí eða til ritstj. „Rvíkur“. I.O.&.T. öyðja 134, f, F. 16.7. M. 8 Síði Ef þér Yiljið lifa lengi, þá eigið þér að muna eptir því, að ekkert læknislyf, sem hingað til hefur verið uppgötvað til að varðveita heilsu mannkynsins, getur jafnazt á við hinn heimsfræga heilsubótarbitter Hína*líf»>eli\ír. Tæring. Konan mín, sem mörg ár hefur þjáðst af tæringu og leitað ýmissa lækna er við stöðuga notkun Kína- lífs-elixírs Waldemars Petersens orðin til muna hressari og eg vona, að hún nái heilsu sinni algerlega við áfram- haldandi notkun þessa ágæta elixfrs. J. P. Arnorsen. Hundested. Taugagigt. Konan mín, sem io ár samfleytt hefur þjáðst af taugagigt og tauga- sjúkleika og leitað ýmissa lækna árang- urslaust er við notkun hins heims- fræga Kína-lífs-elixírs Waldemars Pet ersens orðin albata. J. Petersen timburmaður. Stenmagle. Hin stærstu gæði lífsins eru heilbrigði og ánægja. Góð heilsa er öllu dýrmætari, hún er nauðsyniegt hamingjuskilyrði. Heil- brigði gerir lífið á sinn hátt jafndýr- mætt, eins og veikindi gera það aumt og ömurlegt. Allir sem vilja varð- veita þá heilbrigði líkamans, sem er skilyrði fyrir hamingjusömu lífi eiga daglega að neyta Kiiia>lífs>elixírs, sem frægur er orðinn og viðurkennd- ur um ailan heim, en variö yöur á lélegum og gagnslausum eptirstæl- ingum. Gætið þess nákvæmlega, að á ein- kennismiðanum sé hið lögverndaða vörumerki: Kínverji með glas í hendi og merkið í grænu lakki á flösku- stútnum. Líkkistur mjög vandaðar og ódýrar, af allri stærð og gerð, fást hjá llaraldi Hiillor. Tjarnargötu 3. [—30 Tapast hefir móbrún hryssa með hvít hár á annari síðu, 6 vetra, óafrökuð með gleymdu marki. — Þormóðsdal i Mosf.sveit. Ulafur Þorsteinsson. Til leigu ósfeast gott húsnæði á hentugum stað í bænum. Tilboð sendist ritstjóra „Reykjavíkur11. ítriluaÉJÍIíiji. D. östlund. í Suöurg'ötu 8 til leigu frá 1. okt. I >. Owllund. T Itrkji ims til leigu 1. okt. — Miðstöðvarhiti. David östlund. Alls konar ipaDryggjusnno tek ég að mér. Guðmundur E. Guðmundsson & Co. Reykjavík. [ab bl. Gunnlaugur Þorsteinsson Kirkjustræti 4, Reykjavik. Mikið af sýnishornum af enskum, þýzkum og dönskum vörum. Heima kl. 1—B og 51/*—7 síðd. Gratis! En Fonograf ved Indsendelsen af Deres Adr.: til Julius Sfeov Köbenhavn K. [—31 Oaa Grund af Pengemangel for þ'2 Fris: finulds, elegante Herre- stoffer for kun 2 Kr. 89 0re Al., 2J/4 br. Skriv efter 5 Al. til en Herreklædning, opgiv Farven, sort, en biaa eller mprkegraampnstret. Adr.: Klædevæveriet,Viborg. NB. Dame- kjoleklæde i alle Farver, kun 89 0. Al. dobbr. Hel eller delsvis modtages i Bytte. Uld a 65 0r. pr. Pd., strikkede Klude 25 0r. pr. Pd. Nýmjólk, undanrenning, rjómi og sýra fæst í Þingholtsstræti 16. Jhomsens príma vinðlar. I A ÍVI er ómótmælanlega bezta og langódýrasta r A 11 líflryggingarfélagið. — Sérstök kjör fyrir ndindismenn. — Langhagfeldustu kjör fyrir sjó- enn. Allir ættu að vera líftrygðir. Finnið að áli aðalumboðsra. D. 0STLUND. Rvik. Stór-auðugir geta menn orðið á svipstundu, ef lónið er með, og þeir vilja ofurlitið til þess vinna, — Biðjið um uppiýsingar, er verða sendar ókeypis. — Reykjavik, — Pingholtsstræti 3. Stefán Run 6Ifsson. Beynið einu sinni vfn, sem eru undir tilsjón og efna- rannsökuö: rautt og hvitt P0RTVIN, MADEIRA og SHERRV frá Albert B. Cohn, Kabenhavn. Aðal-birgðir í H. Th. A. Thomsens Magnsin. Félagið „LONDON“ tryggir karla og konur gegn alls konar slysum og meiðslum og ýmsum veikindum t. d. mislingum. Nánari upplýsingar geínr Pétur Zóphóniasson. Hvar á að kaupa öl og vín? En í Thomsens M a g a s í n. Prentamiðjan Gutenbarg.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.