Reykjavík

Issue

Reykjavík - 11.08.1908, Page 1

Reykjavík - 11.08.1908, Page 1
1R e v k ] a v t h. IX, 34 Útbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. Þriðjudag 11. Agúst 1908 Áskrifendur í b æ n u m yfirlOOO. IX, 34 IST ALT FÆST f THOMSENS MAGASÍW1. Tgg Oína <>«i’ eldavélar selur Kristján Þorgrimsson. „RETKJAYIK" Árg. [ininn8t 60 tbl.] kostar innanlands 2 kr.; erlendia kr. 3,00—3 sb.— 1 áoll. Borgist fyrir 1. Júlí. Ella 3 kr. Auglýsingar innlendar: á 1. bls. kr. 1,50; og 4. bls. 1,25 — Útl. augl. 33’/8°/o h*rra. — 4/sláítur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „Reykjavík“. Ritetjóri, afgreiðBlumaður og gjaldkeri Magíniíís JB. Xílöndal Pinglioltsstræti 23. Talsimi 61. Ritstj. er áreiðanl. að hitta heima á rirkum dögnm ltl. 13—1 ogf 4—r» síöd. Heiöraöir kaupemlur otj útsöluineun „Il.víkur** ániinnast uin. aö yj a 1 <1 <9ay i blaösins var 1. |úlí. Gramli sáttmáli <>íi' utanríkismálin. Syar til „J*jóðólfs“. (Niöurl.). En eg skal tilnefna eitt bréf enn, er eigi var tilfært í hinni fyrri grein minni, þar sem enginn vafi getur á leikið um hlutdeild ríkisráðsins norska í utanríkis- eða verzlunar- málum íslands. Það er Réttarbót Magnúsar konungs Eiríkssonar til íslands um vaðmálagerð frá 4. júlí 1329 (ísl. fornbrs. II, 645). Bréfið byrjar með þessum orðum : »0ss ok ráði voru hefir iðuliga téð verit at vaðmál þau er þaðan færaz« . .. o. s. frv., og lyktar þannig: »Ok til sanns vitnisburðar at ráð vort hefir svo samþykt setti með voru innsigli berra Erlingr Viðkunarson dróttseti vor sitt innsigli fyrir þetta bréf« ... o. s. frv. Bréfið gengur ríkt eftir þvi, að íslendingar vandi vaðmál þau, er af landinu llytjast, og' skulu þau að öðrum kosti upp- tæk vera konunginum til banda. Efni bréfsins ber það fyllilega með sér, að eigi hafa íslendingar átt neinn þátt í að útvega það, og eigi er það hins vegar kunnugt, að því haíi á nokkurn liátt verið mótmælt, hvorki að efni til né formi. Þá tilnefnir »Þjóðólfur« brét Arn- finns hirðstjóra Þorsteinssonar frá 1419, er leyfir i umboði konungs utanríkismönnum kaupskap og út- róðra á íslandi, og segir hann að það volli ljóslega, að þá hafi utan- ríkismálin verið í höndum kon- ungs og Islendinga. En því fer fjarri að svo sé. Bréfið er gefið út í Hafnarfirði af hirðstjóranum, um- boðsmanni konungs, einum, án nokkurrar hlutdeildar eða tilverkn- aðar af hálfu alþingis íslendinga eða íslenzkra manna yfir höfuð. Hér þurfti þó eigi að bera því við, að íslenzk stjórnarvöld eða íslenzkir valdsmenn væru eigi við hendina. Hetði alþingi átt hér hlut að máli með hirðstjóranum, þá hefði »Þjóð.« batt í'étt til að segja, að bréfið væri vottur þess, að utanríkismálin bafi verið í höndum konungs og Is- lendinga. En eins og bréfið nú ligg- ur fyrir, er það einmitt einn hinn ljósasti vottur þess, að utanríkismál íslands voru í höndum konungs eins, eða þeirra manna, er bann gaf umboð sitt, og að íslendingar hafi sjálfir litið svo á, þar sem þeir eigi vefengja réttmæti þessarar ráð- stöfunar hirðstjórans. Enn fremur heldur »Þjóð.« því fram, að Píningsdómur frá 1490, er skipar fyrir um verzlun útlend- inga, vetrarsetu o. 11., votti það, að utanríkismálin hafi verið í hönd- um konungs og íslendinga. Pín- ingsdómur vottar ekkert slíkt, held- ur miklu fremur hið gagnstæða. Píningsdómur setur sem sé engin ný lög, lieldur segir fgrir um eða kveður á um, lxvað séu gildandi lög á íslandi í því efni, sem um er að ræða, og vitnar þar lil áður útgef- inna konungsbréfa og samningá við erlenda þjóðhöfðingja. Ef þetta er ekki fremur vottur um, að alþingi hafi eigi álitið sér heimilt að fara út fyrir eða breyta konungsbréfun- um, en lútt, að það hafi talið sér löggjafarvald í utanrikismálum, þá veit eg ekki hvað það er. Alveg hið sama er að segja um alþingis- dóminn um sekkjagjöld frá 1. júlí 1500, sem kveður á um hvað sé gamall vani eða gönrul lög. Báðar þessar heimildir hafa á sér beint dómssnið en ekki lagasnið. í sambandi við þessar síðasttöldu heimildir minnir »Þjóðólfur« á verzlunarsamning, er#alþingi á að hafa gjört við lýðríkið i Hamborg 2. júlí 1527, án nokkurs meðverkn- aðar konungs. Eg skal fúslega játa það, að eg þekki ekki þennan verzlunarsamning við lýðrikið i Hamborg, sem »Þjóðólfur« gumar svo mikið af, og grunur minn er sá, að hann sé alls ekki til. »Þjóð.« á hér líklega við hréf útgetið á al- þingi 2. júli 1527, er heimilar nokkrum þýzkum og enskum kaup- mönnum verzlunjhér á landi með vissum skilyrðum, sem i öllum greinum eru samhljóða Pinings- dómi og ýmsum konungsbréíum frá fyrri hluta 16. aldar. Að kalla þetta verzlunarsamning milli al- þingis og erlendra rikja, nær engri átt, eins og form bréfsins ljósast vottar. Það byrjar þannig: »Yér Ögmundur með guðs náð biskup í Skálholti, herra Jón með samri náð biskup á Hólum, Jóhann Pét- ursson hirðstjóri og höfuðsmann yfir alt ísland etc... gjörum góð- um mönnum kunnugt með þessu voru opnu hréfi, að þá er liðið var etc, . . var þetta samþykt af öllum almúga að hón og auðmjúkri beiðslu útlendra manna, þýzkra og eng- elskra, svo heitandi (10 nöfn)«. Bréíið vottar það sjálft, að Þjóð- verjar þeir, sem um getur, hafa samið fyrir sjálfa sig en ekki fyrir lýðríkið í Hamborg, eða í þess um- boði, því þeir lofa í bréfinu, að fá hréf af Hamborgarráði, að þessi gjörningur skyldi haldast. Það er því hreint og beint gálausleg um- gengni með fornar heimildir, ef ekki annað verra, að fara að gjöra úr þessu lögformlegan verzlunar- samning milli alþingis og erlendra ríkja. Það er nú samt sem áður ofur- skiljanlegt hvernig í því lá, að þýzkir og enskir kaupmenn sneru sér til alþingis en eigi til konungs um þessar mundir til að leita verzl- unarleyfis og gjöra út um ýms at- riði í verzlunarviðskiftum þeirra við landsmenn. Það kom til af því, að tvísýnt var um þær mundir hvor verða mundi ofan á i Dan- mörku að lokum, Friðrik I. eða Kristján II., en þeir deildu þá um í’íkið. Friðrik var þá að vísu kon- ungiir að nafninu til, en engan veginn fastur í sessí, og var það af mörgum talið líklegt, að Krist- áni mundi auðnast að velta hon- um af stóli með tilstyrk alþýð- unnar og erlendra þjóðhöfðingja, er studdu lians mál. Eins og þá stóð á var það auðvitað lang hyggi- legast fyrir erlenda kaupmenn að leita samkomulags um verzlunina við þá menn sjálfa, er þeir verzl- uðu við. En þess ber vel að gæta, að bréi' það, er bér um var gjört, hefir á sér beint hréfssnið en ekki samningssnið. Það er eins og var- ast sé að gefa því nokkurt opin- bert gildi eða rikjasamningssnið, því að forminu til kemur það svo fyrir sjónir, að það sé gefið út af alþingi íslendinga og ekki undir- skrifað af neinum af þeim útlend- ingum, er um getur í bréfinu. Eigi víta menn heldur neitt um, hvort Hamborgarráð að sinu leytinu gaf út nokkurt bréf á móti, eins og til var mælst. Það er meira að segja mjög óliklegt, að svo hafi verið, úr því að bréfið hefir ekki komið fram, þvi skjalasafn Hansa- borganna hefir geymst vel. Þeir vissu það líka vel, útlendingarnir, að alþingi hafði enga heimild til að gjöra slíka opinbera þjóðasamn- inga og þess vegna hirtu þeir ekki um að gefa bréfinu opinbert samn- ingsgildi. Einn binn Ijósasti vottur verður settur I. október þ. á. Stúdentar þeir, sem sækja ætla skólann næsta vetur, eru beðnir að segja forstöðu- manni til sin fyrir 15. Sept- ember. Reykjavik, 5. ágúst 1908. £árus íj. jjjarnason. þess, að þetta sé réttur skilningur á málinu, er það, að jafnskjótt og Friðrik konungur I. er orðinn fast- ur í sessi og engin hætta stendur lengur af Kristjáni, leita Henrik VIII. Englakonungur og tgðríkin Ham- borg og Bremen samninga við hann um verzlun á íslandi (1532). Og hér er ekki lengur að ræða um einhliða samning með bréfssniði, heldur um lögmætan ríkjasamning, innsiglaðan og undirritaðan af öll- um samningsaðilum, Danakonungi, Englandskonungi og lýðríkjunum Hamborg og Bremen. Kaupmönn- um þessara ríkja hefir ekki þótt alþingisbréfið trygt eða lögmætt og bafa þvi leitað samninga við þau stjórnarvöld, er ein höfðu fullveldi til að semja löglega um þetta mál. Alt ber þvi að lokum að sama brunninum, að konungur einn og eigi alþingi hafi haft vald yfir ut- anríkismálum íslands. »Þjóðólfur« segir, og er gleiður yfir, að menn viti það með vissu, að samningar um utanrikismál, er snertu ísland, og konungur gjörði við aðra þjóðhöfðingja, hafi ein- mitt verið lagðir fyrir alþingi, — og nefnir hann sem dæmi þennan samning milli Friðr. I. og Henr.YIII. Eg bvgg nú að »Þjóðólfi« skjátlist i þessu sem öðru, eða liver rök færir hann fyrir sinu máli? Hitt er satt, að Friðrik konungur lil- kynti íslendingum það með opnu bréfi, að hann væri búinn að gjöra samninga við Englandskonung og borgirnar Hamborg og Bremen, og er það nokkuð annað. Til merkis um form bréfsins skal eg leyfa mér að tilfæra upphafið: »Vér Friðrek með guðs náð konung til Dan- mark etc. heilsum öllum þeim sem byggja og búa uppá vort land ísland kærliga með guðs kveðju og vorri. Vitanlegt sé gður að á millum vor og kongs at Englandi svo og á millum staðanna Ham- borg og Breimen er sú sátt á vorden ogsamþykki semhereftirstendur..« Það sér hver heilvita maður, að þetta getur ekki verið orðalag samn- ings á milli tveggja eða fleiri ríkja, og eg verð þvi að halda fast við þá skoðun, að samningar um utan- rikismál, er snertu ísland, og kon- ungur gjörði víð aðra þjóðhöfð- ingja, bafi eigi verið lagðir lyrir alþingi.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.