Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 11.08.1908, Blaðsíða 3

Reykjavík - 11.08.1908, Blaðsíða 3
REYKJAVIK 135 FULLUR BALI af hreinu, velligtandl lérefti fœst me6 hálfu þvi erfiðl og á helmingi stittrl tima; ef þvotturinn er þveglnn með Sunllght Sápu. Hœttlð einu sinnl þeirri gömlu stritamlklri aðferð að brúka _ grrensápu. Sunlight mun stitta vlnnu l dagsins, en lengja æfl L fata yðar. J bráðabirgðavirðing á kennaraskólahús- inu sem verið er að byggja hér. Bæj- arstjórnin samþykkti virðinguna sem er kr. 25,968,00. Úr bréfl úr Stykkishólmi 3/s—08. .......Hér var haldin hátíð í gær eins og áður hafði verið ráðgjört. í hátíðarnefndinni voru þeir G. Eggerz sýslum., Hjálmar Sigurðsson kaupm., Ingólfur Jónsson verzlunarstj., Magnús Blöndal oddviti og 0. Clausen. Nefndin hafði fengið vitneskju um, að ráðherrann mundi koma að Sauða- felli rétt fyrir hátíðina. Sendi hún því hraðboða til Sauðafells með boðsbréf til ráðherrans. Rétt á eftir að sendi- maður nefndarinnar var farinn á stað, fór gufubáturinn „Geraldine" til Reykja- víkur“ eftir lúðraflokknum, sem beðið hafði verið um til að spila hér hátíðis- daginn. Prófastur varð lafhræddur þegar hann varð þess var að ráð- herra var boðið og skrifaði strax suður með „Geraldine" eftir Bjarna Jónssyni frá Vogi og kom Bjarni hingað með gufubátnum daginn fyrir hátíðina. Kvaðst hann vera kominn til þess að vera á hátíðinni. Hátíðin var haldin á „Skildi". Dag- inn fyrir var ófært veður og eins fram- undir hádegi sjálfan hátíðisdaginn, en úr því var veðrið þolanlegt svo að hátíðin fór vel fram. En vegna ó- veðursins sat fjöldi manna heima í sveitunum, sem annars hefðu komið. Þó var á hátiðinni mætt yfir 500 manns. G. Eggerz sýslumaður mælti fyrir minni Islands og var á eftir sungið kvæði eftir Þorstein Gíslason ritstjóra. Halldór læknir Steinsson mælti fyrir minni sýslunnar og var á eftir sungið kvæði eftir Jónas ritstj. Guðlaugsson. Prófastur talaði fyrir minni kvenna. Ræðumönnum sagðist vel, einkum Halldóri læknir, sem er prýðilega máli íarinn. Tók hann fram hve mikl- um framförum sýslan hefði tekið hin ooooooooooooooooccooocoooo 5 Klukkur, úr og úrfestar, g J 2 nömuleiðis gull og silfurskraut- V 5 gripi borgar sig bezt að kaupa á ö 5 Laugavegi nr. 12. g < Jóhann L. Jónasson. Q síðari ár, talaði einnig um að vegna óeirða hefði margt farið ver en skyldi, benti á, t. d. að í sýslunni væri 2 brauðgjörðahús sem hvorugt bakar og 3 ishús öll íslaus. Kappreiðar fóru fram og fékk hestur 0. Proppé’s 1. verðl. (stökk) og hestur J. Egilsens 2. verðl. (skeið). Kapphlaup, glímur og dans fór einn- ig fram. Var danspallurinn skreyttur lyngi og flöggum. Lúðraflokkurinn skemti mönnum hið bezta. Mjög þótti mönnum leitt að ráð- herrann skyldi ekki geta komið hingað á hátíðina. Hann skrifaði nefndinni að hann hefði ákveðin tímabundin er- indi í Mýrasýslu og Borgarfirði svo að honum þess vegna væri ekki hægt að sinna boði nefndarinnar. Bjarni kom til hátíðarinnar bunu- fullur af pólitík, en enginn maður, hvorki af frumvarpsmönnum né and- stæðingum nennti að vera að þvæla þar við hann um pólitík, enda hafði hátíðanefndin bannað allar pólitiskar ræður. Reikaði Bjarni um hríð fram og aftur um völlinn í illu skapi, og rauk svo í fússi í burtu þegar hæst stóð. Hafði hann kent því um að hann hefði ekki fengið að tala, en það var alveg tilhæfulaust, því formaður nefndarinnar lýsti því tvisvar yfir að orðið væri frjálst þeim er þess óskuðu. Bjarni þaut burt af því að menn höfðu ekki lyst á að ganga eftir honum með grasið í skónum til að fá hann til að tala, eins og hann hafði búist við að gjört mundi verða. Ekki vex séra Sigurður í augum kjósenda við það, hve mikið hann notar aðstoð Bjarna. Mönnum þykir fremur tilkomulítið að heyra prófast við hvert tækifæri spyrja í angist — hvar er Bjarni?! Og hér er Bjarni nú orðið ekki nefndur annað en kapelláninn hans séra Sigurðar. — — — — — — — Undirtektirnar. Landvarnar-Þjóðræðisblöðin halda á- fram uppteknum hætti, að flytja les- endum sínum þær fréttir víðsvegar af landinu, að sambandslagafrumvarpinu séu því færri fylgjandi, því viðar og þess betur sem það verður kunnugt. Og nú seinast en ekki sjzt gjöra þau sér mikinn mat úr því hvernig Yestur- íslendingar taki í þetta mál. Og ekki vantar það að þau þykist vera á einu máli með andstæðingunum, og eftir því sem lengra líður eru árásir þeirra á frumvarpið og formælendur þess æ staðlausari og illkvittnislegri. Eins og við er að búast er allt skraf þessara blaða um óvinsældir frum- varpsins hóflausar ýkjur og mishermi. Allt í þeim tiigangi gjört að koma þeirri trú inn hjá hverjum einstökum lesenda þeirra, að meginþorri þjóðar- innar sé frumv- andstæður, og til þess að greiða götu sendlum sínum sem horna nú landið til þess að ófrægja frumvarpið og þá sem því fylgja, en reyna að troða upp á þjóðina þing- mannaefnum sem fáum mundi hafa til hugar komið að nokkru sinni yrðu í kjöri í þessu landi. Eftir því sem oss er bezt kunnugt um álit manna út um landið á sam- bandsmálinu eins og það horfir nú við, þá þykjumst vér mega fullyrða, að með hverjum degi vinni frumv. nýja áhangendur. Við rannsókn þess sem um málið hefir verið rætt og ritað hafa augu manna opnast fyrir því, hve miklar réttarbætur séu oss boðnar í frumv. og hve háskalegt það er öllum þjóðþrifum vorum og framsókn á braut vorri til vegs og veigengni að hafna þeim vildarkjörum sem nú eru í boði, og leggja í stað þess út í vonlitla ef ekki alveg vonlausa baráttu um nokkra breytingu til batnaðar á núverandi á- standi, sem þessir sömu menn, er hæst æpa nú á móti frumv., hafa allt fram að þessu talið óalandi og í alla staði óhæft. Mönnum um land allt er farið að skiljast það, að þessar hóflausu á- rásir frumv. andstæðinga á sambands- málið og flytjendur þess, þessi slíta- lausi rógburður á ráðherrann og allar hans athafnir, þessar staðlausu ósvífnis- getgátur í garð íslenzku millilanda- nefndarmannanna og yfir höfuð allt þetta fargan frumvarpsfénda er alls ekki það sem þeir gefa það út fyrir að vera, svo sem hrein og heit föðurlandsást, sönn þekking á málinu og umhyggja fyrir öldum og óbornum Islendingum. — Það er allt annars kyns, þeim tekst ekki að leyna hinum eina og sanna tilgangi sínum, sem er sá, að velta núverandi stjórn úr sessi og komast sjálfir til valda. — Þessi er tilgangur þeirra og enginn annar, og hefir aldrei verið annar frá því fyrsta til hins síð- asta, og engin von virðist framar vera til þess að þessir menn vinni nokkurn tíma í nokkrum öðrum tilgangi að nokkru máli. — Verðleikum sínum og þeirra sem þeir eru að reyna að koma inn í þingsalinn, treysta þeir sér ekki til að halda mjög á lofti frammi fyrir þjóðinni heldur grípa þeir það mál sem allir ættu að forðast að fara með í eigingjörnum tiigangi, og reyna í skjóli þess að læðast fram hjá þeim sem rétt- bornir eru til þingsetunnar. Eitt af meðölunum sem frumvarpsféndur nota mjög alment er það sem vér nefndum hér að framan, að breiða út í blöðum sínum og í viðtali við menn hve mót- staðan gegn frumv. sé yfirgnæfandi í landinu. Eins og vér sögðum áðan vitum vér ekki annað sannara en að frumv. vaxi fylgi og traust daglega. Og eftir- tektavert er það fyrir almenning, að frumvarpsmanna megin stendur allur þorri hinna leiðandi manna landsins og beztu sona þess. Margir af þess- um mönnum sem áður höfðu hallast meira eða minna að stefnu landvarnar- þjóðræðisliðsins hafa nú síðan frumv. kom á dagskrá þjóðarinnar tekið því fegins hendi og ekki viijað vinna það fyrir að sjá nokkra metorðasjúka þjóð- málaskúma komast í, þann kór sem þeir aldrei eiga né mega syngja í, að eyðilagt væri það bezta mál sem máske nokkru sinni hefir legið hér fyrir og tvisýnt er að nokkru sinni liggi aftur fyrir þjóð þessari. Þetta ætti að vera almenningi mikilsverð sönnun fyrir á- gæti frumvarpsins, því fáir munu treyst- ast að væna þessa menn um nokkurn annan tilgang með fylgi þeirra við frumv. en sannfæring þeirra um yfir- burði þess, og um þekkingu margra þessara manna og hæfileika til að dæma um þetta mál, mun enginn eíast. Það er engin furða, þótt ófyrirleitn- um, miðlungi sannsöglum og samvizku- sömum skvöldrurum tækist í fyrstu að vekja hér og þar nrótblástur nokkurn gegn frumvarpinu meðan það var all- flestum lítt kunnugt og enginn var til andsvara. Það eru fréttirnar af þess- um „siguivinningum" frumvarpsfénda sem alltaf eru að „ganga aftur" í blöð- um þeirra og dreift er í þrítugustu þynn- ingu eða hvað — út á meðal almenn- ings, til að reyna að blinda menn fyrir þeim sannleika, að stjarna þeirra frum- varpsfénda er á hraðri leið norður og niður í það ginnungagap þar sem dysj- aðar eru hinar aðrar fyrri galdraflugur þeirra, og dysjaðar verða eftirleiðis allar sams konar viilukenningar þeirra og mega þeir gjarnan leita liðs vestur fyrir lands lög og rétt til canadiskra mann-mangara, og brjóta alla borð- fætur sína til dularfullra spásagna um sambandsmálið. — Allt mun það að sama brunni bera — þeirra eigin ó- förum í baráttu þeirra gegn góðu málefni. Til Yestmanneyinga. Eftir því sem „ísafold" segir, hefir séra Ólafur Ólafsson á fundi 21. f. m. talið frumvarpið háskagrip, sérstaklega fyrir að það veitir Dönum (hér eftir, eins og hingað til) leyfi til að fiska í landhelgi, meðan þeir hafi á hendi strandgæzluna („ísaf.“ 46. tbl. bls. 183). En á fundi 11. júlí 1907 skrifar sami maður Ólafur Ólafsson undir þessa grein ásamt öllum þingmönnum Þjóðræðisflokksins: „Rétt til fiskiveiða í landhelgi hafa íslendingar einir, en með samningi rná veita Dönum rótt til þess, gegn því, að þeir annist landhelgisvarnir hér við land, meðan þörf er, eða láti önnur hlunnindi í móti koma“. Hvernig lýst ykkur nú á þingmanns- efni ykkar nr. 2 ? — Það væri vorkunn þó þið kysuð séra Ólaf ef enginn væri í kjöri nema hann og t. d. Björn gamli Jónsson, en hafa mann eins og Jón Magnússon, þá er það skolli hart ef séra Ólafur fær fleiri en í mesta lagi tíu atkvæði. Gamall Vestmanneyingur. Innan bæjar og utan. Ráðlierrann er orðinn stór-foringi (Grand-Officier) í frönsku heiðursfylk- ingunni. Svo veglegt utanríkisheiðurs- merki hefir engum íslendingi hlotnast áður. „Hólar“ fóru í strandferð austur um land á föstud. var. Með skipinu fór ráðherrann, Jón Ólafsson fyrrum ritstjóri, Jón Jónsson kaupfélagsstj. í Múla, Jón Helgason prentsmiðjustj. í Hafnarfirði, Þorsteinn Erlingsson, Bjönr Ólafsson augnlæknir o. fl. Frakkneskt fiskiskip sökk á Hér- aðsflóa 19. f. m. Á skipinu voru 18 manns, er allir komust á skipsbátun- um að landi við Unaós. Gufuskipið „Rolf“ frá Álasundi strandaði 6. f. rn. við Skálanestanga við Seyðisfjörð. Skipið var selt á upp- boði fyrir 1200 kr., og keypti það Sig- urður Jónsson kaupm. á Seyðisfirði. Hefir honum heppnast að ná skipinu út og koma því inn á Seyðisfjarðarhöfn og þar upp í sand, og er talið líklegt að við það verði gjört. Til þýzka konsúlsins hér D. Thom- sens var símað í gær frá útlöndum að ferðamannaskipinu „Oceana", sem hingað var væntanlegt í dag, hafi hlekkst á, svo að það geti alls ekki komið, en í stað þess komi annað skip „Furst Bismark" á fimtudaginn kemur. Guðjón alþiu. Gruftlaugsson frá Ljúfustöðum hefir verið hér í bænum nokkra daga. Fór heimleiðis með „Ingólfi" á sunnud. var.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.