Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 27.08.1908, Blaðsíða 1

Reykjavík - 27.08.1908, Blaðsíða 1
1R k \ a\> t k. IX, 38 Útbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. Fimtudag 27. Agúst 1908 Áskrifendur í b se n u m yfir 1000. IX, 38 &8T ALT FÆST í TfíOMSEWS MAGASÍNI. ""35» < >íiim ojK eldavélar selur Kristján Þorgrimsson. „REYKJAYIK“ Arg. [minnst 60 tbl.] koetar innanlands 2 kr.; erlondi* kr. 3,00—3 ah.— 1 doll. Borgist fyrir 1. Júli. Ella 3 kr. Auglýsingar innlendar: & 1. bls. kr. 1,50; 3. og 4. bls. 1,25 — Útl. augl. 33*/»°/o hærra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.; Hlutafélagið „Keykjavík“. Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri Masnús B. Blöndal Pingholtsstræti 23. Talsimi 61. Ritstj. er áreiðanl. að hitta heima á virktiin dögum kl. 13—1 og 4—5 síöd. IBeidradir kaupendur «8f útsöluinenn „B.vikur“ áininnast um, að t> J alririag i btaðúnsi var 1. |úlí. Landhelg'in. Því nær sem líður kosningunum, því bíræfnari verða blekkingar frumvarpsfjenda. Þeir ganga upp í þeirri dul, að því erfiðara verði að leiðrétta þá, sem nær dregur kosningunum. Nú ber »ísafold« það út 15. þ. m. í grein sem hún kallar: »Friðar- samningurinn í Khöfn 1908«, að ísl. nefndarmennirnir liafi »samið af« landinu bæði landhelgi þess og löggæzlurétt með fiskiveiðum út- lendinga. Hún reiknar meira að segja út að nefndarmenn hafi haft 240 miljónir kr. á ári af löndum sínum með þessu móti. Og næst laka auðvitað tvílemb- ingarnir »Ingólfur« og »Þjóðólfur« undir þessa allranýjustu uppfundn- ingu. Og svo til efnisins. Höfundurinn, sem kallar sig Haf- þór, segir að nefndarmennirnir liafi samið »1 a n d h e 1 g i n a« af íslendingum, allir nema Sk. Thor- oddsen. Fyrstu beinu ósannindin í þessari grein, sem hver læs maður getur áttað sig á eru þau, að undanskilja Sk. Th. Hann á þar alveg sam- merkt við liina. Nefndarmenn voru alltai allir sammála um það, að •Danir skyldu hafa rétt lil land- Jielgisveiða meðan þeir verðu land- lielgina. Þetta undirskrifuðu þeir allir 18. apríi (sjá Bl.b. hls. 162), og Sk. Th. gjörði enga breytingu á þessu atriði með hreytingartillög- um sínum (sjá Bl.h. hls. 166), hann vildi að eins orða 5. gr. þannig, að í slað orðanna: »um fiskiveiðar í landhelgi við Danmörk og ísland« kæmi: »um íiskiveiðar í landlielgi beggja ríkjanna«. Orðabreyting og ekkert annað. Og Hafþór þarf ekki að skamm- ast sín fyrir Sk. Th., þó að hann fylgdi samnefndarmönnum sínnm í þessu. Nefndarfrumvarpið veitir í s 1 e n d i n g u m e i n m i 11 f u 11- a n r é 11 y f i r 1 a n d h e 1 g i n n i og eykur atvinnurétt þeirra að öðru leyti stórkostlega. Eftir núgildandi lögum, hæði svo kölluðum alrikislögum og íslenzk- um lögum er Dönum heimilt að veiða í íslenzkri landhelgi og reka hvers konar aðra atvinnu, t. d. verzlun, lwar í heiminum sem þeir eiga heima. Þessi réttur þeirra er bein aíleið- ing af þvi, að þegnrétturinn hefir verið og er einn og óskifiur fyrir hœði löndin. En sá réttur er aðal- lega í þvi fólginn, að þegnarnir hata umfram aðra notarétt af land- svæði því, sem þeir eru þegnar í. Hafþór kannast sjálfur óbeinlínis og óviljandi við þetta, og fer þann- ig líkt og þjöfunum, sem stundum gleyma einhverju á vettvangi, er síðar kemur u])p um þá. Hann nefnir Esbjerg-éitveginn í Gullbringusýslu sem sönnun þess, að Danir þurfi ekki að vera hér búsettir til að reka fiskiveiðar í landhelgi. Og það er alveg rétt. Auk þessa nýja útvegs hafa víst ílestir fullorðnir íslendingar heyrt getið um eða séð löglega landhelgis- veiði annara danskra manna, þó ekki væri nema Færevinga við Austurland. En hvað er þá blaðið að fimbul- famha um það, að ísl. nefndar- mennirnir hafi »samið af« íslend- ingum landhelgisréttinn. Til þess að um nokkuð slikt af- sal gæti verið að ræða, yrðu íslend- ingar að hafa haft einkarétt lil land- helginnar áður. Enda fer því svo fjærri að réttur íslendinga til landhelgi þeirra verði mintii, ef frumvarpið gengur fram, að þeir fá þ á f y r s t fullkominn rétl yfir lienni. Gangi frumvarpið fram, fá Danir að eins rétt tii landhelgisveiða m e ð a n þeir verja landhelgina, sbr. 3. lið 5. gr. og 4. lið 3. gr., en landhelgisvörnina geta íslendingar tekið af Dönum naiiðugum eftir 37 ár, sbr. 9. gr. Og þá félli land- helgisveiðirétturinn hurtu í sama augnabliki. Auk J)ess er það alveg komið undir íslendingum h v e v í ð t æ k- u r þessi landhelgisveiðiréttur Dana skuli vera þessi 37 ár. Eftir 3. lið 5. gr. eiga Danir og íslendingar að vera »j a f n réttháir« um landhelgisveiðar, meðan Danir verja landhelgina. Eftir núgildandi lögum hafa Danir þenna rétt hvar sem þeir eru bú- settir í heiminum. Yerði frumvarpið að lögum, geta íslendingar einskorðað landhelgis- veiði Dana við búsetn hér á landi. Til þess þyrfti ekki annað en að löggjafarvald vort áskildi búsetu sem skilyrði fyrir landhelgisveiði íslendinga. Það væri oss baga- laust, en á sama augnabliki væru Danir sömu lögum háðir. Og þetta á að heita afsal! Það, að vér fáum atveg nýjan rétt, einkarétt til landhelgisveiða er kallað óbærilegt afsal réttinda. Og tjónið, sem það á að valda landinu, er reiknað til ákveðinnar upphæoar, ekki nema 240 miljónir króna á ári! Raunar fæst sú upphæð að eins út með því, að Hafþór gjörir Dönum ^ að liafa hér 300 botnvörpuskip og 5000 seglskip (nú eiga þeir engan fiskiskipastól), að veiða jafn vel og islenzka skipallotanum, og að veiða einmitt þær sjókindur, er íslendingar annars hefðu átt jafnvísar á land og ásauð í kvíum. En þá /la/villu Hafþórs er engin ástæða til að rekja. Það er ekki hætt við þvi, að íslenzkir íiskimenn, sem hún þó aðallega er ætluð, villist í henni yfirleitt. Líku máli er að gegna um það, að ísl. nefndarmennirnir haíi »samið af« löndum sínum réttinn til að líta eftir fiskiveiðum útlendinga hér við land, löggœzluréttinn, sem hann svo kallar. Það afsal á að vera gjört með 4. lið 3. gr., er gjörir landhelgis- eftirlitið að sammáli í nœstu 25 ár og áskilur samkomulag milli beggja þjóða um aukning þess þann tíma. Eftirlit það sem hér ræðir um er landhelgisvörn dönsku herskip- anna hér við land. Þá vörn hafa íslendingar aldrei haft á hendi, og geta ekki haft um ófyrirsjáanlegan tíma, af 2 gildum ástæðum. Þeir eru of fátækir til þess. Og þeir þyrftu að vera viðurkend hernaðarþjóð til þess. Danir bera allan kostnað af þeirri vörn. Hann hefir numið yíir 100 þúsund krónur á ári. Og þeim er ætlað að bera hann áfram næstu 25 ár, þó að frumvarpið verði að lögum. En af því leiðir heinlínis, að íslendingar geta ekki slcipað Dönum harðri hendi að fjölga gæzluskipum eða auka eftirlit þetta á annan hátt. Hins vegar er Islendingum áskíl- inn réttur til að taka þessa vörn að sér eftir 25—37 ár. Og þá geta þeir hagað henni eftir eigin vild. Hingað til hefir Dönum ekki verið skylt að lögum að verja Yfirréttarmálaflutningsmaður Andr. Hoyer, Aalesund. Símnefni: H e y e r. landhelgi vora. Yér getum ekki skyldað þá til þess. En verði frv. að lögum verða Danir lög-skuldbundnir til þess í 25 ár. Og fá þó ekkert fyrir, missa meira að segja allan hlut í sektarfé og upptæku. Réttinn til landhelgis- veiða hafa þeir fyrir löngu. Hér er því um stórt og gotl ný- mœli að ræða. Vér sögðum að frumvarpið yki atvinnurétt vorn að öðru leyti en að fiskiveiðum. Nú geta Danir gengið jafnt til atvinnu hér og hér húsett landsins börn. Nálega i hverju héraði landsins, kaupstöðum og landhéruðum, er ein eða fleiri dönsk selstöðuverzlun. Alþingi hefir hvað eftir annað reynt að kippa þessu i lag með því að heimta búsetu fastakaupmanna. En sú viðleitni hefir alltaf strandað á þverúð dönsku stjórnarinnar. Verði frv. að lögum, er íslend- ingum innanhandar að gjöra bú- setu kaupmanna að skilyrði fyrir verzlunarheimild. Það leiðir af 1. lið 5. gr„ sbr. athugasemd við 5. gr., Bl.l). bls. XI og XV. Með öðrum orðum, verði frum- varpið að lögum, e r íslending- u m e i n u m t r y g g ð f u 11 n o t landsins og alira ny tj a þ e s s. A víð og <li*eií. Hugleiðingar mn sanihandsmálið. Þið þekkið vist öll söguna af honum Fúsa, vinnumanninum sem stóð á krossgötum og huldufólkið freistaði. Honum voru boðin kosta- kjör ef hann vildi fara þessa eða hina leiðina, auðæfi og alsnægtir. En altaf neitaði Fúsi. Loks var honum boðinn tólgarskjöldur. Það þekkist Fúsi og mælti: »Sjaldan hefi ég flotinu neitað!« og varð að álf. — Svona er nú sagan sú, og mér finst ástand islenzku þjóðar- innar vera eitthvað líkt þessu á þessum tímum. Þjóðin stendur á krossgötum, og á að velja framtíðarbrautina. Öðru megin er henni boðið fullt sjálf- stæði og viðurkenning á fullum rétti hennar, vilji hún þá braut- ina ganga. En á hinni götunni slanda gamlar politiskar vofur og segja: »Þvgðii tólgarskjöldinn, sem þú kannast við, það er mörinn, sem Danir hafa brætt á undan- förnum öldum, sem storknaði 1903 en hafnaðu sjálfstæðinu!« Skyldi nú þjóðin segja eins og Fúsi: »Sjaldan hef ég flotinu neitað? Það sem mér verður fvrst á að athuga í þessu marg-umrædda

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.