Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 15.12.1908, Blaðsíða 1

Reykjavík - 15.12.1908, Blaðsíða 1
 IX., 57 Útbreiddagta blað landsins. Upplag yfir 3000. Þriðjudag 15. Desember 1908 Askrifendur i b æ n u m yflr IOOO. IX, 57 ALT FÆST I THOMSENS MAGASlNI. Oflia Og eldavélar selur Kristján Þorgrimsson. „Reykjayík” hefir undanfarið brugðið E. Hjörleifssyni og Indriða Indriðasyni um svik, í greinum sem heita. jtýr atvinnuvegur °e Kuklið. og jafnframt skorað á þá að gjöra eitt at tvennu, annaðhvort bjóða vantrúarmönnum að rannsaka allar þeirra gjörðir, eða þá höfða mál á móti þeim. Við þessari lögeggjun hafa kuklararnir séð sér þann kostinn heztan — að þegja. „RETKJAVIK" Árg. [minnst 60 tbl.] kostar innanlande 2 kr.; erlendis kr. S,00—3 «li.— 1 doll. Borgist fyrir 1. Júll. Ella 8 kr. Auglgsingar innlendar: & 1. bla. kr. 1,50; 3. og 4. bl«. 1,25 — Útl. augl. 38*/«#/o hærra. — Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Útgef.: Hlutafélagið „ReykjaTÍk“. Ritstjóri, afgreiðslumaður og gjaldkeri Magnús B. Blöndal Pingholtsstræti 23. Talsími 199. Ritstj. er áreiðanl. að hitta heima á virkurn dögum lil. lSt—1 ogr 4 r> síöd. „Reykjavík“ kostar fram- vegis 3 kr á ári. Þeir, sem borga blaðið fyrir 1. Júlí, fá þó eins og hingað til 1 kr. afslátt. Hún verður þannig áfram ódýrasta blað landsins. JCanðsreikningurinn 1907. [Niðurl.] »Rvík« flutti reikningínn allan i síðasta tölublaði og hnýtti við hann nokkrum athugasemdum. Sama hefir »Lögrétta« giört. »ísatold« skammaði stjórnina fyrir reikninginn, en þorði ekki að flytja reikninginn sjálfan, af því að þá hefði enginn trúað skömmun- um. Dilkarnir hennar hafa þag- að enn, hvort sem þeir hafa verið að híða eftir því, að mamma byrj- aði, eða þeir hafa verið réttsýnni en hún á þetta og þvi haft vit á að þeg ja. Seinni skýringin'er ótrúleg, en ómöguleg er hún ekki. Það var annars óheppilegt að landsreikningurinn kom ekki al- menningi fyrir sjónir fvrir kosn- ingarnar, jafnglæsilegur og hann er eftir atvikum, þegar á alt er litið. Ein af aðallygunum i kostiing- arhríðinni var sú, að landsstjórnin væri búin að jeta viðlagasjóð upp til agna og þar að attki komin í stórskuld. Vitanlega vissu þeir, setn útbreiddu þetta, að þeir fóru með víssvitandi ósannindi, en al- menningur vissi það ekki og trúði skrumurunum i því eins og öðru. Nú sýnir landsreikningurinn það svart á hvítu, að h r e i n n á g ó ð i, eða vextirnir af viðlagasjóði, nam 31. des. 1907: 71,362 kr. 77 aur., og hefir þó verið unnið meira stór- virki á landinu á seinastliðnum 5 árum, en á næstu 30 árum þar á undan. þrátt fyrir afarmikið fé til ný- virkja samkvæmt aukafjárlögum og öðrum lögum og allan konungs- komukostnaðinn, varð tekjuhallinn fyrir fjárhagstímabilið 1906—07 ekki nema einar 88,076 kr. 11 aur. bæði árin, í stað þess að fjárlögiu gjörðu ráð fyrir 210,589 kr. 64 aur. tekjuhalla. Það sem af er, er ástandið gott. Og full ástæða til að óska bæði landsstjórn og almenningi til ham- ingju. En framtíðar-hoviuv almennings eru ekki bjartar. Landssjóður kann að súpa af þeim. Og því er full ástæða til að fara varlega. Bókafregn. Maríci Jóhannsdóttir: Systurnar frá Glrænndnl. Rvík 1908. Kostnaðarm. Sig. Kristjánsson. Bókar þessarar hefir lítið verið getið í blöðum og er það illa farið. Eau virðast fylgja þeirri reglu islenzku blöðin, að ritdæma einungis beztu bækurnar, en láta hinna að litlu eða engu getið. Þetta er rangt. Blöðin eiga að hafa vakandi auga á öllum þeim bókum, sem gefnar eru út á ís- lenzku, dæma það allt óalandi og óferj- andi, sem er einkisnýtt eða verra en það, en styðja hvern þann vísir, sem líkindi eru til að verði íslenzkum bók- mentum til stuðnings. Þetta verður bezt gjört með þvi, að ritdæma og benda höfundum hlut- drægnislaust á það er betur má fara. Við megum illa við því íslendingar, að spilla ungum höfundum, jafnvel þó fyrstu verk þeirra séu ekki tilkomu- mikil, annaðhvort með því að ritdæma þá alls ekki, eða þá svo hlutdrægt, að ekki sé neitt mark á því takandi, annað en það, ef hægt væri að sjá hvoru megin höf. hefði staðið í pólitík. Þessi bók hennar Mariu er ekkert listaverk, fjarri því, en hún ber þess þó ótvíræð merki að það er skáld, sem hefir haldið á pennanum, og þeir staðir eru ekki svo fáir, þó hinir séu því miður öllu fleiri, ég tek t. d. frásögnina um það, sem gjörist heima hjá Guðm. J. kaupmanni kvöldið áður en Hjörleifur bregður heitorð við Svanfriði. Þar eru svo mikil tilþrif að okkur veitir ekki af því að fara til „stærri spámannanna“ okkar, til þess að finna eitthvað, sem stendur því jafnfætis. Og svo er víðar. Tökum t. d. þennan kafla : „Það viseu allir héraðsbúar, að Guðbjörg hafði staðið hvíldarlítil og svefnlítil yfir sóttarsæng mannsins síns og barnanna sinna, en þó ekki látið á sjá; að hún hafði gengið óstudd frá greftrun þeirra og borið höfuðið hátt, að vanda; þess vegna þóttu það miklar fréttir, þegar það barst út um sveitina, að það hefði liðið yfir hana, liðið yfir Guðbjörgu í Grænadal“. Þá er lýsingin á Ingibjörgu sýslu- mannsdóttur mjög góð. Málið á sögnnni er fremur gott, og víða er komizt laglega, jafnvel mjög fallega að orði, en innri byggingin, beinagrindin í sögunni, hefir ekki heppnast vel. Ég skal benda höf. og lesendunum á nokkra kafla, ekki vegna þess að mig langi til að slá mig til riddara á kostnað þessarar fátæku, duglegu sveitastúlku, heldur vegna hins að ég álít of mikið í hana spunnið, til þess að látið sé undir höfuð leggjast að benda henni á mistökin, sem orðið hafa hjá henni við þessa byrjunarsmíð hennar. Það er þá fyrst bréfið hans Hjörleifs. Yið lestur þess verður manni ósjálfrátt að spyrja: Getur maður eins og Hjörl. skrifað svona bréf ? Og líklega verður svarið í huga flestra neitandi. Það þarf meiri djúphyggjumann en Hjörl. til þess að skrifa þannig. Andlát hans er líka mjög óeðlilegt. Eða þá séra Árni i Winnipeg. Mér er spurn. Skyldi nokkur prestur tilkynna móður lát dóttur hennar á þennan hátt? Ég á örðugt með að trúa því. Lýsingin á trúlofun þeirra Hjálmgeirs læknis og Sigríðar er einnig mjög ó- náttúrleg, og yfirleitt er allur síðari hluti bókarinnar mikið lakarí en fyrri hlutinn. Lýsingin á þvi, sem fram fer við leiði Sigriðar er svo óeðlileg og ó- viðfeldin, að hún getur ekki annað en sært hvern einasta mann, sem hefir snefil af fegurðarviti. Ég gat þess hér að framan, að margt væri fallega sagt í sögunni- En það er ekki nóg. Oft er eins mikið undir því komið, hvar eitthvað er sagt, eins og hvernig það er sagt. Við mundum t. d. kunna því illa, að heyra prest flytja fyrirlestur um kynbætur búpen- ings af prédikunarstólnum, og gæti þó fyrirlesturinn í sjálfu sér verið mjög góður og nytsamlegur. En það er einmitt samskonar ósamræmi, sem kemur svo víða fyrir í „Systrunum frá Grænadal — Hugsanir, sem eru í sjálfu sér fagrar, eru settar í svo íáránleg sambönd, að listinni er stór- lega misboðið. Þá er það bréfaformið. Það þyrfti höf. að leggja niður, ef hann heldur áfram að fást við skáldritasmíði. Frá- söguköfium, sem gætu orðið talsvert efnismiklir og fallegir, er sleppt, og í stað þess notar höf. langdregin, heim- spekileg bréf, til þess að birta það sem fyrir honum vakir. Slíkt er óviðeigandi og ekki síður hitt, hve margar per- sónur, sem mesta þýðingu gætu haft fyrir söguna, eru skammlífar. Éað er nærri því eins og höf. sé ofurefli að láta þær lifa, treysti sér ekki til þess, af þvi að þá kæmist hann út í það að fást við úrlausnarefni, sem hann réði ekki við. Sum orðatiltæki notar höf. svo oft, að manni leiðast þau og þykir þau ó- viðfeldin; t. d. „dreymandi augnaráð“, sem kemur fyrir oft og víða í sögunni. Höfundurinn minnist líka svo oft á „guð kærleikans“, að varla er hægt að verjast þeirri hugsun, að þar kenni áhrifa frá „Bréfum Júlíu“. En þrátt fyrir þetta ætti bókin að vera lesin. í henni er svo sterk nndir- alda af ástúð og umbótahyggju, að hún mundi verða hollari leetur fyrir íslenzka alhýðu, heldur en söguruslið hans Jóh. Jóhannessonar, svo að ég nefni eitt af því versta, sem borið er á borð fyrir þjóðina í þeirri grein. Skrifað í nóv. 1908. Snorri.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.