Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 27.02.1909, Blaðsíða 4

Reykjavík - 27.02.1909, Blaðsíða 4
40 REYKJAVÍK Hvenær á jeg að líftryggja mig? Það er ómótmsslanlegur sannleikur, að sá sem ætlar að líftryggja sig, á ekki að draga það um einn dag. Geymdu það ekki til morguns, sem þú getur gert i dag. Maður veit ekki hvað morgundagurinn færir manni. í dag er maður svo heilbrigð- ur, að engin hætta er á að fjelagið neiti manni um líftryggingu, en á morgun getur vel skeð að maður sje orðinn heilsulaus. Spyrji menn: „Hvenær á jeg að líftryggja mig?“ verður svarið undantekningarlaust þetta: „Gerðu það strax, frestaðu því ekki um einn einasta dag“. Aldrei fær maður ódýrari líftryggingarkjör, aldrei er það þægilegra, enginn tími er betur valinn en i dag. Fyrir hve mikla upphæð á jeg að liftryggja mig? Fimm sinnum hærri upphæð en árstekjurnar! Eftir töflum „DAN’s“ getur hver 25 ára gamall maður með 2000 kr. tekjum, trygt sig fyrir 10,000 kr. og fær það þá útborg- að 60 ára, gegn 230 kr. árlegri afborgun. Ef hann deyr á unga aldri, getur ekkja hans fengið 400 kr. á ári, eða 500 kr. æfi- rentu, ef hún verður ekkja um þrítugt. Ef liftryggjandinn lifir svo lengi að líftrygg- ingarupphæðin verði borguð út, getur hann fengið 900 kr. árstekjur, það sem eftir er æfinnar, án þess að tillit sje tekið til þess, að bonus getur líka reiknast með. Aðalumboðsmaður fyrir Dan : DAVÍÐ ÖSTLUND Aths. í fjarveru, minni nú um nokk- urra vikna tíma, annast kona mín alt, sem snertir liftryggingarfjelagið „Dan“. Rvik 6. febr. 1909. D. ÖSTLUND. Tœkifæriskaup ! Or^eI-IIarin«i»ium, mjög gott og lítið brúkað er til sölu. Semja má við Guðm. Breiðfjörð, blikksmið, Laufásveg 4. Landsskjalasafnið. Um þingtímann verður landsskjalasafnið opið þriðjudaga, miðvikudaga og laugardaga kl. 9—10 f. h. Um sama skeið gegnir Guðbrandur Jónsson störfum skjalavarðar. Ekkert er jafng-ott og ekkert er betra e* Hatnía íífeip íltepiiir, ábyrj»»t að þær séu langt undir áfengistakmarkin*. la Export-Dobbeltöl Export-Skipsöl Krone- &. Pilsneröl Ljós- & dimmur Skattefri JMalt- & Maltextraktöl Einungis ekta, þegar merkið HAFNIA er á miðanum. Pjið kaupmann yðar um ðltegunðir vorar. Hlutafélagið Kjöbenhavns Bryggerier og Malterier. Staíiatí Kali k Katao Ko. Fríhöfnin. Kaupmannahöfn. Afarstórt nýtízku kafllbrensluhús í Fríhöfninni. Vér mælum með hinu brenda kaffi voru, sem vér ábyrgjumst að sé hreint, mjög sterkt og bragðgott. Selt ýmist í V* °8 V1 pd. pökkum, með vörumerki voru á, eða í stærri sölu. Til sölu botnvörpur, 3 anker (stór) vírrúllur, mahogni-viður. — Alt nýtt. — Semja ber við Gísla Einarsson i Nesi í Selvogi. Jón Sigurðsson. kvæði eftir Guðm. Guðmundsson, lag eftir Jón Laxdal, og Hann „Jón“ (gamanvísur), lag eftir H. Dorce. Ágóðanum verður varið til minnis- merkis Jóns Sigurðssonar. Fæst hjá afgreiðslum. „RvíknPL Ostar beztir og ódýrastir h j á Einari Árnasyni. Thorasens príma vinðlar. Beynid einu Kimii win, sem eru undir tilsjón og efna- rannsökuð: rautt og hvitt P0RTVIN, MADEIRA og SHERRY frá Albert B. Cohn, Kebenhavn. Aðal-birgðir í H. Th. A- Ttiomsens Magasin. 't i ---i » Stór- auðug’ir geta nienn orðið á svipstundu, ef lánið er raeð, og þeir vilja ofurlítið til þess vinna. — Biðjið um uppíýsingar, er verða sendar ókeypis. — Reykjavík, — Pingholtsstræti 3. Stefán RunólÍ88on. Hvar á að kaupa öl og vín? En í Thomsens M a g a s í n. Prentsmiðjan Gutenberg. 22 nú og takið þér vel eftir! Það var hérna eitthvert kvöldð, eftir að ég kom heim og hafði hallað mér út af í sængina. Og hvað skeður? Katrín Ivanowna hafði ekki getað stilt sig um að bjóða húsnæðis- sölukonunni upp á kaffibolla, enda þótt ekki væri nema vika síðan, að þær höfðu húðskammast svo, að hárin risu á höfði þeirra. Þær sátu saman í fulla tvo tíma og hvísluðust sín á milli: )>Þegar Semjon Sacharitsch var búinn að fá embættið, og aftur kominn á föst laun, varð hann auðvitað að mæta persónulega hjá hans hágöfgi, og hans hágöfgi kom sjálfur út og skipaði öllum öðrum að bíða, og leiddi hann inn á skrifstofu sína svo allir sáu«. Og nú skuluð þér fá að heyra það bezta: »Þegar ég lít á það hve mikið vér eigum yður upp að unna, herra Semjon Sacharitsch, sagði hann, þá hefi ég þrátt fyrir hinn léttúðuga breyzkleika yðar. . . hm . . . ákveðið. . . að vegna þess, að þér hafið gefið loforð um að hætta óreglu yðar, og sérstaklega vegna þess, að alt fór í handaskolum hjá okkur þegar þér fóruð« — en bíðið þér, nú kemur það bezta, — »ég treysti þá, sagði hann, á æru- orð yðar!« Þér skiljið auðvitað, að þetta er tómur uppspuni, sem Katrín Ivanowna bjó sjálf til, ekki þó af léttúð eða monti. Nei, hún trúði þessu sjálf — svei mér þá — og huggaði sig með þessari hug- myndasmíð sinni. Og það er Qarri mér að lá henni það, nei, það lái ég henni alls ekki! — Þegar ég fékk fyrstu laun mín, fyrir sex dögum síðan, tuttugu og þrjár rúblur og fjörutíu kópek, þá hafði ég þau alveg óskert heim með mér. Og hugsið yður, þá kallaði hún mig »vininn sinn«. »Hjartans vinurinn minn« sagði hún við mig. Getið þér virkilega skilið það, okkar á milli sagt? — hvað ætti það svo sem að vera, sem ég hefði unnið til j)ess, og hvernig eiginntaður er ég? Samt sem áður klappaði hún mér á kinnina og kallnði mig elsku vininn sinn!« Marmeladow tók sér málhvíld; það var eins og hann ætlaði að brosa, en alt í einu fóru að koma kippir í niðurandlitið á honum. Samt gat hann stilt sig. Kjallaraholan, þetta ógeðslega útlit manns- ins eftir fimm nátta vist í heykænnnni, og ofan á alt saman — brenni- vínspytlan; samhliða þessu hin sjúka ást hans til konunnar og barn- anna, — þetta alt til samans hafði þau áhrif á áheyranda hans, að hann varð alveg utan við sig. Hann varð gramur yfir því við sjálf- an sig, að hann skyldi vera hér staddur. »Herra minn, herra minn!« hrópaði Marmeladow, þegar geðs- 23 hræring hans hafði Iagt sig, — »ó, herra minn, yður finst þetta ef til vill hlægilegt eins og öllum hinum, og ég geri yður ef til vill ein- ungis óþægindi með öllu þessu raunalega hjali um smámuni frá heim- ilislífi mínu; nú jæja, en ég get ekki hlegið að því, mér tekur það alt saman sárt, já tekur það sárt. Og allan þennan himinsæla dag, — þann eina í lífi mínu — og kvöldið eftir, starfaði hugsmíðaafl mitt að því, að leggja ráð á um það, hvernig við ættum framvegis að haga lífi voru, hvernig við gætum gefið börnunum ný föt, og hvernig ég gæti veitt henni hæga, rólega daga, og hvernig ég gæti frelsað einkadóttur mína frá vansæmdinni og tekið hana aftur á heim- ili mitt, og margt, margt fleira . . . Það ætlaði ég að gera, herra minn! . . . Jæja, hæstvirti herra«. — Marmeladow hrökk alt í einu við, reist- ist í sessi og horfði beint í augu áheyranda sínum. — »Jæja, og dag- inn eftir, rétt á eftir öllum þessum fögru áforníum, sem sé á áliðnu kvöldi fyrir nákvæmlega fimm dögum, laumast ég eins og þorpari í kofforl Katrínar Ivanownu, rétt eins og óvalinn þjófur, stel öllu sem var eftir af kaupinu, sein ég hafði komið með lieim (hve mikið það nú var, man ég ekki lengur) og svo, já, gerið svo vel, lítið þér bara á mig! — Öll dýrðin í skarnið! — Fimrn daga hefi ég ekki stigið fæti inn fyrir mínar dyr, og nú er verið að leita að mér! Embættið er farið til fjandans, einkennisbúningurinn er lentur í kjallaraholunni við Egyplabryggju — 1 skiftum fyrir fötin, sem ég er í — og — svo er sagan ekki Iengri«. — — Marmeladow barði sig með hnefanum á ennið, beit á jaxlinn, lét aftur augun, og studdi olnbogunum þung- lyndislega á borðið. En varla var mínúta liðin, áður en alt annar blær var kominn á andlitið; hann setti upp afarslunginn svip, horfði með uppgerðarfrekju á Raskolnikow, fór að hlæja, og mælti: »Ég kom til Sonju í dag og betlaði um peninga. Varð að hafa eitthvað lil þess að reka út timburmennina með! Hí, hí, hí«. »Og hún lét þig fá þá?« kallaði einn, nýkominn inn, og skellihló. »Hérna getið þér séð; flaskan sú arna er keypt fyrir peningana hennar«, svaraði Marmeladow og beindi talinu að Raskolnikow ein- um. »Hún fékk mér sjálf 30 kópek, aleigu sína — ég sá það með mínum eigin augum. — Hún sagði ekki orð, horfði bara þegjandi á mig . . . Þannig grætur enginn né hryggist yfir mönnunura hér á jörðu, heldur að eins þarna uppi; engar ávítanir, ekki ein einasta ásökun, og það svíður sárar, miklu sárar! Já, þrjátiu kópek, og iná þó ekki

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.