Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 24.04.1909, Blaðsíða 1

Reykjavík - 24.04.1909, Blaðsíða 1
1R e$ k J a v t k. X,, 22 Útbreiddasta blað landsins. Upplag yfir 3000. Laugardag 24. Apríl 1909 Áskrifendur í b æ n u m yfir IOOO. X, 22 *ar ALT FÆST f THOMSENS MAGASlNI. “23* Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. 2—3 á spítal, Baðhúsið virka daga 8—8. BÍ8kupsskrifstofa 9—2. Borgarstjóraskrifstofa 10—3 Bóka8afn Alp.lestrarfél. Pósthússtr. 14, 5—8. Bréfburður um bæinn 9 og 4. Bdnaðarfélagið 12—2. Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7. Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og 5—7. Bæjarsíminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7. Forngripasafnið mvd. og ld. 11—12. Islandsbanki 10—2‘Þ og 5‘/»—7. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. 7--8 e.m. Landakotsspítalinn lOVs—12 og 4—5. Landsbankinn lQ'li—2'li. Landsbókasafnið 12—3 og 7—8. Landskjalasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1. Landsjóðsgj.k. 10-2, 5-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 5-7. Landssiminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og 4—6. Læknaskólinn ók. iækning þrd.ogfsd. 11—12. Náttúrugripasafnið sunnud. D/s—2‘/s. Pósthúsið 8—2 og 4—7. Stjórnarráðið 10—4. Söfnunarsjóður 1. md. i mán. kl. 5. Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md. 11—12. „REYKJAYÍK11 Árg. [minnat 60 tbl.] kostar innanlands 3 kr.; erlondia kr. 8,50—4 sli.—1 doll. Sé borgað fyrir 1. Júlí, 1 kr. afsl. Aitglýsingar innlendar: á 1. bl«. kr. 1,50; * og 4. bla. 1,35 — Útl. augl. 33*/a°/o h»rra. — A/sláttur að mun, ef mikið er auglýat. Útgef.: Hlutafólagið „Reykjayík“. Afgreiðalumaður og gjaldkeri LÚÖVÍk Jakobsson, Lækjargötu 6A (bókverzlun Guðm. GamalíelsBonar^. Tal8ími 86. Ritstjóri Jónas öuðla.Ufc>SHon, Suðurgötu 2. Talsími 190. Ritstj. „Reykjavíkur44 er að hitta á skrifstofu blaðsins í Lækjargötu 6A (uppi) kl. 12—2 e. h. Talsími 36. Heima í Suðurgðtu 2 frá. 4—5 e. m. Tnlsími 199. Afgreiðslum. og gjaldkera ,Rvíkur‘ er að hitta á virkum dögum i Lækjar- götu 6 A kl. 8—10 f. h. og kl. 12—3 og 5—6 e. h. Talsími 36. Vér undirskrifaðir stjórnendur hlutafélagsins „Reykjavík“ leyfum oss hérmeð að skora á alla góða menn, er standa i óbættum skuld- um fyrir blaðið „Reykjavík“ og auglýsingar, er blaðið hefir flutt, að greiða skuldir sínar sem fyrst til afgreiðslumanns blaðsins Lúðvíks Jakobssonar bókbindara, Lækjargötu 6A. Blaðið á útistandandi skuldir svo mörgum þúsundum króna nemur, og getur því að eins borið sig að viðskiftamenn þess standi nokkurn veginn i skil- wm. Reykjavík 10. apríl 1909. Lárus H. Bjarnason. Sigfús Eymundss. Tryggvi Gunnarsson. Flokknrinn hyllir Björn. Flestir nema — Skúli. ísland er farið að verða undranna land. Það eru farin að verða hér fleiri furðuverk en Geysir og Hekla. Að minsta kosti má bæta „fyrirbrigðinu" Birni Jónssyni við. Þess eru víst ekki mörg dæmi í heiminum, að ráð- herra hafl haft slík hamskifti sem Björn Jónsson, og það á örfáum dög- um. Það er beinlínis dularfult fyrir- brigði. Að vísu er það ekki nýstárlegt þótt þreklitlar smásálir verði lóttar í vöfum þegar til framkvæmdanna kemur. En hitt er nýstárlegt, að þeir skuli þykjast menn að meiri, og láta berja fyrir sér lof-bumbuna fyrir að hafa runnið. Margir hafa barist á tréskóm — og flúið, en fáir látið fagna sér sem sigur- vegara á eftir. En það hefir Björn Jónsson gert. Og flokkur hans hefir verið svo iitilþægur, svo auðmjúkur og taminn, að hann hefir gert sér alt að góðu og klappað og dinglað rófunni. Segið ekki lengur að Björn Jónsson sé ekki í neinu iíkur Napóleon — að minsta kosti höfðu þeir báðir tryggan lifvörð. Nú er það sannað, og ekki sizt með yfirklóri B. J., að hann hefir runnið ofan af öllum kröfum þeim, sem flokk- ur hans þóttist setja fram. Það er sem sé sannað, að B. J. heflr lofað forsætisráðherranum danska bæði að slaka til i kröfunum (sýna tilhliðr- unarsemi) og berjast á móti skiinaði. Þar með er personalunionin, sem hann er að vasast með, ekkert annað en marklaust hjóm, ryk til að slá í augun á fólki hér heima. Og það er loks sannað, að Björn Jónsson hefir smjaðrað svo ósæmilega frammi fyrir Dönum, að slíks eru engin dæmi fyr. Danska blaðið „Vort Land“ kemst svo að orði, „að hann hafi skriðið á fjórum fótum, staðið á höfði og dinglað rófunni framan i Dani“. Og um leið hefir hann svívirt land sitt og þjóð, með því að likja oss við hjáleigu, og annað þvíumlíkt. Engu af þessu hefir Birni Jónssyni komið til hugar að bera á móti — af því það er ekki hægt. Hann veit hka sem er, að þess hefði ekki þurft, því alla þessa spýu hans hafa blöð hans sleikt upp, og gert sér að góðu. Öll nema — „Þjóðviljinn". Hann einn virðist ekki hafa glatað sómatilflnningu sinni í þessu máli. Það er hörmulegt, að vita af slíkri rotnun (corruption) í andstæðingablöðunum, að þau elcki að eins renna frá stefnu sinni, heldur hefja þann mann til skýj- anna sem hefir traðkað henni. Það hefir sem sé kveðið við í kór hjá hjúunum, „ísafold", „Ingólfi" og „Pjóðólfi", að alt það sem Björn hefði sagt væri ágætt, og í fylsta samræmi við stefnu og álit flokksins. Undir það getur Skúli ekki skrifað, og leyfum vér oss að birta hér ágæta grein úr „Þjóðviljanum", sem hann hefir skrifað um það mál. Tekur hann þar fyllilega í sama strenginn sem „Reykjavík" og „Lögr.“, að því er snertir framkomu Björns, og ætti það að verða, jafnvel æstustu mótstöðumönnum vorum út wn land, nœg trygging fyrir sannleikanum í þessu máli. Skúli Th. er ekki verri flokksmaður en hver annar flokksbróðir hans, og stend- ur oss að engu nær. Þvert á móti. Það er j ví ekki hætt við, að hann hafi ritað þessa grein, til þess að styðja flokk vorn, heldur að eins til þess að draga skömmina ofan af flokki sínum. Og það verður nú fróðlegt að fá að vita, hvort hann stendur nú einn uppi í flokknum í þessu máli, hvort enginn finst þar nema hann, sem þorir að kannast við sannleikann, þótt hann sé beizkur. En þess erum vér vissir — að þeir verða aldrei margir. Ráðherrann hefir trúa þjóna, og þegar svipan dugar ekki, þá segja menn að hann gráti. Þau tár hve jafnvel hræra hrafnshjörtun. Nei, Björn Jónsson situr fastur í sessi, þótt hann svíki alt sem hægt er að svíkja í þessu landi. Hann þokar ekki úr ráðherra-sætinu fyr en þjóðin sparkar honum þaðan. Hann er keisarinn — og lifvörðurinn á þingi er tryggur. Eim iib forseta-utanforina. Förin betur ófarin. „Þjóðviljinn" 20. þ. m. flytur eftir- farandi ritstjórnargrein : í siðasta nr. „Þjóðv.“ gátum vér þess, að utanför forsetanna hefði orðið algjörlega árangurslaus, að því er til sambandsmálsins kemur. Yér gátum þess þá og jafn framt, sem skylda vor, sem blaðamanns bauð oss, að nýi ráðherrann hefði verið í rneira lagi óorðvar1) í viðtali sínu við ýmsa danska blaðamenn. Úrklippur úr eigi all-fáum dönskum blöðum, sem oss hafa borist, sýna — þrátt fyrir sýnilegar ýkjur, og rang- hermi, í sumum viðtals-greinunum, og þrátt fyrir mótmæli ráðherra, að því er til sumra atriðanna kemur —, að blað vort hefir ekki farið vilt vegar. A hinn bóginn létum vér í síðasta nr. blaðs vors þá von í Ijósi, að ráð- *) Auðkent af os». Iðnaðarmenn T Munið eflir að ganga í »Sjúkrasjóö Iðnaðarmannaw. Sveinn Jónsson gjk. Heima kl. 6 e. m. — Bókhlöðustig 10. GÚIHVL SAGA. Asnarnir frœgir frá elztu dögum, átiu sér þing — pað er kunnugt af sögum. Búfróðir, œttfróðir, eftdir í lögum, og bibtíuasnar frá Beliamsdögum. Par átti ad rœða um ríkið og eldið, og efla með samtökum asnaveldið. Föðurlands-kœrleikinn fossað’i úr raufunum frelsið og þjóðrœðið small í klauf- unum. Alt var þar samþgkt með uppréttum trjónum : asnarnir skgldu nú verða að tjónuml Prungnir af etdmóði allir þeir voru att varð uð lúta þeim mörgu, stóru. Peir litu í anda yfir tjónanna val, og þeir langeyrðu kusu sér generat. Peir samþyktu herför — þá benti þá tjónið, þvi lijá þeim stóð enginn minni en tjónið. Pá flýði hver asni, sem féll ekki í valinn, en fyrslur af öllum varð — gener- alinn. Af þessu lœri menn alt í kring : Heimilt er ösnum að halda þing. En láiast a n n a ð en asnar vera, það mega asnarnir aldrei gera! .Jóniis Gnðlmifisson. herra vor hefði verið orðvarari í viðtali sínu við stjórnmálamenn Dana; en því miður hefir þar og skort eigi all-lítid á svo einarða, ákveðna, hreinskúna, og þó um teið hyggilega framkomu, sem þörf var á*). Að því er til viðtals forsetanna við Neergaard, danska forsætisráðherrann, kemur, hefir Ritzau-hraðskeytaskrifstofa sent dönskum blöðum orðrétta skýrslu, sem þeir hafa samið í sameiningu, og undirskrifað*). Af skýrslu þessari sést, að þó að forsetainir hafi í samtali þessu skýrt, frá þvi, að meiri hluti alþingis óskaði konungssambands eingöngu, hafa þeir þó í niðurlagi téðrar skýrslu kveðið svo að orði: „Þar á móti voru í Ijósi látnar, bæði bæði af hálfu alþingisforsetanna og for- sætisráðherrans góðar vonir um, að siðar meir mœtti takast, að finna leið til pess. 2) Auðkent af oss. *) Einn forsetanna, Hannes ritstjóri Porsteinsson, skrifaði þó eigi undir, var fjarverandi, er það var gert, og vissi eigi, fvr en eftir á, um niðurlagsorðin í henni.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.