Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 03.07.1909, Qupperneq 2

Reykjavík - 03.07.1909, Qupperneq 2
V er zlunar fr éttir. Undir þessari yflrskriít mun „Rvík“ framvegir flytja lesendum sínum ýmsar verzlunarfróttir. Terðlag á títlendurn vörum er um þessar mundir fremur hátt hór i borginni. Skal hér nefna verðlag á matvöru: Rúgur................9 au. pr. pd. Kaffi br. og mal. . . 90 au. pr. pd. Rúgmél...............10 - - do. óbrent .... 64 - - - Haframél............16 - - - Sykur (melis og kandis) 28 - - - Hrísgrjón...........14 - - - Púðursykur .... 24 - - - Bankabygg .... 12 - - - Kaffibætir............45 - - - Bygg.................9 - - - Verðið er miðað við smásö u, ódýrara Hveitimél .. . 16 og 12 - - - ef mikið er keypt. Baunir..............16 - - - Verðið er miðað við að minst 100 pd. séu keypt í einu. Hvernig verðlag verður á íslenzkum afurðum er að vísu ekki hægt að segja með vissu enn þá; þó er líklegt að verð á saltfiski verði talsvert lægra nú í ár heldur en í fyrra. Aftur á móti mun ull verða í nokkru hærra verði nú en þá var. Hrogn eru nú seld á 35 kr. tunnan, en voru í nær engu verði síðastl. ár. Síðan þetta var skrifað hafa oss borist þessar fregnir um verðlag á ís- lenzkum vörum erlendis: Saltfiskur hefir hækkað nokkuð. Málfiskur er nú á 60 kr., smáfiskur 45—50 kr. og ísa 35 — 40 kr. Harðfiskur i afarlágu verði, um 60 kr. fyrir skippund. Iirogn seljast á 38—40 kr. tunnan. Lýsi: Þorskalýsi 26 kr. ijóst og 24 kr. dökt, hákarls- og selslýsi 28 kr. Meðalalýsi 37. kr. Selsskinn um 4 kr, Ull. Hún hefir töluvert hækkað. Selst líklega frá 70—80 aura pundið. Dúnn, fremur lágur 10 —11 kr. fyrir pundið. Lambsskinn á 0,30. Sagt er að gott útlit verði fyrir haustvörur. Sigurjón Ólafsson Skólavörðustíg 4 og Klapparstig 20. gefið henni örugga reynslu og heppi- legt, almenningsálit í þeim málum. Það vantar í þeim efnum sem öðrum nauðsynlegan aga, og því miður lika hollan þjóðarmetnað. Því sá sanni þjóðarmetnaður er í því fólginn, að vilja ekki í reyndinni standa öðrum að baki að neinu leyti. Átumein verzlunar vorrar, sem hag- ur þjóðarinnar er að svo miklu leyti kominn undir, er það, að við „fúskum" svo í þeirri grein, berum ekki næga virðingu fyrir þekkingunni og sérment- uninni. Þess vegna hafa menn þotið upp til að reka verzlun, sem engin skilyrði hafa haft til þess, og að eins spilt fyrir verzlun vorri utan lands og innan. Það hefir verið almenningsálit, að enga sérþekkingu þyrfti til að verzla, og á því hefir þjóðin farið flatt. Máske stafar þetta að sumu leyti af því, hve makráðir vér íslendingar er- um, og hve mikla tilhneigingu vér höfum til að afla oss fjár með sem léttustu móti og með því að forðast alt strit. Slík tilhneiging verður altaf að vera innan vébanda þekkingar og reynslu, annars kann hún ekki góðri lukku að stýra. Iðnaður vor hefir strandað alveg á því sama og verzlunin. Menn hafa byrjað að stunda iðnað áður en þeir voru íullnuma í iðnaðargrein sinni, og höfðu kynt sér hana til hlýtar, og af því hefir svo leitt, að við með engu móti höfum getað kept við aðra. Þjóðin hefir þar ekki haft þolinmæði til að nema nóg, og kynna sér nægi- lega reynslu og þekkingu annara þjóða. Þess vegna er iðnaður vor kominn svo, að hann er tæplega styrktar verður, og á það auðvitað ekki lítinn þátt í fjárhagsvandræðunum, því mikil stoð gæti oss verið í því að eiga hollan og heilbrigðan iðnað. Sjávarútvegur vor hefir aftur á móti mikið til strandað á því og honum hrak- að ár frá ári, eins og reynslan sýnir, að vér höfum ekki verið jafn sparneytnir og aðrar þjóðir og ekki kunnað nógu vel til verka. Útgerðin hefir orðið tiltölu- lega miklu dýrari hjá oss en öðrum þjóðum, af því skip og skipaútbúnaður hefir gengið alt of fljótt úr sér fyrir vöntun á liirðingu, og menn hafa ekki sparað nóg eða hirt í mat og öðrum föngum. í því efni getum vér mikið lært af Færeyingum, sem alt af græða á skipaútveg sínum, meðan vér töpum. Munurinn liggur í því, að Færeyingar eru sparneytnari og kunna betur til verka. Og síðast en ekki sízt er sú þýð- ingarmikla ástæða, að oss brestur svo mjög úthald og þolinmæði i öllu, sem vér tökum fyrir. Vér hlaupum frá einu í annað, án þess að hafa fullreynt fyrir okkur, og töpum auðvitað stór- lega á því. Okkur vantar úthald og eljusemi manna eins og Jóta og Norð- manna. Þetta eru í mínum augum ástæð- urnar fyrir því að peningavandræðin eru eins mikil og raun er á, og þetta *r höfuð-ástæðan til þess, að útlend- ingar líta svo smáum augum á oss, og lánstraust vort er svo veikt. Hvernig úr þessu verði bætt? Já, það er ekki fljótsagt. Það verður að koma smátt og smátt með sjálfs- uppeldi þjóðarinnar. Vér verðum að víkka sjóndeildar- hring vorn, afla oss meiri verklegrar þekkingar, og læra sparneytni og reglu- semi. Og umfram alt verðum vér að læra það sem css skortir svo mjög á: holla og góöa samvinnu. Tímarnir eru orðnir svo, eftir minni meiningu, að alt þetta pukur, alt þetta smáa „fúsk“ er orðið dauðadæmt, bæði í verzlun, iðnaði og sjávarútveg. í fám orðum sagt verður þetta því leiðin, sem þjóðin verður að læra að ganga, ef hún ætlar að rétta við: sparsemi, samvinna, þekking og hollur þjóðarmetnaður, sem færist ekki meira í fang en hann er fær um. Yér íslendingar megum ekki lengur vera flippa og manchettumenn — vér verðum að fara að verða starfsmenn. Nær og íjær. Minnisvarði afhjúpaður. Þann 14. f. m. var afhjúpaður minnisvarði yfir Ólaf læknir öuðmundsson á Stór- ólfshvoli, fyrir sýslufund. Hann var allra manna vinsælastur þar eystra, og var minnisvarðanum komið upp með frjálsum samskotum Rangæinga. Ræður héldu þeir prestarnir Eggert Pálsson alþm., Kjartan Einarsson próf. í Holti og séra Skúli Skúlason í Odda. Ólafur heit. var albróðir frú Theodóru Thoroddsen og þeirra systra, og mágur prófessors B. M. Ólsens. Hinn setti læknir í Rangárvalla- sýslu, Ólafur Ó. Lárusson, slasaðist á leiðinni austur. Datt hann af hestbaki og fótbrotnaði. Það vildi honum til hamingju, að landlækni Guðmund Björnsson bar að rétt á eftir og batt hann um fótinn; liggur læknir nú þar eystra. Yonandi að fótbrotið hafi ekki alvarlegri afleiðingar. Faðir Ólafs læknis, hér í bænum, hefir nýlega fengið bréf frá honum og er látið þar vel yfir batanum. Afli dágóður á þilskipunum hér við Faxaflóa. Inntökupróf við hinn almenna mentaskóla gengu nú 19 nemendur undir og stóðust 16 prófið. Aðstoðarprestur hjá séra Jens Pálssyni í Görðum er Þorsteinn Briem cand. theol. orðinn. Sýslumannsembættið í Vestmann- eyjum er veitt Karli Einarssyni að- stoðarmanni í stjórnarráðinu. Haraldur Níelsson prestur er settur til að þjóna prestaskólakennaraembætt- inu í sumar, frá 1. júlí, með hálfum launum. Prestastefna er nú þessa dagana á Þingvöllum, sækja hana margir prestar. Ifarl Kiichler, hinn góðkunni vinur vor, hvað vera væntanlegur hingað í þessum mánuði. Dr. Helgi Péturs er ’agður af stað í rannsóknarferðir sínar. Hann dvelur í sumar á Austfjörðum og kemur aftur í september. Sóra Einar Jónsson er kosinn prestur að Desjarmýri. „Hvítá“ heitir nýr vélarbátur, sem fólagið „Stigandi“ í Borgarnesi hefir keypt og ætlar til ferða frá Borgarnesi og upp eftir Hvitá. Báturinn fór héðan upp eftir á laugardaginn var. Hann er 10 metra á lengd, 2®A á breidd og l'/io á dýpt. Vélin er Norrönavól með 6 h. a. Skriðhraðinn 6 mílur. Báturinn er bygður úr eik, kantsettur og málm- sleginn í botn. Hann er með sórstöku lagi, sniðinn eftir norskum fljótabátum, flatbotna mjög, ristir eigi nema 17 þml. óhlaðinn, en 22 þml. með 5 tonna hleðslu. Bátinn hefir 0. Ellingsen skipasmiður hér útvegað smíðaðan frá Noregi. Verðið var 5,150 kr. Ætlun eigendanna er, að báturinn komizt alla leið upp að Síðumúla og er þetta þá mikilvæg samgöngubót fyrir Borgarfjarðarhéraðið. Frézt hefir um fyrstu ferð bát.sins frá Borgarnesi og upp eftir. Hann fór þá að eins með flutning að Hvítárvöllum,en alt gekk vel. Frönsk heiðursmerki. Matthías Einarsson læknir hór við franska spí- talann og Halldói’ Gunnlaugsson læknir í Vestmannaeyjum hafa verið sæmdir frönsku heiðursmerki: „Officier d’ academie8. Magntís Júlíusson cand. med. er settur læknir í Strandahóraði, fór hann á stað þangað fyrir skömmu. Erlend símskeyti til „RvÍIímp4*. Kaupm.h. 1. júli 1909. Zeppelin býr sig undir norður- heimsskautsferð. „£eiðrétting“ og svar. Leiðrétting. í síðasta blaðinu „Reykjavík" stendur frásögn um það, í meira lagi óvin- gjarnlega orðuð, að meirihlutinn á þingi hafi „skipað" mig, sem „með- ráðamann“ ráðherrans, er hann siglir næst. Þessi ummæli verð ég að lýsa bein ósannindi, því að hvorki meirihlutinn á alþingi né stjórn hans, hefir falið mér neitt slíkt. Og mér er fullkunnugt um, að meiri hlutinn á alþingi álítur slíkt ráðunauts starf með öllu ónauðsynlegt. Og þó aö það sé nú fyrirætlun mín að fara til útlanda — til Þýzhálands — þá er það engin nýjung, þar sem ég hefi farið þangað einu sinni á ári, stundum tvisvar á ári, í meir en 20 ár.. Reykjavík, 20. júní 1909. Björn Kristjánsson. Svar. Oss er sönn ánægja að birta þessa „leiðréttingu". „Rvík“ gefst sjaldan kostur á að sýna átakanlegar sann- sögli andstæðinga sinna en í þetta skifti. Vér hefðum getað vitnað til ýmsra flokksbræðra B. K. til. sönnunar voru máli, en nú látum vér oss nægja að birta aðeins, þetta litla símskeyti, sem „Rvík* ba.rst í gærkvöld og hljóðar svo : Káöiierrans gætt strang;- lcga af (Btrni) Kristjáiissyni og Sveini (Björnssyni) sein liann kallar privat skrifara (sína) ! ! ! Á dönsku : Ministeren strengt bevogtet, Krist- janson, Sveinn, som han kalder privat Sekrætere. Hvenær verður svo lagt af stað til Þýzkalands B. K., eins og „undanfarin 20 ár“?

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.