Reykjavík - 24.07.1909, Síða 1
iKe^k j a\>í h.
X., 37
Útbreiddasta blað landsins.
Upplag yflr 3000.
Laugardag 24. Júlí 1909
Áskrifendur í b æ n u m
yfir IOOO.
grS" ALT FÆST I THOMSENS MAGASlNI.
Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. 2—3 á spítal.
Baðliúsið virka daga 8—8.
Biskupsskrifstofa 9—2.
Borgarstjóraskrifstofa 10—3.
Bókasafn Alþ.lestrarfél. Pósthússtr. 14, 5—8.
Bréfburður um bæinn 9 og 4.
Búnaðarfélagið 12—2.
Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7.
Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og 5—7.
Bæjarsíminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7.
Forngripasafnið opið 11—1 frá lB.jún.—lö.sept.
Islandsbanki 10—2‘/2 og 5V*—7.
Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3, ld. 7--8 e.m.
Landakotsspítalinn 10V»—12 og 4—5.
Landsbankinn ÍO1/*—21/®.
Landsbókasafnið 12—3 og 7—8.
Landskjalasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1.
Landsjóðsgj.k. 10-2, 5-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 5-7.
Landssíminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og4—6.
Læknaskólinn ók. iækning þrd. ogfsd. 11—12.
Náttúrugripasafnið sunnud. l*/a—2'/»-
Pósthúsið 8—2 og 4—7.
Stjórnarráðið 10—4.
Söfnunarsjóður 1. md. í mán. kl. 5.
Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md. 11—12.
„REYKJAYÍK"
Árg. [minnst 60 tbl.] kostar innanlands 3 kr.; ©rlendi*
kr. 8,50—4 sh.—1 doll. Sé borgað fyrir 1. Júlí, 1 kr. afsl.
Auglýsingar innlendar: & 1. bl«. kr. 1,60;
og 4. bls. 1,36 — Útl. augl. 3S*/»°/° h»rra. —
Afsláttur að mun, ef mikið er auglýat.
Hlutafélagið „ReykjaTÍk“.
Ritstjóri Jónag Guðlaugsson,
Kirkjuitræli 10. Talsími 199.
Ritstj. „Reyk;javík;ur“
er að hitta í
Iíirkjustræti 10 frá 4—5 e. m.
Tnlsími 199.
yifgreiðsla ,Reykjavikur‘
er á Smiöjustíg T.
Afgreiðslum. blaðsins er áreiðanlega
að liitta þar kl. ÍO—11 f. m.
og 3—4 e. m.
Síðasta hneyxli ráðherra.
Bjarni frá Vogi verzlunarfulltrúi.
„Öllu er að trúa“, gæti maður haft
fyrir einkunnarorð , fyrir stjórn Björns
Jónssonar.
Það sem hann gerir er jafnan tvö-
falt verra, tvöfalt einfaldara og tvöfalt
hlálegra, en nokkur mótstöðumaður
hans getur gert sér hugmynd um
fyrir fram. Það er stöðugt yfirboð
yflr almenningsálitið, sem er þó farið
að verða alt annað en gott. Seinasta
yfirboðið var þegar hann gerði Bjarna
Jónsson frá Vogi að verzlunarerindreka,
það verður að tvítakast: Bjarna Jóns-
son frá Vogi verzlunarerindreka!!!
Þegar þessi fregn barst út, vildi
enginn trúa henni. Andstæðingar
stjórnarinnar hristu höfuðið : „Dýpra
og dýpra, en tæpast þó svo djúpt".
Og fylgismenn B. J. brugðust reiðir
við og sögðu að nóg mætti nú fetta
fingur út í sem satt væri, þó ekki
væri farið að ijúga líka.
Jafn lygilega fregn höfðu menn ekki
heyrt í háa herrans tíð, og enn þá ó-
trúlegra þótti, þegar það fréttist að
Bjarni ætti að fá iaun beggja verzlunar-
fulltrúanna, sem þingið samþykti, og
fela þá báða í sinni einu, verzlunar-
fróðu persónu!
En nú er ekki lengur um þetta að
efast, nú vita allir að þetta er satt.
Og hvað er þá það sem hér heflr
gerst ?
Areiðanlega stærsta bitlinga-hneyxlið
sem nohhurn tíma hefir gerst í þing-
sögu Islands.
Manni sem enga minstu sérþekkingu
heflr á verzlun og viðskiftum, er falin
sú vandamikla og þýðingarmikia staða,
að efla og greiða úr viðskiftum
vorum við önnur lönd, opna nýja
markaði, og gera yflr höfuð alt sem
trygt getur íslenzka verzlun.
Það liggur í augum uppi, að til þess
að geta tekist slíka stöðu á hendur
og leyst hana sómasamlega af bendi,
þarf margra ára verzlunar-reynslu utan
lands og innan, og nákvæma vöru-
þekkingu o. fl.
En Bjarni frá Vogi heflr aldrei á
æfl sinni fengist við verzlun, hann
hefir ekki einu sinni verið svo mikið
sem búðardrengur. Og við, sem þekkj-
um hann vel, vitum að ekkert liggur
honum fjær en verzlun og verzl-
unarmenska. Og starf það sem Bjarni
fær, krefur svo mikillar þekkingar, að
þótt hann legði sig allan fram þessi tvö
ár sem honum er veitt staðan, gæti
hann ekki hafa aflað sér helmingsins
af þeirri þekkingu, sem er nauðsynleg
í slíkri stöðu.
Hér er því að ræða um opinber
býtti milli stjómarinnar og Bjarna,
býtti á laununum og þeirri einu verzl-
unarvöru sem Bjarni hefir.
Það sézt bezt á því, að ágætlega
verzlunarfróðum manni, Gunnari Ein-
arssyni (syni Einars i Nesi) kaupmanni,
var synjað stöðunnar, og hafði hann þó
meðmœli állrar kaupmannastéttarinnar
í Reykjavík.
Gunnar Einarsson hefir rekið verzl-
un í tugi ára, og er hygginn maður
og vel að sér, svo ólíku meiri trygg-
ing hefði verið fyrir því, að hann hefði
getað orðið til gagns í stöðu þessari.
A lþingisgarðurinn
verður opinn á sunnudögum frá
1—2!/a í góðu veðri.
Nei, býtti eru það og ekkert annað.
Hvað finst mönnum þá um þetta?
Er hægt að ganga lengra í hlut-
drægni og siðspillingu (corruption) en
gert hefir verið í þessu tilfelli ?
Þýðingarmikil staða, launuð með 12
þúsundum á ári, er veitt algerlega
óhæfum og ónýtum manni, svo óhæf-
um, að reyndur kaupmaður hér í bæn-
um sagði við oss, að hann vildi gefa
aðrar 12 þúsundir á ári til þess, að
Bjarni Jónsson skifti sér ekkert af
verzlunarmálum vorum. Hann gæti
ekki gert annað en spilla fyrir íslenzkri
verzlun.
Sumum finst fyrirgefanlegt þótt
stjórnin hefði slett einhverju i Bjarna,
eins og ástatt er, en þá hefði hún átt
að gera það á annan hátt. Menn gátu
t. d. hlegið að því, en engan gat það
skaðað, þótt hann hefði fengið skálda-
laun eða ritlaun fyrir „Dauðastundina"
og „Ekki veldur sá er varir“. En
þetta getur skaðað landið, stórskaðað
það. Það er miklu hættulegra, en þótt
Bjarni hefði verið gerður yflrflskimats-
maður eða skipstjóri á einhverju ,Thore‘-
skipinu, sem hann er jafn fær um og
að vera verzlunarfulltrúi.
Loks er það að athuga við þessi
býtti, að þau eru algerlega ólögleg.
Samkvæmt fjárlögunum áttu verzlunar-
fulltrúarnir að vera fleiri en einn, og
ráðherra hafði lýst því yfir á þinginu,
að þeir ættu að vera tveir, með 6000
kr. launum hver. Hér eru því ákvæði
laganna beinlínis brotin.
Og loks er Bjarni látinn fá launin
hér um bil tveim mánuðum áður en
lögin um ráðunautana geta verið komin
í gildi.
En í raun og veru gæti maður þó
sagt að þetta sé alt smávægi í saman-
burði við aðal-veitinguna. Það er
sannarlega blóðugt að sjá 24 þúsund-
um kastað út til að skemma fyrir ís-
lenzkri verzlun, meðan nauðsynja-
fyrirtæki bíða og eru skorin niður
unnvörpum á síðasta þingi.
Og þetta lýsir um leið svo mikilii
fyrirlitningu á almenningsálitinu ís-
lenzka að furðu sætir.
„ísafoldar“-Björn átti erindið í ráð-
gjafa-sessinn, það sézt betur og betur.
Vonandi fer það nú bráðum að sjást
svo vel, að menn fari að gefa honum
orlof ofan úr sætinu aftur.
Útlönd.
Russland.
Dumunni er nýlega lokið og hefir
hún á þessu ári samið mörg nýt og
heppileg lög. Meðal þeirra laga sem
X, 37
IOnaðarmenn I
Munið eftir að gangai »Sjúkrasjóð Iðnaðarmanna.c
Sveinn Jónsson «k*
Heima kl. 6 e. m. — Bokhlöðustig 10.
eru þýðingarmest, eru lög sem gefa
bændunum ákveðnari jarðeignarrétt,
og lög um alment trúfrelsi. Enn-
fremur lög, sem rýmka mikið um
eftirlit (censur) á rússneskum bók-
um og tryggja betur rétt rithöfund-
anna en áður hefir verið. Er talið
vafasamt hvort öll þessi lög nái
staðfestingu keisarans, en hinsvegar
álitið mjög óhyggilegt ef keisarinn
feldi þau, því umbótamennirnir og
stjórnarmennirnir á þingi hafasam-
einað sig um lögin.
Mikla athygli hefir það vakið í
heiminum að Bursew einn af helstu
lögregluspæjurum Rússa, hefir ráð-
ist á forstöðumann rússneska leyni-
lögregluliðsinsí París, Harting, í tíma-
ritinu »Matin«, og borið á hann, að
hann eigi sök á að Roshdestweski
skaut á ensku fiskiskipin, með því
að hann hafi símað til R. að þau
liefðu japanskar tundurvélar með
sér. Hann her honnm og á hrýn
að hann hafi látið myrða uppreisn-
armanninn Tsherniak. Ennfremur
heíir Bursew sagt að Stendahl for-
ingi sænsku leynilögreglunnar sé í
þjónustu Rússa, og fái stór laun
fyrir að hafa auga með rússneskum
flóttamönnum sem koma til Sví-
þjóðar.
Kólera geisar í Péturborg um
þessar mundii'.
Tyrkir og Grikkir.
Rimma mikil er milli Tyrkja og
Grikkja 'ÚL af Krít. Vilja Tyrkir
með engu Jmóti missa af Krít, en
Grikkir halda aftur fast við statusquo.
Er jafnvel sagt að hvorutveggja séu
vígbúnir. Stórveldin eiga ilt með
að skifta sér af þessu máli, þvi þau
hafa heimt her sinn burt frá Krít,
og gefið eyjarskeggjum loforð fyrir
að þeim myndi þolast að samein-
ast Grikkjmn. Hinsvegar kemur
þeim illa vegna eigin hagsmuna að
snúast móti Tyrkjum. Segja því
blöð þeirra sitt á hvað, og er með
öllu óvíst hver málalokin verða.
IJiii» verjaland.
Þar lítur út fyrir að ráðaneytis-
skifti verði bráðlega. Erindreka
keisarans v. Lucas hefir ekki tekist
að splundra frjálslyndaflokknum út
af bankamálinu. Hann var þó kom-
inn á góðan veg með það og hafði
spanað foringja hans Andrassij og
Justli hvorn uppi á móti öðrum.
En á síðustu stundu sameinuðust
þeir og hafa meiri hluta í þinginu.
Krefjast þeir nú að ráðaneytisskifti
fari fram, og má búast við að Franz
Jósef geri alt sem gert verður til að
liindra það, því frjálslyndi flokkur-
inn vill banka-aðskilnað milli Aust-
urríkis og Ungverjalands. Hefir
hann nú boðað þá Andrassy og
Justh á fund sinn til að reyna að
miðla málum. Hin núverandi stjórn,
sem Wekerle stendur fyrir, er orðin
i stórum minni hluta og auk þess
innbyi-ðis ósamþvkk.