Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 24.07.1909, Blaðsíða 2

Reykjavík - 24.07.1909, Blaðsíða 2
146 RE Y K J A VI K Sigurjón Ólafsson Skólavörðustig 4 og Klapparstig 30. Austurríki á nú sem stendur í mestu fjár- kröggum. Útgjöldin á fjárlögunum er 265 miljónum meiri en tekjurn- ar. Þessu er reynt að bæta úr með því að leggja á ýmsa skatta og tolla. Helstu skattarnir eru hækk- un á eignaskatti og erfðaskatti, nýr vínskattur, »yngismanna« skattur, og hækkun á járnbrauta farmgjaldi. En samt sem áður verða útgjöldin á núverandi fjárlögum um 3 miljón- um meiri en tekjurnar, og er þó talið mjög vafasamt hvort allur þessi skattauki verði sainþyktur. Nær og fjser. Lögreglustjóri á Siglufirði er Kristján Linnet cand. jur. skipaður í sumar. Fnllnaðarpróf í málfræði hefir Sigurður Sigtryggsson tekið við há- skólann með I. einkunn. Yíirfiskimatsmenn eru skipaðir á Seyðisfirði: Sveinn Árnason kaup- maður, á Akureyri Einar Finnboga- son verzlunarmaður, í Yestmanna- eyjum Kristmann Þorkelsson verzl- unarmaður og á ísafirði Kristinn Gunnarsson sjómaður. Sjóðþurð Guðna Eyjólfssonar hef- ir verið greidd af vinum hans, og er hann nú látinn laus og málsókn hætt. Iíruknun. Á ísafirði datt maður út af bryggju og druknaði. Hann hét Hálfdán Brynjólfsson og átti heima i Hnífsdal. Tvær prentvillur hafa slæðst inn i síðasta blaði, önnur i »Nær og íjær«: Smáskeytataxti, á að vera Símskeytataxti og í »Erlendum símskeytum«: Bethman-Hallvei, á að vera Bethman-Hollweg. Bókafregn. Tímaritin. Annað hefti „Eimreið- innaru er komið fyrir nokkru og eru í því margar góðar greinar. Sérstak- lega er þar ágæt grein eftir Guðmund skáld Friðjónsson um sjáifstæðismálið, sem á það skilið, að allir hugsandi Islendingar lesi hana. Þar er saga og kvæði eftir Jón Sigurðsson frá Kaldaðar- nesi, hvorttveggja mjög laglegt. Kvæði eru þar tvö eftir Sigurð Nordal, ungan mann og efnilegan, sem stundar mál- fræði8nám í Höfn. Ymislegt fleira, svo sem góðir rit- dómar eru í „Eimreiðinni41 í þetta skifti. Af „Skírniu eru nú 2 hefti komin út, og eru fremur féfurðu lítil. Þó er margt gott í ferðasögu Helga Péturs- sonar, og alt af gaman að lesa það sem hann skrifar. í fyrra heftinu var og ágæt grein eftir Einar Hjörleifsson: ,Skapstórar konur;1 er það alþýðuerindi, sem hann flutti fyrir Stúdentafélagið í vetur. Sömuleiðis smásögubrot eftir hann er nefnast „Vistaskifti", einstak- lega lipurt og smekklega skrifað. Smá- sögurnar eru vafalaust sú grein skáld- skaparins, sem E. H. lætur bezt. Annars er fátt markvert í „Skírni“. Tímarit kaupfélaganna er komið út ekki alls fyrir löngu, er það ágætt rit og fróðlegt í sinni grein, sem alþýða manna þyrfti að kynna sér nákvæm- lega. í þessu hefti er meðal annars einkar fróðleg skýrsla um hag og rekstur kaupfélaganna íslenzku. Sam- bands-kaupfélagahreyfingin sem tímá- ritið berst fyrir, er nauðsynjamál mikið og á vafalaust mikla framtíð fyrir höndum. Tvær bækur hafa oss ennfremur borist, anDað er lítið kver, prentað á ísafirði, með þýddum sögum eftir Guðm. skáld Guðmundsson, er nefnist „Bifreiðin". Eru sögurnar góðar og vel valdar og þýðingin mjög góð. Kverið er hið eigulegasta. Hitt eru Smásögur eftir Jón Trausta (Guðm. Magnússon). Smásögur þessar hafa flestar verið prentaðar hingað og þangað í blöðum og tímaritum, og eru með því fyrsta er höf. hefir skrifað í óbundnu máli. Þær bera þess víða merki, og verður ekki yfirleitt sagt að þær standi skáldsögum hans á sporði. Þó er sagan „Á fjörunni" ágætlega skrifuð, og efnið séð með sama auga og beztu persónurnar í hinum stærri skáldsögum Jóns Trausta. Aftur eru sumar smásögurnar fremur léttmeti, eins og t. d. „Kappsiglingin". í þeirri sögu er ekkert sem segir til faðernisins. í „Sigurbirni Sleggju" eru góð tilþrif, en ekki er þó listin þar ómenguð. Yfirleitt virðast mér smásögur þessar bera vott um, að G. M. Játi ekki eins vel að skrifa smásögur eins og rómana. Smásögur byggjast á enn þá nákvæmara formi og stýl en rómanar, en sú hliðin hefir aldrei verið hin sterka hlið G. M., enda þótt hún sé alls ekki svo veik, sem sumir mótstöðumenn hans vilja gera orð á. Guðmundur hefir gleggri heildsjón og gJeggri þekkingu á íslenzku lífi en nokkurt annað íslenzt sagnaskáld, en hann er ekki enn þá að sama skapi listamaður. En sjáanleg framför í þá áttina hefir þó verið á síðustu bókum hans. En í þessum sögum gætir þeirra framfara ekki nógu mikið, enda eru þær, eins og ég hefi áður getið um, með því fyrsta sem hann hefir skrifað. Sigurður Kristjánsson hefir kostað útgáfuna, og er hún einkar vel vönduð, eins og hans er vandi. Handavinnunám ísl. stúlkna ytra. í efri deild alþingis nú síðast var feldur úr fjárlagafrumvarpinu styrkur sá upp á 300 kr. hvort árið, sem um næst íundanfarin ár haíði verið veittur til tveggja íslenzkra stúlkna til handa- vinnunáms hjá „Kunstflidsforeningens Friundervisning" í Kaupmannahöfn. Fyrir þennan styrk hefir stúlkunum eigi aðfcein3 verið veitt ókeypis kensla í listasaum, munstursteikningu, baldýr- ing, knipling o. fl. um 4 mánaða kenslu- skeið, frá 1. júní til 1. okt., heldur einnig ókeypis fæði og húsnæði; svo hefir og stúlkunum verið gefinn kost- ur á að sjá alt það í höfuðborginni og nágrenni hennar, sem merkilegt þykir og fræðandi, undir handleiðslu kunnugra. Þar að auki hefir stór- kaupmaður Þórarinn Tulinius veitt stúlkunum ókeypis far með skipum „ Thore “ -félagsins. Yegna þess að hinn umræddi fjár- styrkur. þannig eigi verður veittur á árunum 1910 og 1911, sér félagið sér eigi fært að veita stúlkunum ókeypis undirhald eða fæði og húsnæði á þessu tímabili, en eftir sem áður mun.það sjá stúlkunum fyrir ókeypis kenslu og hlutast til um, að vera þeirra í Kaup- mannahöfn yrði svo fræðandi fyrir þær sem að undanförnu. Eftir beiðni forstöðukonu félagsins, frúar Emmu Gad, bið ég yður, herra ritstjóri, svo vel gera, að birta þetta í blaði yðar, og skal þess getið, að í fyrra sumar notuðu kensluna fjórar íslenzkar námsstúlkur í stað tveggja, og því nær að öllum jafnaði tekur ein eða fleiri stúlkur af íslandi þátt í ó- keypis kenslu þeirri, sem veitt er að vetrinum til. Reykjavík, 8. júlí 1909. ./. Havsteen. Leiðrétting frá hr. Ó. Björnssyni. Hr. ritstjóri! í „Reykjavík" þ. 26. júní þ. á. segið þér, að grein í sama blaði frá hr. Þórarni Tulinius, hafi verið með þekkjanlegri rithönd minni. Þetta lýsi ég helber ósannindi, og vona, að rithöndin á þessum línum sannfæri yður um, að svo sé. — Bollaleggingar blaðsins og ályktanir, sem á þessu eru bygðar, eru því ekkert annað en stað- leysa. Kaupm.h., þ. 10. júlí 1909. Olafur Björnsson. . * * * Það er sjálfsagt að verða við þeirri ósk hr. Ó. B., að birta þessa „leið- réttingu" hans. „Reykjavík" vill aldrei gera neinum manni viljandi rangt til. Að rithöndin á skjali Þórarins Tuliniusar væri rithönd Ó. B., höfðum vér eftir góðkunningja hans og skóla- bróður, sem bar þá rithönd saman við bréf frá honum. En auðvitað getur það skeð að honum hafi skjátlast. Vér höfum enga löngun til að bendla kunningja vorn Ó. B. við þetta mál, og skulum því með ánægju taka orð hans trúanleg. En þess skulum vér láta getið, að leiðréttingarskjal Þórarins Tuliniusar, var sent oss frá bróður hans Sv. B., og utan á umslaginu stóð: „Sveinn Björnsson yfirréttarmálafærzlu- maður", svo um það var ekki að villast. Vér unnum sem sagt Ó. B. að vera lausan þessara mála, enda skoðum vér þessa leiðréttingu sem órækan vott þess að hann vilji ekki láta bendla sig við þetta óhappamál. Og það láum vér honum satt að segja ekki. ____________ Rilstj. Erlend símskeyti til „Kvíkur**. Kaupm.h. 13. júlí. Clemenseau steypt af stóli. Briand verður forsœtisráðherra. Um þessi stórmerku tíðindi verð- ur^skrifað nánar síðar. 6jalððagi „Reykjavikur“ var X. júlí. Rey kj av í k u r f r étt i r. Tiðln ágæt undanfarna viku, sólskin og. blíða á dagi hverjum. Glrrænlandsfararnir dönsku komu hingað á Þriðjudag- inn og fóru aftur á Fimtudaginn. Foringi fararinnar er Einar Mikkelsen kapteinn, og er leiðangurinn stofnaðúr til að leita að líkum Myliusar Ericksen og þeirra félaga. Fara þeir fyrst um bygðir og síðan til óbygða. Þeir urðu fyrir því óhappi að grænlenzku hund- arnir þeirra drápust á leiðinni. Yerða þeir því að afla sér nýrra hunda á- Grænlandi. Búast þeir við að koma seinna í sumar til Dýrafjarðar, til að síma heim hvort þeim hafi tekist að' afla hundanna. Þeir eru eins og kunn- ugt er nauðsynlegir við heimskauta- ferðir og notaðir til að draga sleða. Meðan Grænlandsfararnir stóðu hér við, lánaði konsúll Thomsen þeim hesta til að ríða inn í Laugar og um nágrennið, og lét sýna þeim það sem markverðast er í bænum. ISæjarstjórnaraimáll. Fundur. 15. þ. m. Neitað boði' 0. Forbergs um kaup á lóðarræmu tih breikkunar Skálholtsstígs. Skógrœktarfélagi Reykjavíkur veittur 200 kr. styrkur úr bæjarsjóði yfir- standandi ár, eins og að undanförnu. Heilbrigðisnefnd hafði lagt til, að Siggeir Torfasyni kaupmanni skyldn veitt slátrunarleyfi. Bæjarstjórn ákvað,. að veita leyfið því að eins að hann fullnægi ákvæðnm heilbrigðis-samþykt- arinnar hér að lútandi. Til þess að meta af hálfu bæjar- stjórnar jarðaspjöll ofan Elliðaá vegna lagningar vatnsveitunnar var kosinn Björn Guðmundsson kaupm. Kosnir í nefnd til þess að semja frumvarp til nýrra fundarskapa fyrir bæjarstjórnina: Kl. Jónsson, Jón Jens- son og Kr. Jónsson. Oasmálið. Bæjarstjórn samþ. að gefa borgarstjóra umboð til að undirskrifa fyrir sína hönd byggingarsamþykt um gas-stöð í Reykjavík við Carl Franche í Bremen, eða umboðsmann hans hér í Reykjavík, eins og samningur þessi lá fyrir bæjarstjórninni prentaður og með þeirri skýringu og viðbót, er lá fyrir fundinum skrifleg og umboðsmaður C. Franche’s hafði einnig samþykt. Stjórnarráðið óskar í bréfi dags. 13. þ. m. umsagnar bæjarstjórnar um er- indi 3ja bæjarfulltrúa út af lóðarkaup- um undir byggingar gas-stöðvarinnar. Gas-nefndinni falið að svara bréfinu. Samþ. með öllum greiddum atkv. svohlj. till.: „Bæjarstjórnin gefur gas- nefndinni umboð sitt til að hafa alla umsjón með öllu því, er þarf til þess að fullnægt sé byggingarsamningi þeim, er gerður hefir verið við C. Franche i Bremen um byggingu gas-stöðvar“. Samþ. brunab.v. á húsi H. Jóns- sonar á Liltabæ á Grímsstaðaholti 698 kr. Biibup er á yfirreið um landið þessadagana. 41

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.