Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 09.10.1909, Blaðsíða 1

Reykjavík - 09.10.1909, Blaðsíða 1
IRe^hí avíh. X, 48 A. Útbreiddasta blað landsina. Upplag yfir 3000. Laugardag 9. Október 1909 Áakrifendur í b se n u m yfir IOOO. X, 48 A. BGT" ALT FÆST í THOMSENS MAGASÍNI. Ofixa Og eldavélar selur Kristján Þorgrímsson. Augnlækning ók. 1. og 3. þrd. 9—3 á apítal. Baðhúsið yirka daga 8—8. Biskupsskrifstofa 9—2. Borgarstjóraskrifstofa 10—3. Búkasafn Alp.lestrarfél. Pósthúastr. 14, 5—8. Bréfburður um bæinn 9 og 4. Biinaðarfélagið 12—2. Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7. Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og 5—7. Bæjar8Íminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7. Forngripasafnið opið hv. virkan dag kl. 11 12. Islandsbanki 10—2'/« og 6l/«—7. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. 7--8 e.m. Landakot88pitalinn ÍOV^—12 og 4—5. Landsbankinn 101/*—21/*. Landsbókasafnið 12—3 og 5—8. Landskjalasafnið á þrd., fmd. og Id. 12—1. Landsjóðsgj.k. 10-2, 5-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 6-7. Landssiminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og 4—6. Læknaskólinn ók. iækning þrd. og fsd. 11—12. Náttúrugripa8afnið sunnud. I1/*—2‘/«. Pósthúsið 8—2 og 4—7. Stjórnarráðið 10—4. Söfnunar8jóður 1. md. í mán. kl. 6. Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md. 11—12. „EEYKJAYÍK" Aig. [minnst 60 tbl.] kostar innanlandð 8 kr.; erlendit kr. 8,50—4 eh.—1 doll. Sé borgað fyrir 1. Júll, 1 kr. afel. Auglýsingar innlendar: k 1. ble. kr. 1,60; 8. og 4. bli. 1,36 — Útl. augl. »S‘/e°/o hierra. - Afsláttur að mun, ef mikið er auglýit. Hlutafélagið „Reykjayik“. Ábyrgðarm. Jón Olafssoxx, alþingism. Telefóu SO. ýjgreiðsla .Reykjavíkur* er á Smiöju8tíg 7. Afgreiðslum. blaðsins er áreiðanlega að hitta þar ltl- XO—11 f. m. og 2—4 e. m. — Telefón 199. Ritstjóri er til viðtsls virka daga, nema Mánudaga, kl. 4—5síðd., Lindargötu 28. 1 dag koma út 2 blöð, 48 A og 48 B. Arfur. Greinar þær 3, sem í dag eru í bl. undir „Röddum almennings11 voru settar í prent- smiðjunni og þeim lofað upptöku áður en núver. ritstjóri tók við. — Með þeim er þá lokið öllum arfi, sem vér höfum tekið við. Raddir almennings. I. Afreksverk Brennivínsfélagains. Margir hæða og hrakyrða Brenni- vínsfélagið, án þess að veita því eftir- tekt, hvað mikið liggur eftir það, síðan það fyrst sá sólina — á sínum eigin himni —, því víst hafa mörg félög minna til leiðar komið, sem eiga lengri lífsferil. Og til þess að sýna, að þetta er ekki sagt út í bláinn, leyfi ég mér að telja upp allar þær framkvæmdir félagsins, sem kunnar eru: 1. Það hefir náð til sín blaðinu ,Ingólfi‘, sem sagt var að hefði verið í rauna- legu basli, og gert það að vopni móti Góðtemplarareglunni, og var þess full þörf, þar sem hún heflr ætt yfir landið þvert og endilangt, án þess að nokkur hefði tök til að mæta henni opinberlega á ber- svæði. Svo eru nú aðfarir ,Ingólfs‘ ægilegar, að jafnvel framkvæmdar- nefnd Stórstúku íslands virðist bresta áræði til opinberra andmæla. En ótrúlegt er að Thoroddsen þegi lengi, og mega hinir vara sig, þegar hann loks lætur til sín heyra. 2. Það heflr gefið ritstjóra sínum lausn frá starfinu, og er það drengskapar- bragð, þar sem útlit var fyrir, að hann yrði því vaxinn með tíman- um. En plástur er það á sárið, að efnilegur unglingur hefir fengist í skarðið, sem vonandi er að leysi þörfustu heimaverkin vel af hendi, með aðstoð sinna ágætu yfirboðara. 3. Það hefir kastað fyrsta nafni sínu, og valið í þess stað nafnið „Þjóð- vörn“, sem á svo vel viö tilgang félagsins — enda er fljótgert að kasta því, reynist það óviðeigandi. 4. Það hólt nýlega aðalfund, svo tröll- aukinn að mannfjölda, að hann sóttu víst um 30 — þrjátíu — manns, að ógleymdum þeim kappa, sem fyrstur braut ísinn, og Snæbirni stúdent. — Heyrzt hefir að fundur þessi hafi undirbúið margt og mikið í þarfir vinar síns, Bakkusar, og ætti karlinn til endurgjalds að fjörga fundina, þar sem hann er af sínum álitinn uppspretta gleðinnar. 5. Það hefir lagt á hvern meðlim 50 aura ársgjald, og má af því marka hve áhugaeldurinn er vel lifandi inni fyrir. Og þótt ótrúlegt sé hefir heyrst, að enginn af þeim skattskyldu hafi kvartað undan þessu háa gjaldi, og eiga þeir þó sumir hér hlut að máli, sem ekki hafa nema tæpar 8000 kr. í árstekjur. 6. Það hefir, eftir fregnum að dæma, sent menn til undirskriftasmölunar víðsvegar um landið, og sýnt þá óvanalegu velvild að leyfa öllum að skrifa nafn sitt á skjölin, jafnt unglingnum sem gamalmenninu, og ríkismanninum sem sveitarlimnum. Allir sjá, að þessi aðferð er í fylsta samræmi við mannúðarkenninguna fögru. Þeim sem undanfarið hefir verið bægt frá bæði undirskriftum og kosningum, hlýtur að hafa volgn- að um hjartaræturnar, þegar sumir embættismenn höfuðstaðarins hafa sýnt svo mikið lítillæti og góð- mensku, að biðja þá að fylla hóp- inn. Þeir láta heldur ekki þjóna sína ganga sundur sokka og skó endurgjaldslaust, ef borgaðir eru 50 aurar fyrir hverja sál, sem á skjöl- in fæst, hvernig sem á henni stendur. Sé þetta þannig, heflr opnast nýr atvinnuvegur íyrir þá, sem hafa vit og lagni til að hag- nýta sér stöðuna. Afreksverkin eru nú upp talin. En í einu orði er aðal-markmið félagsins, að neyta að minsta kosti allra leyfi- legra meðala, til stuðnings víninu; — á því ríður mest, til þess að skerða ekki rósemi heimilisgleðinnar íslenzku. JÞeir vita, að enginn veit hvað átt heflr fyr en mist hefir. Jóh. Jóhcmnesson. II. Bréfkafli. Dalasýslu, 29. ágúst 1909. Líklegt þykir mörgum hér að ráð- herrrann minnist í sumar opinberlega þess mikla atburðar sem skeði hér fyrir réttum hundrað árum, þegar Jörundur hundadagakóngur gerðist hér hæstráð- andi á sjó og landi. Okkur finst það standa í svo nánu sambandi við það sem gerðist á öskudaginn í vetur. Hefði ekki verið búið að færa þing- tímann, og þingið verið haldið að sumr- inu eins og áður, þá hefði Björn orðið ráðgjafi um líkt leyti sumars og Jör- undur varð hundadagakóngur, og orðið því sannnefndur hundadagaráðgjafi. — Þá er Bjarni skinnið frá Vogi, þing- mannsnefnan okkar, búinn að fá svo- lítinn bita fyrir alt sitt mikla ferðalag, snatt og smalamensku fyrir „ísafold". Flestir eru alveg forviða á, að honum allsendis ófróðum í verzlunarmálutn, skuli vera falinn þessi starfi á hendur og tekinn fram yfir æfða verzlunarmenn. Ekki er það af því menn sjái svo mjög eftir þessum krónum í svangan maga Bjarna, en hitt ofbýður oss hve meiri- hlutinn með B. J. í fararbroddi er frekur á að stinga upp í vikadrengi sína. Eitt hugga margir hér í sýslu sig við, það, að allir telja sjálfsagt að dagar Bjarna sem þingmanns okkar séu hér með taldir, því ekki getur hann þó verið þingmaður og verzlunar- erindreki í senn, svo langt gengur ó- svífnin þó tæpast. Að því ógleymdu að Bjarni hefir svikið öll hin pólitisku loforð sín við oss, þykir oss hann hafa gert heldur litlar „figurur“ á þingi, og átti þó ekki lítið að verða gert. Það helzta sem hann gerði var að útvega Magnúsi á Staðarfelli löggildingu á höfn í Staðar- fellslandi; annan verzlunarstað útveg- aði hann sínum trúu, dyggu Hvamms- sveitungum, og loks bar hann fram beiðni um geldinga-verðlaun handa Eyjólfi á Kleifum, sem þó var feld. Enda þótt þingmanninum hafi þótt öll þessi mál stórmerkileg, verður okkur tæpast láð þótt við látum okkur fátt um finnast. Ekki hefir Bjarni verið jafnfús og sporviljugur að koma hingað vestur og segja okkur frá afreksverkum sínum á þingi eins og hann var þaulsætinn hér í fyrra vetur, þegar hann var að sníkja sér og snapa út atkvæði til þingsetu, oft með gráthljóð í kverkunum og óf- sókna- og sultarjarmi. Hafa flokks- mennirnir ekki búist við þessu af garpinum. Eitt mál síðasta þings meðal margra annara, mælist afarilla fyrir, og eru það aðflutningsbannslögin. Manni virð- ist stappa nærri að það sé brot á stjórnarskránni að setja slík lög, og að það skerði að mun persónufrelsi manna. Mér er óhætt að fullyrða að mjög mikill meirihluti manna hér er andvígur aðflutningsbanninu, ekki af því að menn hér um slóðir séu svo sólgnir í vín að þeir geti ekki án þess verið — því hér i sýslu heitir varla að nokkur maður kaupi vín — heldur af því að menn kunna því illa, aö láta löggjafarvaldið fara að taka fram fyrir hendur sínar í þessu máli. Tíðin hér er hin ákjósanlegasta og grasspretta með bezta móti. íslenzkar afurðir í sæmilegu verði, ull t. d. á 70 aura pundið. Hörgull mikill er á útlendri vöru hér í vestursýslunni. Annars eru héðan engar sérstakar fróttir. Dalamaður. IH. „Pahba-Labbl“. Þess var getið í „Rvík“ síðast, að blaðinu hefði borist visa út af síðustu skrifum „ísafoldar“. Vísan er svona: „Pabbi gerir pottinn í, piltur fær að skvetta því, og ber sig af því á borð við pabba, en bærinn kallar hann Pabba-Labba“. Hvað er ad lretta? Smjörverð. — Newcastle o/T, Sept. 17., 1909. — Markaðsskýrsla. — Með c/s »Laura« og e/s »Ceres« kom 13. og 14. þ. m. næsta smjörsending frá íslandi. Og með því að vér í tæka tíð höfðum beðið skifta- vini vora að bíða með pantanir sinar, þá gátum vér undir eins þann 14. símað blöðunum að alt væri útselt og að 4—5 kr. hserra verð helði fengist. Lakasti ágallinn á ísl. smjörverzlun er án efa hvað smjörið heldur sér illa. — Auðvitað verður að taka tillit til, að smjörið er nokkuð gamalt, er það kemur hingað; en^alt um það virðast gæðin rýrna fljótt, þá er það kemur í útsölu-búðirnar. Regla vor er því, að reyna að selja kaupendum, sem ekki þurfa að geyma það lengi, og eins reynum vér, að selja smjörið svo fljótt, sem framast má verða, með því að vér vitum af reynslunni, að vér gerum smjör- búunum slæman greiða með því, að geyma smjörið óselt. Það studdi að síðustu sölu, að markað- urinn var góður, þvf að búist var við verðhækkun, og kom hún í gær, en virð- ist hafa dregið úr sölunni, þar sem smá- sölu-verðið er komið upp 1 1 sh 6 d, og dregur það mjög úr greiðri sölu. Þó bú- umst vér við háu verði einnig fyrir næstu sending. — Með mikilli virðing. — J. V. Faber & Co. Vænar kartöflur. „ísaf.‘‘ gat þess 22. f. m., sen* annáls-verðs dæmis, að hér í Reykjavík hefði vaxið kartafla, sem óg liðuga mörk (56 kvint). Af því tilefni hafa „Rvk“ verið sendar tvær kartöflur til sýnis úr garði austur í Fljótshlíð, og vegur önnur þeirra 76 kvint, en hin 89 kr. Þær eru til sýnis á afgreiðslustofu biaðsins. Fljótshlíðingur, sem sá þessar kartöfiur, gat þess, að komið mundu þó hafa enn stærri kartöflur úr öðrum garði þar í Hlíð- inni, en eigi vitum vér um vigt á þeim því til sönnunar.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.