Reykjavík - 23.10.1909, Page 2
200
REYKJAVIK
Vinnustofur
eru fluttar í
Bankastræti 7,
og fást þar margs-
konar Ihisííörii.
Sömuleiðis eru
mymlir settar í
ramma.
tyngraog alvarlegra. Því að það er fjár-
lagdbrot, hvort sem er, að veita nokkurn
styrk félagi til milliferða með skipum,
sem ekki eru skylduð til að flytja póst.
Á það bentum vér skýrt í „Rvík“ 9.
þ. m., að fasti styrkurinn væri ætlaður
póstskipum einum. Þetta sézt bezt á
orðalaginu í athugasemd fjárlaganna í
13. gr. A, 2., eins og Löqrétta heflr
líka réttilega bent á.
60,000 kr. fjárveitingin er sjálf
ij'árlagabrot eins og hún nú er orðuð.
en þetta fjárlagabrot, svo hættulegt
sem það er að stefnu og sem fyrir-
dæmi, hefði þó peningalega ekki kostað
landið í þetta sinn, nema 6000 kr.
árlega í 10 ár (þ. e. 60,000 kr.) ef
ákvæðin um það gjald í 9. gr. eru
samningur (eins og það auðvitað er).
En ef það er tilboð eitt — hvað kostar
það landið þá? Þá kostar það landið
algert póstleysi milli landa, að frá tek-
num þessum 25 ferðum, sem Danmörk
kostar, og fjórum Hamborgar-ferðum.
Nú er auðvitað, að það væri óþol-
andi, að styrkja félag til 20
ferða milli landa, án þess að því félagi
sé skylt að flytja póst í þeim ferðum.
Og „tilboðið“ gæti þá ekkert úr því
bætt, því að ef það er tilboð eitt og
enginn samningur, þá gildir það að
eins árin 1910 og 1911, en ekki átta
árin nœstu þar á eftir til (og með)
1919.
Því að eftir 12. gr. er það samning-
Urinn að eins, sem gildir í 10 ár.
Tflboðið getur ekki gilt lengur en þann
tima, sém það er gert íyrir (2 ár).
Og á þeim tíma getum vér engin not
haft af því, nema í hæsta lagi síðustu
mánuði síðara ársins (1911), því að
fyrri kemur Alþingi ekki saman og
getur ekki veitt fé til þess.
Og eftir 1911 getur þá Thore-fél.
neitað að flytja noklturn póst, nema
það fái það gjald fyrir, sem það þá
kann að setja upp —, hver veit hve
hátt?
Sé þetta tilboð eitt, þá heflr ráð-
herrann með samningnum (undanþágu-
ákvæðinu um póstflutninga) látið Thore-
félagið 8etja á lanðið hestahnút.
Félagið getur eftir þessi 2 ár sett upp
hvað sem það vill fyrir að flytja póst,
og vér verðum annaðhvort að borga
það sem upp verður sett, eða — vera
án póstflutninga með 20 ferðum, sem
vér styrkjum (ólöglega) af landssjóði!
Vel er að verið!
Nei, -af tvennu illu, er þó ráðherra
betra að kannast við það sem er, að
ákvæðin í í). gr. nm þessar 6000
kr. fyrir póstfiutning frá íslandi, eru
samningnr.
Með því veiður þó ábyrgð hans
minni.
En það er enn þá
ineira blóð í kúnni!
Þrátt fyrir það tvöfalda fjárlaga-
brot, sem framið er með samningnum,
þá er oss þó eftir sem áður ekki trygt
nærri hálft gagn að þessum 20 ferð-
um fyrir póstsendingar.
IBnaðarmenn !
Munið eftir að ganga »Sjúkrasjóð Iðnaðarmanna.«
Sueinn Jónsson gjk.
Heima kl. 6 e. m. — Ðókhlöðustig 1«.
Oss er að eins trygt að mega senda
póst héðan til útlanda. En hitt er
ekki áskilið, að skipin flytji hingað
póst frá útlöndum — og á því reið
þó margfalt meira.
Það er ætlað „dönsku mömmu' að
bæta hér úr skák og borga Thore-fél.
fyrir að fœra oss póst — ef hún vill
þá gera það.
En ef hún gerir það nú ekki —
hversu sem flatmagað verður og skriðið
fyrir henni —, ja, þá verðum vér
auðvitað að punga út á ný, og þá
eflaust meira en 6000 kr. á ári í við-
bót, því að margfalt dýrari er póst-
flutningur hingað til lands en héðan.
Það þarf ekki annað en minna á, að
margir bátsfarmar af vörusendingum
koma oft með einni ferð sendar í
böggul-pósti. En héðan eru fáar send-
ingar aðrar en bréf. Þó að það sé ef
til vill of hátt borgað, að greiða 6000
kr. fyrir póst héðan með þessum ferð-
um, þá er aftur vafalaust full-lágt að
reikna 9000 kr. fyrir póstflutningana
hingað með sömu ferðum.
LÁKUS FJELDSTED,
yflrréttarmálafærzlnmaðnr
Lælijargata S.
Heima kl. 11—12 og 4-5.
inn um „fast tillag“ (60,000 kr.) ekki
náð til þessara skipa. Auðvitað gat
hann áskilið, að ferða-áætlun yrði hagað
eins og hann vildi; þurfti ekki að veita
féð ella.
Það er alveg ótrúleg einfeldni, að
geta náð öllum sínum tilgangi löglega,
en taka liéldur þann kost, að tví-
brjóta fjárlögin til þess.
Hvað ber til?
Hr. Björn Jónsson kann að vera ó-
vanur samningagerð, en hann er eng-
inn heimskingi eða flón; hann er vel
viti borinn, ef hann nýtur sín og vill
neyta vitsins rétt.
Hvernig stendur þá á þessu?
Heflr hann treyst „ráðunaut" sín-
um svo vel, að hann hafl látið liann
semja, og skrifað svo undir samning-
inn ólesinn eða óhugsaðan ?
Eða var hann veikur og ekki með
sjálfum sér meðan hann var hjá
„dönsku mömmu"?
Maður veit ekki, hvað maður á að
hugsa.
8tór útsala
til 25. |>. mo.it.
wr10-30°o afsláttur gefinn
Alfatnaður. — Huxur. — Skyrtur.
Alls konar búsáhöld úr emaillie, leir og postulíni.
L A M P A R, fieir-i tegundir. -««4-
Mikið af SK ÓFATNAÐI, fyrir fullorðna og börn.
Munið að nota tækifærið, sem stendur að eins til 25. p. mán.
•T. LftHlt)6rtS611. Aðalstræti 8.
r Mtwwtoiir
hefir verið á ráðherranum, er hann
gerði Thore-félags-samninginn.
ÖJlu því sem í samningnum er,
bæði Thore-fél. og landinu til handa,
gat hann komið fram á alveg lög-
mætan hátt, án þess að drýgja tvö
fjárlagabrot, eins og hann heflr gert —
af tómri fákænsku.
Ef hann hefði samið við félagið um
strandferðirnar og þessar 4 Hamborgar-
ferðir, með skyldu til að flytja póst,
og gefið félaginu þessar 60,000 kr.
fyrir — fyrir það eitt —, þá hefði
það verið alveg löglegur samningur
samkv. fjárlögunum. Eft-ir þeirri heim-
ild, sem hann fésk hjá Alþingi, varð
ekki annað sagt, en að hann hefðí
uppfylt öll lögmálsins boðorð.
Hann átti bara ekki að nefna þessar
20 ferðir milli Hafnar og íslands, sem
félagið hefði farið hvort sem var, eins
og það hefir áður gert.
Og þá var honum heimilt að veita
félaginu fé af 2. tölu). 13. gr. A. fjár-
laganna, ekki að eins 6000, heldur
8000 eða, ef hann hefði viljað, 10,000
kr., því að þá hefði hinn samningur-
En það er víst, að til að gera sam-
ninga er honum ekki treystandi, og
ekki heldur til að velja sér ráðunauta.
Kál
allskonar er bezt og ódýrast í
„LIVERPOOL".
sks- JfíiMið það!
Heimsendanna milli.
Danmörk. Þar gengu loks fram á
þingi landvarnalögin og herlög, aðal-
lega í því sniði, er J. C. Christensen
vildi vera láta. Hann sýndi það, að
hann var sá einn danskra stjórnmála-
manna, er nokkrum landvarnalógum
gat fram komið. Þó mun enginn
þingflokkur vera ánægður með lögin
eða kunna honum neinar þakkir fyrir
þau, nema hans fámenni flokkur á
þingi. En allir, sem einhverjar land-
varnir vildu hafa, urðu að sætta sig
við hans vilja, heldur en ekkert.
Almenn og megn óánægja hefir
verið í danskri aiþýðu yfir því, er
I Iðnskólanum (Lækjargötu 14}
má fá gott f æ ð i með sanngjörnu yerði.
konungur tók Christensen í ráðaneyti
sitt aftur; var safnað undirskriftum
um land alfc undir ávarp til konungs,
er lýsti vantrausti á Chr., meðan hann
hefði eigi hreinsað sig fyrir ríkisrétti
af öllum ásökunum fyrir það, hversu
hann hefði haldið hlífiskildi fyrir Al-
berti alt of lengi, eftir að þungar sakir
höfðu verið á hann (A.) bornar á þingi.
Undir ávarpið rituðu alls í landinu
yfir 100,000 manns. Það skyldi einnig
senda þinginu. — Fyrst synjaði kon-
ungur áheyrnar þeirri nefnd, er vildi
flyfja honum ávarpið; en síðan veitti
hann henni þó áheyrn, en sagði, sem
var, að hann sem þingbundinn kon-
ungur yrði að eins að fara að vilja
þingsins, og það hefði engu vantrausti
enn lýst á Chr. — En eftirtekt vakti
það, að næsta dag eítir sæmdi kon-
ungur framsögumann ávarpsnefndar-
innar riddarakrossi. Þess ber að gæta,
að svarið til nefndarinnar varð kon-
ungur að stíla í samræmi við vilja
forsætisráðherrans; en krossum og
heiðursmerkjum ræður konungur einn.
Samkv. símskeyti til „Rvikur“ sagði
Christensen af sér ráðherraembættinu
(landvörnum) 18. þ. m., en forsætis-
ráðherrann, Holstein Hleiðu-greifi, tókst
það embætti á hendur.
Síðasta fregn. (Símskeyti í gær-
kvöidi). Holsteln Hleiðru-greifl og
alt ráðuneytið (ilanska) sagt af
sér völduni. Fengið vantraustsyfir-
lýsing á þingi frá frekustu hægri-
mönnuro, rótnemum (radikale) og só-
síalistum.
Grikklaml. Símskeyti 19. þ. m.:
Útlit fyrir uppreisn. Megn óvild til
konungsættarinnar. — [Nú ráða þjóð-
belgings-snápar lögum og lofum í
Grikklandi, og er sízt fyrir að synja,
í hvern voða þeir kunna að steypa
landinu. Georg Grikkja-konungur hefir
verið þingræðistrúr og inn bezti kon-
ungur].
Bretland. Þar stendur sem hæst
rimman milli frjálslyndu stjórnarinnar
og lávarðanna. Alþýðu-málstofa þings-
ins (Eouse of Commons) hafði sam-
þykt fjárveitingalög á þann veg, að
hún fléttaði inn í þau akvæðum um
skatt á fasteign, en það var nýimeli.
Bretar eiga, eins og kunnugt er, enga
stjórnarskrá; stjórnarskrá þeirra er
órituð venja, og þvkir hafa á sér fult
svo mikla helgi sem pappírsgagns-
stjórnarskrár annara landa. En það
er talið stjórnarskrárbrot hjá þeim, að
lávarða-málstofan megi hafa nokkurt
atkvæði um fjárveitingar; hún má að
eins ræða þau mál og samþykkja. En
þó að sumir lávarðar kannist við þetta,
þá segja þeir öðru máli að gegna um
það, er alþýðu-málstofan flétti nýmæl-
um irm í fjárveitingar. En af því að
lávarða-stofan má engar breytingar
gera á fjármálalögum, þá þykjast þeir
verða að fella lögin i heilu liki, til
að sporna við nýmælunum. En lá-
varðar eiga mestan hlut alls landsins.
Glímuskjálfti virðist vera i stjórn-
inni og mun hana hálf-langa til að
lávarðar felli lögin. Hygzt hún þá
rjúfa þing og stofna til nýrra kosninga.
Gangi þær henni í vil, sem ekki þarf
að efa, hefir hún í kyggju að fá kon-
ung fil að dubba svo marga nýja lá-
varða, að hún fái meiri hlut í lávarða-
málstofunni, og mun þá ekki að eins