Reykjavík

Issue

Reykjavík - 02.04.1910, Page 3

Reykjavík - 02.04.1910, Page 3
REYKJAVÍK 55 Til allskonar heimilis-notkunar. ErviÖi við þvott og ræstingu á heimilunum verður helmingi minna, þegar Sunlight sápan er notuð. 1586 Aukajingskrafa Norðmýlinga. í 12. tölubl. »Rvíkur« var minnzt á fund Norðmýlinga eftir símskeyti. Nú hefir blaðinu borizt greinileg skýrsla um fund þennan. Þingmenn Norðurmúlasýslu höfðu boðað til fundarins með skriflegu fundarboði í hvern hrepp í kjör- dæminu og áskorun um, að kjósa 2 fulltrúa fyrir hvern hrepp til þessa fundar. Þess var getið í fundarboðinu, að fundarefnið væri að ræða um það, hvort ástæða þætti til að kveðja til aukaþings út af aðgerðum ráðherra íslands gagnvart Landsbankanum. Fundurinn var boðaður að Eið- um, en vegna veikinda Bergs Helga- sonar, skólastjóra, var hann fluttur að Rangá í Hróarstungu. Vegna illviðris og ófærðar mættu að eins fulltrúar úr 5 hreppum, og ekki nema annar þingmaðurinn, Jón Jónsson á Hvanná. Allmargir kjósendur komu og á fundinn. Fundarstjóri var kosinn Björn Hallsson, bóndi á Rangá, en skrif- ari tilnefndur Halldór Stefánsson, bóndi i Hamborg, Fulltrúar einir höfðu atkvæðis- rjett, en allir kjósendur málfrelsi og tillögurjett. Jón alþm. Jónsson hóf umræður, og að lokinn ræðu lagði hann fram svo hljóðandi tillögu til fundará- lyktunar: »Með þvi að fundurinn tclur: 1. Aðfarir ráðherra í Landsbanka- málinu óhyggilegar og viðsjár- verðar; 2. Að svo búið megi ekki standa um gæzlustjórn bankans; 3. Vald og rjett þingsins vettugi virt með frávikningu gæzlu- stjóranna fyrir fult og alt; 4. Ótakmörkuð yfirráð ráðherrans yfir bankanum óþolandi til næsta reglulegs alþingis; 5. Nauðsynlegt að þinginu gefist sem fyrst kostur á að rannsaka ástæður bankans og taka á- kvarðanir um hvað gera skuli, ef hætta er á að bankinn tapi miklu Qe, — þá ályktar fund- urinn að skora á ráðherrann að hlutast til um, að kvatt , verði til aukaþings sem allra fyrst«. Að loknum umræðum og áður en atkvæðagreiðsla fór fram, las fund- arstjóri upp skýrslu um undirbún- ing málsins í Jökuldalshreppi. Höfðu á fámennum fundi á Skjöld- ólfsstöðum verið kosnir tveir full- trúar til að andmæla aukaþingi með 7 atkv. gegn 5. En jafnframt var lögð fram skrifleg yfirlýsing 21 kjósanda af 38 (með vottorði sókn- arprests að hún sje undirskrifuð af kjósendum sjálfum) að þeir álíti nauðsynlegt að kvatt verði til auka- þings sem bráðast og áskorun til þingm. kjördæmisins um að fram- fyigja Því- Var því næst gengið til atkvæða um tillögu þingmannsins, og var hún samþykkt með 7 atkv. gegn 2 (fulltr. Borgarfjarðarhrepps). Aðrar tillögur komu ekki fram, og fleiri mál voru ekki tekin fyrir á fundinum. Hvað er að frjetta*? + Bergur Helgason, skólastjóri á Eiðum, andaðist þriðjudagsmorguninn 15. f. m. úr tæringu, að eins 35 ára að aldri. Hann yar fæddur 27. mai 1875 á Possi á Síðu í Vestur-Skaftafellssýslu. „Bergur sál. var áhuga og dugnaðarmaður mikill, og vel látinn af öllum sem þektu hann“. Dátnn er seint í janúar síðastl. Krist- ján Eymundsson, bóndi á Fáskrúðsbökkum í Vopnafirði, sextugur að aldri; merkur maður og vel látinn. Hann var bróðir Sigfúsar Eymundssonar, bóksala hjer í bæ. Drukknun. I byrjun síðastl. mánað- ar drukknaði ofan um ís á Lagarfljóti ung- lingsmaður Björgvin Hallsson frá Hrapps- gerði í Fellum. Hafði verið á skautum. Skipsti-and. Frakkneskt seglskip strandaði 4. f. m. í Stapavik undir Ósfjöll- um í Norður-Múlasýslu. Það hafði fullfermi af vistum o. fl. til frakkneskra fiskiskipa, sem stunda veiðar hjer við land. Menn komust allir af, en af vörunum varð engu bjargað. Skipið liðaðist alt sundur, og rak töluvert á land af kexi og konjakslunnum, er skrifað að austan. Prestastefna almenn verður haldin að Hólum í Hjaltadal næstk. sumar, og hefst hún 7. júli — byrjar með guðsþjónustu í Hólakirkju. AÉappskrafa Akureyringa. Aukaþingskrafa sú, sem getið er um í 10. tölubl. »Rvíkur«, að Akur- eyringar hefðu samþykkt á‘ almenn- um kjósendaíundi 18. febr., er svo hljóðandi: »Fundurinn lítur svo á, að ráð- herra íslands hafi með afsetningu gæzlustjóra Landsbankans, og skip- un nýrra gæzlustjóra, farið lengra en lög heimila, og með því gengið á skýlausan rjett þingsins. Fund- urinn telur því óhjákvæmilegt, að þingið komi saman, sem allra fyrst, til þess að reka rjettar síns, rann- saka málið til lilítar og koma lög- formlegu skipulagi á stjórn bankans. Fyrir því krefst fundurinn þess, að kallað verði saman aukaþing á næsta sumri, og skorar fastlega á þingmann kaupstaðarins, að styðja að því eftir megni. Auk bankamálsins telur fundur- inn sjálfsagt, að aukaþingið hafi til meðferðar og samþykki breyting á stjórnarskránni, er tryggi rjett þings og þjóðar gegn umboðsvaldinu, svo sem afnám konungkjörinna þing- manna, árlegt þing o. fl. Enn fremur ætti aukaþingið að taka skattamálið til umræðu, og á- lita, til undirbúnings reglulega al- þingi 1911, sem fundurinn telur sjálfsagt, að haldið verði á lögboðn- um tíma«. Aukaþing’s - áskorun. V 12. f. m. flutti „Rvík“ þá símfregn, að stúdentafundur í Khöfn hefði sam- þykkt einróma aukaþingsáskorun. Þessi fundur íslenzkra stúdenta i Khöfn um bankamálið var haldinn 11. f. m., og tillagan, sem samþykt var með öllum atkvæðum, var svo hljóðandi: „Þar sem rannsókn sú á hag Landsbankans, er farið hefir fram samkvæmt stjórnarboði, og telja verður í sjálfu sjer rjettmæta, hefir hefir orðið valdandi ýmissa athuga- verðra tiltækja frá hálfu landstjórn- arinnar, svo sem afsetningu gæzlu- stjóranna, samfara pólitiskum flokks- æsingi á báðar hliðar, telur fundur- inn nauðsynlegt, að alþingi verði sem fyrst stefnt saman, svo að því gefist kostur á að láta til sín taka í þessu máli, er því ber að fjalla um, jafnframt þvi, sem það greiðir fyrir tryggilegri og sæmilegri endalykt bankarannsóknarinnar “. Stranð „Canrn". Laugardaginn 26. þ. m. kom björgunarskipið »Geir« að norðan aftur með skipshöfnina af »Lauru« og eitthvað af vörum úr henni. Björgunartilraunum var algerlega hætt 24. f. m., með því að »Laura« var þá svo brotin, að vonlaust var um að hún næðist út — botninn að mestu úr henni. Töluvert af vörum náðist á land fyrir norðan, áður en »Geir« fór af stað, en mikið var eftir í skipinu — náðist ekki á land vegna illveðurs og sjógangs. Og það sem náðist i, var meira og minna skemmt. Vörurnar verða allar seld- ar á uppboði. Farþegum og pósti úr »Lauru« skilaði »Geir« á land á ísafirði og Patreksfirði. Gottfredsen skipstjóri bíður upp- boðsins fyrir norðan. Sagt er að »Laura« hafi verið vá- tryggð utan útgerðarfjelagsins. Leitt mjög, að »Laura« skyldi fara svona. Hún hefir verið dæma- laust heppnisskip, aldrei hlekkzt neitt á í öll þau nær þrjátíu ár, er hún hefir verið í förum hjer við land — ekki svo mikið sem hún hafi misst út mann. Bæjarstjórn Reykjavíkur. Fundnr 10. marz. 1. Samþykkt að borga verkfræðing H. Han- sen eftirstöðvar af kaupi hans, kr. 1166,67. 2. Akveðin borgun fyrir vatnstöku úr bæjarvatnsveitunni hjá þessum stofnunum frá 1. okt. 1909 til ársloka 1910: Frá klæðaverksmiðjunni Iðunn 60 kr. á mán. — Slippfjelaginu..........25 — - — — Baðhúsinu...............15-------— — Þvottastöð Kostgaards. .10 —- — 3. Borgarstjóra falið að selja vatnsveitu- húsið í Rauðhólum, ef 500 kr. boð fæst. 4 Samþykt að brunamálanefnd útnefni kallara í miðbænum fyrir Eirík Bjarnason, og bæti við kallara í austurbænum sunnan- verðum. Heimilað, að greiða allt að 40 au. tímaborgun 10—12 föstum mönnum við brunaslöngurnar við æfingar, og alt að 1 krí við eldsvoða. Auknfundur 23. marz. 1. Byggingarnefndargerðir frá 12. þ. m. voru lesnar og samþykktar, með þeirri breyt- ing, að syðri jaðar lóðar Helga steinsmiðs Þann 29. f. m. tók Drottinn heim til sin elsku, litlu dóttur okkar Láru Sigriði. — Ef Guð lofar fer jarðarfdrin fram frá heimili Okkar Hverfisgötu 33 föstudaginn 8. þ. m. I. Apríl 1910. Yalg. Freysteinsdóttir. Gísli Helgason. Jónssonar við Laugaveg verði 20 álnir norður frá brún vegarins, og að lóðarverðið skuli ákvoðið 60 au. fevalin. 2. Yeganefndargerðir frá 14. þ. m. voru lesnar og samþykktar með þeirri viðbót, að verkfræðingur bæjarins eða veganefnd hafi umsjón með malartöku Jens Eyjólfssonar í Vatnagörðunum, og að hann grejði 10 aura í bæjarsjóð fyrir liverja tunnu af möl. 3. Lagðir fram reikningar Blómsveiga- sjððsins 1909. 4. Lagður fram efnahagsreikningur bað- hússfjelags Reykjavíkur 1909. 5. Erindi frá ábúanda Artúns um breyt- ing á íbúðarhúsi þar, var vísað til fasteigna- nefndar. 6. Tilkynntur hæstarjettardómur i máli Dr. J. Jónassen gegn Reykjavikurkaupstað, og samþykt að útborga málskostnaðinn 1048 kr. 7. Bæjarstjórnin vildi ekki lækka útsvar 1909 Ludv. Bruns, bakara, er farið hafði ram á það í brjefi dags. 16. f. m. 8. Útsvarskæru * Bendtsens fyrir 1909, dags. 14. f. m., var vísað frá sem ofseint framkominni. 9. Erindi Guðmundar Jakobssonar um að fá erfðafestubrjef fyrir útmældum tún- um sínum, var vísað til fasteignanefndar. 10. Kærumyfir Ellistyrktarsjóðsskrá kaup- staðarins var vísað til umsagnar nefndar þeirrar, sem skrána hafði samið. 11. Kosnir í nefnd til að gera tillögur um útskurði á kærum yfir alþingiskjörskrá þ. á.: Borgarstjórinn, Klemenz Jónsson og Jón Jensson. 12. Eftir ósk fjelagsstjórnar Hjúkrunar- fjelags Reykjavíkur í brjefi dagsettu 22. f. m. var fjelaginu veittur {yrir yfirstandandi ár 400 kr. styrknr úr bæjarsjóði. 13. Tilkynnt brjef frá verkfræðingi O. V. Kjögx, dags. 2. þ. m., þar sem farið er fram á, að fá til leigu um lengri ára bil Elliðaárfossana. Málinu var frestað. ' 14. Frumvarp til gassöluskilmála var rætt nokkuð, og vísað síðan til gasnefndarinnar til nýrrar íhugunar. 15. Beiðni um að fá lánaða lúðra bæjar- ins. Bæjarstjórn samþykti, að lána fjelagi, er Hallgrimur Þorsteinsson verður kennari fyrir, lúðrana til æfinga, fyrst um sinn í tvo mánuði. 16. Bæjarstjórn veitti bæjargjaldkera 500 kr. árlega þóknun fyrir innfiéimtu vatng- skatts og innheimtu innlagningarkostnaðar vatnspípnanna. Jón Ólafsson vill gjarnan tala við Hrafn. <5ftir ósk ijmsra bœjarbúa verður mdlverkasýningin í Vinaminni opin sunnudag, mánudag oq priðjudag frd kl. 11-4. Sveitamenn! þegar þið komið til bæjarins, þurfið þið ekki að ómaka ykkur til að fá ykkur vindla og allskonar tóbak búð úr búð, heldur farið beint í Tóbaksverslnnina í Anstnrstræti 4 því hvergi fást vindlar og allskonar tóbak betra og ódýrara en í Tóbaksverslun R. P. Leví, Austurstræti 4. jYl iinið það!

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.