Reykjavík - 07.05.1910, Page 2
74
REYKJAVÍK
Hálfyrði um konsúla,
Af því að hugmyndir alþýðu, og
.jaínvel sumra embættismanna, og ef
tii vill sumra konsúlanna sjálíra, um
verksvið, valdsvið og rétt konsúla eru
nokkuð óljósar, er ekki vanþörf á að
skýra þetta í fám orðum.
Konsúlar eru, í því landi, þar sem
þeir eru búsettir, starfsmenn þeirrar
útlendrar stjórnar, sem hefir þá 1 þjón-
ustú sinni.
Þeir eru fyrst með tvennu móti:
skipaðir (consules electi) eða sendir
(copsules missi).
akipaðir konsúlar eru oftast þegnar
ríkiqins, sem þeir eru búsettir í; en
sendir konsúlar verða að hafa fæð-
ingjarétt í því ríki, sem sendir þá.
Skipaðir konsúlar hafa ekki föst laun,
heldur að eins aukatekjur fyrir hvert
starf, og stundum skrifstofukostnað eða
endurgjald fyrir útgjöld sín. Sendir
konsúlar hafa föst laun sem aðrir em-
bættismenn síns ríkis.
Áuk þessa er sá munur, að skip-
aðir konsúlar hafa engin sérréttindi.
Kn sendir konsúlar eru undanþegnir
því að gegna almennum þjónustukvöð-
um af hendi ríkisins eða sveitarfélaga
í því landi, sem þeir eru í, og eigi
verða persónuleg gjöld á þá lögð (en
tollum og fasteignasköttum verða þeir
að svara, svo og skatti af atvinnu-
vegum, sem þeir reka). Sama gildir um
konur þeirra og börn. Sama gildir um
embættis-umboðsmenn þeirra (chanceli-
ers). (Sbr. t. d. 5. gr. í samningnum
miltí Dana og Frakka, 9. Febr. 1842).
Að því er snertir embættisrekstur
þeirra og ábyrgð af henni, eru allir
konsúlar undirgefnir þeirri stjórn, sem
þeir þjóna. Embættisskjöl þeirra get-
ur stjórn þess lands, sem þeir eru bú-
settir í, ekki látið rannsaka né lagt
löghald á þau.
Að öðru leyti eru þeir háðir dóms-
valdi og framkvæmdarvaldi ríkis þess
sem þeir eru búsettir í.
Alli'r konsúlar hafa tiltekið umdœmi,
en þaö umdæmi getur verið alt land-
ið.
Skiftingin í aðal-konsúla eða yflr-
-konsúla, konsúla, vara-konsúla o. s.
frv. kemur oss ekki við í þessu sam-
bandi, því að réttindi þeirra gagnvart
búsetu-landinu eru öll in sömu.
Aftur er til sérstök tegund konsúla,
Það eru konsúlar með dómsvaldi
(jurisdictio consularis, — juridiction
considaire). Þetta er nafn á sérstakri
bugmynd í þjóðaréttinum, og táknar
það, áð alíkir konsúlar hafa dómsvald
og lögregluvald yfir öllum þegnum
lands þess er þá heflr skipað, þeim er
heimilisfastir eru eða staddir í land-
inu, sem konsúllinn er skipaður i, og
meðdómsvald (ásamt innlendum dóm-
urum) í málum milli innlendra manna
eg landa sinna.
Þetta þýðir það, að þeir sjálfir og
landar þeirra eru undanþegnir lög-
regluvaldi og dómsvaldi rikisins, sem
þeir Tlvelja í.
Ekkert ríki siðaðra manna leyfir
ððru ríki að skipa hjá sér fconsúla með
dómsvaldi.
Þeir eiga sér nú engan stað lengur
í nokkru kristnu ríki, nema í Congo-
-ríkinu í Afríku. Ekki heldur hjá
neinu Norðurálfu-riki, nema Tyrklandi
(og rikjum, sem af því hafa myndast
siðustu árin, t. d. Serbíu).
Hjá Sínverjum og öðrum enn ósiðaðri
þjóðum í öðrum heimsálfum skipa
menta-ríkin enn slíka konsúla. En
sú þjóð, sem það verður að þola, er
með því brennimerkt sem þjóð, er
ekki verði talin með siðuðum þjóðum.
Engum þeim sem veit, hvað juris-
dictio consularis er i þjóðarréttar-máli,
getur blandast hugur um, að það væri
in hábornasta svívirðing, ef utanríkis-
-stjórn vor leyfði nokkurri útlendri
þjóð að skipa hér konsúla með dóms-
valdi.
Það væri að fara með oss eins og
villiþjóð.
Það væri svívirðing — af ríkisstjórn
vorri.
Þegar menn nú lesa upphafið á aug-
lýsing frakkneska varakonsúlsins, sem
birt var í næstsiðasta blaði „Rvíkur",
þá er von að menn reki upp stór
augu, því að engum, sem þokkir þjóð-
aréttar-mál, getur komið í hug að
skilja orðin öðruvísi en svo, að vara-
konsúllinn eigni sér þar dómsvald
(jurisdictio considaris) á íslandi.
Það merkilegasta er þó, að hr.
Brilloin hefir síðan skrifað mér bréf
(birt 1 ísafold) og sýnir þar, að hann
skilur sín eigin orð einmitt á þennan
veg, því að hann er þar að tala um
„konsúls-dómsvald", sem sér sé falið.
Hann virðist ekki skilja það, að
honum er ekkert dómsvald falið, nema
það úrskurðarvald um misklíð manna
á frakkneskum skipum o. s. frv., sem
er ekkert „konsúls-dómsvald" (í þjóða-
réttar-merking), heldur sama vald sem
allir konsúlar og varakonsúlar allra
þjóða hafa ahtaðar.
Innan um sjálfslýsingar þær, er hann
gefur af sér í bréfi þessu, getur hann
og þess, að hann haíi sent mér „afrit
af konsúls-útnefningarskjali* sínu. Ef
þetta á að tákna orðrétt eftirrit, þá
er það ekki satt. Blað það sem hann
sendi mér og kallar „copie* (þ. e. afrit
eðaeftirrit) er ekkiað einsóstaðfest, held-
ur er það ekki rétt afrit af varakon-
súls-útnefning hans (meira en vara-
-konsúll er hann nú ekki). Það sem
það nær, er það fuit af villum, sem
óhugsandi er að standi í frumritinu,
og auk þess er ýmsu slept úr á þrem
stöðum og táknað fyrir eyðum. Slíkt
gæti í hæsta lagi kallast ágrip eða
útdráttur, en ekkí afrit.
En væri þennan útdrátt nokkuð að
marka, som ekki. er vist þar sem hann
er óstaðfestur, og vildi ég lesa vill-
urnar allar í málið, þá er það um
hann að segja, að í honum standa
standa. orðin „^vec juridiction consu-
laire sur l’Islande", en vel að merkja
í því sambandi, að þar verða þau
ekki skilin í almennri þjóðaréttar-
-merkingu, heldur eru orðin Juridicti-
on consulaire“ þar höfð í merking-
unni „kon8úl8-uwdcEtm“, og er sú
merking einnig tiðkuð í máli fyrir
utan þjóðaréttinn, og táknar að eins
svæði það sem verksvið konsúls (juri-
diction commercielle) nær yfir.
Þetta sést á öðrum ordum skjalsins,
og því getur það þar ekki valdið mis-
skilningi.
Hr. Brilloin er óhætt að reiða sig á
það, að „juridiction" í skipunarbréfi
hans merkir „umdæmi<<, en ekki „dóms-
vald“.
Mér er ekki ljóst, hvað hr. Br. vill
sanna með því, að útnefning sín sé
rituð á pergamenti. Hann skýrir ekki
frá, úr hvaða dýrs skinni það perga-
ment sé til búið, hvort það sé t. d.
úr æðarkollu-ham eða öðni enn
dýrara skinni.
Öllum þeim,. sem við fráfall konu minnar
sýndu mjer hluttekningu, og heiðruðu útför
hennar. votta jeg mitt innilegasta þakklæti.
BJÖRN JÓNSSON, skósmiður.
Ekki skil ég heldur, hvað það kem-
ur þessu máli við, hve mörg bréf
koma i hendur hr. Br. á ári.
Ekki skal ég heldur deila við hr. Br.
um þekkingu mína á „diplomatiskum“
rétti. Ég hefi aldrei látið mikið yfir
henni, en seint kæmi mér til hugar
samt, að leita þess fróðleiks hjá hr.
Brilloin. Það er vandalítið að nefna
v. Martens; ég gæti nefnt honum líka
Heffter, v. Liszt, Calvo, Dudley Field,
H. Matzen og marga fleiri. Ef tóm
höfundar-nöfn og bókatitlar væru næg-
ur þekkingarvottur, þá gæti ég jafn-
vel ef til vill kveðið hr. varakonsúl-
inn i kútinn.
Annars skal ég ekki fjölyrða um
þetta, því að hvað sem hr. Br. ann-
ars er, — diplomat er hann ekki.
En eitt hefir hr. Br. frætt mig um
með rithætti sínum; hann hefir kent
mér að þekkja nýja hlið á „franskri
kurteisi", sem mér var áður ókunn.
Jón Ólafsson alþingism.
Ósvarað spurningum.
1. Hefir sendiherrann frá Vogi fengið
talsvert á 2. þúsund kr. greitt í ferða-
kostnað um fram laun sín ?
2. Hvað mikið hefir systursyni ráð-
herrans verið greitt úr landssjóði i
utanfarar-kostnað ?
3. Hvernig er með fasteignakaup
landssjóðs í ólafsvik ’’
Vill ekki ráðherra-málgagnið svara
þessum spurningum?
„Spyr sá sem ekki veit“.
in.
í vikunni, sem leið, fékk sýslumað-
urinn í Gullbr,- og Kj.-sýslu, hr. Magnús
Jónsson, 6500 kr. veðdeildarlán i Lands-
bankanum, útborgað í veðdeildarbréf-
um, eins og lög gera ráð fyrir. En
bankinn neitaði að kaupa af honum
bréfin — kvaðst ekki geta það.
Hvernig stendur á þessu?
Siðasta Alþingi heimilaði landssjóði
alt að 2,000,000 kr. lántöku, og skyldi
því fé varið til þess að kaupa veð-
deildarbréf af Landsbankanum. Sam-
kvæmt þessari heimild tók landssjóður
í fyrra lVs milíónar króna lán.
Hefir landssjóður þegar keypt veð-
deildarbréf fyrir þá upphæð? Það get-
ur víst ekki náð nokkurri átt.
En hví er þá bankinn ekki fær um
að kaupa veðdeildarbréf? Vill lands-
sjóður ekki kaupa þau af honum aftur.
Hefir landssjóður rétt til að neita því,
og verja peningunum til annars, þvert
ofan í lögin?
Hvað er orðið af peningunum?
Til hvers heflr þeim verið varið ?
Eða hvar eru þeir niður komnir?
Spyr sá sem ekki veit.
En alla landsmenn varðar þetta
miklu.
Menn fmna til þess, ef þeir geta
ekki selt veðdeildarbréf. Það verður
sama sem að tekið só fyrir öll veð-
deildarlán — að minsta kosti nema
með afarkostum.
Jón Ólafsson, alþm.
S var
til hr. alþm. Jnns Ólafssonar.
í 18. tölublaði „Reykjavíkur* er byrjun
á grein eftir hr. Jón Olafsson alþingismann,
með yfirskriftinni: ..Spyr sá sem ekki veit*'.
Þar eð grein þcssi snertir mig að nokkru
leyti og ferð mína til útlanda síðastl. vetur.
þá retla ég að svara því í henni, sem mór
kemur við og ég álít svara vert. Ég vona
að alþingismanninum, sem er að leita sann-
leikans, standi á sama þó svarið komi frá
mór, þar sem mér hlýtur að vera oins kunn-
ugt um málið og ráðherranum.
Svarið verður þá þetta: Ég hefi ekki
fengið 800 kr., eða alla fjárveitingu síðasta
þings, sem ætluð var tveim sildarmatsmönn-
ura, til þess að sigla fyrír, til að kynna sér
verkun og meðferð sildar á þeim stöðum.
sem hclztur er markaður fyrir hana.
Ég fór ekki til Noregs síðastl. vetur, nema
að þvi leyti að skipið, som ég sigldi með,
„Yesta“, kom við í Kristianssand, og stóð
þar við að oins nokkra tíma, hélt svo áfram
til Kaupmannahafnar, og fylgdist ég með
henni þangað. Ég hafði því enga ástæðu
til þess að skrifa ráðherranum þaðan og
gerði það heldur ekki.
Ég hefi ekki komið til Hollands siðan 1900
og gat því heldur okki skrifað ráðherra
þaðan og beðið hann um peninga til Ame-
ríku-fararinnar, Það er satt, að ég fór til
Amcríku, eftir að ég hafði ferðast um 5
Danmörku, Sviþjóð og Þýzkalandi, og dvaldi
ég þá í Now-York, Chieago og Boston. En
þótt óg hafi eytt 1700 kr. á þossari forð, eða
rúmlega það, þá hefi ég rkki fengið ávísaðar
1700 kr. úr landssjðði ti! hennar eða neins
annars ferðalags síðan Björn Jónsson varð
ráðherra.
Ég vona nú til, að hr. álþingisHmðurinn
láti sér þetta svar nægja, hvað mína ferð
snertir, þar eð öllum spurningunum or svarað,
scm málefninu koma við. Ég hofi svarað
honum af því óg álít eins og hann, að þettu.
sé mál, sem „keraur ekki að eins þingmönn-
unum við — öllum þingmönnunum — heldur
þjóðinni allri“.
En þó svarið sé þannig lagað, að ekki
að eins þingmönnunum öllum — að hr.
Jóni Ólafssyni meðtöldum — heldur líka
þjóðinni allri, sé með því gert vitanlegt, að
greinin í „Rvíku : „Spyr sá sem ekki veit<‘
er götu-skáldskapur höfuðstaðarins að íík-
indum, sem einhvor sögufróður gárungi hefir
fengið einn af alþingismönnunum — einn.
fulltrúa þjóðarinnar til þess að hlaupa ineð
út um allan bæ í „Rvik“, það verður hr.
Jón Ólafsson að kenna sjálfum sór um, því
vorkunarlaust var honum að fá að vita það
rétta, hefði hann viljað spyrja mig um þetta.
áður en hann ritaði greinina. En það þyk-
ist ég vita, að ekki að eins þingmennirnir
allir, heldur þjóðin öll, œtlist til þess og
viti það, að ráðherra íalands hefir öðrum og
þarfari Btörfum að gegna, en að svara
slúðursögum götudrcngjanna, þó alþingis-
maður sé fonginn til að skrifa þær og fó.
þær prcntaðar.
Reykjavik 2. Maí 1910.
Jón Bergsveinsson,
(sildarmatemaður á Akureyri).
* * *
Aths. s Ritstj. „Reykjavíkur“ hefir sýnt
mór þá kurteisi að sýna mér svar þetta. —
Ég er hr. J. B. þakklátur .fyrir svarið, —
það sem það nær, — og hefði verið enn
þakklátari, þótt það hefði ekki verið bvo
langort, ef það hofði verið gagnorðara og
ákveðnara. En ég vil skilja það á bezta
vcg: ætla t. d. að hr. J. B. hafi ekki
fengið nema 400 kr. í stað 800 kr. (en ekki
t. d. 700 kr. eða einhverja aðra upphæð).
Úr þvl að hr. J. B. segist ekki hafa fengið
ávisaðar 1700 kr., þá vil ég ætla, að hann
hafi ekki heldur fengið aðra upphæð þar i
námunda við; þó vel gæti slikt ataðist fyrir
„svarinu“.
Langbezt væri og skýrast, ef hr. J. B.
vildi segja, hvað mikið hann hefir fengið
úr landssjóði síðustu 10 mánuði t. d. —
nefna upphæðina ákveðið. Það tæki af
allan efa. En „lítið skal í eiði ósært“ eins
og hann veit.
En er það ekki undarleg „tilviljnn“, að
sögumaður minn skyldi nefna 1700 kr. —
sem næst upphæðina, sem forðin hefir kostað.
Sögumaður minn er þó ekki andatrúarmaður.
Ég vissi ekki til að hr. J. B. væri hér í
landi, er ég reit grein mina; gat því ekki
spurt hann. Yeit ekki enn, hvar hans er
að leita. Með virðing
Jón Ótafsson.