Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 13.08.1910, Blaðsíða 4

Reykjavík - 13.08.1910, Blaðsíða 4
136 REYKJAVÍK Með s/s »Sterling« fæ jeg mikið af Gas- lömpum og suduáhöldum, Pað borgar sig vel fyrir þá sem þurfa að fá sjer lampa og önnur Gasáhöld, að líta inn til mín, áður en þeir festa kaup annarstaðar. Gasáhöldin eru viðurkend Gasáhöldin eru til sýnis Laugaveg 7. Carl F. Bartels B Æ K U R, innlendar og útlendar. Ifcitföng-. Pappír. — skrifpappír, prentpappír, plöntu- pappír, umbúðapappír, treppappír o. íl. — Póstpappír í bloklí:- um, sem allir ættu að nota. Dæmalaust ódýr og sjeleg póst. korta-blbúm o. fl. Bext að kaupa alt slíkt í Bókavezlun Si<>íúsHr Eymundssonar. DE FORENEDE BRYGGERIERS Ekta Krónuöl. Krónupilsener. Export Dobbelt Öl. Anker öl. Vjer mælum með þessum öltegundum sem þeim FÍNUSTU skattfríu öltegundum sem allir bindindismenn mega neyta. NB. Biðjið beinlinis um: De forenede Bryggeriers Öltegundir. Til húseigeiida I Reykjavík. Eins og margir vita, hefur gengið mjög illa að selja hús hjer í hænum undanfarna tíð, afleiðingin hefir orðið sú, að ljöldi húsa hafa verið seld á uppboði fyrir afar lágt verð. Núhefi jeg von um að komast í þannig lagað verzlunarsamband, að líkur eru til þess, að jeg muni geta selt allmikið af þeim íbúðar- og verzlunarhúsum hjer í bænum, er eigendur vilja selja, sem eru vel byggð og standi á góðum stað í bænum; þeir húsa-eigendur sem vilja nota tækifæri þetla, er áríðandi að koma til mín sem allra fyrst. Rvík. 12. ágúst 1910 GÍ8li Uorbjarnarson. -|- Fineste hygn. Gummivarer scndes overalt mod Forudbetaling (ogsaa Frim.) eller Efterkrav yderst diskret (f. Eks. poste restante) 90 0re, 1, 2» 3 °S 4 Fr. pr. Dus. Send i‘/2 Kr. i Frimærker, og De faar tilsendt en Prove af hver Sort med Prospekt over sidste Nyheder. Sullivan, Kobenhavn K. [5 s. Thomsens príma vinílar Hvar á að kaupa öl og vín? MnÉ, ai lorp Jeiljaílf. €ggert Claessen, yfirréttarmálaflutningsmaður. 1 Pósthúimtr. 17. Talsími ÍO. | Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. En í Thomsens M a g a s í n. Prentsmiðjan Gutenberg. 32 »Og hún var fús til þess, að gera sjer einveruna hjer að góðu?« mælti Christian prins, og virti húsið íyrir sjer. »Já, Christian, konan mín elskar mig, og —« »Hm!« tautaði hann, og varð mjer samferða heim að húsinu. »Svona fögur, svona ung og svona einmana! Eða heldur þú, að hún geti til lengdar skemmt sjer við það, að tala við fálkann þinn?« »Hún er ólík öllum öðrum konum«, svaraði jeg. »Einveran á einmitt vel við skap hennar. Hún er alvöru- gefin að eðlisfark. Og svo fylgdumst við að, þegjandi, inn í húsið. Og allt í einu fannst mjer, sem þessi ný-heimkomni æskuvinur minn væri mjer ekki jafn kær og hann hatði áður verið. En þegar við svo sátum að kvöldverði, og horfðumst vingjarnlega í augu, eins og áður fyrri, þá tók jeg bikar mihn og klingdi við hann: »Velkominn heim aftur, Christian! Guð gefi, að þú unir þjer eins vel hjerna í rauða húsinu hjer eftir eins og hingað til. Uú skalt ætíð mæta sömu við- tökum hjer«. En konan mín sat þegjandi við hlið mjer — hún var hætt að hlæja. Hún var næstum því alvarlegri og þóttalegri en nokkru sinni áður. Að eins vottaði enn þá fyrir veikum roða á föla andlitinu hennar. Og þegar við klingdum bikur- unum, leit hún allt í einu upp — leit á mig þannig, að jeg gleymdi alveg að drekka. Jeg veit ekki, hvað jeg sá i augna- ráði hennar. Mjer fannst það likast hræðslu, ávítun og þög- ulli bæn. En þegar jeg opnaði varirnar, og ætlaði að spyija hana, lagði hún hönd sína mjúklega á öxlina á mjer, stóð upp, og bað prinsinn að afsaka sig: »Herrarnir hafa ef til vill margt að segja hvor öðrum eftir alla fjarvistina, og jeg hefi auk þess ýmsum húsmóðurskyldum að gegna«. 33 »Nei, vertu nú hjerna hjá okkur, Frederikka«, mælti jeg biðjandi. »Þú liefir gaman af því, að heyra það, hvað menn hafast að í Parísarborg, og hvernig konurnar þar bera hattana sína«. »Nei, lofið þið mjer heldur að fara«, mælti hún hálf- kuldalega. »Hvað varðar mig um París, eða tizkuna þar?« Og svo hneigði hún sig fyrir prinsinum og fór. En jeg leit sigrihrósandi til hans, og endurtók það, sem jeg hafði áður sagt: »Hún er ólík öllum öðrum konum, Christian«. Mjer er enn þá sem jeg sjái ásjónu hans á þessari stundu. Hann leit til dyranna, sem hún hafði farið út um, og varð allt í einu eldrauður út að eyrum. Jeg skellihló, hóf bikarinn á loft og klingdi við hann, en i sömu svipan var hann orðinn fölur sem nár, hvitur, sem dúkurinn á borðinu. En nú tók hann að segja mjer frá ferðum sínum. Einkum varð honum tíðrætt um Parísarborg og stúlkurnar þar, og hrósaði hann þeim mjög tyrir fegurð og fjör, og sagði mjer mörg ósiðleg ævintýri, er hann vissi til að þar hefðu gerzt. Mjer blöskraði siðspilling sú, er hann hafði kynnzt þar, og mjer þótti það mjög leitt hans vegna, að /mnrt skyldi hafa kynnzt slíku lífi — þótti leitt, að heyra slíkar sögur af hans vörum. En svo þegar jeg horfði i augu hans, og virti svip hans fyrir mjer, þá þóttist jeg sjá, að honum myndi óhætt. Jafnvel þótt hann heíði i svip steypt sjer út í hringiðuna, þá hefði hann þó fljótlega áttað sig, og komizt óskemmdur til sama lands aftur, og jeg þóttist vita, að fyrir það ætti hann móður sinni að þakka, og aðdáanlegri handleiðslu hennar, því að hún var, eins og þú manst, Jóhannes, sönn fyrirmynd allra annara kvenna, æðri og lægri stjetta, að siðgæði og hvers konar háttprýði.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.