Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 01.10.1910, Side 1

Reykjavík - 01.10.1910, Side 1
javíft. Lausrardas 1. Október 1910 XI., XI., 44 Saðhúsið virka daga 8—8. Biskupsskrifstofa 9—2. Borgarstjóraskrifstofa 10—3. Bókasafn Alp.lestrarfól. PÓBthússtr. 14, 6—8. Bréfburður um bæinn 9 og 4. Biinaðarfélagið 12—2. Bæjarfógetaskrifstofa 9—2 og 4—7. Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og 6—7. Bæjarsíminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7. Forngripasafnið sunnud., þrd., fmd. kl. 12—2. jslandsbanki 10—2‘/s og ð1/^—7. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. 7-8 e.m. Landakotsspitalinn 101/2—°g 4—6. Landsbankinn ÍO1/^—2‘/j. Landsbókasafnið 12—3 og 5—8. Landskjalasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1. Landsjóðsgj.k. 10-2, 6-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 6-7. Land8SÍminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og4—6. Læknaskólinn ók. lækning þrd. og fsd. 12—1. Náttúrugripasafnið sunnud. l'/s—2‘/s. Pósthúsið 8—2 og 4—7. Stjórnarráðið 10—4. Söfnunar8jóður 1. md. í mán. kl. 6. Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md.ll—12. „REYKJAYÍK" Árgangurinn kostar innanlands 3 kr.; erlendis kr. 3,50 — 4 sh. — l doll, Borgist fyrir 1. júli. Auglýsingor innlendar: á 1. bls. kr. 1,50; 3, op 4. bls. kr. 1,25. — Útl. augl. 33*/s°/o hærra.— Afsláttur að mun, ef mikið er auglýst. Ritstj. og ábyrgðarm. Stefiln RunólÍKHon, Pingholtsstr. 3. Talsím i 1 8 8. ^fgeiísla ,Reykjavíkur‘ er i Skólastræti 3 (beint á móti verkfræðing Knud Zimsen). Atgreiðsla blaðsins er opin frá kl. 9 árd. til kl. 8 síðd. — Talsimi 199. Ritstjóri er til viðtals virka daga kl. 12—1. — Þiuglioltsstr. 3. Smá-hugleiðingar um stj ó r narskrár-brey tingar. Eftir Jón Olafsson. X. Af þeim breytingum, sem eftir er að reifa, er ein miklu merkilegust. Hún er svo látandi; Aftan við 25. gr. bætist: „Breytincfatillögur við fjárlagafnm- varpið, sem hafa í för með sér ný eða aiikin íitgjöld, má enginn bera fram á Alþingi, nema ráðherra eða umboðsmaður hansu. Búast má við, að mörgum þyki þessi tillaga eigi að eins nýstárleg, heldur í fyrsta áliti fjarstæð öilum sanni. Hún er þó ekki gripin úr lausu lofti, heldur bygð á rökum, sem eru býsna sterk — rökum, sem við nána íhugun munu reynast að vera aterkari heldur en ætla mætti í fljótu bragði við litla umhugsun. Og tillaga þessi heflr að styðjast við reynslu þeirrar þjóðar, sem bezt hefir kunnað með frelsi að fara allra þjóða. Þetta eru og hafa öldum saman verið lög hjá Bretum. — Auðvitað er það engin full sönnun fyrir ágæti tillögunnar, eða fyrir því að hún eigi við hjá öll- um þjóðum, eða sérstaklega hjá oss. En það er þó næg ástæða til að hugleiða hana vandlega og gera sér grein fyrir, á hverju hún er bygð, eða við hvað hún styðst. Það er sannreynd, sem allir viður- kenna, að þar sem öll þjóðin getur ekki sjálf farið með vald sitt, heldur veiður að nota fulltriia til þess, þá er líísnauðsynlegt, að þjóðin hafl ein- hverja trygging fyrir, að valdinu sé sem minst og sjaldnast misbeitt. En sú trygging fæst með því einu móti, að þjóðin geti krafið einhvern ábyrgðar á meðferð valdsins, og komið þeirri ábyrgð fram. En til þess að það geti orðið, þarf að vera auðið að benda á einhvern einn, sem ábyrgðina bev fulla. Að tala um ábyrgð gegn heilu þingi, það er ekki nema hégóminn einber. Eigi ábyrgðin að skiftast milli margra, verður ekkert úr henni. Hver einstak- ur getur skotið sér bak við meiri hlut- ann; hver einstakur finnur lítið til á- byrgðar af þvi sem heill meiri hluti þings er honum samsekur í. Ábyrgðin af allri löggjöf og öllum stjórnarathöfnum á að hmla óskift á herðum einum manni. Það er einn maður, sem á að bera ábyrgð allra gerða meiri hlutans, og sá maður er sá ráðgjafi, sem ritar nafn sitt undir lögin. Þá er um öll almenu lög er að ræða, segir sá ráðgjafi, sem hlut á að máli, til þess, ef hann álítur lögin svo ill eða óhagkvæm, að hann vill ekki bera ábyrgð á þeim. Þingið á þá tvo kosti, annaðhvort að láta undan, eða að synja honum fylgis, svo að hann verði að fara frá völdum; og þá verður annar við að taka, sem er samdóma meiri hlutanum og vill bera ábyrgðina af lögunum, og fær fylgi roeiri hlutans. En í fjárlögunum stendur öðruvís og alveg sérstaklega á. Fjárlögin eru safn af mörgum ólíkum og óskyld- um atriðum. Fjárlögin eiga að vera veiting á því fé, sem stjórn, sú er við völd er með fylgi meiri hlutans, telur sér nauðsyn- legt að fá í hendur, til að geta rekið stjórn ríkisins (landsins) svo, sem hún álítur nauðsynlegt og nytsamt. Stjórnin á að stjórna, en ekki þingið. Hún á að segja til þarfa sinna, en þingið á sem fulltrúi þjóðarinnar, full- triíi gjaldenda, að veita það fé, og það eitt fé, sem stjórnin biður um, ef því þykir það nauðsynlegt eða nytsamt — og að eins að svo miklu leyti, sem þvi þykir það vera. Ef þingið fer að neyða fé upp á stjórnina, þá er það komið út fyrir tilgang sinn, og þá bregst það trausti kjósenda. Kjósendur eru allír gjald- endur, og gjaldendur vilja ávalt spara fé. Auðvitað vilja gjaldendur af einni stétt gjarnan veita fé úr annara vasa til sinna hagsmuna; og eins vilja kjós- endur eins kjördœmis gjarnan veita fé úr vasa manna í öðrum kjördœmum, til þarfa síns sérstaka héraðs eða bygðarlags. En þessu á stjórnin að aftra, þar sem ekki er alveg bersýnilegt, að slík veiting til einka-hagsmuna eins héraðs eða stéttar sé i raun réttri til hags- muna fyrir alla þjóðina. Nú vita allir menn af reynslunni, að slíkar einka-veitingar, sem í sjálfu sér, eða íd af fyrir sig, hafa ef til vill ekki fylgi nema eins eða tveggja þing- manna (og þeirra ef til vill fyrir það eitt, að þeir búast við að veitingin styrki endurkosning sina eða fylgi við flokkinn) — slíkar einkaveitingar ná oft atkvæðum meiri hluta þingmanna engu að siður. Og það er ekki ávalt a.ð það sé inn venjulegi stjórnarflokkur, sem sam- þykkir veitingar þessar, heldur nýr meiri hluti, myndaður úr báðum flokkr um um þá og þá fjárveitingu. Þetta eru in svo nefndu hrossa- kaup, sem eiga sér stað á ölluni lög- gjafarþingum, þar sem frumkvæði til fjárveitinya er heimilt hverjum þing- manni. Með þessu móti fær stjórnin fé veitt, sem hún er skylduð til að nota eða greiða — þó að það sé algerlega gagn- stætt vilja hennar. Þetta er svo óeðlilegt sem frekast má verða, og leiðir oft til óréttmæt- rai, eða að minstakosti óþarfrar fjár- eyðslu. Stjórninni er vandfarið. Rísi hún alveg öndverð gegn einhverri slíkri veiting, á hún á hættu að hefnst verði á henni með því að synja henni um einhverja fjárveiting, sem henni er á- hugamál. Hún neyðist því til að taka við fjárlögunum með þessum óvelkomnu veitingum í. Og hún getur sagt á eftir : „Ég bað ekki um þetta fé. Ég ber enga ábyrgð á því. Þvi var neytt upp á mig“. Og hún getur sagt, þetta satt. Og svo hefir þjóðin engan til að halda sér til með ábyrgðina. Yrði aftur lögtekin sú breyting, sem hér er fram á fartð, að stjórnin ein (ráðherrann, eða einhver ráðgjafanna, ef fieiri eru) hefði rétt til að bera fram tillögur um fjárveitingar, þá verður hver sá, er fram á fjárveiting vill fara, að snúa sér til ráðgjafa og reyna að fá hann til að bera hana upp. Ráðgjafinn, sem veit að hann á einn að bera ábyrgð allra fjárveitinga, hlýtur að reyna að líta sem óvilhöllustum augum á málið. Það er skiljanlega miklu vandfarnara fyrir hann, að bera tillöguna fram, heldur en fyrir hvern valdalausan og ábyrgðarlausan þing- mann, hvað þá heldur fyrir þá þing- menn, sem að eins greiða henni atkvæði. Þjóðin má eiga víst, að með þessu móti verður farið sparlegar með fé hennar. En þó að þetta fyrirkomulag sé ó- efað hugsanrétt afleiðing af réttri skifting valdsins, og þó að ganga megi að því vísu, að það yrði til mestu gagnsemdar, einkum til fjársparnaðar, svo að ætla megi að tillagan verði vinsæl af gjaldendum landsins, þ. e. af allri alþýðu, þá er alþýða hefir áttað sig á henni og hugsað hana rækilega, þá er þó ekki ólíklegt, að hún kunni að eiga nokkuð örðugt uppdráttar. Búast má við að inir lítilsilgdari þingmenn verði henni sumir andvígir, þeir sem fáa þingmannskosti hafa aðra, en árvekni í að kræla út bita og bita fyrir kjördæmi sitt, eða vilja nota þingmannsstöðuna á einhvern hátt sér eða sinni stétt til hagsmuna. Einnig má við búast, að hverjum þeim ráðherra, er meira metur að halda i völdin, heldur en að vinna þjóð sinni gagn, þyki ábyrgðarminna að hafa alt eins og nú er. Það þarf sýnilega þrek og stefnu- 44 '605 'si®X '1 Bl^S.reputrj ‘uossuof 'Bjs 'A-'I A3NNV1 SNisiNns'iaHH anoos vaaoA vaalj'avoNiNNiw !P“W 'I IIQN NI3 00 ONnS04 : jsafj umiOK^oq ei'u festu til þess, að neita bónakvabbi einstakra þingmanna. Hitt er vanda- minna og vænlegra til að halda sér við völd, að láta alt dalsa eins og nú er, og skella ábyrgð allri af sér og yfir á ábyrgðarlaust þingið. Auðvitað má segja, að ófyrirleitinn, þröngsýnn og hlutdrægur ráðherra gæti með þessu móti hlynt á alla lund að óskum flokksbrœðra sinna, en hallað óréttvíslega á mótstöðumenn. Þetta er satt. En það mundi vænt- anlega helzt verða í fyrstu. Rétt- lætistilfinning þjóðarinnar mundi fljótt veita slíku eftirtekt, og sá ráðgjafi, sem gerði sig mjög sekan í þessu. mundi eigi verða langlífur við völd, og aldrei eiga afturkvæmt í þann stól aftur. Jafnvel réttlætistilfinning þing- manna yfirleitt mundi næmari fyrir sýnu ranglæti, þá er þeir þurfa ekki sjálfa sig að verja, ekki sér um að kenna, heldur ráðherranum. Tillaga þessi er hér á landi svo nýstárleg, að menn þurfa vitanlega tíma til að átta sig á henni og rœða hana. Yið framgangi hennar er varla að búast að sinni. En hún ætti að verða öllum, sem um þjóðmál hugsa. vandlegt íhugunar-efni og umrœðu- -efni, fyrst og fremst í blöðum og tímaritum, og siðan á mannfundum. (Niðurlag næst). fyrverandi sýslumanns. [Niðiu'lagl. 5. „Prime-Minister“ hefi ég þýtt. „yfirráðgjafi“, og tekið það orð eftir Birni Jónssyni í ísafold, sem ávalt notar það orð (ég hefi áður kallað það „forsætisráðherra" eða „ráðaneytis- forseti"). Hr. E. B. líkar það illa hjá mér, að ég skuli taka upp góð orð eftir Birni. En ekki segir hann, hvað hann hefði kosið að setja í staðinn. B. „Consession" segir hr. E. B. að merki „leyfi“, en „ekki leyfisbréfið sjálft". Hér er hann helzt til djúp- sær og þungskilinn, rétt eins og hann væri að yrkja vísdóm, sem enginn skilur. Öll yfirvaldaleyfi eru mér vit- anlega gefin út bréflega, en ekki munn- lega. Því er ávalt talað um „leyfis- bréf“ til hins og þessa (hjónaskilnað- ar, ættleiðingar, til að leiða ný vitni o. s. frv., o. s. frv.). Sjá t. d. For- málabókina frá bls. 253 og af og til fram úr því. Ég hefi þýtt: „hafaþeir nýl. fengið stofnleyfisbréf fyrir banka“. Hr. E. B. hefir síðar sagt, að „con- cession“ væri nú „gefin út“. Var

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.