Reykjavík - 22.10.1910, Qupperneq 1
1R k i a v í k.
XI., 48
Laugardag 22. Október 1910
XI., 48
C
‘c
3
N
L.
©
>
cö
C
bjo
cö
U)
co
X
5 =..=
1 * *
^ ^
1 s .
3* S>
« SC :0
2 »> S*
« S J
S s |
- j 3 .
2 W fi c
«
m
fl
•H
■5 S :®
rja
©s.
« -S -
h *C “
h k 3
2 «
'd
ö
cö
b
9^ »•
•21» H
* aj
-H lO
a
8 x
’m 5
■M
ri) .3
c
60
-
• H
pfi
c
•H
:í
s
9
H
|
H
0)
£
C3
£
H
s
fi
XH
Ö»-« h
.:® b s
2 S * S S
3 a -3 í 2
iI- »2
| í h
5 3 5
S
2
CQ
•rx w
" h
3 g
ée^
h b
= » ® 5
s £ a ío
» 3 >5 <H Z
2 a « « B
a a +i . >»
Sá § jx
‘s - S *
«-® 4S s
5 ®
3 s « ^
1 p a
* -a | t
s .« !
«■ H
SIJ
2 '
‘g -
r ð 5* JS
J- « - &
o > e «
BA. S-
fl
•pH
i
fH
fc
H
8
í
K
8
O œ
í>«
cö
ö
z
«!
bow
cð
bo
02
M
£oftritunin.
Langstærsta og auðugasta firðritunar-
félag, sem til er á vesturhveli jarðar,
og reyndar langstærsta síma-fyrirtæki
í heiminum, er The Western TJnion
Telegraph Company („W. U. T. C.“),
sem hefir um 120—150 milíónir króna
í árstekjur (útgjöldin vel a/3 af tekjum).
Eins og nærri má geta, þá hefir
enginn slik efni og tök á að kynna
sér og reyna alt nýtt í sinni atvinnu-
grein eins og W. u. T. C. Það hefir
inum beztu sérfræðingum á að skipa;
það hefir efni á að kynna sér alt nýtt
í sinni grein.
Þetta félag hefir, sem náerri má geta,
kynt sér allar loftritunar-aðferðir, og
reynt nokkrar inar fullkomnustu af
þeim um nokkur ár.
Það má því nærri geta, hvort þetta
félag muni ekki verja fé sínú helzt í
þau fyrirtæki í atvinnugrein sinni, sem
það veit arðsömust og öruggust.
Félag þetta á meðal annars nú sæ-
síma yflr þvert Atlantshaf, en nú sem
stendur liggja alls 16 sæsímar milli
/Vordur-Ameríku 0g Norðurálfu yfir
Norður-Atlantshaf.
Nú í síðasta mánuði (Sept.) sótti
félag þetta til viðskiftaráðgjafa Bret-
lands um leyfl til að lenda í Sennes
Cove á Englandi tveim nýjum sæsím-
um yflr Norður-Atlantshaf. Hinn endi
síma þessara á að liggja á land í
Bandaríkjunum, og verða þá bráðum
18 sæsímar, sem tengja Norður-
Ameríku við Norðurálfuna, því að á
leyfi Bretastjórnar verður engin fyrir-
staða.
Fyrir ekki all-löngu sagði Valdemar
Poulsen, inn frægi danski uppfundninga-
maður í loftritun, einn af frægustu
mönnum í heimi í þeirri grein:
„Ef loftritunin hefði verið fundin upp
í heiminum áður en símritunin fanst,
og símritunin hefði svo fundizt á eftir,
þá hefði símritunin verið talin in mesta
og merkasta framför í flrðritun". Svo
miklu öruggari og fullkomnari er sím-
ritunin að áliti þess manns, sem ver
allri ævi sinni til uppfundninga í loft-
ritun.
Og þetta vita og viðurkenna nú ailir,
sem skyn bera á málið.
En það er síður en svo, að loftrit-
unin sé ómerk eða lítilsvirði fyrir það.
Hún er stór-nytsöm, þar sem símritun
verður el<ki við komið.
Jón Olafsson.
Ósönn símfregn.
Símfregnariti „Reykjavíkur" (og fl.
blaða) sendi 7. þ. m. frá Höfn blöðun-
um þessa símfregn:
„Ráðherra . . . þverneitar Ritzau
viðriðinn bankaplönin".
Á almennu máli er þetta: „Ráð-
herrann þverneitar í Ritzaus-skeyti“
[til dönsku blaðanna] „að hann sé neitt
riðinn við ráðagerðirnar um stofnanir
banka" [á íslandi].
En hvað heflr svo ráðherrann sagt,
og beðið Ritzau að flytja?
Orð hans eru þessi:
„ Að því er snertir fjármála og banka-
stofnana ráðabrugg það, er nú á síð-
kastið hefir verið mikið um rætt, sagði
ráðherra, að hann væri ekkert riðinn
[stæði ekki í neinu sambandi við]
ráðagerðir þær, sem fyrverandi sýslu-
maður Einar Benediktsson hefði komið
fram með um verzlunar-fyrirtæki og
fasteignakaup á íslandi; þetta væri alt
einkamál þess eðlis, að til þeirra þyrfti
engin leyfisbréf né hlunnindaveitingar
af landsstjórnarinnar hálfu. Um banka-
stofnun, þá er Einar Ben. væri að ráð-
gera, væri það að segja, að alls óvíst
væri, hvort nokkuð yrði úr henni, eftir
því sem ráðherra vissi til. Ekki væri
sú bankastofnun heldur byggð á neinum
hlunnindum frá stjórnarinnar hálfu, að
öðru leyti en því, að bankinn hefði
vilyrði frá stjórninni fyrir leyfl til að
reka sparisjóðsstörf [fá sparisjóðs-
hlunnindi], ef hann fullnægði skilyrðum,
þeim er lög áskilja um það.
Hinsvegar hefði ráðherrann í fyrra
vetur látið sér ant um samninga, sem
félag eitt hefði verið í, um lán frá
Frakklandi til íslenzkrar lánsstofnunar;
en þar sem skilyrði, þau er sett voru
af Frakka hálfu fyrir lánboðinu, voru
svo löguð, að lánið var ekki þegið,
þá er fyrir löngu'hætt við þetta mál
að sinni".
Svona hljóðar orðrétt og samvizku-
samlega þýtt það sem Björn ráðherra
hefir látið Ritzau flytja.
Það er auðsætt á þessu, að fregn-
skeytið 7. þ. m. til blaðanna fer með
ósannindi.
Og það sem verra er: þeim sem les
Ritzaus-fregnina, sem fregnritinn hefir
haft fyrir sér, verður örðugt að skilja,
að fregnritinn hafl ranghermt hér ó-
viljandi, þar sem ráðherrann nefnir
Hlutavelta
til ágóða fyrir FríkirkjHna í Reykjavík, verður haldin í Iðnó laugar-
«lag og sunnudag 30. J». m. Þeir sem styrkja vilja þetta fyrir-
tæki með gjöfum til hlutaveltunnar eru vinsamlega beðnir að koma þeim til
undirritaðra
eða i Iðnó á föstudaginn 28. þ. m. i siðasta lagi.
Ætlast er til að allir þeir, sem unna Fríkirkjunni, styðji þessa
hlutaveltu með gjöfum og aDnari hluttöku.
Guðmundur Císlason, Laugaveg 12.
Árni Jónsson bókhaldari, Yölundi.
Ásgrímur Magnússon skólastjóri.
Kristján Teitsson, Skálhoitsstíg,
Sigurður Guðlaugsson, Nýlendugötu.
Halldór Kjartansson, Grettisgötu.
frú þorbjörg Þórðarson, Þingholtsstræti 1.
— Helga Torfason, Laugaveg 13.
— Sigriður Jakobsdóttir, Laugaveg 41,
— Solveig Eymundsson, Lækjargötu.
— Karolina Zimsen, Yesturgötu 29.
— Ingibjörg ísaksdóttir, Skuld.
bœði enska og franska bankastofnun.
Því að þó að ráðherra kalli franska
bankann hér „lánsstofnun" (Kredit-
institutiori), þá var fregnritanum, sem
les blöð þau er hann er fregnriti fyrir,
fullkunnugt um það, að stofnendurnir
nefndu það sjálfir banka, og að ráð-
herra var formaður bankaráðsins og
hafði skipað einn af bankastjórunum
væntanlegu, og þessi fyrirhugaða stofnun
þekkist hér að eins undir nafninu
„franski bankinn".
Fregnritanum gat því eigi, ef hann
hefði hugsað sig um, blandast hugur
um, að orðið „bankaplönin" í fregn-
skeyti hans, varð eigi skilið öðru-
vísi en svo, að ráðherra hefði fullyrt,
að hann væri við hvoruga þessa banka-
stofnun riðinn.
Hins vegar veit ég að fregnritinn
er bæði skýr og vandaður maður, svo
að mér er óskiljanlegt, hvernig hann
hefir farið að flaustra skeyti sínu svona
af. Að það hafi verið sent í flýti er
nokkur málsbót, en ekki full afsökun.
Fregnriti verður að gæta þess vel,
að senda ekki skeyti um viðburði, sem
eru ekki stranglega sannleikanum sam-
kvæm, að því er hann bezt veit.
Fregnskeyti „Reykjavíkur" hafa
hingað til reynst réttorð og áreiðanleg.
Bregði út af því framvegis, þá drepur
það alla tiltrú til blaðsins.
Það tná ekki koma fyrir!
Jón Ólafsson.
Ritzaus-skeyti ráðherra,
Eftir að eg hefi gert fulla leiðrétt-
ing á inni röngu símfregn til blaðs-
ins, liggur nærri að athuga það sem
Björn ráðherra hefir sagt Ritzau.
Fyrst verður manni fyrir að spyrja,
hví ráðherrann hafi verið að gera þess-
ar bankastofnanir að umtalsefni í
dönskum blöðum. Hvað varðar Dani
um afskifti hans af þeim? Eru þau
ekki alíslenzk mál? Og þurfti hann
nokkuð að gera Dönum reikningsskap
fyrir afskiftum sínum af þeim?
Þetta er því kynlegra, sem hann
hefir aldrei fundið ástæðu til að virða
landa sína, íslenzkan almenning, þess,
að gera þöim neina grein fyrir þessu.
Og hafði hanu þó sterkt tilefni til
þess, og þá varðaði mál þessi, en
Dani eigi.
En það er ekki í fyrsta, og verður
sjálfsagt eigi í siðasta, sinn, sem hann
gerir Dönum hærra undir höfði en
er flutt í
Austurstr. 5.
•nossui9j8io,j ’uSnwH
*H f s jsæj
Hidspfijo} ufiosnx
löndum sínum — í raun og fram-
kvæmd.
Ef maður lítur svo á efni þess, sem
hann hefir sagt, þá blasir þegar bert
fyrir öllum, að þeir herrar ráðherrann
og Einar Benediktsson eru í berustu
mótsögn hvor við annan. Einar þyk-
ist hafa fengið stofnunar-leyfi („Conses-
sion“) fyrir banka. Björn neitar því.
Einar segir: „Ráðherrann . . . félst í
einu og öllu á sérhvað það sem eg
lagði fyrir hann, og er hann fús á að
gera alt, sem í hans valdi stendur, til
að hjálpa fyrirtækinu“. Bjöm þykist
ekki vera við neitt riðinn; engum
hlunnindum hafa heitið, nema spari-
sjóðleyfi, sem allir fá, sem fullnægja
skilyrðum laganna.
Hér er auðsætt, að annarhvor fer
með helber ósannindi (því að engum
dettur í hug það sem skáldið kvað:
„þeir Ijúga báðir — held ég megi
segja“).
Hvor segir nú satt? Hvor lýgur?
Ég hefi enga ástæðu til að taka
Einar hér framyfir Björn. Enda hvílir
sönnunarbyrðin á Einari, þegar Björn
neitar.
Setjum svo (rétt til dæmis), að Bjöm
væri nú ekki kunnari að sannsögli en
góðu hófi gegnir, þá yrði þó Einar að
vera munum kunnari að þeirri dygð,
ef honum ætti að trúa gegn neitun
Björns.
Um stofnun „franska bankans" segir
Björn, að það sé „fyrir löngu hætt
við þetta mál að sinni“.
Er það satt?
Því geta stofnendur hans eða for-
göngumenn þess fyrirtækis bezt svar-
að, og gera það væntanlega.
Jón Ólafsson.