Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 12.11.1910, Síða 1

Reykjavík - 12.11.1910, Síða 1
1R e $ ft j a v í h. XI., 51 Laugardag' 13. Nóvember 1910 XI., 51 Baðhú8ið virka daga 8—8. Biskupsskrifstofa 9—2. Borgarstjóraskrifstofa 10—3. Bókasafn Alp.lestrarfél. PósthúsBtr. 14, 6—8. Bréfburður um bæinn 9 og 4. Búnaðarfélagið 12—2. Bæjarfógeta8krif8tofa 9—2 og 4—7. Bæjargjaldkeraskrifstofa 11—3 og 6—7. Bæjarsíminn v.d. 8—10, sunnud. 8—7. Forngripasafnlð sunnud., þrd., fmd. kl. 12—2. Islandsbanki 10—2‘/> 6l/«—7. Lagaskólinn ók. leiðbeining 1. og 3. ld. 7--8 o.m. Landakotsspítalinn lO^/v—12 og 4—6. Landsbankinn 10‘/>—21/*. Landsbókasafnið 12—3 og 6—8. Landskjalasafnið á þrd., fmd. og ld. 12—1. Landsjóðsgj.k. 10-2, 6-6, þrjá 1. d. í m. 10-2, 6-7. Landssiminn v.d. 8—9, sunnud. 8—11 og 4—6. Læknaskólinn ók. lækning þrd. og fsd. 12—1. Náttúrugripa8afnið eunnud. I1/*—21/*. Pósthúsið 8—2 og 4—7. Stjórnarráðið 10—4. Sðfnunar8jóður 1. md. i mán. kl. 6. Tannlækning ók. í P.str. 14, 1. og 3. md. 11—12. „REYKJAYÍK" Argangurinn kostar innanlands 3 kr.; erlendis kr. 3,50 — 4 sli. — 1 doll. Borgist fyrir 1. júlí. AuqIfjsinpor innlendar: á 1. bls. kr. 1,50; 3. og 4. bis. kr. 1,35. — Ötl. augl. 33*/m«/. hærra.— Afsldltur að mun, ef mikið er auglýst. Rítstj. og ábyrgðarm. StefAix liunólÍBOon, Pingholtsstr. 3. Talsími 1 8 8. yifgeiísla ,Reykjavíkur‘ er i Skólastræti 3 (beint á móti verkfrœðing Knud Zimsen). Afgreiðsla blaðsins er opin frá kl. 9 árd. til kl. 8 síðd. — Talsími 199. RitstjÓPÍ er til viðtals virka daga kl. 12—1. — PinjjIioHsstr. 3. Sunðurlausar hugsanir um Qárhagsáætlun ReykjaTÍkur og atvinnuleysið. Jeg kom á síðasta bæjarstjórnar- fund, og heyrði einn bæjarfulltrúann halda ræðu um fjárhagsáætlun bæjar- ins. Aðalefni ræðunnar var að sýna fram á það, að nauðsynlegt væri að lækka útsvörin, í stað þess að hækka þau, eins og áætlunin gerði ráð fyrir. Hún gerir sem sje ráð fyrir að þau verði hækkuð um 15 þúsundir króna frá því, sem þau voru í fyrra. Allir eða flestir bæjarfulltrúarnir eru svo brjóstgóðir menn, að þeir mega ekki heyra það nefnt, að útsvörin hækki á veslings fátæka fólkinu. Þeir kjósa heldur, að ekkert sje gert í bænum, kjósa heldur, að allt sje látið standa í stað. Ræðumaður þessi vildi láta spara fjeð á þann hátt, að draga úr ýmsum verklegum framkvæmdum í bænum, svo som lögun og lenging vega, lagning skolpræsa og síðast en ekki sizt, hann vildi hafa samskonar fyrirkomulag eftirleiðis að því er snerti byggingafulltrúastarflð, eins og nú er. Reyndar tók hann það ekki beint fram, að hann áliti nauðsynlegt að láta einn kennara menntaskólans hafa það fyrir rökkurvinnu, en hitt kom glöggt í Ijós hjá honum, að honum þótti hreinasti óþarfi að hafa til þess starfa heilan og óskertan verkfræðiug, — þótti ekki borga sig, að hækka þann útgjaldalið um 1700 krónur, til þess að geta fengið mann, sem ekki þyrfti um annað að hugsa, en verklegar fram- kvæmdir í bænum. Mig minnir að sá, sem nú er verkfræðingur bæjarins, lofaði því um þetta leyti í fyrra, þeg- ar hann var ráðinn síðast, — að hann skyldi gera uppdrátt og áætlun um skolpræsi í öllum bænum fyrir vestan læk — eða máske að það hafi verið fyrir austan læk; jeg man það ekki vel. Við, sem hlustum á ræður bæj- arfulltrúanna á fundum, heyrum svo margt, að eðlilegt er að sumt af því gleymist, einkum þegar heilt ár er liðið. En þessi uppdráttur og áætiun er — held jeg — ókomin enn þá, þótt komin ætti að vera fyrir apríl- lok þessa árs. Skyldu það annars vera margir bæj- arfulitrúar, sem hafa sama hugsunar- hátt og þessi ræðumaður, hugsi, að það borgi sig ekki að launa einum heilum manni fyrir það, að hugsa ein- göngu um framtiðarmálefni bæjarins. Ef það borgar sig ekki fyrir bæinn, þá verður það fátt, sem borgar sig. Nú er flest það, sem gert er í bæn- um, að meira eða minna leyti óund- irbúið. Margt er því miklu dýrara, en það annars þyrfti að vera, og margt hreinasta aflægi vegna undirbúnings- leysis. Enginn getur til þess ætlazt, að sá, sem nú er verkfræðingur bæjarins, geti mikið hugsað um verkfræðingsstörfln. Til þess heflr hann engan tíma; það vita allir. Það er þess vegna bráðnauðsynlegt fyrir bæinn, að fá góðan verkfræðing í sína þjónustu, verkfræðing, sem vinni bænum heill og óskiftur. Hann gæti sannarlega haft nóg að hugsa og nóg að gera, og má til að byrja með taka til dæmis uppdrátt af bænum, undirbúning hafnarmálsins, og svo það, sem ekki má dragast úr þessu, skolpræsin í bænum. Satt að segja bjóst jeg við því um þetta leyti í fyrra, að það mál yrði komið lengra áleiðis nú, heldur en það er. Hvað á annars þessi dráttur að þýða? Sjá ekki allir, að óhjákvæmilegt er, að leggja skolpræsin á næstu 2—4 árum, og að það verður að leggja þau með lánum hvort sem er? Og hvert fara þeir peningar, sem varið er til þeirra? Þeir renna allir til bæjarbúa, allir með tölu. Jeg geri sem sje ráð fyrir Þvt, að sandsteypupípur verði notaðar. Nú er lítið um vinnu í bænum, og væri því gott að geta látið fátæka menn vinna það nu þegar, sem bær- inn þarf hvort sem er að láta vinna á næstu 2—4 árum. Fjárhagsáætlun bæjarins gerir ráð fyrir, að varið verði á næsta ári 12000 krónum í holræsa, einkum í miðbæn- um. Bæjarfulltrúi sá, sem jeg hlustaðiá, vildi því að eins veita þessa upphæð, að húseigendur legðu annað eins fram á móti. Það væri sjálfsagt sparnaður fyrir bæinn, að vissu leyti, að hafa allt í óstandi, og neyða húseigendur þar með til að opna sínar eigin buddur. En hraðfara yrðu framfarirnar ekki með slíku iagi. Hitt fyndist mjer viðfeldnara og eðli- legra, — úr því bærinn þarf pening- anna með, og með því að skoipræsin gefa bænum engan beinan arð, — að bærinn legði skolpræsin í göturnar á sinn kostnað, en segði svo við hús- eigendurna: „Þið verðið, ef þið viljið komast í samband við ræsin, að borga svona og svona mikið — t. d. 1 kr. — fyrir hverja álnarlengd af lóð ykkar við götuna. En upphæð þessa megið þið borga á 10 til 20 árum“: Jeg sagði áðan, að allir eða flestir bæjarfulltrúarnir væru svo brjóstgóðir menn, að þeir mættu ekki heyra það nefnt, að hækkuð væru útsvörin á fá- tæka fólkinu. Hjartagæzkan er fögur dyggð, og hugsun þessi er sannarlega falleg. En til þess að útsvörin skuli ekki hækka, vilja þeir vinna það til, að stöðva allar verklegar framkvæmdir í bænum. Ef þetta er athugað nánar, þá verð- ur það að eins fljótt á að líta, sem hugsunin er fögur. Setjum svo, að nú verði útsvörin hækkuð um samtals 15 þúsundir. Mundi mikið af því koma niður á fá- tæka fólkinu? Ekki einn eyrir. Það er hvorttveggja, að fólki heflr að lík- indum fjölgað hjer í bænum, og svo er hitt, að hækkun aukaútsvara kem- ur venjulega og ætti ætíð að koma eingöngu niður á efnamönnunum. Það er þess vegna gersamlega röng hugsun, að halda, að það sje bezt fyrir fátæklingana, að útsvörin í heild sinni sjeu lækkuð, og svo þeim mun minna látið vinna af nauðsynjaverkum bæjar- ins. Það er áreiðanlega bezt fyrir fátæka fólkið, að bærinn láti vinna sem mest. Þeir fá peninga fyrir vinnu sína, en það eru efnamennirnir, sem borga þá að langmestum hluta. Og þegar málið er skoðað frá þeirri hlið, þá freistast maður nærri því til að halda, að hjartagæzkan, sem jeg nefndi áðan, sje ef til vill eitthvað í ætt við sjálfselsku. Flestir aðrir liðir í fjárhagsáætlun bæjarins eru þannig, að jeg hefl fátt að athuga við þá. Lang-ánægjulegustu liðirnir eru 15. og 16. tekjuliðurinn. — Það verður gaman að vera í bæjarstjórn Reykja- víkur að 40 árum liðnum. Þá á bær- inn vatnsveituna og gasstöðina með öllum útbúnaði, hvorttveggja skuld- laust, og hreinu tekjurnar af þeim munu þá nema að minnsta kosti 100 þúsundum króna á ári. Þær nægðu þá t. d. til þess, að greiða vexti og afborganir af lánum, sem bærinn þyrfti að taka, til þess að gera hjer full- komna höfn, ef lánið ætti að endur- borgast á 40—50 árum. Lang-raunalegastur er 19. gjalda- liðurinn. Það eru gjöldin til fátækra- framfæris. Það er óhætt að telja þau fullar 30 þúsundir króna. Þau eru áætluð 29,300 kr., en árið sem leið urðu þau 32,143 kr. og 50 au. Það má þvi telja víst, að þau verði ekki undir 30 þús. Þessi upphæð nægði í vexti og afborgun af 400 þúsund kr. láni, sem tekið væri til 40 ára. Þetta er svo stórt og mikið mál, að hjer er ekki rúm nje tækifæri til, að ræða það til hlítar; en mjer finnst samt, og eitthvert annað fyrirkomulag verði bærinn að finna, og það sem allra fyrst, til þess að hjálpa þurfa- lingunum. Og víst er það, að margir þurfamennirnir eru þurfamenn einungis vegna þess, að þeir hafa ekkert að gera, verða oft að ganga iðjulausir allan veturinn, og stundum einnig að sumr- inu, þótt vel vinnufærir sjeu. Bærinn verður að hafa einhver ráð með, að sjá þeim fyrir atvinnu. Það hlýtur að mega takast, og myndi áreiðanlega borga sig betur, bæði fyrir fátæklingana og bæjar- fjelagið í heild sinni, heldur en að láta vel vinnandi menn ganga iðjulausa mikinn hluta ársins, þótt fegnir vildu vinna, og greiða þeim svo framfærslu- fjeð úr bæjarsjóði. Mjer dettur í hug í sambandi við þetta saga, sem jeg hefi heyrt um Skúla Thoroddsen, þegar hann bjó á Bessastöðum. Það var maður á næsta bæ, sem þáði af sveit, en var vel vinnandi. Skúli þurfti á manni að halda, og segir því við mann þennan: „Þú getur fengið vinnu hjá mjer, ef þú vilt. Hvern dag, sem þú vinnur hjá mjer á veturna, fær þú fæði og 1 krónu í kaup, en að sumrinu fær þú fæði og 2 kr. á dag í kaup. Þú ert ekki bundinn við að koma og vinna, nema þegar þú vilt, en ert á hinn bóginn velkominn, þegar þú vilt“. — Af því að lítið var um vinnu á öðrum stöðum, notaði maðurinn þetta tilboð mjög vel. Og hvað skeði? Maðurinn hætti að þiggja af sveitinni. Báðir höfðu hag af þessu. Skúli fjekk ódýra vinnu, og manninum varð ólíkt meira úr sjálfum sjer, heldur en með því að ganga flesta daga iðjulaus. Gæti bærinn nú ekki veitt. fátækum mönnum vinnu í líkingu við þetta ? Það er svo margt, sem þarf að gera, og þeir eru svo margir, sem ekkert hafa að gera. Þeir myndu margir verða fegnir, að fá að vinna, þótt fyrir lágu kaupi væri, þegar þeim byðist ekki annað betra, og bæði bærinn og þeir kefðu stórkostlegan hag af því. Áheyrandi. ísafoldar-einfeldni. ísaf. er i næstsíðasta tbl. að býsn- ast yfir því, að óháðu blöðin hafi sagt það „fullum fetum“, að ráðherra „hafi í Khöfn sótt fast um þingfrestun" og „borið við stirðu veðráttufari, skipa- seinkunum o. þ. u. l.“. Forseti sameinaðs þings hefir nú vottað það, að ráðherra hati eigi að

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.