Reykjavík

Ataaseq assigiiaat ilaat

Reykjavík - 12.11.1910, Qupperneq 2

Reykjavík - 12.11.1910, Qupperneq 2
192 REYKJAVÍK eins þegar um þinglok 1909 látið uppi við flokksmenn sína þá fyrirætlun að fresta þingi, og hafi hún verið honum „fast í huga“, heldur hafi ið „sama verið honum enn ríkt í huga, er hann fór utan í haust“. Það er á allra vitorði, hvað ráð- herra var þetta ríkt í huga síðastliðin þrjú missiri. Það þurfti því engan spásagnaranda til að vita, að ráðherra œtlaði sér að fá þessu framgongt í utanför sinni. Sízt situr það á ísafold dóttur hans, að væna hann því hviklyndi, að hon- um só ætlandi, að hafa að raunarlausu alt í einu hætt við svo kært áform, er honurn hafði svo lengi verið „ríkt í huga“. Ekki neitar blaðið því heldur, að hann hafi talað við konung. En það segir bara: „Ef ráðgjafi hefir talað eitthvað um þingfrestun í Khöfn og drepið á ástæður fyrir henni — hefir hann vitaskuld ekki gert það við aðra en konung. Það sem hann því kynni að hafa um það mál sagt — veit konungur einn“. Orðin, sem óg hefi auðkent hér („ef“ og „vitaskuld") eru auðsjáanlega valin af ásettu ráði. Fyrra orðið „ef“ þýðir það, að allir geta lesið milli línanna, að ráðherra hefir talað um þetta við konung, og að blaðinu er ekki grunlaust um það, svo að ekki sé meira sagt. „Vitaskuid“ þýðir það, að ■ blaðið þorir ekki að neita því afdráttarlaust, að hann haft talað við aðra menn um þetta samtal sitt við konung. Það er látið koma hér fram sem ályktun, en ekki bein fullyrðing, svo að hægra sé að segja á eftir, að þessu hafi aldrei verið neitað. Þetta var líka nauðsynleg forsjálni af blaðinu, hvorf' sem hún er sjálfráð eða ósjálfráð. Því að ráðherra hefir talað um þetta „við aðra menn“, sagt öðrum frá samtali sinu við koriung. Hann sagði „í trúnaði" (?) vinum sínum frá því í Khöfn, og því var það svo hljóðbært orðið, að þetta var á hvers manns vörum þar — eftir Birni Jónssyni ráð- herra sjálfum. Sjálfsagt má gera ráð fyrir, að hann hafi beðið konung leyfis, að mega segja frá samtali sínu, og að konungi hafi ekki þótt það neitt Iaunþurfamál, úr því að ráðherra fór ekki dult með þetta. „Þykir mönnum nú líklegt", spyr ísaf., „að Lögrétta') standi í svó nánu sambandi við konung, að hann fari að tjá henni samræður sínar við ís- landsráðherrann ?“ ^ Og blaðið svarar sér sjálft: „Er það trúlegt? Nei!“ Og segir svo, að þá sé „engu til að dreifa nema tilbúningi út í loftið “. Um það get ég verið samdóma ísaf., að það sé ekki líklegt, að óháðu blöðin hér „standi í svo nánu sambandi við konung“, að hann fari að segja þeim þetta eða annað, enda hefir ekkert verið eftir honum haft af öðrum eri ráðherra sjálfum. En um hitt get eg ómögulega verið henni samdóma, að þá „sé engu til að dreifa nema tilbúningi út í loftið". Auðvitað leggur ísaf. meiri trúnað á orð ráðherra en óg; en svo lítinn 1) „Reykjavik“ hafði nú getið um þetta 4 dögum á undan „Lögréttu11. H ■ F ú IIii IIi!M!l — ArHllllllllllU Austurstræti 17. Laugaveg 40. Mesta, bezta og fjölbreyttasta úrval af hreinlætisvorHtn í bænum. Nýkoraið: Kardemominudropar (handhægari og ódýrari en Kardemommur) — Hind- berjadropar — Kirseberjadropar — Sítrónudropar — Vanilledropar — Möndludropar — Vanillelyftiduft (scm aldreierhægt að hafa nógar hírgðir a() — Fiorians eggjudnft (af öllum vinðurkent pað bezta í bænum) og margt fieira og margt fleira. Hvergi meira nje ódýrara úrval af handsápum í öllum bænum. Hvergi meira njebetra úrval af ^rænsápum i öllum bænum, irá 15—20 aura pundið. H F Sápuhúsið. Sápubúðin. Talsími 155. Talsími 131. a trúnað get ég ekki íí orð hans lagt, að ég telji það að sjálfsögðu „tilbún- ing út í loftið“, sem eftir honum er hafl um þetta mál, einkanlega þegar það kemur í alla staði heim við það, sem hver maður gat ófregið sagt sér sjáifur, sá er vissi, hve „ríkt í huga“ ráðherra var þingfrestunarmálið — einmitt nú er hann fór. En ef hann hefir ekki gætt þess, að beiðast leyfis konungs til að skegg- ræða við vini sína, skilnaðarmennina, í Höfn um þetta, — ja, þá var það kanske ekki sem bezt viðeigandi af ráðherra, að vera svo lausmáll um þetta. En svo vel sem ráðherra vorum er alt gefið, er þó ekki alveg fortákandi, að honum sé eitthvað gefið i enn ríku- legra mæli, en hárnæm tilfinning þess, hvað só „vel við eigandi" við lrvert tækifæri. Ef svona skyldi vera, — ja, þá er skiljanlegt, að ísaf. vilji helzt (ekki „klóra“, nei langt frá! en) breiða sem léttast og liðlegast yfir þetta mál. Henni væri það þá ekkert láandi, heldur full vorkunn. Og ekki skal ég fipa mikið fyrir henni með það, ef hún bara gerir það laglega. Hún má gjarnan hengja bjöllur á sjálfa sig í málinu, en ég mælíst til, að hún verði nú meinlaus við ráð- herrann—verði honum ekki eins grimm, og hún varð 29, f. m., þegar hún var áð skamma út úrskurð um málshöfð- un í „meinsærismálinu" — vitandi auð- vitað ekki, að það var ráðherrann, en ekki bæjarfógetinn, sem hafði úrskurð- að sakamálshöfðunina. Vill hún nú ekki fara dálítið varlegar ? Jón Ólafsson. Hafnarstjórn, — ekki heimastjórn. Það vit.a allir, hve meinilla hr. Birni frá Djúpadal, sem eitt sinn var „Isa- foldar“-ritstjóri, var við það á sinni tíð, er það varð ofan á, að þau fyrir- mæli voru sett í Stjórnarskrána um ráðherra íslands, að hann skyldi „hafa aðsetur í Reykjavík". Hann vildi í fullri alvöru hafa .ráð- herrann búsettan í Kaupmannahöfn. Hann óttaðist, að vér kynnum einhvern tíma að fá eitthvert pólitískt lítilmenni fyrir ráðherra, sem ekki gæti staðist áhrif landa sinna, sem ekki þyrði að snúa sér til hægri né vinstri án þess að kalla saman flokksfund af pólitísk- um færilúsum, sem á honum skriði, og spyrja lýsnar: „Má ég gera þetta?" — „Má ég láta þetta ógert?" — „Ætlið þið að bíta mig, ef ég geri þetta ?“■— „Hvað má ég gera, mikilsvirtu færilýs, svo að óg hafi frið fyrir óværð?" Þetta og því um líkt óttaðist hann. Hitt hugkvæmdist honum ekki, sem þó hefði ekki átt að vera öðrum ó- skiljanlegt, þótt liann gæti ekki hugsað sór það, jafn-mikill þrekmaður sem liann er, að svo gæti farið, að vér fengjum fyrir ráðherra pólitískt skrið- dýr, sem ekki gerði annað en flatpiaga fyrir „dönsku mðmmu" í Höfn, en blési sig upp og léti sem borginmann- legast hér heima. Vonandi verður það og ekki oft, ef það skyldi nokkurn tíma fyrir koma. . En ólmgsandi — nei, það var það ekki. Það er þó varla til að sýna með loflegu dæmi sínu, hve fjarstætt sé, að nokkur hætta sé í þessa átt af Hafnarbúsetu ráðherra, að hr. Björn, sem nú er sjálfur orðinn ráðherra eftir mikla þrautabaráttu, hefir tekið upp á þeirri nýjung, að fara að sitja í Kaupmannahöfn mikinn hlut ársins. Hvort honum hafi liðið nokkuð illa hér heima, af pólitískri „óværð" eða af öðrum orsökum, er mér ókunnugt um. En hitt þykir mér og fleirum, jafn- vel sumum dyggum liðsmönnum hans, óviðfeldið og jafnvel lítt þolandi, að sá maður, sem sótt hefir jafn-fast róðurinn eftir að ná stjórntaumunum í sínar hendur, skuli svo sem aldrei vera þar sem hann á að lögum að „hafa aðsetur". Mestalt sumarið var hann á ferða- lagi út um land — og ekki í emb- ættiserindum —; síðan kom hann heim að haustinu, og var hér fáeinar vikur, hýrðist heima til að kasta mæðinni eða ná sér eftir ferðavolkið. Lasinn var hann sagður, og víst er það, að sjaldan sem aldrei kom hann í stjórnar- ráðið á skrifstofu sína, — ekki vikum saman. — En varla er hann skriðinn saman óðara en hann stekkur úr landi Markús Þorsteinsson Frakkastíg 9 — Reykjavík tekur að sjer allskonar aðgerð á —^ Hljóðfeerum. ---------- í haust, og ekki kvað hans heim von hingað fyrri en undir þing. Er það nú vel við unandi, að sá maður, sem á að stjórna landinu, sjáist ekki á skrifstofu sinni meiri hlut árs- ins, og ali þriðjung ársins aldur sinn hjá annari þjóð, í mörg hundruð mílna fjarlægð frá landinu og þjóðinni, sem hann er yfir settur? Er þetta að hlýðnast anda laganna um „aðsetur í Reykjavík?" Það er haft fyrir satt, að hann hafi ekki verið byrjaður, er hann fór héðan, að hugsa fyrir neinum undirbúningi frumvarpa til næsta þings, og að hann hafi jafnvel eigi gert neinar ráðstafanir til þess, áður en hann fór, að farið yrði að vinna að þessu í stjórnarráðinu. Hafi því verið unnið t. d. að undir- búningi fjárlaganna í stjórnarráðinu, svo að það verk sé nú um það full- unnið, þá er það ekki hans fyrirhyggju að þakka, ef þessi orðrómur er sannur. Yitanlega var hann boðaður út af konungi í haust, en væntanlega að eins til viðtals, enda hefir hann sjálfur fundið ástæðu til að birta Dönum það (oss ekki löndum sínum, sem ekkert varðar um það!), að hann sé alveg „sjálfráður" um það, hve lengi hann dvelji í Höfn. En létt 'verk má það vera, að vera íslands-ráðherra, ef maður getur verið allt sumarið á skemmtiferð innanlands, og haustið og veturinn mestallan úti i löndum. Margur má vinna meira fyrir lægri launum — og án ævilangs effirlauna- réttar fyrir fárra mánaða starf einu sinni á ævinni. Herra Birni hefir lengi verið illa við orðið heiraastjórn — það hefir verið honum þyrnir í augum.* En nú hefir hann líka komið því á, að koma oss í framkvæmdinni á ný undir Hafnarstjórn. Það er síðasta afreksverkið ! Jón Ólafsson. jAthugavert lítitræði. „Multum in parvo“. Það er svolítið lítilræði í síðustu „Isaf.“ — ekki nema á1/^ lína —, sem stakk mig undarlega, þegar jeg las það. Lítilræðið er svona: „Silfnrbergsníímurnar í Helgu- staðafjalli kváðu leigjendurnir Guðm. Jakobsson og félagar hans hafa fengið í hendur — til reksturs — banka- fólagi frakknesku". Allir vita, að sonur ráðherrans, hr. Sveinn Björnsson, málflytjandi við yfir- dóm, Thorefélags-umboðsmaður og einn af forstjórum brezka norðvestur-sam- lagsins, er einn af þessum „félögum" Guðm. Jakobssonar. Því má ganga að því vísu, að faðir hans, ráðherrann vor, sem situr í Kaupmannahöfn, hafi eigi samþykkt þessa gerð enn. Ég geng að því vísu, að fregn þessi í „ísaf.“ sé annaðhvort tóm ■ flugufregn, eða þá að minsta kosti, að hún só ekki nema ráðagerð enn þá. Því að ég á bágt með að trúa því um ráðherra vorn (Kaupmannahafnar- búsettur þótt hann sé, og því fjarri embættismönnum sínum í ráðaneytinu, sem ættu að hafa vit fyrir honum, ef á þarí að halda) ég á bágt með að

x

Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.