Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 12.11.1910, Síða 3

Reykjavík - 12.11.1910, Síða 3
REYKJAVlK 193 Árni Eiriksson Austurstræti 6. Skinnkragar fyrir börn og fullorðna. Skinnhn|ur Og prjónahu|nr fyrir börn. Xvennsvuntur Og barnasvnntnr afar-ódýrar. • Sokkar • fyrir börn og fullorðna. Mesta og bezta úrval í bænum. jtœrjatnaðnr fyrir fulloröna, og börn á öllum stærðum. Meira úrval en hér hefir nokkurn tíma sést fyr. • flauel • úrvals tegundir o. m. fleira. Margt nýtt til viðbótar með „CERES“ og „STERLING“. trúa því á hann, þann þjóðholla höfb- ingja, að hann hafi samþykt þetta tiltæki, eða muni samþykkja það. Ég skil ekki í því, að barnið hans — ég meina „ísaf.“, en ekki Ólaf (ég tek það fram, svo að hann höfði ekki mál á móti mór fyrir að kalla sig „ráðherrason") — ég skil ekki í því, segi ég, að skilgetin dóttir hans, sem „ísa" vitanlega er, skuli geta fengið af sér að flytja svona sögu, sem gefur mönnum undir fótinn að ætla, að hann, þjóðhöfðinginn þjóðholli, leyfi að kasta svo dýrmætu djásni sem Helgustaða- námunum — einu silfmbergsnámum heimsins — í ómildar hendur útlend- inga. Og hver trygging væri fyrir því, að þeir gerskemdu ekki námurnar sér til stundarhags ? ----------Meðal annars — hvaða eftirlit er annars með vinnunni þar nú sem stendur? „Spyr sá, sem ekki veit“. Jón Ólafsson. (Eftir Ingólfi). Þegar bankamálsrimman stóð sem hæst í fyrra vetur, var aðal-ástœða ráðherra og hans manna fyrir afsetn- ingu bankastjórnarinnar sú, að vara- sjóður hankans vceri að mestu leyti tapaður. Hann væri talinn í reikn- ingum bankans yfir 600,000 krónur, en væri í raun og veru ekki nema liðugar 200,000 kr. — Einn fylgismann Björns Jónssonar heyrði jeg á fundi Til sölu jörðin Landakot, með jörðun- um Báruhaugseyri og Kasthúsum á Álftanesi og laus til ábúðar frá næstu fardögum. Jörðinni fylgir íbúðarhús úr steini, heyhlaða sem rúmar 4—500 hesta, fjós fyrir 16 gripi, bygt úr timbri og járni. Jörðin hefir gott tún, alt girt, og stendur mjög til bóta. Gefur af sér í meðalári 250 hesta töðu. Stórir matjurtagarðar, vergögn ágæt. Um kaupin má semja við Cfuðna Jónsson, Landakoti, eða Gísla Porbjarnarson Reykjavík. ségja, að þetta væri f'ölsun á reikn- ingunum. Bankastjórar þeir, sem ráðherrann setti, gátu að vísu ekki fyigt honum að málum, og töldu varasjéðinn allan til, en til þess að geðjast ráðherra nokkuð, drógu þeir á ársreikningi bank- ans 31. desbr. 1909 (sem birtur var í maílok síðastl.) frá varasjóði 385,000 kr., sem voru áætlaðar fyrir tapi á næstu árum. En á efnahagsreikningi bankans 31. marz 1910 er þessi liður — áætlaða tapið — alveg horfinn, en varasjóður talinn 706,288 kr. 61 eyrir. Minning Jóns biskups Arasonar. Þess var nýlega getið hjer í blaðinu, að verið væri að gangast fyrir hátíða- haldi hjer í bænum í minningu um 360 ára dánarafmæli Jóns biskups Ara- sonar, sem var 7. þ. m. Það voru þeir Jón Þorkelsson, landsskjalavörður og Matth. Þórðarson forngripavörður, sem áttu upptökin að því, en í for- göngunefnd með þeim voru kosnir Þórhallur biskup Bjarnason, Klemenz landritari Jónsson og formaður stú- dentafjelagsins, Andrjes Björnsson. Sunnudaginn 6. þ. mán. hjelt svo Guðbr. Jónsson, aðstoðarskjalavörður fyrirlestur um kirkjuna á dögum Jóns Arasonar, og á mánudágskvöldið 7. þ. m. hjelt Jón sagnfræðingur Jónsson fyrírlestur um Jón biskup Arason. Þriðja fyrirlesturinn hjelt síra Friðrik Friðriksson þetta salna kvöld í K. F. U. M. um Jón biskup Arason. Þá um kvöldið var um 100 manna samsæti haldið á „Hótel Reykjavík"; bar var jetið og drukkið, og þar hjeldu þeir biskup, landritari, landsskjalavörður, forngripavörður o. fl. ræður — ailt saman í minningu Jóns biskups Arasonar. Fyrirlestrarnir voru mjög vel sóttir, einkurn fyrirlestur Jóns sagnfræðings. Þar varð fjöidi fóiks frá að hverfa, og er í ráði, að hann haldi þann fyrir- lestur aftur á morgun. Kl. 11 árd. á mánudaginn sungu kaþólsku prestarnir í Landakoti sálu- messu fyrir Jóni biskup Arasyni með mikilli viðhöfn, og er sagt, að þeir ætli að taka upp þann sið, að syngja sálumessu fyrir hann þennan sama dag (7. nóv.) hvert ár upp frá þessu. Til og frá úti um land voru og fyrirlestrar fluttir þetta kvöld til minn- ingar um Jón biskup Arason og aftöku hans. — Látin er 7. þ. m. á ísaflrði ekkjufrú Sigriður Snorradóttir, ekkja síra Jóns sáh Jónssonar, sem siðast var prestur að Reykjanesi, en móðir síra Runólfs Magnúsar Jónssonar og þeirra systkina. Hún var nær áttræðu. Hafði dvalið síðustu árin hjá dóttur sinni, konu Jóns Auðunns Jónssonar á ísafirði. Til sölu jörðin Ilæðarcmli í Grímsneshreppi. Ágæt fjárjörð. Liggur rjett við ak- brautina, sem verið er að leggja að Geysi. Lágt verð og góðir borgunar- skilmálar. Semjið sem fyrst við Gísla Porbjarnarson, Reykjavík. Til sölu jörðin Foss í Rangárvallasýslu. Grísli Porbjarnarson. Cook. Það hafa gengið margar sögur um það, hvar Cook væri niðurkominn. Alstaðar þóttust menn hafa orðið varir við hann, en aliar slíkar sögur hafa reynst tilhæfulausar. Nú í haust þótt- ust menn hvað eftir annað hafa orðið varir við hann við Grænland, og gizk- uðu á, að hann væri að vitja skjala sinna og áhalda, er hann í fyrra þótt- ist eiga geymd þar. En nú er það komið upp úr kafinu, að hann er í Lundúnum, og hefir verið þar oftast nær síðan í maí í vor. Fregnriti blaðsins „New York World“ hefir ný- lega átt tal við hann þar, og segir, að hann sje ekki dulbúinn að neinu öðru en því, að hári og skeggi hafi hann breytt. Cook sagði við hann meðal annars: „ Jeg var neyddur til þess að hverfa skyndilega frá New York, vegna þess að allt var að komast í uppnám, og jeg fann það, að heilsa mín leyfði mjer ekki að standa í því stímabraki. Jeg hafði vonazt eftir að komast til Ítalíu, og verða þar einn, til þess að fá mjer hvíld, en vinveittlr ráðgjafar píndu mig sí og æ með öðrum áformum, sem varð til þess að auka á þreytuna og viðbjóðinn við samsæri því, sem liafið var gegn mjer — samsæri, sem ónýtti lífsstarf mitt með öllu“. Cook sagði honum því næst frá ferðum sínum. Hann fór frá New York 25. nóv. 1909, og hjelt þá til Toronto, þaðan til Halifax, þaðan til Liverpool, þaðan til Gibraltar, þaðan til Tangier í Marokkó, þaðan aftur til Portúgal og Lissabon, þaðan til Buenos Ayres í Argentina, þaðan til Valparaiso í Chile, þaðan yflr meginland Suður- Ameríku, lengst af ríðandi, og síðan tók hann sjer far frá austurströnd Ameríku til Liverpool, hjeit þaðan til Lundúna, og settist þar að snemma 1 maí-mánuði. Konan hans er þar hjá honum, og hefir hún fylgt honum lengst af á þessu ferðalagi. Éörn þeirra ganga, á skóla hjer í álfu. Cook kvaðst hafa verið • við fyrirlestur Peary’s í landfræðisfjelaginu í Lundúnum, og sagðist hafa haft mjög gaman af fyrirlestrinum. Viðvíkjandi framtíðar- áformum sínum mælti hann : „Þegar þar að kemur, hefi jeg mikilvægar skýrslur að gefa amerísku þjóðinni, sem og öllum þeim, er gjarnan vilja fá að vita sannleikann um norður- heimskautsstarf mitt. En nú sem stendur get jeg enga.r verulegar upp- lýsingar gefið. Jeg flúði ekki frá starfl mínu, heldur frá þeim óþolandi kjörum, sem jeg varð við að búa. Jeg verð síðar meir aðnjótandi hinna dýrkeyptu ávaxta af erfiði mínu“. Silfur-medalia hefir fundizt. Vitja má ú Laugaveg 33._______________ Til leigu 2 rúmgóö herbergi mcð eld- liúsi. Uppl. hjá Hclga Magnússyni Banka- stræti 6. Sveinn Björnsson yiirdómslögmaSur. Hafnarstræti 16 (á sama stað sem fyr). Skrifstofutíini 9—2 ogr 4—6. Hittist venjulega sjálfur 11—12 og 4—5. JEeikfjel. Rcykjavikur: Nýársnóttin Siinnndag; 13. nóv.br. kl* 8 síðd. í Iðnaðarmaunaliiisinu. Bæjarstjórn Reykjavíkur. [Framh. frá fundi 3. nóv.]. 8. Erindi frá Benidikt Jónssyni íyrv. sótara um aukin eftirlaun, var vísað til fjárhagsnefndar. 9. Brunabótavirðingar þessar voru sam- þykkt.ar : Húseign Guðm. Hannessonar, Hverfisgötu 7,200 kr.; húseign Forbergs við Þingholts- stræti, 26,492 kr.; húseign Eyjólfs Þorkels- sonar Austurstr. 10,300 kr.; 1 / 2 húseign Jó- hannesar Lárussonar Skólavörðustíg 4 B, 4,ö34 kr.; ^/a húseign Kristófers Sigurðs- sonar Skólavörðustíg 5,008 kr.; húseign J. E. Jensens bakara, Þingholtsstræti 24,092 kr.; húseign Odds Gíslasonar, Bakka við Bakkastig 5,227 kr.; húseign H. P. Duus við Fischerssund 16,666 kr.; húseign Helga Thordersens við Þingholtsstræti 12,851 kr. cFunóur í verður í kvöld. á venjuleg- um stað og tíma (í Templarahúsinu kl. 8V2 síðdegis). Hannes Hafstein talar. Aukafundur Framfaraféiagsins verð- ur haldinn á Hótel ísland, Sunnu- dagínn 13. Nóvember kl. 6 e. h. Um- ræðuefni Fjárhagsáætlun Reykja- víkur. €ggert Ciaessen, yflrréttarmálaflutningsmaöur. Póstliússtr. 17. Talsimi 16. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Jörðin Knútskot í Mosfellssveit fæst til á- búðar frá næstkomandi fardögum 1911, og til kaups ef um semst. Gísli Porbjarnarson. Riklingarinn góði er nú kominn til Jes Zimsen. Haframjöl . er nu um tíma hvergi ódýrara en hjá c7es SE/imsen.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.