Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 04.02.1911, Blaðsíða 1

Reykjavík - 04.02.1911, Blaðsíða 1
IResM avíh. W i Laugardag 4. Febráar 1911 XII., 6 Stóra Fýmingar-útsalan hjá Árna Eiríkssyni Austurstrœti G, sem hjá fóllii er orðin svo viusæl, stendur yfir um stund. Afsláttur gefinn af öllii9 10-40 o o Bezt ad Roma í tíma, ogf nota nú þetta tækifæri, ineðan það g^efst. xii., e |______________ „REYKJAYÍK" Argangurinn kostar innanlands 3 kr.; erlendis kr. 3,50 — 4 sh. - 1 doll. Borgist fyrir 1. jiili. Auglýsingar innlendar: á I. I>is. kr. 1,50; 3. o? i. bls. kr. 1,S5. — Dtl. augl. 33‘/>”/o hærra.— A/sldtlur að mun, ef roikið er auglýst. Ritstj. og ábyrgðarm. Stefán R,un61fBson, Pingholtsstr. 3. Talsím i 188. ýfygeiðsla ,Reykjavíkur‘ er i Slfálastræti 3 (beint á móti verkfræðing Knud Zimsen). Afgreiðsla blaðsins er opin kl. 9—12 árd. og kl. 1—6 síðd. — Talsími 199. Ritstjórl er til viðtals virka daga kl. 1—1. — Þingholtsitr. 3. ísafold (ráðherra-blaðið) snoppungar sjálfa sig. „ísafold" og „ósannindi" (hvað þá heldur „víssvitandi lygi") — nei, það má ekki nefna það í sömu andranni. Maðuv getur fengið sekt og málskostnað fyrir það, — og hver veit hvað? Ég hefl fengið nóg af þeim „traktóringum" í bráð; langar ekki í meira. Ég skal því í þetta sinn ekki lýsa með einu orði sambúðinni milli „ísa- foldar“ og sannleikans — þessara tví- býlis-hjúa. En hitt 'Vil ég gera : lofa ísafoldar- manninum, ráðherra-syninum, að lýsa þessu sjálfur. Þyki honum lýsingin þá eigi fögur, getur hann ekki haft hendur í hári minu; hann verður þá að fara i mál ■við sjálfan sig. Ég gef þeim þá orðið, „föðurnum" ög „syninum".' Fyrst hefir Björn Jónsson ráðherra orðið. Hann segir svo (í 9. tbl. 37. árg. ísafoldar, 10. Febr. 1910, á 3. dálki 2. bls.), er hann talar um botnvörpu- sektirnar: „lnn fyrri ráðherra H[annes] H[afstein] hafði gert á sinni tíð (1905) að oss fornspurðum hcinan samning við fjúr- laganefnd fólksþingsins og yflr- ráögjafann danska (J. C. Chr.) um, að 2/3 sektanna m. m. rynnu í ríkissjóð^. Þá hefir Ólafur Björnsson orðið. Hann segir svo (í samatbl. á 2. dálki .3. bls.): 1 „kemur undir þyf^ hvcrnig leyni-samninguriun þans Hannesar cr“. Sami segir ennfremur (á 3. dálki sömu bls.): «Leyni-samningUr H. H. við Dani. *>ví heflr Hannes Hafsteln Þagað »> • • • á næsta þingi. I*á verður væntanlega húið að rannsaka til hlítar framkomu Hannesar Hafsteins við- víkjandi 1 e yn i - samningnum“. Þetta tölublað ísafoldar (með ræðu Bj. J. og ummælum Ó. Bj. í) var sent íyrverandiforsætisráðherrum Dana, J. C Cliristensen og N. Neergaard, og í bréfum, sem birt vóru hér í blöðun- um, lót hvor þeirra um sig í ljósi og vottaði, að þetta væri alveg tilhœfu- laust (einmitt þetta, sem Bj. J. ráð- herra þóttist hafa eftir þeim). Þegar Bj. J. kom nú til Danmerkur í haust, mun hann hafa orðið þess var, að „dönsku mömmu" þætti „svartur blettur á tungunni" á honum (eins og sagt er við börnin, ef þeim hefir orðið að segja ósatt), og svo hefir „danska mamma“ þrýst honum til, að birta nú í fjárlaga-frumvarpinu bréf frá J. C. Christensen (sem Björn hefir verið látinn biðja hann um), en í því bréfi staðfestir J. C. Christensen orði til orðs frásögn Hannesar Hafsteins í „leiðrétting" hans í ísafold (11. tbl. 37. árg., 16. Febr. 1910). Þetta er nú góðra gjalda vert af „föðurnum" — það sem það nær. En hvað gerir svo „sonurinn' ? Nú skal hann fá orðið. Fyrst birtir hann bréf J. C. Chr. (eftir fjárl.frv.) og þar segir Chr. : „Enginn leyni-samningur er til uin það mál“. — Svo minnist Ó. Bj. á fyrri bréf forsætisráðherranna, og segir svo (í 5. tbl. 38. árg. ísafoldar, 25. Janúar þ. á.): „En hvernig er þá þetta svar þeirra N. Neergaards ráðherra und- ir komið? „Pað sést á bréfl J. C. Christen- sens, . . . að H. H. heflr fengið það með því ráði að skálda í þá, að ráðherra B. J. hafi talað um leynisamning þeirra í milli og hans. Þ a ð hafði hann (B. J.) auðvitað aldrei gert“.[???] „Þetta sést á því, að J. C. Chr. er í bréflnu að mótmæla 1 e y 11 i s a m- n i n g i, sem hann hefði ekki þnrft ella“. Satt er það, að Hannes Hafstein er skáld. En hann hefir aldrei „skáldað" ósannindi. En hr. Ólafur Bjórnsson er ekki skáld (nema ef til vill leirskáld. — Það veit ég ekki um). Það þarf meira til að verða skáld, en að-----------að — fara með sannleikann eins og hann gerir í „ísafold". Auðsjáanlega heldur hann, að allir hafi nú gleymt því, hvað „ísafold" sagði í fyrra um þetta leyti. Fyrir því hefi ég gert honum þann ó- leik, að prenta orðrétt, hér að framan, það sem hann og faðir lians sögðu í fyrra — í „ísafold". Miklir rokna-löðrungar eru það sem „ísafold“ — ráðherrablaðið — hefir rekið sjálfri sér með ummælum sín- um, þeim sem að framan eru tilgreind. En ef það svíður undan þeim, þá tjáir ritstjóra blaðsins ekki að fara í mál við mig út af því tilefni. Hann verður að fara í mál við sjálfan sig. Og í því máli má hann gera hverjar þær réttar-kröfur á hendur sjálfum sér, sem hann vill — fyrir mér. Heimta sjálfan sig sektaðan, fangelsaðan, flengdan, eða hvað sem hann vill heimta. Það kemur ekki mál við mig. En í allri alvöru (að gamninu sleptu), þá held ég það sé óþarfi fyrir hann. Hann hefir sjálfur kveðið upp dóm sinn, lagt á sig refsinguna — og er nú að taka þá ráðningu út. Bara hún megi nú verða honum til betrunar framvegis. Jón Olafsson. / Dr herbúðum stjórnarflokksins. Það er á allra vitorði hér í bæ, og hefir verið síðustu vikurnar, að það er mikill kurr í herbúðum stjórnarliða. Það er ráðherrann, sem þeir eru að reyna að gera uppreisn móti og steypa frá völdum. Þeir senda annað veifið út yfirlýs- ingar um það, að þeir hafi ekki „afsagt“ forustu ráðherra. „Lítið skal í eiði ósært“ — ekki sízt í stjórnmála-flokki,þarsem JónasH. er einn af heldri forsprökkum í. Það er víst orðið „afsagt“, sem á að frelsa stjórn flokksins frá, að hafa farið með ósatt mál. Þeir hafa talsverða æfingu, orðið, sumir í þeim flokki, í þvi að semja loðnar yfirlýsingar og götóttar neitanir, sem smjúga má út um á eftir, og segja: Það var þetta, sem vér neit- uðum, og þetta eitt. Neitunin er svo orðuð, að ekki er svarið fyrir, að þeir hafi tjáð honum, að hann hafi mist traust þeirra, eða skorað á hann að leggja niður völd. O, nei! Því er ekki neitað. Bara hinu, að þeir hafi „afsagt“ hann. lorminu er neitað, en efninu ekki. — „Fjósakonan“ sálaðist síðastliðið Nýjár. En nú er sagt að hún hafi verið vakin upp frá dauðum á ný, og sé nú „gengin aftur“. Hún kvað vera vakin upp til þess að magna hana sem sendingu, er eigi að vinna á ráðherra. Ég hefi ekki séð afturgönguna (þeir eru fáir, sem sjá hana), en sagt er mér, að í henni standi nú eitthvað á þá leið, að það komi „úr hörðustu teikfleiag Reykjavikur: Eftir C. Hauch. Leikið Suiinndaginn 5. febrúar kl. § aíðd. í Idnadar- mannaliúsinu. í síðiista siiiu. átt“, að Heimastjórnarmenn séu að samþykkja vantrausts-yfirlýsingar til hr. Björns Jónssonar, því að framkoma hans á síðkastið hafi verið því líkust sem hann væri Heimastjórnarmaður. Það geta allir skilið, hvað hér er farið. Það skildu líka allir það, er enginn af þingmönnum úr hans flokki greiddi atkvæði móti vantrausts-yfirlýsingunni á þingmálafundum Reykvíkinga — ekki Ari, ekki Björn Kristjánsson, ekki Jón Þorkelsson, ekki Magnús Blöndahl, og vóru þó 156 atkvæði greidd á móti henni af stjórnarliðum. Þögnin talar hér hátt. En ekki get ég gert að því, að ekki virðist mér sú mótspyrna, sem þing- menn stjórnarflokksins hér í Rvík eru að hefja gegn ráðherra, vera neitt sér- lega virðingarverð eða drengileg — sízt sú er fram er borin af þeim mönnum, sem hann hefir hlaðið bezt undir og veitt feitasta bita. „Sjaldan launa kálfar ofeldið*, má hann sanna. Því að það er vitanlegt, að þœr at- hafnir ráðherra, sem vér heimastjórn- armenn höfum mest vítt og lýst van- trausti á honum fyrir, þær hefir hann framkvæmt ýmist með fullu samþykki þessara uppreisnarmanna í liði sínu, ýmist beint fyrir þeirra hvatir og á- eggjun. Ekki þurfa þeirþví að búastvið, að vér heimastjórnarmenn dáumst aðþess- um drengskap þeirra.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.