Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 07.10.1911, Síða 1

Reykjavík - 07.10.1911, Síða 1
1R e$ fc j a\> í fc. Laugardag 7. Október 1911 XXI., 45 | Dómarar á þingi. y>ísafold hefir áður minst á það, hve afarhættulegt það sé fyrir rétt- arástand þjóðarinnar, að dómarar hennar séu að vasast í opinberum málum, fiækjast í harðvítugar flokkadeilur o. s. frv.« Svo segir 58. tbl. ísaf. (23. f. m.). 7 — segi og skrifa sjö — dögum siðar sendir hún út af örkinni sýslumanninn í Vestmanne}rjum, Karl Einarsson, bankarannsóknar- nefndarlegrar minningar, til þing- mensku-framboðs þar í eyjunum. ísa »prýðir þannig kenninguna með verkunum«. »Heil tylfl« dómara segir Isa það sé, sem bjóði sig til þings af hendi heimastjórnarmanna. Það eru nú samt ekki nema 4 (fjórir) í þessari »tylft«. Þessir 4 Heimastjórnarmenn eru dómarar og þingmannsefni: Jón Magnús- son, Steingr. Jónsson, Guðlaugur Guðmundsson og Guðm. Björns- son. Sá 5., sem telja mætti, er Jóhannes Jóhannesson, ekki í Heimastjórnarflokknum að vísu, en utanflokka í bandalagi við Heimastj.-flokkinn. í tveim kjördæmum, þar sem enginn Heimastjórnarmaður hefir boðið sig fram, munu Heimastjórn- armenn styðja þá Kristján ráðherra og Sig. Eggerz, þótt eigi sé þeir flokksmenn vorir. Magnús Tortason, sem býður sig gegn Skúla, er »sjálfstæðis«-maður, og hefir Heimastjórnar-flokkurinn engan þátt átt í framboði hans. Guðm. Eggerz sýslum. mun hafa hætt við að vera þingmannsefni í ár, og verður þvi Halldór Stein- sen af hendi Heimastj.-manna. Halldór Daníelsson er ekki þing- mannsefni Heimastjórnarllokksins, heldur nokkurra andbanninga og Good-Templara(I). Framboð hans er alt af hvötum Júlíusar Hall- dórssonar og aðallega rekið af hon- um; en Júlíus er æstur Landvarn- ar-sjálfstæðismaður (jafnframt og hann er bannfjandi) og mun aðal- tilgangur hans liafa verið, að reyna að styðja með framboði Halldórs Magnús Th. S. Blönda/íl og Jón Þorkelsson, þingmannaefni »sjálf- stæðismanna«, með því að Halldór er sambandslaga-maður og var þvi líklegur til að dreifa dálítið at- kvæðum þingmannaefna vor Heimastjórnarmanna. En engan veginn ætla eg Halldóri sjálfum þann tilgang, þótt hann ætti nú að fara að geta séð aíleiðingarnar af framboði sínu, því að allir vita, að hann getur aldrei náð helmingi þeirra atkvæða, sem til kosninga þarf hér í allra-minsta lagi. En hversu sem er, þá getur eng- inn eignað oss Heimastjórnarmönn- um hann sem þingmannsefni, þar sem framboð hans getur enga aðra afleiðing hal't, en að spilla fyrir kosning þingmannaefna vorra, og, ef til vill, greiða eitthvað götu ann- ars þingmannsefnis sjálfstæðis- manna, þótt vonandi verði að það nægi ekki. _________ Meðan dómarar fyltu tlokk ísa- foldar, |þá var ekkert varhugavert við að kjósa dómara á þing; þvert á móti; þá voru þeir ómissandi menn á þingi: Kristján Jónsson, Jón Jensson, Guðlaugur Guðmunds- son, Magnús ,Torfason, Axel Tuli- nius. En svona breytist veður i lofti. J. Ó. JiulÉg embættismamia". [Prestar] „fylla oftast flokk alþýðu". „Prestar eru nánast eða aðallaga mentaðir bændur. Þeir lifa súrt og sætt með bændastéttinni. Þeir vita, hvar skórinn kreppir að henni, og finna til þess jafnt henni". Svo segir Isa, 23. Sept. þ. á. (í 56. tbl.); en í 57. tbl. sama blaðs, sem kom út sama dag, fer hún að telja upp þingmanna-efni Heimastjórnar- manna, sem séu „embættismenn" og „samábyrgðar-höfðingjar". Og meðal þeirra telur hún: séra Eggert Pálsson, séra Jón Jónsson á Stafafelli, séra Einar Jónsson á Desjarmýri, séra Árna Björnsson og séra Magnús Andrjesson. Sjálfur hefur ísafoldar-flokkurinn 6—7 presta á boðstólum sem þing- mannaefni, og ætlaði að hafa einn til (( Snæfellsness.), ef kjósendur hefðu ekki verið honum svo fráhverfir, að engin tiltök voru að bjóða þeim hann. Þingmannaefni óaldarflokksins af prestastétt eru þessir: séra Jens Páls- son, séra Kjartan Helgason, séra Magnús Blöndal í Vallanesi, séra Björn Þorláksson, séra Hálfdán Guðjónsson, séra Kristinn Daníelsson — og mætti bæta við: „séra Einar andatrúar prest- ur“. Auk þess höfðu þeir boðað séra Sigurð Gunnarsson þingmannsefni, en urðu að hætta við. Og séra Harald- ur Níelsson prófessor er líka prestur. En þótt þeim sé slept, séra Sigurði og scra Einari (sem utan-þjóðkirkju- presti), þá hafa þeir þó 6—7 í boði, eða 1—2 fleiri en heimastjórnarmenn. En það einkennilega ísfylzka er þetta: ef prestur er heimastjórnarmaður, þá er hann „embættismaður" og „sam- ábyrgðarhöfðingi"; — en ef hann er óaldarflokksmaður, þá er hann „uánast eða aðallega mentaður bóndi«, þá „lifir hann súrt og sætt með bænda- stéttinni, veit hvar skórinn kreppir að henni, og finnur til þess jafnt henni". Meira að segja: sami maðurinn verður allur annar maður, ef hann hættir að fylgja ísu-liðinu. Meðan séra Magnús Ándrésson fylti flokk ísu, þá var hann „valinkunnur sæmdar- maður", „einn af merkustu prestum landsins", „þjóðkunnur merkismaður" og auðvitað „aðallega mentaður bóndi ..." o. s. fr., o. s. fr. En þegar hann verður ósamdóma ísu í sambandsmálinu, þá breytist hann á einu augnabragði í „embættismann", „embættisklíku samábyrgðarhöfðingja" o. s. frv. Harla markverður náttúruviðburður það! Svona segir það frá ið orðprúða, hreinlífa, sannleiks-elskandi, óhlutdræga Mosfells-málgagn við hliðina á fjósinu og hlandforinni norðan við Austurvöll. 7. Ó. Smá-saxast á limina! Séra Sigurður Stefánsson flæmdur úr „sjálfstæðis'flokknum. »Hvað brast?« — »Noregur úr hendi þér«. »Sjálfstæðis«-flokkurinn var fjöl- mennur á þingi eftir kosningarnar 1908; 26 af 34 þjóðkjörnum þing- mönnum, og einn konungkjörinn. Enda var stærilætið mikið og of- metnaðurinn: byrjað á því í þing- byrjun 1909 að reka tvo af allra nýtustu mönnum flokksins úr hon- um, þá Jóhannes bæjarfógeta Jó- hannesson og Siefán skólameistara Stefánsson. Síðar (1911) var Kristján háyfir- dómari Jónsson rekinn, af því einu, að konungur vildi taka hann fyrir ráðherra, en ekki Skúla. Séra Sigurður Stefánsson átti þá kost á stuðningi mótspyrnulaust til að verða ráðherra, en hann af- þakkaði. Mun ekki hafa fýst að taka við völdum með stuðningi slíki'a manna, sem þá vóru í flokki hans. Svo sagði Jón á Haukagili, nýt- ur maður og samvizkusamur, sig úr flokknum. Sama gerði Hannes Porsteinsson, forseti neðri deildar, og loks undir þinglok Sigurður Sigurðsson. Séra Sig. Stefánsson sagði sig og úr flokknum á því þingi, en lét undan bænastað allra sinna flokks- manna og tók úrsögn sína aftur — sem hann skyldi aldrei gert hafa. Nú selur llokkurinn annað þing- mannsefni út í sinu nafni í kjör^ dæmi séra Sigurðar — hefir þar á boðstólum Sigfús H. Bjarnason fyrv. kaupmann á ísafirði, nú búsettan í Kaupmannahöfn, stóran mann og sterkan, og stæðilegan ef á þyrfti að halda til ryskinga og áfloga, en enginn hefir fyrri heyrt þess getið, að hann hafi nokkurn gaum gefið þjóðmálum eða beri neitt skyn á þau. En hann er maður auðugur og vél fær um að leggja drjúgan skerf íllokkssjóð. Enginn aðílutn- ingsbanns-vinur hefir hann verið fram til þessa; en nú hefir hann, að sögn, skyndilega haft sinnaskifti í því efni, og tjáir sig nú brenn- heitan bannvin. Séra Sigurður hefir jafnan verið talinn mikilhælur þingmaður, og í fjármálum er hann vist einna mest- ur sparnaðarmaður á þingi; það hefir hann sýnt i flestu, nema það eina sinn, er hann greiddi atkvæði fyrir Vog-Bjarna stórbitlingnum. En þessari sparsemi kann fjárbruðl- unar-flokkurinn illa, og sltoraði I XXI., 45 Hlut aveltu til ágóða fyrir „Sjúkpasjód44 sinn, heldur „Hið ísl. prentarafjelag“, samkv. þar til fengnu leyfl, 21.—22. október þ. á. Allir þeir, er styrkja vilja fyrirtæki þetta, eru vinsamlega beðnir að koma gjöfum sínum til einhvers meðlims prentarafj elagsins. Fjelagsstjórnin. því á séra Sigurð að hætta við framboð sitt, og lagði á reiði sína, ef hann rejmdi að komast á þing. Þessari forsjá kunni séra Sig. St. aftur illa, og hefir nú sagt sig úr flokknum. Við burtför hans hverfur úr flokknum síðasti nýti maðurinn, sem jafnvel mótstöðumenn báru virðing fyrir. Nú er þar enginn eftir þeirra manna, er til forustu séfær: Björn Jónsson var þegar á síðasta þingi veginn og léttur fundinn af sínum eigin flokki; enda játa nú allir, að hann er til engrar forustu fær bæði fyrir skapsmuna sakir ogvanheilsu. Skúli er pólitiskt dauður maður eftir guðspjallið til frönsku þjóðar- innar, bréfið til Evening News, Rúðu-flækinginn og svívirðingar- orðin um þjóðina, sem bauð Is- lendingum að senda »alþingisfor- setann« til hátíðarhaldanna. Hann er sokkinn á kaf, eins og steinninn, sem kölski kastaði í Al- mannagjá. »Hann kemur ekki upp aftur að eilífu!« Nú er ekkert eftir i flokknum nema tóm smámenni og peð. Með því að flœma séra Sigurð frá sér hefir óaldarftokkurinn reytt af sér síðustu fiugfjöðrina! J. Ó. Þmgkosningariiar í haiist [Frh.]. ---- 7. Skagafjarðarsýsla. Þar verða í kjöri Arni Björnsson prófastur, Einar Jónsson hreppstjóri í Brimnesi, Bögnvaldur Björnsson óðalsbóndi í Rjettarholti, Jösep J. Björnsson skólakennari og Olafur Briern umboðsmaður. Tveir hinir síðastnefndu hafa áður setið á þingi. Ólafur Briem heflr nú setið á mörg- um þingum, og hefi jeg orðið þess var, að fjölmargir líta svo á, eins og hann sje orðinn mosavaxinn steinn þar nyrðra, er enginn fái bifað, og hefir alla, jafnt flokksmenn hans sem aðra, mjög undrað það, því að þing- manns-hæflleikar hans hafa aldrei verið fram úr hófl miklir. En hann heflr haft undravert lag á því, að þegja, og.gefa litla höggstaði á sjer, og hafa því ýmsir haldið, að hann væri spekingur mikill. Einn af aðal-flokksmönnum og sam- þingismönnum hr. Ól. Br. sagði við mig í sumar um hann meðal annars: „Það er einkennilegt, að hann skuli vera kosinn; hann veit ekkert nema í

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.