Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 07.10.1911, Side 2

Reykjavík - 07.10.1911, Side 2
172 REYKJAVIK Útsalan mesta í „EDINBORG u lieldiii* áíram með fullu.ni krafti. Við ítrekum þetta, vegna þess að margir hafa spurt okkur um hvort hún ekki hætti þessa viku. Við erum sem sje ekki hálfbúnir að sýna ykkur það, sem við munum bjóða ykkur áður en lýkur. Skip eiga enn þá eftir að færa okur vörur sem við búumst við, að selja ykkur einmitt á þessari mestu útsölu. Næstu viku bjóðum við ykkur Gólf-duka op Linoleums, með svo ákjósanlegu verði, að þið munuð efast um að eínið í þeim sje gott. En þegar þið komið til okkar og sjáið, að þessir dúkar eru alveg eins og þeir sem þið hafið áður keytp af okkur með fullu verði, þá hverfur efinn og þið kaupið þá strax, því við vitum að þið þekkið góða dúka undir eins og þið sjáið þá. Með innilegu þakklæti til þeirra, sem hafa stuðlað til þess að útsalan mesta hefi r nú þegar náð því hámarki, að vera í orðsins fyllsta skilningi sú mesta sala sem við höfum nokkurn tíma haft, og með þeirri ósk, að við fáum tækifæri til þess að láta þakklæti vort til þeirra enn þá betur í ljósi, heldur en við getum gjört á pappírnum, bjóðum við þá eimþá hjartanlega velkomna. Verzl. EDINBORG, livík. I smámálum; þau „kurerar" hann, og í þeim talar hann ; og svo halda menn, af þvi að hann þegir í hinum, að hann viti þar eitthvað. Hann hefir aldrei átt neitt erindi á þing“. — Jeg get reyndar ekki fallizt á, að þessi um- mæli sjeu að öllu leyti rjett; en hins vegar hefi jeg sjeð það, með því að þrautlesa þingtíðindin, að þau rengja ekki ummælin, heldur, ef nokkuð er, staðfesta þau, því að hr. Ól. Br. hefir á þingi ætíð fylgt þagnar-reglu sinni, er um stórmálin hefir verið að ræða. Þar þarf ekki annað, en benda til síðasta þings; hr. Ól. Br. greindi þá á við flokk sinn í landsbankamálinu og ráðherravalinu, en ræður frá hahs hálfu i— þær heyrðust ekki, enda er honum fremur ósýnt um ræðuhöld og talar mjög óáheyrilega. í stórmálunum gerir hr. Ól. Br. því ekkert gagn á þingi; enda mun það vera mjög almennt álit meðal þing- áheyrenda, að hann sje með ónýtari þingmönnunum. En það eru þá líklega hjeraðsmálin, sem gera það að verkum, að hr. Ól. Br. er hvað eftir annað álitinn sjálfsagður ? Jeg býzt við að margir haldi það, og hefi jeg því töluvert blaðað í þing- tíðindunum, og skal geta hjer þriggja hjeraðsmála. Fyrir mjög löngu var ákveðið að leggja flutningabrautir, og fengu Skag- firðingar mjög snemma loforð fyrir einni þeirra, en alltaf var það dregið og dregið. Stefán skólameistari barðist fyrir að loforðinu eða vilyrðinu yrði fullnægt, en hr. Ól. Br. — hann þagði. Loks fjekkst fje til hennar á síðasta þingi, en það var ekki dugnaði ÓI. Br. að þakka, siður en svo. Þá eru brúarmálin. Það hefir nú í yfir 10 ár verið aðaláhugamál Skag- firðinga að fá brú á Hjeraðsvötnin, og allt af verið fyrsta og helzta samgöngu- bótin, er þar heflr verið krafizt. Á alþingi 1903 var mikið rætt um brúar- mál, og Stefán skólameistari kom þá með tillögu um Hjeraðsvatnabrúna, en fjekk hr. Ól. Br. sem fyrsta þingmann hjeraðsins til þess að vera aðal-flytjanda. Jú, ÓI. Br. gerði það, og talaði nokkur orð við fyrstu umræðu; en strax er mótblástur kom, þá Ijet hann undan síga, og segir þá meðal annars, að hjeruð eigi ekki að fara í neinn matn- ing, „en sætta sig við að sitja á hak- anum“ (Alþ.tíð. 1903, bls. 2338). Og það má ekki búast við því, að sá þing- maður, sem álítur að hjerað sitt „eigi að sitja á hakanum" fái miklu áorkað. Ólík er hjer ræða Stefáns rjett á eftir. En mjög rangt er það, að láta Skagf. sitja á hakanum í brúarmálum, því að óefað hefir engin sýsla landsins gert eins mikið að brúargjörðum á sinn kostnað eins og Skagafjarðarsýsla. Sá varð og endi á þinginu 1903, að brýr voru samþykktar á Lagarfljót og Jökulsá í Axarfirði — en Hjeraðs- vötnin, um þau var talað fagurlega sem næsta vatnsfallið. Árið 1905 var aftur rifizt um brúar- málin, og þá stendur hr. Ól. Br. sig alveg eins og fyr; Stefán heldur uppi öllum vörnum einn, og bæði Rangá og Fnjóská komast fram fyrir, þó ólíkt minni vatnsföll sjeu; en ekkert varð þó af brúargjörðum þá; en afieiðingin af þessum ódugnaði Ól. Br. er sú, að Hjeraðsvatnabrúin er ókomin enn, og ekki hægt, að segja nema allar ár landsins verði fyrri til, ef Ól. Br. má ráða, og verður þingm. Skagf. eftir- leiðis, eða að minnsta kosti hafa allar aðrar ár, er til orða hafa komið, verið brúaðar, og hr. Ól. Br. hefir — þagað. Þriðja málið, er jeg vildi minna á, er kvtnnashblamálið. Um 1900 voru feiknaharðar deilur milli Húnvetninga og Skagfirðinga um Blönduósskólann og. einn kvennáskóla fyrir allt Norður- land ; var þá ekki hægt um tíma að álíta annað, en að mál mundi af verða milli sýslnanna. Skagf. vildu einn kvennaskóla fyrir allt Norðurland, og vildu engin mök eiga við Húnvetninga um Blönduósskólann. Þessar deilur stóðu sem hæzt, er þing stóð yfir 1901; Stefán fylgdi Þar fast fram kröfum Skagf., en Ól. Br., hvað gerði hann ? Hann hjelt einhverja lengstu þingræðu, er hann hefir haldið, með Húnversku skjalli og BlönduósskóJanum, og var þveröfugur við alla sýslunga sína. Þessi framkoma er ófyrirgefanleg, jafn- vel þótt forstöðukona Blönduósskólans væri þá hin merka kona, Elín Briem, systir Ólafs. Af þessu má öllum vera Ijóst, að það eru ekki hjeraðsmálin, sem valda „mosanum“, og ekki eru það stórmálin — það er þögnin og umboðsmennskan, sem valda honum. Og ekki fæ jeg skilið það, að Skagf. vilji enn, er þeir íhuga málið, senda Ól. Br. á þing, enda er það harla kyn- legt, ef Ól. Br. má gera hvern fjárann sem vera vill, og á þó alltaf að eiga það jafnt víst, að ná kosningu. Ann- ars er jeg sannfærður um það, að þingdagar ÓI. Br. væru fyrir löngu taldir, ef einhverjir hefðu haft dug til og rænu á að bjóða sig fram á móti honum. Og eru Skagf. ánægðir með hálf- velgju hans á báða bóga á síðasta þingi? Nei, Ólaf Briem kysi jeg ekki undir neinum kringumstæðum. Þá er hr. Jósep Björnsson. Að eins tveggja ára reynsla er fyrir honum, og hefir hún sýnt það,- að hann er ritfær vel og skynsamur, en heilsa hans er farin það að bila, að hann þolir ekki mikla andlega áreynslu, og getur því ekki notið sín á þingbekkjunum; þannig var hann oft lasinn á síðasta þingi, og gat ekki mætt á fundum; þvi mundi jeg heldur halla mjer að þeim, er full- hraustir eru. Hr. J. B. missti og mik- ið af þingmanns-áliti sinu, er hann, þrátt fyrir það að hafa verið veikur í tvo daga og ekki mætt á þingfundum, mætti á síðdegis-fundi að eins til þess að greiða atkvæði með Vog-Bjarna, gat þó ekki vegna veikinda mætt þá á fundi 4 kl.st. fyr. Jeg mundi því velja milli hinna þriggja, er i kjöri verða, en hverja þeirra jcg helzt tæki, veit jeg ekki — brestur til þess persónulegan kunnug- leik, með pví mennirnir eru óreyndir stjómmálamenn, og því ekki hægt að leggjá neinn dóm á þá. Síra Árni er sjerlega samvinnulipur og samvizku- samur maður. Einar kunnur dugnaðar- og framkvæmdamaður, og Rögnvaldur er bróðurson síra Arnljóts á Sauðanesi, er var einhver nýtasti Þingmaður á. sinni tið. Allir eru þeir álitlegir, en þeir, sem persónulegu viðkynninguna hafa, verða að skera úr. 8. Strandasýsla. j>ar verða í kjöri Ari Jónsson banka- ráðsmaður og Ouðjón Ouðlaugss. kaup- fjelagsstjóri. Báðir hafa þeir á þingi setið, og verða víst allir að viðurkenna það, að Guðjón hefir mikla yfirburði yfir Ara sem þingmaður, þótt vitanlega megi margt að báðum finna. Betta er víst ölluin Ijóst, svo að ó- þarfi er að taka það fram; en hiklaust mundi jeg Ijá Ouðjóni atkvæði, þegar ekki er á öðrum völ en Ara og hon- um. 9. Dalasýsla. Þar verða 1 kjöri Bjarni Jónsson viðskiftaráðunautur og Quðmundur O. Bárðarson bóndi á Kjörseyri. Bjarni frá Vogi er orðinn svo þjóð- kunnur fyrir afskifti sín af landsmál- um, að vorkunnarlaust ætti öllum það að vera, að hafa myndað sjer góða grein um framkomu hans. Hann hefir jafnan talað hart úr flokki, og fellt þunga og harða dóma um mótstöðu- menn sína, en hefir þó þann galla, að þola mjög illa dóma um sjálfan sig;. vill þar heyra skjall eitt.

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.