Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 16.12.1911, Síða 1

Reykjavík - 16.12.1911, Síða 1
1R k j a v> t fc. XII., 57 Laugardag 16. Desember 1911 XII., 57 Skúli Mag’nússon landfógeti. 12. des. 1711 — 12. des. 1911. Yjer sjáum þig í sögu þinnar ljóma sem soninn besta’, er land vort átti þá, og tvennar aldir orð þín til vor hljóma, sem eggjan þínum snörpu sennum frá. Vjer finnum streyma styrk frá þínum boga, hans stál í gegnum aldaskvaldrið hvín,| og sál þín hrein, sem Hekla öll i loga, í hverri vorri framsókn síðan skín. Þú göfga, sanna, djarfa mikilmenni, þín minning kveikir loga enn í dag, og enn oss finst þín augu jafnan brenni gegn öllu því, er níðir lands vors hag. Þú studdir þá, sem hrjáðir voru’ og hraktir, þú hnektir þeim, er áttu íje og völd. Þitt fræga nafn sem fáni enn þá blaktir og fangamark þitt prýðir íslands skjöld. * ()g það er íslenskt eðli, sem þar drotnar, ineð Egils skap og framsýn gamla Njáls; það lægir ei, er löðursjórinn brotnar, og leitar yls lil fornra sagna báls. Og þótt þig megi ætíð fremstan finna, á íleiri góða drengi minning skín. Og á þann konung vel er vert að minna, sem virti, Skúli, djörfu ráðin þín. Já, Skúli sæll. Það er með hlýju hjarta að heiðrum vér þinn tveggja alda dag. Vjer vonum nú á íramtíð, fagra, bjarta, og finnum mikla bót á vorum hag. Þitt æfistarf oss aldrei framar gleymist, það á í vorum sálum djúpa rót, og nafnið þitt í mætri minning geymist, á meðan Viðey klýfur öldurót. G. M. t €yjiljur jihannsson, 'engi bóndi í Hvammi í HvítárBÍðu, mdaðist í fyrradag í Sveinatungu hjá Jóhanni syni sínum. — Eyjólfur heit- inn vai nýtur bóndi, gáfumaður, skáld- tnæltur og skemtinn. Hann var fædd- ur 14. ágúst 1824 og kvaentist 31. maí 1848 Helgu Guðmundsdóttur og lifðu þau yfir 60 ár í hjónabandi áð- rr hún dó. Meðal barna þeirra má nefna Sæmund heitinn kennara, sem margir kannast við. — Herskipið „Liberté“ springur í loft upp, með 2 myndum: herskipið „Liberté11. Spreng- ingin. — Hátt á kvisti grænum, með mynd. — Tyrkir og ítalir, með 6 myndum: Trí- pólisland (afstöðu-uppdráttur). Aðalgatan í Trípólis. Trípðlisbúar vmis konar. ítalskir hermenn. Tyrkneskir hermenn. „Skip eyði- merkurinnar". — Konungavandræðin á Bæj- aralandi, með 4 myndum: Ludvig II. Bæj- aralandskonungur. Otto I. Bæjaralands- konungur. Ludvig krónprins Bæjaralands. Luitpold prins, er ríkjum ræður á Bæjara- landi. — Blindrahœlið, smásaga eftir Carl Muusmann, með mynd eftir Axel Thiess. Bæjarstjórn fíeykjavíkur. Haukur, heimilisblað með myndum, VII. bindi, nr. 22.—24. ný- útkomið. Efni: Hjarta-ás, frásaga eftir H. Hansen, með myndum (íramh.). — Neistar. — Æfm- týri Sherlock Hoimes, leynilögreglusögur eftir A. Conan Doyle: Smaragða-djásnið. — Úr ölluin áttum: Jörundarvígi, með mynd. Aukftfnndur 30. nóv. 1. Umræðum um fjárhagsáætlun bæjarins 1912 var lokið, og atkvæði greidd um hana. Hún var samþykkt með nokkrum smábreyt- ingum. 2. Iíosinn til að semja verðlagsskrá Ei- ríkur Briem. Fnndur 7. desember. 1. Byggingarnefndargerðir frá 3. þ. m voru lesnar og samþ. Tilkynnt brjef stjórnar. ráðsins, dags. 23. nóv., um að byggingar- nefndin væri ekki löglega skipuð, í henni ættu að eiga sæti fleiri menn. ♦♦♦- ♦♦♦- ♦♦♦- ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ :0 — O A.usturstræti 6. Jölabazar. ♦♦♦♦ ♦ ♦ ♦ Q) ♦ ♦ ♦ CÐ <►♦♦♦- ■♦♦♦■ -♦♦♦- -♦♦♦- ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦ 2. Veganefndargerðir frá 4. þ. m. lesnar upp. Erindi hafði komið frá búendum við Vesturgötu um holræsi milli Bræðraborgar- stígs og Eramnesvegar. Málið var falið nefndinni, er láti rannsaka það og aðrar slíkar beiðnir, er fram kunna að koma til næsta vors, og leggi siðan fyrir bæjarstjórn tillögur sínar hjer að lútandi. Gerðir nefnd- arinnar að öðru leyti samþ. 3. Hafnarmál. a. Borgarstjóri hafði út- býtt meðal fulltrúanna skýrslu um lántilboð til hafnargerðarinnar m. m. — b. Kosnir til að taka sæti í hafnarnefnd: Asgeir Sigurðsson, kaupm. Geir Sigurðsson, skipstj. 4. Eundargerðir gasnefndar frá 5. þ. m. lesnar upp, — Út af endurskoðun reksturs- reiknings gasstöðvarinnar 1910—1911 sam- þykkti bæjarstjórnin svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórnin kýs verkfræðing Knud Zimsen til að endurskoða gasreikninginn með þeim fyrirvara, að fjárhagsnefnd nái samkomulagi við hann um borgun fyrir verkið“. Gerðir nefndarinnar að öðru leyti samþ. 5. Fasteignanefndai'gerðir frá 5. þ. m. voru lesnar upp og samþ., þar með samþ. að árgjaldið fyrir kálgarða, er Guðm. Ein- arsson, Framnesveg 1. A, og Jón Einarsson, Bræðraborgarstig 19, eiga að fá, skuli reikn- ast eins og venjulegt lóðargjald af óbyggðri lóð, og frestað að taka ákvörðun um beiðni Ól. Jónssonar um erfðafestuland. (FrhJ). < a-ntsa ai verður enn þá næstu viku í verzlun Jóns frí Hjalla. Má einkum nefna: Hveiti, Rús- ínur, Sykur, Kaffi, Kerti og Plöntu- feiti, sem selzt með mjög niður- settu verði. €ggert Claessen, yflrréttarmálaflntningsmaður. Pósthússtr. 17. Talsiml 16. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Sveinn Björnsson yfirdómslögmaður. Hftínai'Btræti 16 (á sama stað sem fyr). Skrifstofntíini 9—2 og 4—6. Hittist venjnlega sjálfnr 11—12 og 4—5. ÉlllMaMH Stnrla Jónsson. 300 ára afmæli Skúla Magnússonar landfo- geta var haldið hátíðlegt hjer í bæn- um 12. þ. m. að tilhlutun verzlunar- stjettarinnar. Flagg var á hverri stöng allan daginn, og um kvöldið var sam- sæti haldið á „Hótel Reykjavík". Voru þar um 209 manns. Skemtu menn sjer með ræðuhöldum, söng og dans. Fyrir minni Skúla talaði Jón Jónsson sagnfræðingur, og var því næst sungið kvæði það eftir Guðm. Magnússon sem prentað er hjer fremst í blaðinu. Eftir það töluðu Ásgeir Sigurðsson kaupm., Halldór Jónsson og Sveinn Björnsson. Því miður er hjer ekki rúm fyrir neitt af ræðunum. . sunnud. 17. þ. m. kl. 6 e. m. Sjá götuauglýsingar. X" etrar- » yíirírakkar komnir aftur með Sterling. Beztir og ódýrastir og mest úr- yal í verzluninni Sturla Jónsson. 3 Jfjarveru minni, á ferð til útlanda þangað til um miðjan næsta mánuð, gegnir yfirrjett- armálaflutnigsmaður Kr. Linnet störf- um mínum. Hann verður að hitta á skrifstófu minni k'. n—2 og 4—7. Reykjavík 12. des. 1911. Eggert Claessen. Jólavindlar. Jeg veit það þarf ekki að segja ykkur hvar þið fáið jólavindlana bezta. Reynslan hefir sýnt ykkur að það er i Tobaksverzlun R. P. Levi Austurstræti 4. Sferstök kjarakaup nú fyrir jölin. — Reynið. — Silkiklútar margar tegundir. Sturla Jónison.

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.