Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 17.02.1912, Blaðsíða 3

Reykjavík - 17.02.1912, Blaðsíða 3
REYKJAVlK 27 ,f|3EGAR að Sunlight-sápan er notuð við þvottinn, þá verður erfiðið við hann hreinasta unun. Vinnan verður þá bæði fljótt og vel af hendi leyst, þið þurfið ekki að vera hræddar við að þvo jafnvel hið finasta tau, ef þið notið Sunlight-sápuna. SUNLIGHT SÁPA 2238 Reynslan sannar að betri og ódýrari olíuföt fást ekki en hjá mjer. Sama er um vinnuföt. nærföt. sjóteppi, lök og peysur. að best er það og ódýraat í cfiratins versíun úCamBorg, Aðalstræti 9. Ur ýmsum áttum. Flugrjelar til hernaðar. Her- málaráðaneytið á Ítalíu leggur til, að smíðaðar sjeu margar nýjar flugvjelar til notkunar bæði af her og flota. Þær eiga að kosta samtals hálfa aðra miljón króna. Flotamálaráðaneyti Bandaríkjanna vill fá flugvjelar um borð í mörg af herskipunum. Þær eiga að verða með nýrri, amerískri gerð, og þannig út- búnar, að þær geta sezt á sjóinn og flogið upp aftur eins og lómur. Harðmeti. I enska læknatímaritinu „Lancet“ er sagt frá konu einni, sem hefir verið sjö ár á geðveikrahæli, en er nú nýlega látin. Lík hennar var krufið, og fundust þá í maga hennar um 5 pund af gömlu járni, þar á meðal yfir 1400 naglar og skrúfur og aðrir smá-járnbútar, sem hún hafði gleypt. Lögreglukonur. Bæjarstjórnin í Björgvin hefir nýlega gert tvo kven- menn að lögregluþjónum. Silfurnámur í Noregi. í Salomons- námunni, einni af silfurnámunum á Kóngsbergi í Noregi hafa menn nýlega rekizt á silfuræð, sem er 11 metrar á breidd fyrstu 25 metrarnir. í hverjum metra, sem grafið er inn, telst svo til, að sjeu 500 kiló af hreinu silfri, eða hjer um bil 300,000 kr. virði. Það er haldið, að þarna sje margra miljóna króna virði af silfri. Námurnar eru eign ríkisins. Nýtt Finsens-minnismerki. Eins og menn muna var Niels R. Finsen, ljóslækninum fræga, reist minnismerki í fyrrahaust í Kaupmannahöfn. Það stendur við framhlið ríkisspitalans nýja. Nú hefir honum nýskeð veiið reist annað minnismerki í garði ljós- lækningastofnunarinnar. Það er risa- vaxin eirmynd af Finsen sáluga, sitj- andi á stóli með grískri gerð. Margir af hinum görnlu vinum hans og styrktarmönnum voru við afhjúpunina, þar á meðal Hagemann leyndarkon- ferenzráð,. Jörgensen konferenzráð, læknarnir Kaarsberg, Forchammer, Salomonsen og Bang, og J. C. Christ- ensen fólksþingismaður. — Yiggo Jarl líkansmiður, sonur Jörgensens kon- ferenzráðs, hefir gert minnismerkið. Danir grnna Pjóðverja um græsku. Skammt frá Kaupmannahöfn er bónda- bær einn, sem heitir Avedöre, fremur lítill og óásjálegur, og fylgir honum jörð nokkur. Nýlega vitnaðist það, að þýzkt fjelag var að semja um kaup á bæ þessum og jörðinni, og þóttist það ætla að reka þar eitthvert iðnaðar- fyrirtæki. En bærinn er rjett innan við skotvirkjalínuna, og var því haldið, að tiigangurinn væri í raun og veru enginn annar en sá, að ná í svæði nokkurt innan virkjalínunnar, til þess að geta allt í einu ráðizt á Kaup- mannahöfn þaðan, ef svo bæri undir. Hvort sem nú þessi grunur hefir verið á rökum byggður eða ekki, þá þorði hermálaráðuneytið ekki að eiga undir Þjóðverjum, og keypti því bæinn og jörðina fyrir hærra verð, heldur en fjóðverjar höfðu boðið. Verkföll á Biisslandi. í blaðinu „Ret,sj“ eru talin upp verkföll á Rúss- landi síðastliðið ár. Þau voru samtals 422, — 200 fleiri en árið 1910. Flest verkföllin voru gerð í því skyni að fá hærri laun, miklu sjaldnar til þess að fá styttri vinnutíma. — 22 pólitísk verkföll voru gerð til þess að fá frí- dag 1. maí. — í 57 verkföllum af hundraði unnu verkamenn sigur, og fengu að mestu leyti það sem þeir fóru fram á. Hátt brjefburðargjald. Nýlega var brjef sent frá Rússlandi til Austur- rikis, og voru borgaðar undir það 3,364 krónur í burðargjald. Brjefið var frá rússneskum kaupmanni til banka eins í Austurríki, og í því voru auðvitað einhver afardýr verðbrjef. Umslagið var 25 þumlungar á lengd og 12 þuml- ungar á breidd. Og var önnur hlið þess alþakin frímerkjum. Þau voru 182 að tölu, og hvert þeirra á 2 rúblur. Fyrir þetta fje hefði mátt senda sjer- stakan mann með brjefið, og fyrir af- ganginn hefði hann getað tekið sjer skemmtiferð kringum huöttinn. En sendandinn hlýtur af hafa haft ein- hvern aukatilgang með að láta póst- inn flytja það. — Frímerkjasafnari einn í Lundúnum hefir keypt umslagið, og er það nú til sýnis í glugganum hjá honum. Það er sagt, að þetta sje dýrasta brjef, sem flutt. hafi verið með pósti, og gizkað á að þess verði langt. að biða, að nokkur sendi annað jafn dýrt. ______ / Nöfn og nýjungar. Mótorbátur ferst. Mótorbátur frá ísafirði, eign Jóhannesar Pjeturssonar, fórst í gær 2—3 mflur úndan Miðnesi, á leið frá ísafirði til Vestmanneyja. Sjór var tölu- verður, og kom svo mikill leki að bátnum að dælan hafði ekki við. Vildi mönnunum það til lífs, að þeir sáu enskan botnvörpung skammt frá sjer, og gátu komizt íhann; en ekki mátti það tæpara standa, því að svo var báturinn sundur liðaður, að hann sökk i sömu svipan, sem mennirnir komust upp á botnvörpunginn. Á bátnum voru 6 menn. Formaður Meyvant Hansson. Botnvörpung- urinn kom með mennina hingað til Rvíkur í gærkvöldi. Dáin er 10. þ. m. á ísafirði, ekkjan Ást- ríður Sakaríasdóttir, er lengi bjó á Melnum hjer í Reykjavík, kvenskörungur mikill og myndarkona. Tweip menn verða úti. Aðfaranótt 8. þ. m. urðu 2 menn úti austur á Rangár- völlum, bræður tveir, Brynjólfur og Svein- björn, synir Guðmundar sál. Sveinbjörns- sonar (prests að Holti) og systursynir Þor- valdar Björnssonar lögregiuþjóns. Frá slysi þessu segir svo i Vísi: „í norðanveðrinu miðvikudaginn 7. þ. m. fóru 29 menn und- an Eyjafjöllum vestur um Rangárvöllu, flest- ir áleiðis til Reykjavíkur. Ætluðu þaðan í ver út í Vestmanneyjar. Allir voru ríðandi. Ein stúlka var í förinni og þrir menn, sem áttu að flytja hestana tii baka. Flokkurinn kom við í Eystri-Garðsauka og fóru þaðan allir undir kveld, nema bræð- ur tveir Brynjólfur og Sveinbjöm og þótt- ust þeir ætla að gista þar um nóttina. Þriðji bróðurinn var einn þeirra, er átti að reka hestana til baka og hjelt hann áfram með flokknum. Þegar kom vestur yfir Eystri- Rangá var þar svarta-sandrok með snjó- renningi allt vestur að Varmadal. Er það nærfelt klukkustundar reið. Frostharka var mikil, 16—18 stig og ofsastormur. Flokkur- inn varð brátt nokkuð á tvistringi og fór hver sem hann mátti. Náðu þeir, er fyrstir voru, að Varmadal í skímu, og tíndust svo þangað þrír eða fjórir saman með Iitlu milli- bili. Alls komust þangað 26 og var stúlkan i þeim hóp. Ymsir voru nokkuð kalnir í andliti, eður og á höndum eða fótum, en ekki til örkumsla. Óþekkjanlegir voru þeir með öllu af sandrokinu. Voru sumir lítt búnir, því í góðu veðri var að heiman farið. — Allir fengu hinar beztu viðtökur og góða hjúkrun í Varmadal og gistu þar um nótt- ina. Einn þeirra fjelaga hafði riðið skáhalt undan veðrinu og náðx að Selalæk um kveld- ið heill á hófi. Morguninn eftir hjeldu þeir áfram ferð sinni unz þeir komu að Ægissíðu. Þaðan símaði maðurinn eftir bræðrum sínum aust- ur að Garðsauka, spurði, hvort þeir væru farnir af stað fyrir langri stund. Honum var svarað, að þeir hefðu farið um kveld- ið hálfri stnndu siðar en hinir, á eftir þeim áleiðis að Varmadat. Manninum hnykti við þessa fregn, sem nærri má geta, og brá þegar víð austur að Varmadal. Sá hann þá hesta bræðra sinna í laut nokkurri suðaustan við túnið í Varma- dal, varla meir en 30 faðma frá túngarðin- um. Lágu þeir bræður þar báðir helfrosnir og örendir. Annar þeirra hafði haft húfu- pottlok á höfði, en hinn loðhúfu. Dáin er 10. þ. m. frú Pórunn Jónsdóttir, kona Þorvaldar læknis Jónssonar á ísafirði. Hún hafði legið lengi þungt haldin. Vesta kom loks í nótt norðan og vestan um land, 9 dögum eftir áætlun. Farþegar hátt á þriðja hundrað. Heiðursmerki. Finnur prófessor Jóns- son hefir nýlega verið sæmdur 1. flokks riddarakrossi Ólafsorðunnar norsku. Þilskip hjeðan frá Rvik eru nú flest lögð út. Friðrik VIII. konungnr hefir legið veikur í lungnabólgu, en er nú á batavegi Laust prestakall. Staðastaður í Snæfellsnessprófastsdæmi, nú Staðastaðar og Búðasóknir, en samkvæmt prestakallaskipunarlögunum leggjast við Miklaholts- og Rauðamelssóknir, er núver- andi Miklaholtsprestakall losnar. Veitist frá fardögum 1912, eftir hinum nýju launakjörum, og með skyldu til að taka breytingunni. Heimatekjur eru samtals kr. 536,32 (stað- urinn með hjáleigum kr. 116,71, hlunnindi af æðarvarpi kr. 250,00, prestsmata frá Búðum kr. 69,60). Lán hvílir á presta- kallinu til ibúðarhússbyggingar, upphaflega kr. 3000,00, veitt 1908, samkv. lögum nr. 30, 16. nóv. 1907. Umsóknarfrestur er til 1. apríl næst- komandi. Bæjarstjórn Reykjavíkur. Fnndnr 15. febr. 1. Kosning nefnda. Fjárhagsnefnd: Bor’-arstjóri, Halldór Jónsson, L. H. Bjamason. Fasteignanefnd; Borgarstjóri, Arinbjörn Sveinbjarnarson, Knud Zimsen. Fátækranefnd: Borgarstjóri, Katrín Msgnússon, Guðrún Lárusdóttir, Kristján Þorgrímsson, Pjetur Guðmundsson, Byggingarnefnd: Borgarstjóri, Knud Zimsen, Þorvarður Þorvarðsson, Rögnvaldur Ólafsson, Sigvaldi Bjarnason. Veganefnd: Borgarstjóri, Jón Þorláksson, Kl. Jónsson, Kristján Þorgrímsson, Tryggvi Gunnarsson. Brunamálanefnd: Borgarstjóri, Arinbjörn Sveinbjarnarson, Hannes Hafliðason, Jón Þorláksson. Hafnarnefnd: Kosningunni frestað. Skattanefnd: Borgarstjóri, Halldór Jónsson, Klemenz Jónsson. Heilbrigðisnefnd: Sveinn Björnsson. í stjórn fiskimannasjóðs: Tryggvi Gunnarsson. Vatnsnefnd: Borgax-stjóri, Lárus H. Bjarnason, Þorvarður Þorvarðsson.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.