Reykjavík

Issue

Reykjavík - 03.03.1912, Page 1

Reykjavík - 03.03.1912, Page 1
1R k \ a v t k. XIII., 9 Laug'ardag 3. Marz 191S jBítiHir 1912. Wýfr kanpendnr að XIII. ár- gangi fá ókeypis sögusafn frá ár- unum 1910 og 1911, meðan upp- lagið endist, nær 20 arkir alls. Ennfremur fá nýir kaupendur eldri sogusófnin: jlliaer i lögregluþjinustu, yijreksverk ritsimans og Dularjullur gestur. Þýtt af alþm. Jóni ólafssyni. Loks fá nýir kaupendur, sem borga áskriftar-gjaldið um leið og þeir panta blaðið allar ofantaldar sögur. og auk þess ' Rímur af Flórusi og sonumhans. Kveðnar af Hákoni Hákonarsyni í Brokey. Alls fá þá nýir kaupendur, blaðið 60 arkir, og auk þess 40—50 arkir af sögum og rímum fyrir að eins Z Rrónur. Þeir kaupendur, sem skulda fyrir eldri árganga, og bonga á þessu ári (1912) 2—3 eldri árganga af blað- inu, sæta enn þá þeim vildarkjör- um, er »Reykjavík« veitti kaupend- um sínum síðastl. ár, sem sje, að fá dönsku alfræðisorðabókina fyrir hálfvirði, eða 2 kr. 50 aura, auk sögusafnanna fyrir 2 síðastl. ár. Bókmentir. I* Einar Arnórsson: Ný lögfræðisleg formála- bók. XXIV + 416 + 16 blss. Ko8tn.m.: Jóh. Jó- hannesson. Rvík. 1911. Bók þessi er stór, yfirgripsmikil og skipulega samin. Eldri formálabókin, sem var þarfasta bók á sinni tið, var löngu útseld og eðlilega orðin að ýmsu úrelt eftir svo langan tíma. Niður- skipun á efni þessarar nýju bókar er sýnu betri, heidur en var á inni eldri, og svo er þessi talsvert víðtækari. Mig brestur vitanlega þekkingu til að dæma um lögfræðislegan óskeikul- leik höfundarins. En staða hans sem prófessors við háskólann ætti að vera næg trygging fyrir því, að bókin sje áreiðanleg í öllu verulegu. Ég hefi að vísu fyrir satt, að eitthvað smá- vægilegt kunni að vera athugavert (lög talin gild, sem eru það ekki), en það kveður væntanlega ekki mikið að því, svo að óhætt mun að reiða sig á bókina í öllu verulegu. Bókin virðist bera þess menjar, að hún sé samin með nokkurri hraðvirkni. Æradvirkni er í sjálfu sér góður kost- ur á afkastamönnum, og er alt annað en hroðvirkni, og þarf það tvent ekki að fara saman. Og bókin er sjálf vottur þess, að höf. er bæði mikil- virkur og yfirleitt velvirkur. En að bókin sé með hraða samin, þykist ég sjá merki til í sumu, t. d. smá-lýti á málfæri, svo sem „téð bók" í 3. 1. formálans, í stað „húnB. „Téð bók“ er gott mál, en óhöndulegt að end- urtaka sama orðið (bók) með svo stuttu millibili (það stendur líka í 1. línu). Á 320. bls. rakst ég á setningar- byrjun, sem botninn vantar í. í staf- lið c þar vantar alveg umsögnina (prœdicatiff). Á 322. bls. (o. ff.) rekst ég á „einkarétt að oppgötvunumu. Það er farin að verða föst málvenja hjá oss (enda kent í latínuskólanum frá því um miðja 19. öld) að hafa nppgötvun um það að finna eitthvað, sem áður var óþekt, þótt til væri, svo sem nýtt lögmál (discovery, opdagehe)5); aftur uppfynding eða uppfundning um það að finna upp tæki til að hagnýta eitt- hvert lögmál á nýjan hátt (invention, opfindeJse). Höf. hefir notað uppgötv- un í st. f. uppfundtng í þessum kafla. Þetta er óheppilegt, af því að á fáu er meiri þörf í roáli voru, en að koma festu á merkingar orða. Ég hefi als ekki lesið alla bókina, en að eins gripið niður í kafla hér og þar. Orðaskráin framan við bókina (næst á eftir yfirlitinu) er fyrirtaks-kostur á bókinni. Skiftingar í töluliði og undantekn- ingar í töluliðum er sumstaðar tákn- að svo grautarlega (skortur á letur- breytingum), að illviðunandi er. T.d. 190.—192. bls. Þar eru reglur fyrir skaðabótaskyldu hjús táknaðar í þrem liðum: a (bls. 190), b (bls. 191) og 3 [í stað C] (á bls. 192); en undan- tekningar táknaðar með óbreyttu letri: 1, 2, 3, — alveg sama letri, sem er á „2“ framan við skaðabótaskyldu-kafla hjúa. En þessir „2“ standa fremst í línu (190. bls.) og verður manni leit úr að flnna kaflann „1“, þvi að þar stendur talan inni í miðri línu. Sitthvað má að máli finna á stöku stað. En því skal slept hér. Lakast er þegar frumsetningin verður svo flókin, að torskilið er, hvað við er átt. Dæmi þessa er síðasta málsgr. í stafl. b á 34. bls. Torskilið mun og al- þýðumönnum ad hoc. Kynlegt þykir mér (i orðaskránni) „útivist aðilja". 1) Að finna áðr ókunn lönd, er kallað blátt áfram f u n d r. „Útivist" hefir að eins tvær merking- ar: 1% vera úti uudir berum himni (andst. innivist), og 2. dvöl í hafi (á sjóferðum). Það er víst danskan (ude- bliven), sem hefir afvegaleitt höf. hér. Annars var það ekki tilgangur minn, að tína hér aðfinningar, heldur að láta í ljós álit mitt á bókinni eftir þeirri fljótlegu kynning sem ég hefi af henni haft. En það er í stuttu máli þetta: Ég tel bókina eitthvert mesta þarfa- verk, sem hverju heimili á landinu er nauðsynlegt að eiga. Pappír og prentun er ið prýðilegasta, eins og alt, sem kostnaðarmaðurinn hefir til lagt. 2. B ó 1 u-H j ál m a r s-s a g a. Eftir Símon „Dalaskáld" og Brynjólf Jónsson (Minna- Núpi). 208 bls. 8vo. Eyrar- bakka. 1911. Bókin hefði heldur átt að heita: „Drög til sögu Bólu-Hjálmars“. Ég segi það ekki bókinni til lýta; en hún hefði ef til vill hlotið réttlátari dóma, ef hún hefbi haft þann titil. Hann er alveg yfirlætislaus. Sumir hafa legið höfundunum á hálsi fyrir, að þetta sé engin fræði- mannlega samin bók. Það er hún vitanlega heldur ekki. En hún er safn af sögusögnum og heimildarskjölum, ó- fullkomið, en þó dýrmætt verkefni úr að moða fyrir metvísan (kritiskan) höfund, sem kann að vinna úr þessu efni (ásamt öðru) með anda og met- vísi Hvorugur höfundanna er neinn rökmeti (criticus), sízt Síinon; en elju- verk þeirra er allrar virðingar vert fyr- ir því. Sá meistari kemur einhvern tíma, sem vinnur úr þessum og öðrum efni- við og semur sögu Bólu-Hjálmars. Eins og sagan nú einu sinni er sögð í þessu kveri, verður hún óefað lesin. Þess má geta til leiðréttingar, að vísusnúninguriun á 151 bls. er eftir Pál bróður minn, en ekki eítir Níels skálda. Aldrei var það víst nema 1. erindið úr eftirmælunum, sem Páll sneri. Það var i græskulausum gáska gert. Páll þekti hvorugan, Hjalmar né Daða, en þótti, sem var, eftirmæl- in ákaflega sérvizkúleg (önnur vísan auk þess meiniila kveðin, ólikt því sem Hjálmar annars oftast kvað). 1 1. erindinu á 202. bls. hefi ég heyi t: „ófyrirsynju guð þig girti* í stað: „óverðugan g. þ. g.“. Þannig lærði ég ungur, og hygg svo muni réttara. Ofan á nýtt orð datt ég á 119 bls.: „Elizabet . . . var þá gjafvaxta, efnis- stúlka, glöð og fjörug og var kölluð eigi mjög einehk“. Allir skilja oiðið sjálfkrafa (ekki mjög við eina fjöl feld í ástafari). Orðið er ágætt, hvor þeirra sem hefir myndað það, Simon eða Brynjólfur. Skyldu möigmáleiga eitt lýsingarorð, sem nær þessu ? Á 152. bls. finn ég: „svo vel skemtaðí hann“ (alm. „skemti"). Ég hefi ekki heyrt skemta þannig beygt, siðan í æsku minni á austurlandi Nú og eins til foina er almenna beyging þess oi ðs: skemta, skemti, hefi skemt. Eu beygingin: skemta, skemtaði, hefi XIII., 9 skemtað — er þó til í fornu máli, og óefað mjög forn. J. Ól. Einkalejfi til kolaverzlunar. Það hefir borizt út frá skattamála- nefndinni, sem nú hefir setið á rök- stólum í hjer um bil þrjá mánuði, að hún ætli meðal annars að leggja það til, að landið taki alla verzlun með t kol 1 sínar hendur, og leigi hana svo um tiltekið árabil einhverjum kola- námueiganda fyrir fastákveðið gjald í landssjóð af hverri smálest af kolum, er hann flytur til landsins. Nefndin hefir þegar fengið mjög að- gengilegt, bindandi tilboð frá brezkum kolanámueiganda einum, er vill skuld- binda sig til að selja kol hjer með öllu lægra verði, en tíðkast hefir, og borga þó í laudssjóð tiltekið gjald af hverri smálest. Yerðið á kolunum er fastákveðið í tilboðinu, 20 kr. hver smálest heim- flutt til manna á beztu hafnarstöðum landsins og í kaupstöðunum, en 21— 25 kr. á hinum óaðgengilegri höfnum. Þó er gert ráð fyrir, að verð þetta geti hækkað eða lækkað lítið eitt, er verð á kolum ytra eða flutningskostn- aður breytist um lengri tíma. Sama verði eiga innlend skip og póstskip, er sigla eftir fastri áætlun, að sæta. En verði á kolum, sem seld eru út- lendum fiskiskipum, ræður leyfishafi, og er gert ráð fyrir að þeim verði seld kolin lít.ið eitt dýrari. Námaeigandinn skuldbindur sig til að hafa ætíð nægar birgðir af kolum á öllum helztu hafnarstöðum landsins, og mörgum öðrum höfnum, samtals 36 að tölu. Talið er víst, að á ári hverju seljist hjer á landi um 80,000 smálestir af kolum, helmingurinn til notkunar í landinu og til innlendra fiskiskipa og póstskipa, en helmingurinn til útlendra botnvöipuskipa. Nefndin hefir áskilið, að leyfishafi greiði í landssjóð 1 kr. 50 aura af hverri smálest af kolum, sem seld er til innlendrar notkunar, og 2 kr. og 50 au. af hverri smalest, sem seld er til útlendra skipa, eða til jafnaðar 2 kr. af hverri smálest, sem flutt er til landsins. Ef gert er ráð fyrir, að 80,000 smálestir seljist á ári hverju, veiða þá tekjur landssjóðs af kolasöl- unni 160,000 kr. á ári, eða 320,000 kr. á fjárhagstímabilinu. Gert er ráð fyrir, að þeim innle'nd- um mönnum, sem nú hafa kolaverzl- un að aðal-atvinnuvegi, verði sjeð fyrir nægri atvinnu, þótt kolaverzlunin kom- izt í annað horf. Sjálfsagt má telja víst, að alþingi samþykki þessa tillögu nefndarinnar, því að hjer er um álitlegan tekjustofn að ræða, landsmönnum að kostnaðar- lausu. En vel þarf að vera frá slik- um samningum gengið.

x

Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.