Reykjavík

Eksemplar

Reykjavík - 03.03.1912, Side 2

Reykjavík - 03.03.1912, Side 2
34 REYKJAVÍK Stirkostlegt vcrkfall. ÍOOOOOO kolanemar á Eng-lancli leggja niður vinnu. Kolanemar á Englandi hafa verið að undirbúa allsherjar verkfall í allan vet- ur, og hefir ætíð staðið til að það byrj- aði 1. þ. m. En menn vonuðu í lengstu lög, að komið yrði í veg fyrir verk- fallið. Foringjar verkamanna hafa viljað koma á sáttum, og stjórnin hefir gert það, sem í hennar valdi stóð til þess að fyrirbyggja verkfallið. Margir kolanámaeigendur hafa látið undan kröfum verkamanna, en verkmanna- fjelögin hafa heimtað, að allir kola- nemar tækju þátt í verkfallinu, ef ekki kæmust á fuliar sáttir. Og nú er símað frá Khöfn, að verk- fallið hafi byrjað í gær, 1,000,000 kola- nemar hafi lagt niður vinnu, og að aðalkrafa þeirra sje sú, að lægstu laun sjeu fastákveðin, og þá sjálfsagt hækk- uð eitthvað frá því, sem verið hefir. Símskeytið segir enn fremur, að óeirð- arhorfur sjeu miklar, og herlið sje reiðubúið að skerast í leikinn. Það Leikhúsid. Fr. v. Sch i II er : Ræningj arnir (Die Ráuber). Leikfjelagið rjeðst í stórvirki, er það tók Ræningjana til leiks. Þeir hafa víða þótt erfiðir viðfangs og var því viðbúið að traustleysið íslenzka á ís- lenzkri leiklist mundi eitthvað bæra á sjer. Jeg skal nú ekki um það segja, hversu mikil brögð hafa verið að þessu, en hinu er ekki að leyna, að þrátt fyrir gífurlega örðugleika með ýmsu móti, hefir Leikfjelagið staðist þessa listraun svo vel, að ailir mega við una. Schiller skrifaði Ræningjana korn- ungur, nál. 1777, og hjetu þeir þá fyrst „Hinn týndi sonur“. Siðar breytti hann leiknum Dokkuð og gaf honum annað nafn. Fyrst var leik- urinn sýndur í Mannheim 1782. Þótti þá strax mikið til hans koma, en ráð- sett og heiðvirð ellin ýfðist heldur við honum, svo sem við mátti búast. Aðal-fyrirmynd Schillers í leik þess- um er saga um bræður tvo, Karl og Wilhelm, eftir landa hans, skáldið Chr. Schubart. Er Karl vænn maður og frjálshuga, en Wilhelm ódrengur. Hafði Schubart jafnvel óskað eftir að sögu sinui yrði snúið í leik, en þó með því skilyrði, að leikurinn gerðist, í segir enn fremur, að kolaverð sje geysihátt. Kolaverðið hefir farið jafnt og þjett hækkandi, síðan undirbúning- ur verkfallsins hófst, því að eftirspurn eftir kolum hefir, sem eðlilegt er, verið geysimikii. Herskipaflotinn, gufuskipa- útgerðarfjelög, verksmiðjur margar og fjöldi einstakra manna hafa reynt að birgja sig upp eftir föngum, og er sagt; að sumum opinberum og einstakra manna stofnunum hafi tekizt að ná í birgðir til allt að tveggja ára. Mynd sú, er hjer fylgir, er aí kolaflutninga- skipum á Tempsá, skörrynu áður en verkfailið hófst, og er hún lítið sýnis- horn þess, hvað þar hefir verið urd að vera. En þótt mikið hafi verið afgreitt í yetur frá námunum, þá vantar þó mikið á að námueigendur hafi getað fullnægt öllum skuldbindingum, er þeir höfðu undirgengizt, og mega þeir því búast við málssóknum og skaða- bótakröfum úr öllum áttum, ef verk- failið stendur til lengdar. Það er þess vegna vart hugsandi annað en þeir láti fljótlega undan kröf- um verkamanna. Annað eins verk- fall og þetta, getur ekki stáðið til lengdar. Og þá hljóta kolin að lækka í verði aftur áður en langt um líður. Þýzkaíandi. — Auk þess þykir auð- sætt, að Schiller hafi orðið fyrir mikl- um áhrifum frá öðrum skáidum, svo sem Shakespeare, er hann starfaði að leikriti sínu. Höfuðmenn leiksins eru bræður tveir, Karl og Franz Moor, synir Maximilian Moors, greifa. Karl er friður sýnum, hverjum manni vaskari og betri dreng- ur, höfðingi í skapi, gleðimaður mikill í æsku og hefir fengizt við háskóla- nám um stund. Hann er lofaður frændkonu sinni, ungri og fríðri, Amalíu von Edelreich, fósturdóttur gamla Moors, og unnast þau mjög. Franz ei Ijótur sýnum, gáfumaður mikill, grimmur í skapi og ráðríkur. Leggur hann hug á heitmey brófur sins og ber KarJi illa söguna. Telur hann svalla mjög með vændiskonum, vera sjúkan orðinn af þeim sökum og ófæran til hjónabands. Amalía trúir honum ekki. Þá rægir hann Karl við föður þeirra, svo að honum hverfist skap um stund, og leyfir Franz að skrifa honum áminningarbrjef. öerir Franz það og lýgur miklu við, telur bróður sinn útskúfaðan úr ættinni, nema því að eins að hann auðmýki sig og þoli harða refsingu. Hann veit að Karl muni ekki hafa skap til að hverfa heim til fangelsisvistar. Um þessar mundir sverfur svo að Karli fjárhagslega, að hann tekst á hendur forustu nokkurra ungra og fje- lausra stúdenta, er sjá það eitt ráð fyrir sjer, að leggjast út og lifa á ránum. Er hann þá svo stórhuga, að hann hyggur á eigi minna þrekvirki, en að gera Þýzkaland að lýðveldi. Svo sem nærri má geta reynir flokkurinn lítið til þess, enda lendir allt í ránum og manndrápum og vörn. — í þessum svifum, eða litlu fyr, vill annar maður, Spiegelberg að nafni, vel viti borinn, en huglitill og illgjarn, ná í foringja- tignina. Telur hann um fyrir mönn- um á ýmsa vegu, gortar af vitsmun- um sínum og ágæti, en verður lítið ágengt. Eftir það leggur hann fjand- skap á Karl Moor, en er drepinn af mönnum hans. Franz Moor langar mjög í völdin og greifadæmið. Og til þess að flýta dauða föður síns og stytta sjer leið til vald- anna, lýgur hann því upp að Karl sje dauður. Gamli maðurinn trúir því og ásakar sig harðlega, og verður honum svo mjög um þetta, að hann fellur í ómegin. Franz breiðir það út, að karlinn sje dauður, grefur hund i grafreit ættarinnar, en holar föður sín- um niður í jarðhús í kastalarústum, og ætlar honum að líða þar hungur- dauða. Þarna situr gamli maðurinn þrjá mánuði, en sveinn einn gefur honum mat á laun. Einhverju sinni býst Karl heim með menn sína, kemst einn sins liðs inn í höll föður síns og verður vís hins sanna um atferli bróður síns. Þá strengir hann þess heit, að drepa bróður sinn til hefnda, og sendir menn sína eftir honum þeg- ar í stað. Franz er sagt að vopnaðir menn þeysi að höllinni og verður hann þá hálfsturlaður. Hann hafði áður dreymt ógurlegan draum um af- drif sín eftir dauðann. ölæpirnir læð- ast í kring um hann eins og vofur og óttinn við annað líf er að ná yfir- höndinni. Presturinn er sóttur, en þeim semur illa, og magnast hræðsl- an enn meir við samræður þeirra. Loks reynir hann að flýja á náðir bænarinnar, en tekst illa og finnur enga svölun. — Sendimenn Karls taka höilina og fylkja sjer allt umhverfis. Franz veit að þetta eru engir frið- menn. Biður hann þá þjón sinn að drepa sig, en hann færist undan og hleypur út. Gerir Franz þá ýmist að kasta sverðinu eða munda það gegn sjálfum sjer, en gugnar við blikandi stálið. Sendimenn brjóta garðshliðið og kasta eldi í höllina. Þá tryllist Franz með öllu. Hann sjer opið hel- víti gína við sjer og hann heyrir djöflana ýlfra allt í kring um sig. Og skelfingin verður svo mikil að hann hengir sig. í síðustu sýningu finnast þau Karl og Amelía við kastalarústirnar og liggur þá gamli Moor þar dauðvona. Amalia verður frá sjer numin af gleði, er hún hefir heimt þá báða úr helju. Ástin til hennar og eiður við ræn- ingjana um æfilanga forustu togast á um Karl um stund. En hryðjuverk þeirra fjelaga eru orðin mikil, og hann veit að ekki er til neins að snúa við. Og þó langar hann til þess. Þessi glæsilegi, ágæti maður elskar unnustu sína enn þá. Hann elskar hana eins og fagra hugsjón, sem aldrei getur rætzt. Lífið með henni líður fram hjá eins og indæll, örstuttur draumur. Svo áttar hann sig á öilu saman. Sporhundar rjettvísinnar eru á hælun- um á honum og þeir hljóta að finna hann. — Hann drepur unnustuna, £eik|jelag Reykjavíkur: ^BBi eítir Scbiller. Sunnudaginn 3. marz kl. 8. síðd. rýfur eiðinn við fjelaga sína og geng- ur frjáls undir öxi böðulsins. Hjer að framan hefir lauslega verið getið nokkurra atriða úr þessum mikla risaleik. Hin eru miklu fleiri, sem eigi eru nefnd. Þetta er fyrsta lista- verk höfundarins og víðírægt mjög. Það iogar allt í skáldfjöri og mælsku frá upphafi til enda. Schiller er talinn með allra mestu skáldum heimsins og koma öll einkenni hans fram í þessum leik. Einhver sagði við' mig, að svona gott leikrit væri ekki til neins að sýna okkur. Jeg trúði því ekki. Nú er eftir að vita hvort það rætist. í næsta blaði verður getið um leik- endur og útbúnað á leiksviðinu. Haukur. ijolstein £eðreborg greifi dáinn, segir símskeiti frá Khöfn í gærkvöld. Hann var af gömlum aðalsættum, fæddur 1839, og var einkum kunnur fyrir afskifti sín af stjórnmálum. Hann var hægrimaður í æsku og einveldissinni, en snerist allt í einu í lið með vinstrimönnum og var oft í stjórn þess flokks, þótt hann væri honum ekki allt af sam- dóma að ölliT leyti. Þingmaður var hann frá 1872 til 1890. Þegar vinstri menn urðu í meiri hluta 1901, bað konungur hann að mynda hið nýja vinstrimanna ráðuneyti og sömuleiðis að taka að sjer utanríkisráðherrastöð- una, en hann færðist undan hvoru- tveggju. Og þegar Christensens-ráðu- neytið sagði af sjer 1909, var honum enn falið, að mynda nýja ráðuneytið, en þá tókst honum það ekki, enda var þá við megna erfiðleika að stríða, er Albertí-hneykslið stóð sem hæst. Samsöng hjelt „Söngfjelagið 17. júní“ í gærkvöld í Bárubúð. Þar var meðal annars sungið lag eftir Árna Thorsteinsson við kvæði Stgr. Thorsteinsons „Sólu særinn skýlir“, og lag Sveinbj. Sveinbjörnsson við Land- námssöng Matth. Jochumssonar, Ijóm- andi falleg lög, og þar voru og sungin tvö íslenzk þjóðlög, „Keisari nokkur mætur mann", og „Forðum tíð einn brjótur brands", raddsett af Sigfúsi Einarssyni, og sýndu þau hvað gera má úr þjóðlögunum okkar, þegar vel er á haldið. — Skemmtunin var ágæt, enda var hún vel sótt. Samsöngurinn verður endurtekinn annaðkvöld. „Cei^eis44. Hún er nú komin á flot aftur, og talin lítið eða ekkert skemmd. Hún fór til Leith, er hún losnaði, og verð- ur athuguð þar. Símað var á mánudaginn, að far- þegar og póstur úr „Ceres“ ætti að flytjast til Leith, og væri hvorttveggja væntanlegt með „Sterling11 6. þ. m. Sagt er, að von sje á skipi 9. þ. m. með vörur úr „Ceres“.

x

Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.