Reykjavík

Útgáva

Reykjavík - 03.03.1912, Síða 4

Reykjavík - 03.03.1912, Síða 4
36 REYKJAVlK Xlœöevæver €íeling, Viborg, Sanmark sender portofrit 10 Alen sort, graat, inkblaa, inkgrön, inkbrun finulds Chevi- ots Klæde til en flot Damekjole for kun 8 Kr. 85 0re, eller 5 Alen bredt sort, inkblaa, graanistret renulds Stof til en solid og smnk Herre- drag-t for kun 13 Kr. 85 0re. Ingen Risiko! Kan ombyttes eller tilbage- tages. Uld köbes 65 0re pr. Pd. Strikkede Klude 25 0re pr. Pd. ÖTT0 M6NSTED danska smjörlihi er berf. Biðjið um legurutimar „Sóley” „Ingólfur” „Hehia”eðo Jsafold' Smjörlihið fce$Y einungi^ f'ra: Oíto Mönsted w. Kaupmnnnohöfn og/fro'5um i Danmörku. cfllagáeBorg ar BrunaBótaJJolag — varasjóður í árslok 1910 yfir 19 miljónir króna — tekur að sjer eldsvoða-ábyrgð á húsum, innanstokksmunum o. fl., gegnum umboðsmann fjelagsins í Reykjavík og grennd: firmaið IL. Th. A. Thomsen. [1 s.'ahv. m]. Lrks ber að geta þess, að bókari reiknaði jafnan forvöxtu með gjald- kera þar til í júlí-byrjun 1909, enda finnast varla nokkrar villur þangað til. En þá stóð sem hæst rannsóknarfarg- an Björns Jónssonar og var bókarinn þá allt áf að stjana undir rannsóknarmenn og hætti að geta reiknað með gjaldkera. Síðan hefir gjaldKeri verið einn um að reikna út, og mun þó hafa borið sig upp undan því, að sig skorti aðstoð í þessu, en aldrei orðið úr, að hann fengi hana. Nú virðist mállnu svo vel komið, sem auðið er, og bezt fyrir alla að trúa engum tröllasögum, sem úr sér- stakri átt er sífelt þeytt á loft. Þá er þessari rannsókn er lokið, verður málið vafalaust svo upplýst, sem kostur er, og þá verða sjálfsagt úrslitin birt (væntanlega með nauð- synlegum skjölum og skilríkjum). Þangað til er einsætt að bíða átekta. Sögum, sem þangað til verða kveiktar upp, má því síður trúa, sem þær vitan- lega liljóta að verða uppspuni einn. Nefndin mun ekkert uppi láta, unz starfi hennar er lofcið. Nöín og nýjung'ar. Manntjón á þilskipum. Um síðustu helgi komu inn þessi fiskiskip: „Sæborg", og „Hafsteinn“, frá Duus-verzlun ; „Haffari“ frá Görðunum; „Sjana“, frá Edinborgar- verzlun, og „Greta“ og „Langanes“, frá h/f P. J. Thorsteinsson. Skipin höfðu verið að veiðum sunnan við land, á Selvogsbanka. En aðfaranótt föstu- dagsins var þar gríðarhvasst austanveður og ljetu þau drífa undan. Þá missti „Haffari“ 1 mann og „Langanes“ 5. En öll eru þessi skip, sem inn komu, meira eða minna brotin og skemmd, nema „Langanes“. Maðurinn, sem frá „Haffara“ fórst, heitir Þórður Erlendsson, giftur fyrir fjórum árum Sigríði Ólafsdóttur, er misst hafði fyrra mann sinn í sjóinn á „Soffiu Whitley“, er fórst við Mjrarnar i mannskaðaveðrinu 1906. Þeir 5, sem af „Langanesí" fórust, voru : 1. Jón Pálsson úr Rvík (Grettisgötu 46), sonur síra Páls Pálssonar, sem síðast var prestur í Þingmúla í Skriðdal, 28 ára gam- all, kvæntur og átti börn. 2. Sigurgeir ólafsson frá Bjarnaborg í Reykjavík, kvæntur og átti 1 barn. 3. Guðjón Jónsson frá Ánanaustum i Reykjavík, ekkjumaður, er missti konu sina síðasti. vetur, en átti 1 barn. 4. Sigurður Jónsson frá Syðra-Yelli í Gaulverjabæjarsókn, ókvæntur. 5. Kristján Magnússon frá Patreksfirði, ókvæntur. Þeir voru 7 á þilfari á „Langanesi“ að hagræða seglum, er alda reið framan yfir skipið og tók þá 6 út. Einn hjelt um kaðal og komst upp í skipið aftur. Aflabrögð. Þilskip þau, sem ínn hafa komið, segja nógan fisk fyrir, en stormar hafa bagað veiðina. „Haffari“ hafði fengið 7000, „Langanes11 6000, „Guðrún Soffía“, eígn Th. Thorsteinssons, er kom inn nú í vikunni 6000 og „Sigríður“, eign sama manns, 8,500, „Ása“, eign Duusverzlunar 10,000, o. s. frv. Látlnn er hjor i bænum aðfaranótt 28. f. m. Skúli S. Siverfsen, fyrrum óðalsbóndi í Hrappsey á Breiðafirði. Hann var rúm- lega hálfáttræður að aldrei, fæddur 24. nóv. 1835, og hafði verið lasburða síðustu árin. Hann hafði um all-mörg árin síðustu dvalið hjer hjá tengdasyni sínum, prófessor Guðm. Magnússyni. Kolavandrseði eru þegar farin að gera vart við sig hjer i Rvík. Frederiksen norski hefir enn þá nokkrar birgðir, en hann hefir sett kolaverðið upp í 6 kr. skippundið. Björn Guðmundsson selur enn kol, zem hann keypti á sama tíma og Frederiksen, á 4 kr., en er alveg að þrotum kominn, því að ös hefir verið geysimikil hjá honum þessa dagana. Sagt er að Frederiksen eigi von á ofnkolafarmi bráðlega, og Björn Guðmunds- son og frakkneska kolaverzlunin eiga von á sínum gufuskipa-kolafarmÍDum hvor, en ofnkolaskip það, sem Björn Guðmundsson átti von á, var ekki farið að ferma, þegar verkfallið hófst. Vonandi ljettir verkfailinu bráðlega, og væri þá ekki ósanngjarnt, að bæjarbúar ljetu Björn njóta þess, að hann hefir ekki notað sjer kuldann cg verkfalls- horfurnar einar til þess að sprengja upp kolaverðið. ÚrHmídaHtoíau F*inKholt«st.H, K,vílr. Huergi vandaöri úr. Huergi eins ódýr. Fullkomin ábyrgð Stefán Runólf38on. Stjarnan min. Þú vitjar mín einatt svo vinhýr og blíð, þá varpar þú geisiunum þínum, — því verður mjer kærari vetrarins tíð þó vefji’ hún allt helblæjum sínum. Mig furðar, þú enn skulir muna’ eftir mj*r — svo mjög sem að jeg er þó aumur, — því síðan við kynntumst nú ærið langt er, og orðið mjer líkt eins og draumur. En þá var jeg ungur með ljettari lund, og lífsreynslu hafði' ekki neina; það skeður svo fjölmargt, þó skemmrisje stund, er skerða vill kærleikann hreina. Þó ert þú svo trygglynd, að una mjer hjá um ískaldar vetrarins nætur; jeg veit, þó jeg svæfi, eins vektirðu þá, sem værirðu’ að hafa’ á mjer gætur. Og er ekki þetta þin meining til mín — þá mjer ertu ljós þitt að sýna — að þú viljir hefja minn huga til þín í hásala-dýrðina þína ? En vængi svo þreklausa' og veika jeg á, sem varna mjer til þin að flýja; jeg vona’ að þeir styrkist, því veikustu strá á vorin fá lífskrafta nýja. Og þá mun jeg kjósa að koma til þín, þó kanni jeg óþekkta vegi. Og láttu þá brosgeisla berast til mín svo bjarta, að villist jeg eigi. Því þegar að lokið er leið minni hjer — mjer ljúft er því fastlega’ að trúa: í Ijós-sölum himinsins líka’, eins og þjer, mjer leyft verði síðar að búa. Jón Þórðarson. Gamall þingmaðnr. Josef Madarasi heitir þingmaður einn í Ungverjalandi. Hann er nú fullra 98 ára að aldri, og elzti þingmaður í heimi. Andstæðingar hans hafa borið það út, að hann ætli ekki að gefa kost á sjer við næstu kosningar. En Josef sver og sárt við leggur, að hann skuli vera þingmaður, þar til hann hafi fyllt 100 árin. Þegar þvi takmarki sje náð, segir hann að stefnuskrá sín verði sú, að verða elzti maður í heimi. Hann hefir hjá sjer lista yfir nöfn allra þeirra, sem hann veit að náð hafa 100 ára aldri, og þegar hann frjettir lát einhvers þeirra, sfcrykar hann nafn hans út af listanum, og hann segist hafa góða von um, að sitt nafn verði þar eitt á endanum. €ggert Claessen, yfl rréttarmálRflntni n gsmaðnr. Pósthússtr. 17. Talsíml Ifl. Venjulega heima kl. 10—11 og 4—5. Sveinn Björnsson yfirdómslögmaður. Halnariðtrætl 16 (á sama stað sem fyr). Skrifstofntíml 9—2 og 4—6. Hittlst venjulega gjálfnr 11—12 og 4—6. Vindlar og Vindlingar beztir og ódýrastir hjá Jóni Zoega, Bankastræti 14. ar sem hljóðfæri er til, þurfa líka Alþýðusönglögin hans Sig- fúsar Einarssonar að vera til. Fást hjá öllum bóksölum, kosta kr. 1,25. Munið að kaupa Bændaförina 1910; kostar kr. 1,50. Fæst hjá bóksölum. Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar. llvar á að kaupa öl og vín? En í Thomsens M a g a s í n. Ritstj. og ábyrgðarm.: Stefán Runolfsson. PrentMn. Gutenberg. 6 þvi um líkt — bara fyrir það, að segja til einhverjum óvön- um og óstýrilátum leikendaflokki. Jeg ásetti mjer að mæta stundvíslega á hinum tiltekna stað. Þegar jeg kom til gistihússins, og spurði eftir frú Disney Lovell, var mjer vísað inn í viðhafnarsal einn á öðru lofti. Jeg hafði naumast tíma til þess að dást með sjálfum mjer að þvi, hvað allt var þar ríkmannlegt og íburðarmikið, því að í sama bili og jeg kom inn, kom kornungur kvenmaður, fráleitt meira en 18 til 19 ára, út úr einu herberginu við hlið salsins, og heilsaði mjer einstaklega alúðlega og blátt áfram. Jeg hjelt fyrst, að þetta hlyti að vera dóttir frúarinnar, og þá ein af hinum væntanlegu námsmeyjum mínum, en fyrstu orðin, sem hún sagði við mig, sannfærðu mig um að mjer hafði skjátlazt, og að jeg stóð hjer frammi fyrir höfundi auglýsingarinnar. »Jeg hefi valið brjef yðar úr fjölda annara brjefa, hr. Montagua, mælti hún, »vegna þess að jeg hefi oft sjeð yður leika, og — þótt þjer heyrið sjálfur til, verð jeg að segja það, að jeg hefi ætíð dáðst að því, hve þjer hafið leikið hlutverk yðar vel og eðlilega«. Jeg hneigði mig, og mjer þótti auðvitað vænt um gull- hamrana. f*ú veizt það vist, vinur minn, að smjaður er oftast bezta ráðið til þess að ná hylli leikandans, og jeg sagði henni auðvitað undir- eins, að jeg skyldi með mestu ánægju gera fyrir hana hvað sem hún óskaði. »Já, jeg get þó ekki treyst þvi, að þjer gerið það, fyr en jeg hefi sagt yður hvað það er, og þjer hafið svo þar á eftir lofað mjer liðsinni yðar«, mælti hún með glettnislegu augna- ráði. »Leikur sá, sem jeg ætla að sýna, er ekki einn af þess- um venjulegu sjónleikum«. »Það er ef til vill hirðingjaleikur, eða máske einhvers

x

Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.