Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 30.03.1912, Blaðsíða 3

Reykjavík - 30.03.1912, Blaðsíða 3
R E Y K J AJV t K 51 TREGT gengur fljóðum verk að vinna, segir málshátturinn, en þegar Sunlightsápan kemur til hjálpar við þvottinn, pá vinnst þeim verkið fljótt. Ohreinindi hverfa fyrir Sunlight sápunni eins og döggin fyrir hinni upprennandi sól. SUNLIGHT SÁPA 2237 eigi sje raeira um þau að ræða. Vel má því hjer við bæta, að einmitt þessi ófull- nægjandi bókfærsla skapar hinum óráðvanda áræði til þess að leiða á markaðinn illa fenginn grip. Hann veit, að nafn hans og heimili er hvergi skrifað. Þá er auðsætt, að erfitt er að komast fyrir hver seljandinn er, og það sjer hinn óráðvandi lika. Reynsl- an mun og hafa sýut honum það. En þetta má ekki lengur svo til ganga. Það verður að gera eitthvað til þess, að þeir, sem verða fyrir þvi tjóni að missa hross sín á þennan hátt, geti látið rannsaka, hvernig á hvarfi hrossanna standi. Jeg vil leyfa mjer að benda hjer á það, sem mjer hefir hugsazt að stutt, gæti að slíkri rannsókn, þegar hennar þyrfti með. Jeg vil, að enginn megi í hrossa- eða stóðkaup fara, nema hann hafi til þess er- indisbrjef frá hlutaðeigandi sjslumanni eða bæjarfógeta, sem hann sjé skyldur að fara eftir við tmirkaðshöld sín og hrossakaup 811. Bókfærslan sje þannig fyrirskipuð, að bókað sje fyrst við hvert, hross fullt nafnogheim- ili seljandans, eyrnamark á hverju hrossi, litur þess, svo nákvæmlega sem auðið er, og hver önnur sjáanleg auðkenni, aldur, hvort það er hestur, vanaður eða óvanaður, eða hsyssa o s. frv. Markaðshaldari skal á hverjum markaði skipa tvo innanhjeraðs- menn, kúnnuga og vel valda, ti' að vera votta að þvi, að allt sje rjett bókfært, og skulu nöfn þeirra skráð í sömu békina. í þá sömu bók skulu og skráð full nöfn og heimili þeirra manna, sem reka stóð frá markaðsstöðunum til útflutningsstaðarins, svo og nöfn og heimili þeirra, er gæia stóðsins, ef það þarf að biða eftir skipi. Þegar markaður og útflutningur hrossa er um garð genginn á ári hverju, skulu mark- aðshaldarar tafarlaust afhenda bækur sinar sýslumanni þeim eða bæjarfógeta, sem næst- ur er útskipunarstaðnum, og skulu þær liggja þar til sýnis öllum, er þess óska, eigi skemur en sex mánaða tíma. Með þessu gefst þeim, er hross hafa misst, kostur á að sjá það, hvort nokkur hefir á óleyfilegan hátt leitt það til sölu á síðustu mörkuðum — sje bókfærslan glögg, sem allt er undir komið. Það er auðvitað, að með þessu er ekki hægt að koma i veg fyrir það, að ófrjálslega seld eða fengin hross verði flutt af landi burt eins og fj'jáls væru. En það ætti að geta orðið til þess, að hægt yrði að hafa hendur í hári óráð- vendnisseggsins, ef hann hjeldi áfram upp- teknum hætti. Bækur hrossakaupendanna mætti svo allt af bera saraan við útskipunarbækurnar, til þess að sjá, hvort tala hrossanna stæði heima. Að endingu loyfi jeg mjer að krefjast þess, að sem flestar sýslunefndir taki mál- efni þetta til alvarlegiar íhugunar, einkum þær síslunefndir. þar sem meira eða minna kveður að hrossahvarfi á sumrum. Jeg skora á þær, að sjá því á einhvern hátt sem bezt borgið, að hvorki jeg nje aðrir verði fyrir því tjóni framvegis, sem hjer er um að ræða. • ———— TVöíii og nýjungar. Voðaskot. Maður einn f Álftafirði við ísafjarðardjúp, Þorlákur Jónsson frá Tröð, beið bana af skoti 8. þ. m. Hljóp skotið í hálsinn og hægri öxlina. Var hann þegar fluttur til ísafjarðar, en var þá nær meðvit- undarlaus, og dó skömmu síðar. Ágeetan afla hafa botnvörpuskipin feng- ið þessa síðustu daga. Grcsnlandsförin. Þess var nýlega getið hjer i blaðinu, að J. P. Koch höfuðs- maður í Kaupmannahöfn væri að búa sig i leiðangur þvert yfir Grænland, og ætlaði hann að hafa íslending einn með sjer í för- inni. Koch höfuðsmaður var, svo sem menn muna, við landmælingar hjer á landi fyrir nokkrum árum, og var þá með honum Sig- urður Símonarson ferðamannafylgdarmaður hjer úr bænum, ættaður úr Landeyjum, og þann mann vildí Koch nú fá með sjer í Grænlandsförina. En Sigurður átti ekki heimangengt, og hefir hann nú útvegað honum í sinn stað Vigfús Sigurðsson Álita- nespóst, ættaðan úr öxnafirði. „Thore**. Hinn 25. þ. m. átti gufu- skipið „Ask“ að koma hingað með farpega og páskavörur kaupmanna frá Kaup- mannahöfn og Leilh, en í þess stað kem- ur „Mjölnir11 hingað þann 26 með sall/arm frá Noregi. Hafði hvorki komið við í Kaup- mannahöfn nje Leith. Klseðaverksmiðja Eyfirðinga. Þeg- ar bæjarstjórn Akureyrar og sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu gengu í fjelag við gömlu hluthafana 1810 til þess að endurreisa tó- vinnuvjelarnar við Glerá, samþykktu þær að taka á sig ábyrgð fyrir 60,000 kr. lands- sjóðsláni til nýrra vjela, vatnsveitu og við- gerða á gömlu vjelunum. Nú er því verki lokið fyrir nokkru og lánsupphæðin þrotin. En nú þykja vefstólarnir ekki samsvara kembinga- og spuna-vjelunum, og sam- þykktu sýslunefndin og bæjarstjórnin þess vegna á fundi 9. þ. m., að ganga enn 1 á- byrgð fyrir 10 þús. kr. lántöku, til þess að áaupa 2 eða 3 nýja vefstóla og ýms önnur nauðsynleg áhöld, til þess að verksmiðjan gæti unnið viðstöðulaust. Auk þess sam- þykktu sýslunefnd og bæjarstjórn, að taka að sjer gamlar skuldir hluthafanna, að upp- hæð nál. 6000 kr., og áður höfðu þær engið í 6000 kr. ábyrgð fyrir þá. Eru það því milli 70 og 80 þús. kr. samtals, sem bærinn og sýslan ábyrgjast fyrir verksntiðjuna. Hluthafarnir munu hafa lagt rúmar 40 þús. kr. í fyrirtækið. Trúlofuð eru ungfrú Elín Stephousen dóttir M. Stephensen fyrv. landshöfðingja, og Július Stefánsson, sonur St. Guðinunds- sonar framkvæmdarstjóra verzluuarfjelags- ins 0rum & Wulff. Lúðrablástur og samskot. Lúðra- fjelagið „Barpa“ leikur á lúðra á Austur- velli á morgun eftir siðdegismessu, og verða þá kasBar hafðir á almannafæri, sem menn eru beðnir að leggja í nokkra aura til styrktar heimilum þeirra, er fórust á „Geir“. Bæjarstjórn Reykjavíkur. Fnndur 21. marz 1912. 1. Byggingarnefndarmál. Fundargerð frá 16. þ. m. lesin upp og samþyktar tillögur nefndarinnar. Vor það allt smávægileg mál. — Nefnd sú, sem kosin hafði verið á síð- asta fundi til að íhuga byggingarleyfisbeiðni Björns Jónssonar fyrv. ráðherra, og koma með tillögur um það, hvernig haga skyldi byggingum austan og sunnan til við tjörn- ina, lagði fram álitsskjal sitt og tillögur. Alítur hún skeramtigarðssvæðið nægilega stórt, þótt efri hluti túns Björns Jónssonar gangi frá, og leggur til, að um 50 metra spildu af fyrirhugaða garðstæðinu austan- verðu sje breytt í byggingarlóð, og B. J. leyft að byggja í línu við kvennaskélann og hús Thor Jensens. Nefndin leggur og til, að stefnu götu þeirrar, sem takmarkar garðs- svæðið að norðanverðu á uppdrætti K. Zim8ens og Kjörboes, verði breytt þannig, að sú gata komi upp frá Fríkirkjuvegiuum sem næst suðurmörkum erfðafestulands erf- ingja A. Thorsteinssons, og upp á Laufás- veg þar sem mætist Þingholtsstræti og Lauf- ásvegur. Hún leggur enn fremur til, að bærinn kaupi nú þegar svæðið frá Tjörn- inni upp að fyrirhuguðum byggingarlóðum i túni Björns Jónssonar, og bjóði 20 au. fyrir hverja feralin, að undanteknum þeim hluta svæðisins, sem tekinn verður ókeypis undir götur, og sje kaupverðið greitt með því, að breyta í byggingarlóð jafnmörgum ferálnum úr erfðafestulandinu (verðið gert 1 kr. fyrir feralin, og 20°/o þar af í bæjar- sjóð verða 20 au. fyrir hverja feralin). — Með þvi að svæði það, sem B. J. sækir um byggingarleyfi á, liggur alveg viðskila við vatnsæða-, gasæða-, holræsa- og vega-kerfi bæjarins, leggur nefndin enn fremur til, að byggingarleyfið verði því skilyrði bundið, að hann annaðhvort sjái fyrir vatnsæð, gasæð, holræsi og vegi á sinn kostnað, eða nái samkomulagi við bæjarstjórnina um það. — Nefndarálitið ásamt tillögum þessum var samþykks. [Frh ]. Magnús Porsteinsson, Bankastræti 12. yímerísk kerra (fyrir einn hest, sæti fyrir tvo) eink- arlétt, dálitið brúkuð, til sölu mjög ódýrt. Jón Ólafsson alþin. Laugav. 2. Sveinn Björnsson yfirdómslögmaSur. Hal nunstrioti ÍO (á sania stað sem fyr). Skrifstof'utínii 5)—2 og 4—fl. Hittist venjnlega sjálfnr 11—12 og 4—5. €ggert Claessen, yfirréttarniálallutniiigsniaftnr. PÓMlliúsMtr. 17. ThImiiiiI 1A. Venjulega heima bl. 10 —11 og 4—5. * I ijarveru minni, á ferð til útlanda, þangað til í byrjun næstkomandi maímánaðar, gegnir hr. yfirrjettarmálaflutningsmað- ur Kr. Linnet öllum málfærslumanns- störfum mínum. — Hann verður að hitta á skrifstofu minni kl. il—2 og 5—7- Reykjavík 24. mars 1912. Kfígort Claefisen. Peninpr í toði. AU skonar steypt járn (pott) kaupir hæsta verði Járnsteypa Reykjavikur. Tóbaksverzlun Jóiim Zoéga selur ódvrast. neftóbak, munntóbak, reyktóak, vindla, cigarettur og m. fl. Tulsími 128. Bankastræti 14. Til leigu 2 herbergi og eldhús í Merkisteini. Gísli Porbjarnarson. >WVVA yejWJ —“—» ... .... ? brúkuð ÍMleusih, alls- í ? konar borger enginn í betur en $ £ Holgi Helgnson ;> < (hjá Zimsen) i Reykjavik.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.