Reykjavík

Tölublað

Reykjavík - 29.06.1912, Blaðsíða 2

Reykjavík - 29.06.1912, Blaðsíða 2
102 REYKJAVlK hefði ekki gefið svo brýnt tilefni til þess. Það var sjálfstæðisflokksins stóra synd, þegar hann var við völd,' að reyna að gera að flokksmáli sérhvert mál stórt eða smátt, sem í eðli sínu átti ekkert skylt við flokkaskiftingu, ef flokkum hefði verið skift eftir málum en ekki mönnum. Slíkt veit ég ekki til að kæmi fyrir í heimastjórnar- flokknum á stjórnarárum Hannesar Haf- steins. Höfundurinn segir: ,Sitji óhæf stjórn að völdum, þá getur hún setið á- fram í skjóli flokksfylgisins, sem henni mundi ókleift, ef þingmenn væru eng- um flokksböndum háðir og gætu farið að öllu eftir sannfæring sinni". Þetta samsinni ég alveg með höf- undinum, með þeirri athugasemd þó, að hver sú flokkskipun er óréttmæt og óhafandi, sem neyðir menn til að greiða atkvæði gegn sannfæringu sinni. Það er víst að eins af því, að höfund- urinn hefir verið í svona löguðum flokki, að hann virðist ekki þekkja eða getað hugsað sér þingflokk öðruvísi lagaðan. Eitthvað í þessa átt hefir nú brunn- ið við í þingum fleiri landa, annara en íslands. En þetta stafar af sið- ferðislegum slakleik þingmannanna og kjósendanna. Höf. er ekki inn fyrsti né eini, sem hefir orðið svo hugdeigur við þetta, að hann hefir talið alla flokka- skipun á þingi óhafandi. En öilum hefir til þessa orðið skotaskuld úr því, að finna annað fyrirkomulag, sem ekki liefði miklu verri ókosti í för með sér. Þetta virðist mér benda til þess, að eini tiltækilegi vegurinn, að minsta kosti í bráð, sé að reyna að skerpa siðferðismeðvitund þingmanna og kjós- endanna. Alt það sem höf. segir um misrétti manna gagnvart lögunum eftir því, hverjum flokki þeir heyri til, held ég hljóti að vera bygt á ímyndunarafli hans, en ekki á reynslunni, nema ef vera skyldi að höf. hafi kynst einhverj- um dæmum í þá átt meðan stjórn- málaflokkur, sá sem hann tilheyrði, var við völd. Þá fer höf. að tala um „þingveizl- umar*. En þar veður hann algerðan reyk af kunnugleika-skorti. Meðan hér var landshöfðingi, hafði hann risnu- fé veitt, bæði til að halda þingmönn- um veizlur og líka til að gera heim- boð útlendingum og öðrum. í þær var eðlilega öllum þingmönnum boðið; en rangt er það hjá höf., að allir þingmenn sæktu þær undantekningar- laust. Þeir þingmenn voru til, einmitt af pólitisku sauðahúsi hins háttvirta höfundar, er eigi þáðu veizlur iands- hðfðingja einmitt af prívat óvináttu við landshöfðingjann. Meðan landshöfðingjadæmið var, hafði landshöfðingi 2000 kr. hærra risnufé á alþingisárum heldur en hin árin. Það var fyrir þingveizlurnar. En er vér fengum ráðherra, þá kom fjárlaganefnd og ráðherra saman um, að fella burtu risnufé fyrir alþingisveizlur, og það hefir aldrei verið veitt ráðherrunum: Hitt var þá tilgangurinn, að alþingis- forsetarnir skyldu fyrir þingsins hönd halda veizlur, og skyldi féð til þess tekið af þingkostnaði. Þetta var og gert tvö þing, en síðan hætti það af atvikum. Þar sem því ráðherranum hefir aldr- ei verið veitt fé til þingveizluhalda, þá hefir enginn ráðherra, hvorki Hannes Hafstein né eftirmenn hans haldið neina þingveizlu. Hitt er satt, að ráð- herrarnir hafa auðvitað haldið vinum sínum og kunningjum heimboð, einnig um þingtímann. Þeir munu þó sjald- an hafa boðið meira en 12—14 mönn- um í einu; húsrúm þeirra heima hjá sér hefir ekki leyft meira. Ég var stundum við slík tækifæri í boði hjá Hannesi Hafstein, og sá ég í þeim boðum kunningja hans bæði úr and- stæðingaflokk hans og eins utanflokka- þingmenn. Boð hans voru kungingja- boð, en engin flokksboð. Hvernig hin- ir tveir ráðherrarnir hafa haft þetta, er mér ókunnugt um. Herra B. Kr. er náttúrlega fullkunnugt um, hvemig ráðherra sjálfstæðisflokksins hefir hag- að boðum sínum, og hefi ég enga á- stæðu til að véfengja sögusögn hans um það, að boð hans hafi öll verið flokksboð. Þar sem höf. segir í þessari ísa- foldar-grein, að Hannes Hafstein hafi skipað flokksmönnum sínum hvervetna í öndvegi, þá var svo fjarri því, að honum var öllu heldur hætt við, er hann skipaði menn í embætti eða stöður, að taka að öðru jöfnu and- stæðinga sína fram yfir flokksmenn sína. Þetta hefir sjalfsagt verið af viðleitni til að forðast hlutdrægni. Höf. talar mikið um embættismenn og skólagengna menn sem sérstaka þingmenn og kallar þá embættis- mannaflokkinn. Þetta er nokkuð vill- andi, því að það er eins og allir em- bættismenn og skólagengnir menn hefðu fylgt sama flokk á þingi. En hefir horft svo við í raun og veru? í sfcófatnaðaryerzlun Jóns Stefánssonar Laugaveg 14 gerast þau beztu kaup, sem hægt er að fá í bænum. T. d.: Kvenstígvjel á 5 kr. Karlm.stígvjel á 6 kr. 50 a. Lítum á siðasta þing. Þar voru í sjálfstœðisflokknum 12 embættismenn (eða fyrv. embættismenn), og eftir að Björn Jónsson varð ráðherra 13, og tveir embættislausir menn með skóla- prófi (annar þeirra Björn Jónsson), það er alls 13 menn af þessum embættis- mönnum og lærðu mönnum. í heima- stjórnarflokknum voru þjóðkjörnir þrír embættismenn og fjórir konungkjömir (tveir af þeim höfðu þókomið inp við uppfyllingar-kosningu í stað tveggja leikmanna). Auk þess voru á þingi tveir embættismenn, er upphaflega voru sjálfstæðismenn, en stóðu nú ut- anflokka. — Þetta virðist ekki benda á, að embættismennirnír á þingi myndi neinn sérstakan pólitiskan flokk. Heldur virðist það kenna hlutdrægni hjá hr. B. Kr. og vera vottur þess, að honum hafi enn lítt tekist að lækna flokksblindu sína, er hann segir, að „eitt kjördæmið af öðru setji reynd- ustu og hæfustu þingmenn sína heima“ og nefnir þar til dæmis Húnavatns- sýslu og Vestur-ísafjarðarsýslu. Öllu lakari dæmi gat hr. B. K. varla íundið. Þeir séra Hálfdán og séra Kristinn höfðu að eins setið á tveim þingum, og gátu því sízt heitið reyndir, því síður reyndustu, þingmenn. En það eina, sem þeir voru reyndir að, var, að vera tvent í einu: einhverjir allra liðléttustu þingmenn til nýtilegra starfa, sem nokkru sinni hafa á þingi setið, og einhverjir starblindustu tagl- hnýtingar leiðtoga sinna. Eftir að þetta er ritað, sé ég, að hr. prófessor Guðmundur Hannesson hefir einnig í „ísafold“ ritað á móti grein hr. B. K., og þykir mér vænt að sjá, að hann lítur líkt og ég á það kjarna- atriði málsins, sem hann gerir að umtalsefni. Loks skal ég láta í Ijósi ánægju mína yfir því, hve innilega sannfærður hr. B. Kr. er um það, að sú sam- komulagsstefna, sem kölluð hefir verið „bræðingurinn", sé hyggileg og væn- leg og réttmæt. Hann skriíaði undir þær tillögur eftir mjög vandlega íhug- un, og segist (sem vonlegt var) að eins hafa skrifað undir þær, af þvi að hann þóttist sjá, „að um þær umbætur yrði að tefla, sem meginþorri beggja þing- flokka og þjóðarinnar gæti orðið sam- taka um“. J. Ól. f Síra Lárus I*. Thorarensen er nýlega látinn. Hann andaðist á heimleið frá Ameríku, þrem dögum eftir að skipið lagði í haf, og barst andlátsfregn hans hingað með „Ceres" nú í vikunni. Síra Lárus Þórarinn Thorarensen var fæddur 12. ágúst 1877 í Stórholti í Dalasýslu. Foreldrar hans voru síra Jón Thorarensen, sonur Bjarna amt- manns Thorarensen, og Steinunn Jakobína Jónsdóttir. Hann kom í latínuskólann 1895, og varð stúdent 29. júní 1901. Las hann síðan guðfræði við prestaskólann í Reykjavík, og lauk embættisprófi við þann skóla 16. júní 1905. Eftir það var hann um nokkur ár kennari við barnaskólann á ísafirði. Árið 1910 var hann kjörinn prestur Garðarsafnaðar í Dakota, og sigldi hann þá þangað, en tók áður prestvígslu hjer heima. Sagði hann í ræðu, er hann flutti við það tækifæri, að ætíð myndi hann þrá ættjörðina, þótt hann flyttist í fjarlæga álfu, og að þess vildi hann óska, að sjer auðnaðist að koma heim aftur fyr eða síðar, svo að hann fengi að bera hjer beinin að lokum. Hann hafði um mörg ár verið heilsutæpur, en veiki hans (berklaveiki) ágerðist mjög eftir að hann kom vestur, og varð hann að lokum að hætta prestskap vegna veikinda. Og svo lagði hann af stað heimleiðis, dauðveikur, til þess að fá að deyja heima á ætt- jörðinni. En ósk hans rættist ekki. Hann andaðist, eins og áður er sagt, á Atlantshafinu, og liki hans var sökkt í sjávardjúpið. Síra Lárus sái. var hagorður vel, og eru mörg kvæði prentuð eftir hann til og frá í blöðum og tímaritum, en þó munu ýms af beztu kvæðum hans hvergi hafa verið prentuð enn þá. Hann var Ijúfmenni mesta, stilltur og dag- farsprúður, og gat oft verið gaman- samur, eins og kýmniskvæði hans bera vott um. Hann var góður kennari, og ávann sjer ást og traust barna þeirra, er hann kenndi. Kristján konugur I. heimsækir fsland. Þegar Kristján Jónsson ráðherra kvaddi konung um daginn, Ijet kon- ungur í Ijós, að hann hefði i hyggju að heimsækja ísland bráðlega, »til þess að kynnast persónulega landi og þjóð«. í brjefi konungs til alþingis, er lesið verður upp við þingsetninguna, verður gerð nánari grein fyrir þessu áformi hans. Mestu úr aö velja og ódýrust eru nærfötin i VÖRUHÚSINU Austurstræti 10 Hver inaður sín eigin þvottakona, er þjer kaupiö hálslin i VÖRUHUSINU Austurstræti 10 Karlmanna- fatnaöir fara bezt — endast lengst — kosta minst i VÖRUHÚSINU Austurstræti 10 t Ásgrímur Magnússon skólastjóri andaðist að heimili sinu hjer í bæ aðfaranótt 28. þ. m., eftir langa og þunga legu. Banameinið var krabbamein í maga. Ásgrímur sál. var fæddur á Nauta- búi í Skagafirði 22. maí 1873. Hann var kominn í beinan karllegg frá sira Jóni Konráðssyni, og í móðurætt frá Gísla Konráðssyni. Móður sina missti hann þegar hann var þriggja nátta, og ólst hann upp á hrakn- ingi, var oft á 5 eða 6 stöðum sama árið. 5 ára var hann, þegar hann byrjaði að tala, og engan staf þekkti hann þegar hann var 9 ára. Hafði hann þá dvalið i fullum 50 stöðum. Á Kúfustöðum í Svartárdal lærði hann að lesa. Vorið 1884 fór hann sem barnfóstra að Blöndudalshól- um. Faðir hans var þá enn á lífi, og árið eftir var honum boðið, að drengurinn skyldi alinn upp og hon- um kennd kristin fræði, ef hann gæfi með honum í eitt skifti fyrir öll brúnan uppáhalds hest, er hann átti. En ástin var meiri á Brún en barninu, og varð drengurinn því að vera á hrakningum eftir sem áður. Vorið 1887 gekk hann þó til spurn- inga ásamt fleiri börnum frá Vik í Skagafirði. Átti að ferma börnin sunnudaginn næsta fyrir hvítasunnu, en þrem dögum áður er honum sagt það, að hann geti ekki orðið fermd- ur, vegna þess að hann sje of ung- ur, ekki fullra 14 ára. Dag þann, sem átti að ferma, var blindhríð, og var því fermingunni frestað til hvita- sunnu. En þá var einmitt afmælis- dagur Ásgríms, og var nú ekkert því til fyrirstöðu, að hann yrði fermdur með hinum börnunum — með allt að láni, nema vitið sem guð hafði gefið honum. Næsta ár eftir ferminguna var hann smali á Barkastöðum í Húnavatnssýslu. Það- an fór hann að Hömrum i Skaga- firði, og var þar í þrjú ár. Fórþvi næst til sjóróðra suður í Garð, og reri þar tvö ár, en rjeðist svo á þilskip úr Hafnarfiði, og hugðíst að verða sjómaður alla æfi. En þá kom það atvik fyrir, er gerbreytti stefnu hans. Maður datt út af skip-

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/206

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.